Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 JÓLAMARKAÐUR Jólatré, norðmannsþinur - Útiljósaseríur - Jólahús - Kerta- og hýasentuskreytingar - ýmiskonar fatnaður og aðrar jólavörur. BERGIÐJAN, verndaðurvinnustaður norðan við Miklagarð, sími 602600. Opið frá kl. 9-18 alla daga. Blaðberar óskast Símar 35408 og 83033 Sóleyjargata o.fl. Eskihlíð 5-15 Laugarásvegur 39-75 Skúlagata Dyngjuvegur KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139o.fl. AUSTURBÆR SELTJARNARNES Hrólfsskálavör GRAFARVOGUR Hverafold VESTURBÆR Meistaravellir STALDRAÐ VIÐ/Ah Bragason og Steinunn Ásmundsdóttir „Maður hefur á tilfínningunni að annar hver maður sé að flytja inn einhverja vöru“ „Enn á ný stöldrum við við og spjöllum við ungt fólk. í þetta sinn er viðtal við ungan athafiiamann sem var að opna skemmtistað norður á Akureyri ásamt félögum sínum. Á Selfossi hitti ég meðal annars ungan íþróttakennara sem kennir í barnaskólan- um þar. í máli hennar kom fram að Sel- foss er Iáglaunasvæði vegna legu sinnar. Einnig fræðir hún okkur um mikilvægi þess að rækta og virða eigin líkama. Hún bendir á að ungt fólk hreyfi sig mun minna nú heldur en áður fyrr. Sjónvarps- og myndbandagláp taki alltof mikinn tima fi*á fólki. Líklega hefúr hún á réttu að standa.“ Jón Ellert Tryggvason er 21 árs og á heima í Árbænum. Ég hitti Jón norður á Akur- eyri þar sem hann var að opna skemmtistaðinn Bleika fílinn ásamt nokkrum félög- um sínum, búsettum á Norður- landi. Kunningi minn sem benti mér á að tala við Jón sagði mér að Jón væri alltaf að stússast í einhverjum viðskiptum. Nú síðast væri hann að fara að þreifa fyrir sér í skemmt- anahaldi okkar íslendinga. í menntaskóla var Jón á kafí í félags- málunum og tók virkan þátt í ræðu- keppni framhaldsskólanna þegar hún var uppá sitt besta. Mér tókst að semja við Jón um við mundum hittast yfir kaffibolla og fara yfir lífsstríðið saman. Ég byijaði á því að biðja Jón að segja mér frá upp- runa sínum? Ég hef átt heima í Árbænum frá því ég var sjö ára gamall og man fyrst eftir mér í Laugarneshverfinu. Mamma og pabbi skildu þegar ég var smá polli og þegar mamma gift- ist aftur gekk sá maður mér í föður- stað og hefur reynst mér mikil hjálparhella æ síðan. Ég er elstur ijögurra systkina, á tvær systur og tvíburabræður. Þeir eru núna ijórt- án ára gamlir og hafa sett skemmti- legan svip á fjölskyldulífið. Ég get ASelfossi hitti ég Guð- björgu Hrefnu Bjama- dóttur en hún er 22 ára iþróttakennari í Bama- skólanum á Selfossi og sundkennari í hjáverkum. Ég byij- aði á því að biðja hana að segja mér hvemig menntun þyrfti að ganga í gegnum til að verða íþrótta- kennari. Ég fór til Noregs og stundaði nám við íþróttaháskólann í Osló. Námið tók mig tvö ár og gat ég valið um hvort ég stundaði nám til að verða kennari eða þjálfari. Ég valdi að læra að verða kennari og var námið bæði bóklegt og verklegt bæði árin. Þett er sama kerfið og er í Menntaskólanum á Laugarvatni og það voru nokkrir með mér úti sem höfðu tekið eitt eða tvö ár á Laugarvatni. Hvar bjóstu? Ég bjó á stúdentabæ sem er rétt við skólann og ég kunni mjög vel við mig þar. Norðmenn taka okkur íslendingum einsog við væmm litlu bræður þeirra. Það var annað með Pakistananna sem vom í skólanum, þeir áttu ekki uppá pallborðið hjá blessuðum Norðmönnunum. Það vofu margir sem þekktu íslendinga- sögumar og töluðu mikið um þær og sérstaklega Snorra Sturluson. Ég lenti einu sinni á kjaftatörn með nokkmm gömlum mönnum sem höfðu komið við á íslandi þegar þeir vom í siglingum um og eftir stríð og þeir töluðu um hvað Is- lenska kvenfólkið hefði verið fal- legt. Þegar þeir hefðu verið í landi í nokkra daga hefðu þeir orðið ást- fangnir af nýrri stúlku á hveijum degi. Eru Norðmenn ekki nískir? Jú þeir em mjög aðhaldssamir í peingamálum. Állta með matar- bakka og þegar maður var að kaupa í matinn þá voru þeiur alveg stein- hissa á manni hvað maður ætti mikla peninga. ’ • nefnt það svona til gamans núna að þegar ég var eitthvað um tíu ára gamall þá bjó Linda Péturs- dóttir fyrir ofan sjoppuna heima og ég og félagar mínir fómm útí sjoppu svona fimm sinnum á dag. Linda var þá aðal pían í hverfinu og við strákamir alveg dolfallnir yfir feg- urð hennar. — Hvað hefiirðu svo veríð að fast við síðustu árin? Nú, ég var í Menntaskólanum við Ármúla og síðan í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, en ég á nú eftir smá í stúdentinn. Kláraði þetta ekki alveg. 