Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 32
KÓr MA á æfingu í kirkjunni. Morgunbladið/SverrirPáll Kór Menntaskólans á Akureyri: Jólatónleikar í kirkjunni Jólatónleikar verða í Akur- eyrarkirkju í kvöld, miðviku- dagskvöld. Kór Menntaskólans á Akureyri flytur þar dagskrá sína, meðal annars nokkur jóla- lög frá ýmsum löndum. Söng- stjóri kórsins er Óskar Einars- son. Söngur hefur lengi verið mikið stundaður í Menntaskólanum á Akureyri og Söngsalur er einhver elsta hefðin í skólanum, þegar nemendur syngja á gangi gamla skólahússins og biðja um leyfí til að syngja á Sal. og ef þar er veitt er jafnan sungið þar saman í eina kennslustund eða svo. En kórstarf hefur líka lengi verið viðhaft í skólanum, eða allt frá árinu 1931, þegar Björgvin Guðmundsson stofnaði blandaðan kór Mennta- skólans. Dálítið hefur kórstarf þó verið óreglulegt síðustu árin eða þar til núverandi kór hóf starf síðla vetrar 1987. Á síðasta ári voru kórfélagar um fjörutíu en nú eru í kórnum sjötíu og fjórir nemendur. Á efnisskrá kórsins eru lög frá ýmsum löndum. Fyrri hluti söng- skrárinnar eru veraldleg sönglög en í seinnihlutanum eru jólalög, íslensk og erlend. Tónleikar Kórs Menntaskólans á Akureyri hefjast í Akureyrar- kirkju í kvöld klukkan hálfníu. Skemmdarvarg- ar á ferðinni SKEMMDARVARGAR voru á ferð á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. Talið er að þeir hafi verið tveir og skemmdu þeir nokkra bíla á leið sinni frá sunn- anverðri Brekkunni og niður á Gleráreyrar. „Slóð þeirra lá frá Hamarsstíg, norður Munkaþverárstræti og niður á Eyri, norður Hvannavelli og út að smurstöð Þórshamars við Tryggva- braut," sagði Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglumaður í samtali við Morgunblaðið. Skemmdarvargarnir skemmdu fjóra bíla í Munkaþverárstrætinu, sneru upp á rúðuþurrkur og spegla, einn var skemmdur á bílasölu Höld- urs við Hvannavelli og „hamast í flestum bílum sem stóðu þar utan- dyra og síðan var bíll við smurstöð Þórshamars mest skemmdur. Rúða brotin í honum og einnig ljósin," sagði Gunnar. Þá hafa skemmdar- vargarnir farið inn í allmarga bíla á leið sinni og kveikt ljósin á þeim til að fullkomna „skemmtigöngu" sína en eigendunum væntanlega til ar- mæðu og erfiðleika morguninn eftir. Rannsóknarlögreglan hefur enn ekki haft hendur í hári sökudólganna en biður þá sem upplýsingar kunna að geta gefið að hafa samband. Svartfugl hf.: Fógeti varð við beiðni um gjaldþrotaskipti Svartfiigl hf. hefur verið tek- inn til gjaldþrotaskipta að beiðni stjórnar fyrirtækisins. Stjórnin lagði inn beiðni þar um á föstu- daginn var, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á laugardag, og varð fógetaembættið við bciðninni á mánudag. Nú verður gefin út innköllun til kröfuhafa og hafa þeir tvo mánuði til að lýsa kröfum sínum í búið. Arnar Sigfússon, fulltrúi hjá bæjar- fógetaembættinu, hefur verið skip- aður skiptaráðandi. Hann sagði eignir fyrirtækisins vera tækjabún- að, innréttingar, húsgögn, borð- búnað og sendibifreið. Ekki liggur ljóst fyrir hvert verðmæti eignanna er. Fjölmenni á nemendasýn- ingu dansstúdíós Alice DANSSTÚDÍÓ Alice hélt nem- endasýningu í íþróttaskemmunni á laugardaginn eins og venjulega „ fyrir jólin. Rúmlega 200 manns, á aldrinum fjögurra ára til þrítugs, tóku þátt í sýningunni og var mik- ill fjöldi áhorfenda á sýningunni — troðfullt út úr dyrum og urðu margir að standa að sögn Helgu Alice Jóhanns, eiganda