Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
19
m
TYOFALDUR
1. VINNINGUR
á laugardag
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölumar.
Láttu þínar tölur ekki ..
vanta í þetta sinn!
hangikjötio?
* * Það teljum við. *
Enda eingöngu nýtt úrvalskjöt,
taðreykt af reykingameisturum okkar. *
Bragðmikið og gott hangikjöt um þessi jól
★ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI ★ *
*
Si
m::
ríkjamenn. Magnús Stephensen,
höfundur bænaskrárinnar, fór einn-
ig mjög lofsamlegum orðum um
frönsku byltinguna í Minnisverðum
tíðindum og íjallar þar um andstæð-
umar frelsi og kúgun," sagði Sig-
fús.
Það em ekki aðeins áhrif frá
byltingarhreyfíngum, sem gerð em
skil í verslunarsögu Sigfúsar. Þar
er mikið fjallað um það hvemig
pólitísk og efnahagsleg þróun í
Evrópu hafði áhrif á gang mála á
íslandi. „Það var ekki annað hægt,“
sagði Sigfús. „Á þessum tíma var
mikið að_ gerast í Evrópu, og ég set
atburði Islandssögunnar í evrópskt
samhengi. Ég hef einnig leitast við
að ritið yrði ekki of fræðilegt, held-
ur læsilegt fyrir alla fróðleiksfúsa
Iandsmenn. Eg lagði til dæmis mik-
ið á mig til þess að þýða Almennu
bænaskrána af dönsku á íslensku,
þótt eflaust þætti fræðilegra að
birta danska frumtextann. Það er
miðað við að allir sem áhuga hafa
á sögu hafí gagn af þessari bók.“
Sigfús var loks spurður hvemig
hann liti á gang mála í verslun á
íslandi nú á dögum miðað við þetta
tímabil fyrir tæpum tveimur öldum,
er frjáls verslun var að stíga sín
fyrstu skref. „Á þessum tíma vom
íslendingar fyrst og fremst að
hugsa um að fá verslunina inn í
landið. Mér fínnst það eiginlega
grátbroslegt að nú til dags grafa
Islendingar sjálfir undan eigin
verslunarstétt með því að fara unn-
vörpum í innkaupaferðir til annarra
landa. Það er sagt að menn séu þá
líka tíðir gestir á öldurhúsum í er-
lendum stórborgum, þangað sem
farið er í verslunarferðir. Mér detta
þá í hug sögur af því þegar kaup-
menn vom að gefa bændum
brennivín, og þeir gerðu sér þá
minni grein fyrir verði og gæðum
varanna sem þeir keyptu."
Morgunblaðið/Bjami
Sigfús Haukur Andrésson sagnfræðingur við ritvélina. Fremst á
borðinu liggur afrakstur mikils starfs, Verslunarsaga íslands 1774-
1807.
Dögun á
Sauðárkróki:
Rekstrin-
um hald-
ið áfram
Sauðárkróki.
Rækjuverksmiðjan Dögun
hf. á Sauðárkróki hefur nú
tekið á leigu Hilmi II frá
Fáskrúðsfirði, frá fyrsta
febrúar nk. Kemur Hilmir í
stað skipsins Rastar, sem nú
liggur bundið við bryggju
með útrunnið haffærnisskír-
teini. í ieigusamningi er
kveðið á um forkaupsrétt
Dögunar verði skipið selt.
Að sögn Garðars Sveins
Ámasonar, framkvæmdastjóra
Dögunar, vom allar uppsagnir
starfsfólks rækjuvinnslunnar
dregnar til baka fyrr í vetur
þegar leyfðar vom veiðar á 50
tonnum af innfjarðarrækju, en
heimabátar, Blátindur, Týr og
Faxavík, önnuðust þá hráefnis-
öflun. Garðar Sveinn sagði enn-
fremur að framundan væm
rólegheit yfír hátíðamar og
fram í janúar, en hugsanlegt
væri þó að leyfðar yrðu fisk-
veiðar á firðinum. Það yrði þó
ekki gert nema að fenginni
umsögn Hafrannsóknastofnun-
ar í janúar. Síðan mætti búast
við að hjólin fæm að snúast á
nýjan leik þegar Hilmir kæmi
og öll vinnsla yrði þá í fullum
gangi.
- BB.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
heiðruðu mig með heimsóknum og gjöfum á
70 ára afmœli mínu þann 30. nóvember sl.
Sérstakar þakkir sendi ég börnum og tengda-
börnum fyrir þeirra framlag til að gera mér
daginn ógleymanlegan.
Tyrfingur Þorsteinsson.