Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Bretland: Bilun í merkjakerfi orsök lestarslyssins? London. Reuter. TALSMAÐUR brezku járnbrautanna sagði í gær að frumrannsókn á orsökum lestarslyssins skammt frá Clapham-brautarstöðinni í London í fyrradag benti til þess að skýringarinnar væri að leita i bilun í merkjakerfí. Að sögn Gordons Pettitts, tals- manns brezku járnbrautanna, hefur verið unnið að endurbótum á merkjakerfinu við Clapham-stöð- inna, sem orðið var hálfrar aldar gamalt. Innan skamms verður þar tekið í notkun nýtt merkjakerfi, sem með meðfylgjandi tölvubúnaði kost- ar 20 milljónir sterlingspunda. Stöð- in er sú fjölfamasta í Bretlandi en Róstur í Tíbet: Hollenskri konu neit- að um brottfararleyfi Særðist þeffar " "íða" ha(st Avið' N/ju Del*fá r ° Indlandi. Oeirðir hafa venð 1 löffresfla skaut a landinu öðru hveiju undanfama 14 - ® .. mánuði en fréttir þaðan eru af kroruffonffu skomum skammti vegna þeirra tak- markana sem fjölmiðlum em settar. daglega aka 2.000 lestar þar um. I brezkum blöðum var gefið til kynna að lestarstjóri einnar lestar, sem var á leið frá Basingstoke til Waterloo-stöðvarinnar í London, hefði numið staðar skammt frá Clapham-stöðinni til þess að láta vita af biluðu merkjaljósi, sem skipti ótt og títt um lit þar eð vír var laus í því. Hugsanlega hefði lestarstjóri næstu lestar, sem var á leið frá Poole til Waterloo, aðeins séð græn ljós eða gul og því haldið ferðinni áfram, með þeim afleiðingum að lest hans ók á fullri ferð aftan á Basingstoke-lestina. Rétt eftir árekstur lestanna tveggja kom sú þriðja úr gagn- stæðri átt og skall á hinum tveim- ur. Stjómanda flórðu lestarinnar tókst með snarræði að koma í veg fyrir að hans lest æki einnig inn í kösina. Að sögn manna, sem komust lífs af úr slysinu, biðu margir bana er þriðja lestin ók á hinar tvær fyrstu. Peking. Reuter. KÍNVERSK lögregla í Tíbet hef- ur komið í veg fyrir að hollensk kona, sem varð fyrir skoti lög- reglumanna, geti farið úr landi til að leita sér lækninga. Konan særðist þegar munkar i landinu fóru i kröfugöngu á laugardag til að minnast þess að fjörutíu ár voru liðin frá því að Mannrétt- indayfírlýsing Sameinuðu þjóð- anna var samþykkt. Lögregla hóf fyrirvaralaust skothrið á göngumenn, að sögn sjónarvotta, og þykir það kasta rýrð á fögur fyrirheit kínverskra yfírvalda um aukin mannréttindi en Mann- réttindadagsins var minnst í fyrsta skipti i Kína á laugardag- inn. Christina Meindersma, 26 ára gömul, er nú á hóteli í höfuðborg Tíbet, Lhasa, en hún hafði komið sem ferðamaður til landsins. Starfs- maður hollenska sendiráðsins í Pek- ing segir að stúlkan sé ekki alvar- lega særð en hafí æskt þess að fá að fara til Hong Kong til að leita sér læknishjálpar. Hann segir að lögregla í Lhasa hafí fyrirskipað eina flugfélagi landsins að selja Christinu ekki farseðil. Sendiráðið í Peking hefur þrýst á yfírvöld að veita henni fararleyfí en engin svör hafa borist. Fréttamenn hafa ekki fengið leyfí til að koma til Tíbet um nokk- urt skeið en fréttamaður bresku útvarpsstöðvarinnar BBC náði símasambandi við Christinu í gær. Hún staðfesti orð sendiráðsstarfs- mannsins í Peking og bætti því við að vegabréf sitt hefði verið gert upptækt. Hún sagðist hafa verið stödd á aðaltorginu í Lhasa á laug- ardagsmorgun þegar 30 munkar gengu hjá og kröfðust mannrétt- inda. Hún og fleiri ferðamenn eitu gönguna og þá hófst skyndilega skothríð lögreglu. Christina varð fyrir skoti í öxlina. Hin opinbera fréttastofa Nýja Kína sagði frá mótmælunum og nefndi að einn munkur hefði fallið og 13 særst. Vestrænir heimilda- menn telja að a.m.k. tveir hafi látist. í gær gaf skrifstofa Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, út tilkynn- ingu þar sem skotárás lögreglu var fordæmd. Þar segir einnig að vald- beitingin spilli sáttaumleitunum milli kínverskra stjómvalda og Dalai Lama. Samningaviðræður um framtíð Tíbets áttu að hefjast í Genf í næsta mánuði. Her kommúnista réðst inn í Tíbet árið 1950 og halda kínversk stjóm- völd því fram að Kínveijar hafi ráð- ið landinu svo öldum skiptir. Dalai Lama flýði Tíbet árið 1959 eftir misheppnaða uppreisnartilraun gegn kínverskum yfírráðum og hef- Reuter Björgunarmenn að störfíim á slysstað skammt frá Clapham-brautar- stöðinni i London í fyrradag. Var það fyrst og fremst fólk er tekist hafði að skríða út á brautar- teinana úr braki lestanna tveggja. í gær hafði verið staðfest að 36 manns hefðu beðið bana en tals- maður lögreglu sagði að talan ætti líklega eftir að hækka, m.a. vegna þess að sum líkanna hefðu verið svo illa leikin að ekki hefði tekizt að bera kennsl á þau. I gær var enn 31 maður í líshættu á sjúkrahúsi, en alls slösuðust um 150 farþegar af rúmlega eitt þúsund. Lestarslysið er hið mannskæð- asta frá því í nóvember 1967. Þá biðu 49 manns bana og 78 slösuð- ust er lest frá Hastings í Suður- Englandi ók á aðra í Hither Green- brautarstöðinni í London. Arið 1975 biðu 43 bana er neðanjarðarlest ók á 'vegg í Moorgate-stöðinni í Lon- don. Mannskæðasta lestarslys í Bretlandi varð árið 1915 er 227 manns biðu bana í árekstri farþega- og hermannalestar í bænum Gretna í Skotlandi. KurnakonA VIÐ BYGGÐUM NÝJAN BÆ. »iiUNOSSOM Hulda Jakobsdóttir er ein af kjarna- konum þessarar aldar. Hún lét verkin tala. Huldu má, ásamt eiginmanni sínum Finnboga Rút Valdemarssyni, telja einn af höfundum Kópavogs. Bæði gegndu þau bæjarstjórastarfi í Kópavogi um árabil. Saga Huldu er einnig saga jafnréttisbaráttu og sem slík á hún erindi til allra kvenna í dag — enda geta þær tekið Huldu til fyrirmyndar. Gylfi Gröndal er löngu lands- þekktur fyrir verk sín og þessi bók er enn ein skrautfjöðrin i hatt hans. fig5?^, r~|lilKp i'P ~i a . > Endurminningar Huldu Jakobsdóttur skráðar af Gylfa Gröndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.