Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Fundur sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins: Miklar takmarkanir á fiskveiðiheimildum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÁKVEÐIÐ hefiir verið að takmarka verulega heimildir til fiskveiða í lögsögu aðildarríkja Evrópubandalagsins á næsta ári og á fiskislóð skipa bandalagsins. Var þetta niðurstaða erfiðs fiindar sjávarútvegsráð- herra ríkjanna, sem lauk um helgina. Talið er að þessar takmarkanir leiði til aukinnar eftirspurnar eftir innfluttum fiski. Klukkan hálf átta á sunnudags- morguninn lauk árlegum maraþon- fundi sjávarútvegsráðherra Evrópu- bandalagsins um skiptingu veiði- heimilda næsta árs. Þegar fundinum lauk höfðu ráðherrarnir verið meira og minna að frá því klukkan fimm á föstudag. Fyrir fundinum lágu til- lögur frá framkvæmdastjóminni um umtalsverðan niðurskurð á aflaheim- ildum á nánast öllum fiskislóðum EB-flotans. Tillögumar voru lagðar fyrir fund- inn sem heild og eftir árangurslausar tilraunir til að ná samhljóða niður- stöðu vom þær bomar undir atkvæði og samþykktar með atkvæðum allra nema Spánveija, Dana og íra. Spán- veijar mótmæltu almennt niður- skurði á veiðiheimildum en þó sér- Sakharov heim á ný París. Reuter. ANDREI Sakharov, kjarneðlis- fræðingur og mannréttindabar- áttumaður, flaug heim til Moskvu í gær úr fyrstu for sinni til Vest- urlanda. Sakharov dvaldist i næstum mánuð í Bandaríkjunum. Þá dvaldi hann í fjóra daga í París ásamt eiginkonu sinni, Je- lenu Bonner. í förinni lýsti Sakharov yfir stuðningi við umbótatilraunir Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga en hvatti jafnframt til þess að mannréttindi yrðu virt í löndum Austur-Evrópu. Skömmu eftir að Gorbatsjov tók við völdum í Sovétríkjunum sagði hann að Sakharov yrði ekki leyft að ferðast út fyrir landsteinana því að hann byggi yfir ríkisleyndarmál- um. En síðan hefur Sakharov hald- ið opinberar ræður í Moskvu og átt persónulegan fund með Sovétleið- toganum. I París hitti Sakharov Lech Wa- lesa, leiðtoga hinna bönnuðu pólsku verkalýðssamtaka Samstöðu. HVERVANN? 5.301 .823 kr. Vinningsröðin 10. desember: X12-X1X-X1X- 1X1 12 réttir = 4.413.379 kr. Enn var enginn með 12 rétta-og því erfjórfaldur pottur núna! 11 réttir = 888.444 kr. 33 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 26.913,- Tilhamingju! -ekkibaraheppni staklega við Svalbarða. Danir eru andvígir aðgerðum framkvæmda- stjómarinnar vegna flökkustofna makríls við Bretland. Ráðherramir staðfestu á fundinum nýgerða samn- inga við Norðmenn og Færeyinga og úthlutuðu þessum þjóðum afla- heimildum í samræmi við samning- ana, Færeyingum m.a. við Grænland. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir einhliða veiðiheimildir fyrir EB-flot- ann við Svalbarða, 11.500 tonn, sem er helmingsniðurskurður frá þeim heimildum, sem EB ákvað einhliða fyrir þetta ár. Samkvæmt heimildum í Bmssel er talið líklegt að þessi mikli niður- skurður á afla muni leiða til aukins innflutnings og verði til að afla því viðhorfi fylgi í ráðherranefndinni, að fyrir aðgang að mörkuðum EB komi aðgangur að fiskimiðum. Þessi af- staða hefur lengi verið helsti þrösk- uldurinn í samskiptum íslands og EB. Það er ljóst, að sjávarútvegsráð- herrar Portúgals og Frakklands styðja þessa afstöðu en Spánveijar eru sagðir tvístígandi. Fiskkaupa- þjóðirnar í Norður-Evrópu hafa látið sig þetta litlu skipta. Winnie Mandela Mandela líður illa í nýja fangelsinu Höfðaborg. Reuter. WINNIE Mandela heimsótti eig- inmann sinn, Nelson Mandela, leiðtoga blökkumanna í Suður- Afríku, sem setið hefur í fang- elsi í 26 ár, í fyrsta sinn í gær í nýtt stofiifangelsi, skammt frá Höfðaborg. Frú Mandela ásamt dóttur þeirra hjóna, Zindzi, og þremur barna- bömum þeirra, var hjá eiginmanni sínum í tvo og hálfan tíma í fangels- inu sem er einbýlishús í Paarl. Lögfræðingur Mandela, Ismail Ayob, sagði í gær á blaðamanna- fundi að líðan Mandela væri nú verri en áður en hann var fluttur í stofufangelsið. „Það er