Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 286. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Setningu herlaga minnst í Póllandi: Barist af hörku í miðborg Varsjár Varsjá. Reuter. HORÐ átök brutust út í miðborg Varsjár í gær er stjórnarandstæðing- ar söfnuðust saman til að minnast þess að sjö ár voru liðin frá setn- ingu herlaga í landinu. Sjónarvottar kváðust ekki muna eftir viðlíka bardögum stjórnarandstæðinga og lögreglusveita allt frá því herlög voru í gildi 1981 til 1983. Að sögn sjónarvotta réðust stjórn- arandstæðingar á lögreglusveitir, sem kvaddar höfðu verið út, og sögð- ust elstu menn ekki vita til þess að það hefði gerst áður. Að auki lét' fólkið táragashylkjum og grjóti rigna yfir lögreglusveitirnar og hermdu fréttir í gærkvöldi að einn maður Angóla: Friðarsamn- ingi fagnað Lissabon. Reuter. FULLTRÚAR Suður-Afríku, Kúbu og Angólu undirrituðu í gær í Brazzaville, höfuðborg Kongó, drög að samningi um brottflutn- ing kúbverskra liermanna frá Angólu og sjálfstæði Namibíu. UNITA-skæruliðar, sem tóku ekki þátt í samningaviðræðum ríkjanna, fögnuðu samkomulaginu en hótuðu auknum skæruhernaði féllist Ang- ólustjórn ekki á að ræða við þá um frið í landinu. í samningsdrögum Suður-Afríku- manna, Kúbveija og Angólumanna er gert ráð fyrir að Kúbveijar flytji 50.000 hermenn sína frá Angólu fyrir 30. júní árið 1991 og að Namibía verði sjálfstætt ríki eftir kosningar í landinu 1. nóvember á næsta ári. Samningurinn verður end- anlega staðfestur í New York 22. desember. Sjá „Kúbveijar firá Angólu ...“ á bls. 25. hefði slasast og að ekki færri en fimm hefðu verið handteknir. Borðum og spjöldum var haldið á lofti og sáust áletranir á borð við „Niður með kommúnismann" auk þess sem Jaruzelski, leiðtogi pólska kommúni- staflokksins, var hvattur til að segja af sér. Onefndir fylgismenn Samstöðu, hinnar óleyfilegu hreyfingar pólskra verkamanna, sögðu þúsundir manna hafa safnast saman í borginni Wrocl- aw. Hefði þess verið krafist að starf- semi Samstöðu yrði heimiluð og að Jaruzelski hyrfi frá völdum. Heimild- armennimir sögðu lögreglu ekki hafa reynt að koma í veg fyrir mótmælin og hefðu þau farið friðsamlega fram. Reuter Lögreglumenn handtaka andstæðing stjórnar Wojciechs Jaruzelskis, hershöfðingja og leiðtoga pólskra kommúnista, í miðborg Varsjár i gær. Náttúruhamfarirnar í Sovétríkjunum: Fórnarlömb landskjálft- ans talin vera um 55.000 * Utg'öng'ubann í Lenínakan vegna gripdeilda og hervörður á götum borgarinnar Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR embættismenn skýrðu frá því í gær að sam- kvæmt bráðabirgðatölum yfir- valda hefðu 55.000 manns týnt lífi í náttúruhamförunum í Arm- eníu í síðustu viku. Áður hafði verið frá því skýrt að 40.000 til 45.000 manns hefðu farist. Þús- Yasser Arafat ávarpar allsherjarþing SÞ: Israelar hafiia boði hans um viðræður Genf. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, hafnaði í gærkvöldi boði Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), um að ganga til friðarviðræðna við fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. Arafat hvatti til slíkra viðræðna í gær er hann ávarpaði sérstakan fhnd allshetjarþings Sameinuðu þjóðanna um málefhi Palestínu- manna, sem fram fór í Genf í Sviss. í ræðu sinni, þeirri fyrstu sem hann flytur á vettvangi SÞ í 14 ár, vísaði Arafat kröfum Bandaríkja- stjórnar á bug og sagði það vera skilyrði fyrir friðarviðræðum að tekið yrði tillit til hagsmuna beggja deiluaðila. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að PLO viðurkenni til- verurétt ísraels án nokkurra skil- yrða og að samtökin fordæmi með öllu hryðjuverkastarfsemi. „Ég for- dæmi öll hryðjuverk en á sama tíma vil ég lofa þá sem sitja hér and- spænis mér og voru sakaðir um hryðjuverkastarfsemi af þeim sem kúguðu þá er þeir háðu frelsis- baráttu týrir hönd þjóða sinna," sagði Arafat. