Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 33 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Bann við verkföllum og vimiii- stöðvunum verði afiiumið Málsmeðferð forsætisráðherra óeðlileg, segir Guðmundur H. Garðarsson BRÁÐABIRGÐALÖG um aðgerðir í efnahagsmálum, sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar setti í april siðastliðnum, komu til annarar umræðu í efri deild Alþingis í gær. Þegar liðið var á umræðurnar og forseti hugðist gera hlé á fundinum tóku málin óvænta stefiiu þar sem forsæt- isráðherra lýsti því yfir að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fella úr gildi ákvæði sem banna verkföll og vinnustöðvanir. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar höfðu ýmislegt við málflutning Steingríms að athuga, meðal annars það, að yfirlýsing hans kæmi fram eftir að viðkomandi bráða- birgðalög höfðu formlega verið tekin af dagskrá. Yfirlýsing Steingríms kom fram við umræðu um bráðabirgðalög ríkis- stjómar hans sem þingmenn nefna Steingrímslög til aðgreiningar frá Þorsteinslögum sem sett voru síðast- liðið vor. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjómin hefði á fundi sínum um morguninn ákveðið að eðlilegast væri að seinni málsgrein fjórðu greinar Þorsteinslaga yrði felld brott. Þetta væri og niðurstaða af samræð- um sem hann hefði átt við talsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Annarri umræðu um lögin var lok- ið á ellefta tímanum í gærkvöldi eft- ir að Halldór Blöndal (S/Ne) hafði farið fram á að hlé yrði gert á fundi til morguns, þannig að stjómarand- stöðunni gæfist tóm til að ræða breytingartillöguna við forystu verkalýðshreyfingarinnar. Eftir að þingforseti hafði kallað forystumenn flokkanna á sinn fund var ákveðið að ljúka umræðunni en fresta at- kvæðagreiðslu þar til i dag, eins og raunar hafði verið boðað fyrr um daginn. Þingmenn sjálfstæðisflokksins kváðust mjög undrandi á vinnu- brögðum forsætisráðherra þegar hann tilkynnti breytta afstöðu ríkis- stjómarinnar . Halldór Blöndal lýsti furðu yfir því að forsætisráðherra hefði ekki gert grein fyrir viðræðum sínum við verkalýðshreyfinguna meðan umræða hefði verið í deildinni um þetta frumvarp, fyrr um daginn. Forsætisráðherra hefði augsýnilega verið utan við sig þegar umræðan fór fram. Hann drægi mjög í efa þau orð Steingríms að þessi kúvending væri til komin vegna viðræðna hans við verkalýðsforingja. Stíga ætti skrefið til fulls Halldór spurði forsætisráðherra hvort ekki væri eðlilegt í ljósi breyttra aðstæðna að stíga skrefið til fulls og afnema öll ákvæði sem skertu samningsréttinn, einkanlega ef þær viðræður hefðu átt sér stað sem ráðherran hefði vitnað til. Steingrímur Hermansson kvaðst hafa rætt við ýmsa fulltrúa laun- þega, þeirra á meðal formann BSRB. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) tók undir þau orð Halldórs Blöndal að forsætisráðherra greindi frá viðræðum sínum við verkalýðs- hreyfínguna. Sú staðreynd að Steingrímur hefði ekki tjáð sig um þetta atriði við umræðuna um Þor- steinslög benti eindregið til þess að vilji ríkisstjómarinnar hefði ekki leg- ið fyrir um morguninn. Guðmundur sagði að Steingrímur gæti ekki farið með rétt mál að þessi breyting hefði verið rædd við form- ann BSRB. Hann hefði sjálfur rætt við formann samtakanna í þinghús- inu þá um eftirmiðdaginn og