grimmdar- legt að hafa hann í algerri einangr- un,“ sagði Ayob. Ayob sagði að Mandela fyndist hann einangraður vegna þess að honum væri meinað að hafa samband við félaga sína sem hann hefur átt samleið með í meira en aldarfjórðung í fangaklef- um í suður-afrískum fangelsum. „Það hefur engin breyting orðið á högum Mandela, hann er ennþá fangi,“ sagði Ayob. Sovét-Armenía: Hveijar verða afleið- ingar hamfaranna? Daily Telegraph. VIÐ veginn frá flugvellinum og inn í Jerevan, höfuðborg Armeniu, er nýreist en ákaf- lega ljótt borgarhverfi. Heitir það einhveiju nafni, sem flestir útlendingar eiga erfitt með að bera fram, en í Jerevan er það jafnan kallað „Bangladesh" vegna þess hve það er fram- andi og langt frá miðborginni. Þessi nafngift hefur öðlast al- veg nýja merkingu á síðustu dög- um. Ármenar minna nú á, að ein af afleiðingum fellibylsins á Beng- al-flóa 1970 hafi verið að svipta hulunni af spillingu og skeyting- arleysi yfirvaldanna, sem þá voru í vesturhluta landsins, núverandi Pakistan, og hrinda af stað stytj- öld, sem leiddi til stofnunar Bangladesh. Það fer heldur ekki á milli mála, að sumir þjóðemis- sinnaðir Armenar vonast til, að Rússar klúðri björgunarstarfinu á jarðskjálftasvæðunum í þeirri von, að það verði til að auka sjálfstæð- iskröfur þjóðarinnar. Vaxandi hatur milli Armena og Azera Á því virðist heldur enginn vafi þótt ótrúlegt sé, að deilumar við Azera eru mörgum Armenum of- arlegar í huga en hörmungamar á jarðskjálftasvæðunum. Sumir virðast beinlínis telja landskjálf- tann vera samsæri Rússa, Azera og guðs almáttugs, sem sé haldinn þeim óviðráðanlega kæk að gera píslarvotta úr Armenum. Til að bæta gráu ofan á svart og grafa enn frekar undan tiltrú manna á kommúnistaflokknum hafa sovéskir fjölmiðlar skýrt frá því, að flokksbroddamir í Arm- eníu hafi ekki tekið neitt mark á þeim viðvörunum, sem þó mátti lesa af jarðskjálftamælum, og ennfremur, að slíkir mælar hafi víðast hvar ekki verið fyrir hendi. Raunar hefur komið fram, að jarð- skjálftamælar em alls ekki fram- leiddir í Sovétríkjunum. Þá hefur verið sagt frá því, sem allir vissu, Reuter Björgunarmenn með hunda leita að fólki, sem kann að vera lif- andi í rústum Lenínakan-borgar. að hinar dæmigerðu sovésku blokkir em hrákasmíð, bæði að hönnun og gerð. Flokkurinn trausti rúinn Það sýnir vel taugaóstyrkinn, sem einkennir ráðamennina í Kreml, að um síðustu helgi létu þeir handtaka helming Karabak- h-nefndarinnar, sem barist hefur fyrir sameiningu héraðsins Nag- omo-Karabakhs og Armeníu. Höfðu þeir unnið sér það til saka að hafa skipulagt hjálparstarf án samráðs við kommúnistaflokkinn. Það gerðist líka fyrir nokkmm mánuðum þegar efnt var til auka- kosningar um sæti í armenska Æðsta ráðinu, að einn nefndar- manna, Ashot Manucharian, skor- aði á fólk að skrifa sitt nafn á kjörseðilinn. Hann fékk rússneska kosningu gegn armenskum ráð- herra. Armenski kommúnistaflokkur- inn lýsti því fyrst yfir, að kosning- in væri ólögmæt en neyddist síðan til þess í nafni „glasnosts" að við- urkenna hana. Þessi niðurstaða er þó ráðamönnunum í Kreml vafalaust mikið áhyggjuefni því að þeir ætla að efna til kosninga á vori komanda þar sem fleiri en einn frambjóðandi verður um hvert sæti. Ef Karabakh-nefndin fengi að bjóða fram í Armeníu myndi hún mola kommúnista- flokkinn undir sér. Hættan sem fylgir opnum landamærum Það fylgir því viss áhætta fyrir sovéska ráðamenn að opna landa- mærin fyrir vestrænni hjálp. Opn- um iandamærum fylgir opinn hugur. Hvað gerðist ef landamær- in yrðu alveg opnuð, ef ótruflað- ar, erlendar útvarpsstöðvar yrðu of vinsælar, ef alihenningur, sem fyrirlítur kommúnistaflokkinn, setti sig gegn herþjónustunni og tæki að fjandskapast við valda- stofnanirnar? Hörmungamar í Armeníu geta haft alvarlegar, pólitískar afleið- ingar fyrir Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtoga. Armenía er ekki Bangladesh en sjálfstæðisþrá þjóðarinnar mun líklega láta æ meira til sín taka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.