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins skýrði frá því í gær að Arafat hefði ekki komi til móts við kröfur Bandaríkjamanna þó svo ýmislegt bæði „athyglisvert og já- kvætt“ hefði verið að finna í ræðu hans. Yitzhak Shamir vísaði tilboði leiðtogans á bug og sagði tilgang hans þann að þyrla upp moldviðri blekkinga. Arafat lagði til að Sameinuðu þjóðirnar tækju tímabundið við stjórn hernámssvæða ísraels og hefðu umsjón með brottflutningi Rcutcr Yasser Arafat flytur ræðu sína í Genf í gær. ísraelskra hersveita þaðan. Þá hvatti hann til þess að skipuð yrði nefnd, með fulltrúum þeirra fimm ríkja sem ættu fast sæti í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna, til að vinna að undirbúningi alþjóðlegrar friðarráðstefnu. Sagði hann Frelsis- samtök Palestínumanna leita eftir samkomulagi sem tryggði ísraelum, Palestínumönnum og nágrönnum þeirra rétt til að lifa í friði og njóta öryggis. Athygli vakti að hann nefndi Ísraelsríki þráfaldlega á nafn í ræðu sinni. undir manna hafa verið fluttar á brott úr bæjum og þorpum og útgöngubanni hefur verið komið á i borginni Lenínakan vegna flokka manna sem farið hafa um rænandi og ruplandi. Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins staðfesti í gær að björgunarstörf hefðu gengið erfiðlega og sagði skipulag þeirra hafa verið í mol- um. Sovéska fréttastofan TASS skýrði frá því í gær að 3.500 til 4.000 manns hefðu verið fluttir frá hörmungarsvæðunum á degi hveij- um að undanförnu. Míkhaíl S. Gorb- atsjov Sovétleiðtogi hefur hvatt björgunarsveitir til að halda áfram leit að fólki í rústum húsa sem hrundu í landskjálftanum og minnt á að menn hafi fundist á lífi 13 dögum eftir náttúruhamfarirnar í Mexíkóborg árið 1985. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í gær að 18.500 manns hefðu fundist í rústum húsa í Armeníu og hefðu um 5.400 þeirra verið á lífi. Ger- asímov sagði að björgunarstörf hefðu ekki gengið sem skyldi. „Vissulega var skipulagningu ábótavant, það voru engir kranar tiltækir og engin tæki.“ Fram kom í máli Gerasímovs að vinnuvélar á leið til hörmungarsvæðanna hefðu verið stöðvaðar og stjórnendum þeirra skipað að hefja björgunar- störf við heimili embættismanna kommúnistaflokksins í lýðveldinu. „Þetta er skiljanlegt. Við vorum einfaldlega ekki undir þetta búnir.“ Útgöngubanni hefur verið komið á í borginni Lenínakan og eru her- menn, klæddir skotheldum vestum, á verði á götum borgarinnar en þjófaflokkar hafa farið um borgina og rænt verslanir og heimili, að sögn Prövdu, málgagns sovéska kommúnistaflokksins. Í . blaðinu kom einnig fram að þúsundir manna hefðust við á götum borgar- innar af ótta við frekari land- skjálfta og mætti rekja nokkur dauðsföll til ofkælingar. Gerasímov bar til baka fréttir þess efnis að efnt hefði verið til hátíðarhalda í nágrannalýðveldinu Azerbajdzhan vegna náttúruham- faranna en svo sem fram hefur komið í fréttum hafa iýðveldin tvö deilt ákaft um yfirráð yfir héraðinu Nagorno-Karabakh í Azerbajdzhan. Pravda skýrði frá því í gær að Arm- enum hefðu verið send heillaóska- skeyti vegna landskjálftans ógur- lega og fylgdi fréttinni að þeir sem vildu auka á þjáningar fólksins með þessum hætti yrðu lögsóttir. Um 1.000 útlendingar eru komn- ir til Armeníu til að aðstoða við hjálparstarfið og í gær skýrði TASS-fréttastofan frá því að Móðir Teresa væri væntanleg til jarð- skjálftasvæðanna. Sjá ennfiremur „Hverjar verða . ..“ á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.