hefði hann ekki búist við öðru eQ að þessi ákvæði laganna yrðu samþykkt óbreytt. Guðmundur sagði að málsmeðferð forsætisráðherra væri óeðlileg. Þing- menn hefðu rætt bráðabirgðalögin fram og til baka þá um daginn án þess að forsætisráðherra sæi ástæðu til þess að koma fram með svo mikil- vægar upplýsingar. Halldór Blöndal sagði að stjómar- þingmenn hefðu nú gengið á bak orða sinna. Samkomulag hefði verið gert við stjómarandstöðuna um áð fresta atkvæðagreiðslu um málið til morguns og efna til stuttrar þriðju umræðu. Þá ætlaði einn úr þingliði sjálfstæðismanna að ganga út við atkvæðagreiðslu um Þorsteinslög þar sem Stefán Guðmundsson (F/Nv) ætlaði að bregða sér af bæ. Nú hefði komið á daginn að Steingrímur Her- mansson hefði verið að kaupa sér tíma meðan hann var að semja við ýmsa aðila um þetta mál. Farið hefði verið á bak við stjórnarandstöðuna og grundvellinum kippt undan sam- komulagi. Ákvörðun lá ekki fyrir Steingrímur Hermansson sagði ástæðu þess að hann hefði ekki skýrt frá breytingartillögunni fyrr þá, að endaleg ákvörðun hefði ekki legið fyrir fyrr en um klukkan 18.30. Þá hefði hann talið rétt að skýra þing- deildinni þegar frá henni. Hann væri tilbúinn til að ræða málið fram á rauða nótt, en tæki ekki við þóttafull- um skipunum frá stjómarandstöðu- þingmönnum. Júlíus Sólnes (B/Rn) kvaðst síður en svo mótfallinn tillögu forsætisráð- herra þar sem hún væri samhljóða breytingartillögu Borgaraflokksins. Hann gangrýndi Halldór fyrir orð hans um samninga við stjómarand- stöðuna. Það væri Borgaraflokknum óviðkomandi ef gömlu flokkamir ættu í hrossakaupum. Samkomulag eðlilegur þáttur Eiður Guðnason (A/Vl) sagði að ekki væri verið að fara á bak við stjómarandstöðuna. Samkomulag um að þingmenn stjómarandstöð- unnar vikju úr deild við atkvæða- greiðslu þegar stjómarliðið væri ekki fullskipað væri eðlilegur og nauðsyn- legur þáttur í störfum þingsins. Gjaman væri þó rík ástæða til að afstaða til mála kæmi berlega fram í atkvæðagreiðslu. Halldór Blöndal sagði að forsætis- ráðherra teldi sýnilega ekki jafn nauðsynlegt að afnema verkfallsrétt- inn nú eins og þegar hann var ut- daginn. Tilefni þessara umræðna vom ummæli sem höfð vom eftir fjár- málaráðherra í kvöldfréttum út- varpsins á mánudaginn. Þar sagði, að ráðherrann hefði ítrekað, að við- ræðum við stjómarandstöðuna um framgang mála yrði haldið áfram. Þorsteinn Pálsson sagði -þessi um- mæli villandi og röng. Éngar slíkar viðræður hefðu farið fram, að minnsta kosti ekki við Sjálfstæðis- flokkinn. Það hefðu farið fram 3 kynningarfundir þar sem ráðherra kynnti efni skattafmmvarpa þeirra, sem lögð hafa verið fram. Þessir fundir gætu hins vegar ekki kallast viðræður. Þorsteinn Pálsson sagði að lokum, að Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbú- inn til viðræðna, ekki aðeins um framgang einstakra mála heldur einnig um efnislegar forsendur §ár- lagafmmvarpsins. Það væri mögu- anríkisráðherra. Hann væri sammála honum um að ekki hefði verið nauð- synlegt að setja í lög að ekki mætti bijóta lög. í ljósi breyttra forsendna yrði að athuga hvort ekki mætti fella niður í heild kaflann um verðlags og kjaramál. Karl Steinar Guðnason (A/Rn) kvaðst ekki geta fellt sig við að þessi kafli yrði felldur brott. Það þýddi launalækkun og væri því ekki ásætt- anlegt af hálfu verkalýðshreyfingar- innar. Karvel Pálmason (A/Vf) krafðist þess að sjálfstæðismenn gerðu grein fyrir því hvort Þorsteinn Pálsson hefði haft meirihluta á bak við bráða- birgðalögin sem afnámu samnings- rétt. Ef svo væri ekki hefði hann gerst sekur um það sem sjálfstæðis- menn bæm nú Steingrími Hermans- legt þegar öll skattafmmvörp ríkis- stjómarinnar hefðu verið lögð fram. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði að ríkisstjómin hefði ekki átt í neinum viðræðum við Kvennalist- ann. Hins vegar hefði mikið verið gert úr venjulegum samtölum ein- stakra þingmanna í fjölmiðlum og þau orðið að viðræðum og samráði. Sagði Kristín að sumum væri mikið í mun að svo virtist sem slíkar við- ræður ættu-sér stað. Albert Guð- mundsson (B/Rvk) sagðist ítrekað hafa spurt að því í þingflokki Borg- araflokksins hvort einhveijar viðræð- ur hefðu átt sér stað við þingmenn Borgaraflokksins um framgang þingmála en svo hefði ekki verið. Fullyrðingar fjármálaráðherra væm þvi alrangar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra sagði að sér fyndist þetta vera fremur tilefnislítil umræða. Steingrímur Hermansson. syni á brýn, að mynda ríkisstjóm án þingmeirihluta. Halldór Blöndal sagði það ekki rétt hjá Karli Steinari að afnám ákvæða fjórðu greinar Þorsteinslaga þýddi kauplækkun. Hann kvað at- hygli vert að Alþýðuflokksmenn lýstu því nú yfir að þeir hefðu haft fyrir- vara um stuðning sinn við Þorsteins- lög. Þetta hefði ekki komið fram fyrr og spurði Halldór hvort þessi afstaða hefði verið bókuð eða birst í fjölmiðlum. Karvel Pálmason sagði að fyrir- vari sinn og Karls Steinars hefði verið bókaður á þingfokksfundi Al- þýðuflokksins síðastliðið vor. Ummælin sem vitnað væri til í frétt- atímanum hefðu verið endursögn fréttamanns á viðtali við sig, Frétta- maður hefði spurt hvort viðræðum við stjómarandstöðuna yrði haldið áfram. Þeirri spumingu hefði hann að sjálfsögðu svarað játandi. Ólafur sagði að þetta mál gæfí ekkert tilefni til þingskaparumræðu, ekki síst vegna þess að nú væri ver- ið að dreifa síðasta tekjuöflunar- frumvarpi ríkisstjómarinnar; fum- varpi til laga um tekju- og eigna- skatt. Sjálfstæðisflokkurinn hefði lýst yfir áhuga á viðræðum þegar öll tekjuöflunarfrumvörpin væru komin fram og það hefði ekki gerst fyrr en á þessari mínútu og þannig hefðu ekki verið forsendur fyrir við- ræðunum fyrr en þá. Ólafur sagði að vissulega hefðu engar efnislegar samningaviðræður farið fram enda hefði sér þótt eðli- legt að verða við ósk sjálfstæðis- manna. Þorsteinn Pálsson sagði að íjár- málaráðherra hefði í ræðu sinni við- urkennt að engar efnislegar viðræður væm í gangi. Látið hefði verið að því liggja, með villandi ummælum, að slíkar viðræður ættu sér stað. Nauðsynlegt hefði verið að leiðrétta þetta. Samráð stjórnar og sljórnarandstöðu: Engar efiiislegar við- ræður hafa átt sér stað - segir Þorsteinn Pálsson Þorsteinn Pálsson (S/Sl) gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra á þingi í gær vegna yfirlýsinga hans um viðræður ríkisstjórn- ar og stjórnarandstöðu um framgang og efiii skattafrumvarpa stjómar- innar. Sagði Þorsteinn að engar efnislegar viðræður hefðu farið fram. Ólafur Ragnar Grimsson sagði að frumvörpin hefðu verið kynnt fyrir stjórnarandstöðunni en þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu óskað eftir þvi að ekki kæmi til efiiislegra