17 ára gamall fór ég að flytja inn súkkulaði ásamt félaga mínum og skömmu síðar keyptum við sjoppu. Síðan hef ég verið að vinna sem markaðsstjóri hjá fyrir- tækinu Martel, en það er innflutn- ings- og þjónustufyrirtæki. Við höf- um verið með kvikmyndabúnað bæði fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Við seldum nú nýlega allar græjumar og ég ætla að eiribeita mér að rekstri skemmtistaðarins héma fyrir norðan. Já, segðu mér eitthvað frá því? Ja, það yar nú þannig að ég flaug hingað norður í einhveiju þunglynd- iskasti og hitti Antonio sem veir mér að góðu kunnur frá því á Spáni en þar rak hann bar sem var mjög Þetta er mjög krefjandi starf en það er dásamleg tilfinning að sjá árangur erfiðisins. Er menntun nauðsynleg fyrir íþróttakennara? Já alveg tvímælalaust. Sérstak- lega þegar þróunin hjá ungu fólki virðist vera sú að unga fólkið hreyf- ir sig minna. Ætli það sé ekki videó- vinsæll meðal íslendinga á Costa del Sol. Tony sagði mér frá því að hann væri að fara að kaupa skemmtistaðinn Zebra og ætlaði að breyta staðnum og vera meðal ann- ars með pizzustað sem væri opinn alla daga vikunnar. Hann bauð mér að vera með í dæminu og ég ákvað að slá til. Síðan bættist einn Akur- eyringur í hópinn og við reiknuðum dæmið til enda og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta mundi ganga upp. Ég er nokkuð bjartsýnn á þetta. Er þetta ekki bara bjartsýni? Ég held ekki. Vissulega hefur fólk komið til mín og spurt hvort ég væri orðinn geðveikur. Að fara að opna skemmtistað á þessum síðustu og verstu tímum. En ljósu punktarnir í þessu eru náttúrulega þeir að við erum með umboð fyrir Herra ísland-keppnina sem verður haldin hér á Akureyri í annað sinn í febrúar og síðan erum við líka með umboð fyrir heimsmeistara- keppnina í diskódansi. Keppnin hér á landi verður háð um miðjan des- ember og síðan sendum við fulltrúa í keppnina sem fer fram í London. Hefurðu eitthvað unnið í þess- um geira? Já, ég byijaði sextán ára gamall að vinna í Hollywood. Það var ein- ið og sjónvarpið. Og síðast en ekki síst þá er það sælgætisátið sem getur farið illa í líkamann. Hvernig aðstaða er hérna á Selfossi til íþróttakennslu? íþróttaaðstaðan er nokkuð góð. Það er að vísu erfitt þegar ég er með 25 manns í einu og allir þurfa sérkennslu. Það þarf að sjá út hvað er best fyrir hvern og einn. Við skiptum salnum í þijá minni sali og það er náttúrulega ónæði af því. Þetta er nýleg aðstaða og allar nágrannabyggðimar Eyrarbakki, Stokkseyri sækja sína íþróttaað- stöðu hingað. Ungmennafélagið stefnir að því að byggja stærra íþróttahús en ég veit ekki hvenær nægilegt fjármagn fæst til bygging- arinnar. Hvernig kanntu við starfið? Ég kann mjög vel við starfíð en þetta er mjög kreíjandi staf. Strák- arnir eru sérstaklega kröfuharðir og vilja meiri athygli en stelpumar. Frekari. Það var dáldið skemmtilegt atvik sem átti sér stað um daginn. Við vorum með körfuboltakeppni og við erum báðar konur sem kenn- um íþróttir hér við skólann og við fengum tvo stráka úr Fjölbrauta- skólanum til að hjálpa okkur við að dæma leikina. Strákunum leist ekkert á það að við, konurnar mundum dæma leikina. Einu sinni var dæmt á einn strákinn í hópnum og hann ætlaði sko aldeilis að fara að mótmæla dómnum en hætti snarlega við þegar hann sá að ann- ar strákurinn hafði' dæmt brotið en ekki við stelpurnar. Þetta var skemmtilegt atvik. Flyst unga fólkið frá Selfossi þegar það eldist? Við vorum að ræða þetta niðrí skóla um daginn og það er dáldið erfitt að alhæfa í þessu sambandi en margir sem ég þekkti eru fluttir héðan og það er eins og fólk sem maður var með í skóla í gamla daga hafí týnst burt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.