Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 41

Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 41 Stefnum ekki á skyndisölu Taktursegir poppsoguna og gefur útjass Útgáfufyrirtœkift Taktur hefur ekki verift umsvifamikið seinni ár, a.m.k. ekki ef miftaft er vift hina hefftbundnu poppútgáfu. Taktur sendir þó alltaf frá sér eitthvaft af plötum, en fyrir þessi jól er útgáfan nœr eingöngu geisladiskar, sem Taktsmenn segja vísa til þess sem verftur. Tónlistin á þeim fimm geisla- diskum sem Taktur gefur út að þessu sinni spannar allt frá popi í framsækinn jass og nær yfir rúm þrjátíu ár. Diskarnir eru safn bestu laga Hauks Morthens, safn bestu laga Hljóma, platan Get ég tekið cjéns frá 1984 með Grafík, Þjóð- legur fróðleikur með Tríói Guð- mundar Ingólfssonar og Quintet með Kvintett Björns Thorodd- sens. Útgáfustjóri Takts er Gunn- ar Hrafnsson og Rokksíðan leitaði til hans til að afla frekari upplýs- inga um útgáfuna. Þið gefift út Hauk Morthens og Hljóma í útgáfuröðinni Gulln- ar glæftur, er þetta bara byrjun- in? Við eigum allar upptökur Fálk- ans og SG-hljómplatna sem spanna alla dægurlagasögu ís- lands frá því á fimmta áratugnum og fram undir 1980. Við ákváðum að gera þessu rækileg skil með því í fyrsta lagi að gefa út það besta með ákveönum listamönn- um og hljómsveitum og síðan að gefa út vinsælustu lög hvers árs þar sem minni spámenn fá að komast að, auk þess sem við munum gefa út safndiska með hljómsveitum ákveðins tímabils. í þeirri útgáfuröð sem við köllum Gullnar glæður geta rúmast plöt- ur með einstökum listamönnum og hljómsveitum eins og diskurinn með Hauki og Hljómum, en inn í þá röð kæmu einnig diskar eins og vinsælustu lög hvers ár, þá kannski saga þriggja ára á 25 laga dlski. Eru elstu segulböndin með upptökunum ekki orftin léleg? Það þarf ekki að vera. Tökum sem dæmi böndin með Hauki Morthens. Þau voru á sínum tíma tekin upp í Danmörku á 30 tommu hraða, en á þeim árum var algeng- ast að upptökuhraöinn væri 15 tommur fyrir tónlist og 7 tommur fyrir tal. Böndin verpast með tímanum, en vegna þessa mikla upptökuhraða, sem var þá nánast óþekktur, er ekki merkjanleg bjög- un eða suð. Menn ætiuðu reyndar ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu hvað böndin hljómuðu vel. Hvaða markaftur heldur þú aft sé fyrir svona „poppminjaút- gáfu“, eins og t.a.m. Hljómadisk- inn? Það er tvennt sem styrkir þessa útgáfu; fyrir það fyrsta er þetta ódýr útgáfa, þar sem búið er að taka tónlistina upp og það þarf í flestum tilfellum ekki að kosta miklu til til að ná fram góð- um hljóm og svo er það hitt að tónlistin er þess eðlis að þetta eru diskar' sem eiga eftir að selj- ast á löngum tíma. Við erum ekici að stefna á skyndisölu, en eftir því sem tíminn líður og diskarnir verða fleiri í útgáfuröðinni verða þeir allir eigulegri. í vor fréttu menn aft það væri mikill áhugi fyrir Birni Thorodd- sen í Noregi og í Danmörku og geisladisknum, sem þift gefift út meft honum nú, er dreift af danska fyrirtækinu Stunt Rec- ords. Þessi plata varð til í framhaldi af samstarfi Björns með Uffe Markussen í Stórsveit Ríkisút- varpsins, sem kom saman þess- ari hljómsveit til að gera þessa plötu. Þessi plata og þeir menn S IÐ AN sem spila með honum á plötunni, menn eins og Alex Riel, sýnir hvaða burði Björn hefur til að ná langt á jasssviðinu. Það að þessir menn skuli leika með honum hans eigin lög inn á plötu og á tónleik- um í Danmörku sýnir að þeir hafa trú á honum og það að Stunt Records, sem gefur aöeins út hágæðajass, skuli hafa viljað dreifa plötunni eru mikil með- mæli með Birni. Af hverju gáfuð þift út diskinn meft Grafík? Mér skilst að á sínum tíma hafi misfarist útgáfan á þessari plötu. Platan varð óhemju vinsæl, t.a.m. voru þrjú lög af henni samtímis á vinsældalista rásar tvö, en hún kom seint á markað og þegar upplagið kláraðist var ekki pressað meira og vinsældun- um því ekki fylgt eftir. Við ákvað- um að gefa þennan disk út vegna þess að við höfðum trú á því að það væri unnt að selja upp í kostn- að og vegna þess að það var Rúnari og Rafni metnaðarmál að sjá þessa plötu á geisladisk. Að lokum er þaft platan með Guðmundi Ingóifssyni. Guðmundur er sennilega vin- sælasti íslenski jassleikarinn og mér finnst þessi plata vera það lang besta sem hann hefur sent frá sér. Á henni er hann að gera það sem hann gerir best; hann er að leika sér að gömlum þjóð- lögum og hann er í klassískri sveiflu allan tímann. Þessi plata rótsvingar, enda er hann með Guðmund Steingrímsson, „papa jazz“ með sér. - 1 |/ v| I bókinni „Ævintýri barnanna“, eru 24 sígild ævintýri prýdd fallegum myndum. Þettaeru ævintýrin um sætabrauðsdrenginn, þrjá birni, Rauðhettu, kiðlingana sjö, þrjá litia grísi og fleiri góðkunnar ævintýra- hetjur. Þetta eru ævintýrin sem börnin vilja lesa aftur og aftur. UJLi '•K1' Aldrei glæsilegra úrval smekklegra jólagjafa Innisett Náttföt Inniskór Skyrtur Bindí Peysur Frakkar Hattar Treflar Hanskar Lodhúfur Jakkar Buxur Teppamottur Baðmottusett Baövogir Olíulampar Ferðabarir Herrasloppar JJ GEísIP H Mrt m>-ndum .-ftú Pélur Dehrens HAMINGJU- BLÓMIN eftir Guðjón Sveinsson Þetta litla ævintýrl er fullt af lífi, lit og söng islenskrar náttúru. Þar segir frá lítilli stúlku, sem er á ferð með undarlegan blómavönd, við- brögð fólks við heimsókn hennar og óvæntum endi. Bókin er prýdd litmyndum eftir Pétur Behrens. siÉmammm ■ ■ ■ Verð kr. 1.250,00. OÍSU HÖQjtóON 1 Sii raCHARDT RYEL Snæbjörg I k, Sólgörðum ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.