umræðna fyrr en öll tekjuöflunar- fi-umvörpin væm komin fram. Það hefði ekki gerst fyrr en þá um Get ekki stutt ríkisstjórnina - segir Skúli Alexandersson í umræðum um bráðabirgðalögin á fimdi efri deildar Alþingis i gær lýsti Skúli Alexandersson (Abl/Vl) því yfir, að hann myndi ekki greiða atkvæði gegn vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Stjórnin gæti ekki heldur reitt sig á stuðning hans í einstökum málum. Þessi afstaða Skúla stafar af þeim útistöðum sem hann hefur átt í við sjávarútvegsráðuneytið vegna upptöku meints, ólöglegs sjávarafla hjá fyrirtæki hans, Jökli hf., á Hellissandi. Afkoma ríkissjóðs: Hallinnjaftivel 7 milljarðar króna - segir Halldór Asgrímsson HALLDÓR Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, sagði i ræðu á Al- þingi í gær, að verið gæti að hallinn á ríkissjóði yrði 7 milljarðar króna. Halldór sagði einnig, að hlutfall launa af vergri landsfram- leiðslu væri mun hærra i ár heldur en á siðustu 10 ámm. í umræðum um bráðabirgðalögin hafa márgir þingmenn stjómarand- stöðunnar óskað eftir yfirlýsingu frá Skúla Alexanderssyni varðandi afstöðu hans til ríkisstjórnarinnar. Á fundi efri deildar í gær tók hann til rnáls af þessu tilefni. í upphafi lýsti Skúli því yfir, að hann hefði verið andvígur stjómar- þátttöku Alþýðubandalagsins í haust, þótt hann hefði talið sig bundinn af meirihlutasamþykktum stofnana flokksins þar að lútandi. Hann hefði hins vegar lýst því yfir, að hann myndi ekki greiða atkvæði gegn vantrauststillögu á ríkis- stjómina heldur sitja hjá við slíka atkvæðagreiðslu. Þingmaðurinn sagði að þessi af- staða sín væri ekki vegna stefnu ríkisstjómarinnar heldur vegna afar fijálslegrar lagatúlkunar Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra, en Skúli sagðist hafa verið ranglega ásakaður af sjávarútvegs- ráðuneytinu um lögbrot við með- höndlun sjávarafla. Ekkert hefði sannað ákærur á hendur honum og Skúli Alexandersson. enginn fundist, sem hefði staðfest þær. Sagði Skúli að sjávarútvegs- ráðherra væri að reyna að hafa af sér æruna með þessu máli. „Eg get ekki lýst yfir stuðningi við ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar með því að greiða atkvæði gegn vantrausti á hana og þar með lýst yfir stuðningi við þessi vinnubrögð sjávarútvegsráðherra," sagði hann. Ráðherra sagði það einföld sann- indi, að launaþróun yrði að vera í samræmi við þjóðartekjur. Hlutfall launa af vergri þjóðarframleiðslu hefði að meðaltali verið um 67% á síðustu 10 ámm en væri 73,6% í ár samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- ar. Víðast hvar í nágrannalöndun- um væri þetta hlutfall nú 65%. í ræðu sinni vitnaði Halldór Ás- grímsson f útreikninga Þjóðhags- stofnunar sem sýna, að ef hlutfall launa hefði verið svipað í ár og að meðaltali undanfarin 10 ár, væm launagreiðslur í landinu 12 milljörð- um lægri en áætlað er. Benti Hall- dór á til samanburðar, að sam- kvæmt þjóðhagsáætlun væri gert ráð fyrir 11,6 milljarða viðskipta- halla á þessu ári. Hallinn á rekstri ríkissjóðs væri nú um 5 milljarðar og gæti kannski orðið 6 til 7 millj- arðar. Halldór taldi þetta bera vitni um að þjóðin lifði um efni fram. Hann sagðist ekki segja þetta vegna þess að hann óskaði eftir launalækkun, heldur væri hann hér einungis að benda á staðreyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.