dansstú- díósins. Við höldum alltaf svona nemenda- sýninga þegar önninni lýkur fyrir jólin og einnig á vorin. Við viljum leyfa fólki að sjá hvað við erum að gera — og líka gefa krökkunum tækifæri til að koma fram og sýna djassdans," sagði Helga Alice. Þess má geta að með krökkunum dansaði Danny Clark, sem starfað hefur hjá Helgu Alice síðan í september og er nú farinn aftur til New York þar sem hann starfar sem einn af aðaldönsur- um Alvin Aily dansflokksins. Rúnar Þór ljósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri var á sýningunni og tók meðfylgjandi myndir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson M(»rgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson Jólakort sem aðgangs- miði á Emil í Kattholti LEIKFÉLAG Akureyrar hefur látið útbúa jólakort sem gildir sem aðgöngumiði á sýningu fé- lagsins á barnaleikritinu Emil í Kattholti. Það er Emil sjálfur og ída vin- kona hans sem prýða kortið, sem kostar 600 krónur — eða sama og venjulegur aðgöngumiði á sýning- una. Jólakort Lrikfélagsins eru til sölu í leikhúsinu og í versluninni Punkt- inum í göngugötunni. Að sögn Am- órs Benónýssonar, leikhússtjóra, ganga æfingar á verkinu vel en frumsýnt verður 26. desember. Atvimiuleysi á Akur- eyrinú 1,1-1>2% 1.768 heilir atvmnuleysisdagar í nóvember UM SÍÐUSTU mánaðamót voru 112 á atvinnuleysisskrá á Akur; eyri, 46 konur og 66 karlar.I nóvember voru alls 1.768 heilir atvinnuleysisdagar, sem sam- svarar þvi að 80 manns hafi ver- ið atvinnulausir allan mánuðinn. Að sögn Þorleifs Þórs Jónssonar, starfsmanns atvinnumálanefhd- ar bæjarins, er hér um að ræða um 1,1-1,2% atvinnuleysi af mannafla í bænum. Þorleifur sagði þetta umtalsverða aukningu frá því á sama tíma í fyrra, „en það verður að skoðast með tilliti til þess að í tvær vikur voru atvinnuleysisbætur greiddar þeim starfsmönnum Álafoss hf. sem aðeins unnu þijá daga í viku vegna verkefnaskorts. Þeir voru því tvo daga á bótum í hverri viku þennan tíma. Það er ein skýring á því hve atvinnuleysið er mikið nú,“ sagði Þorleifur. Af þeim sem voru skráðir at- vinnulausir um síðustu mánaðamót voru 35 félagar í Einingu, 24 frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, og 22 frá félagi verslunar- og skrifstofu- fólks. Þorleifur sagði atvinnuleysi alltaf aukast á þessum árstíma, og aukn- ingin frá því í fyrra væri ekki óeðli- leg. „Það var mikil þensla í fyrra, mikill uppgangur, og fólk vantaði í vinnu. Þá voru 30 á atvinnuleysis- skrá hér í bænum, því það er alltaf þannig að ákveðinn hluti atvinnu- aflsins getur ekki unnið, einhverra hluta vegna. í fyrra var um 0,3 til 0,4% atvinnuleysi í landinu og nú er það talið um 0,9%. Vinnumiðlun- W’ (Tinnoil ii-l i • i! j' i "'i l i (n ni,i, armenn sem ég hef rætt við á hin- um Norðurlöndunum telja 1% at- vinnuleysi eðlilegt og þó atvinnu- leysi hafi tvöfaldast síðan í fyrra verða menn að skilja að heimurinn er ekki að farast. Það er eðlilegt að á einhveijum tíma komi atvinnu- leysi. Menn verða að gera sér grein fyrir því að fyrir fáum árum var mun meira atvinnuleysi hér í bæn- um,“ sagði Þorleifur. Ársverk á Akureyri árið 1986 voru 6.546 — 80 manns atvinnu- lausir í heilan mánuð, eins og var í nóvember, miðað við þá tölu, þýð- ir 1,2% atvinnuleysi. Að sögn Þor- leifs voru ársverkin eitthvað fleiri í fyrra en 1986 og sagði hann at- vinnuleysið í bænum nú 1,1-1,2% af mannafla sem fyrr greinir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.