Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 22

Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Gallerí Guðmundar frá Miðdal: Esjan er ótæmandi viðfangseftii Afinælissýning Jörundar Pálssonar JÖRUNDUR Pálsson opnaði málverkasýningu í Galleríi Guð- mundar frá Miðdal laugardag- inn 10. desember. Á sýningunni eru bæði vatnslitamyndir og olíumálverk og hafa þau öll Esj- una að viðfangsefni. Jörundur verður 75 ára þann 20. desem- ber og er sýningin haldin í til- efhi af því. Hún verður opin frá 14.00—19.00 alla daga til 20. desember. Þetta er áttunda einkasýning Jörundar, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýning- um, m.a. sýningu Vestur-Islend- inga í Kanada. Jörundur sagði í samtali við Morgunblaðið, að Esjan hefði verið sér hugleikin allt frá því að hann sá fyrst málverk sem hreif hann, þá 15 ára gamall, en það var mynd af Esjunni eftir Jón Stefánsson. „Esjan er ótæmandi viðfangs- efni. Maður veit minna og minna um hana eftir því sem maður kynn- ist henni meira. Það eru í henni ótrúleg litbrigði og hún tekur stakkaskiptum eftir því frá hvaða sjónarhomi hún er skoðuð. Örlygur Sigurðsson, sendi mér skeyti í til- efni af sýningu minni þegar ég varð sjötugur og í því var þessi vísa: Ólafsvík: Gróður- hýsi og þak fjúka Ólafsvík NÚ HEFUR brugðið til rosatíðar eftir hæglátt veð- ur haustsins. Á mánudag gerði hér ofsaveður af vestri og varð nokkurt tjón af. Tvö gróðurhýsi áfost húsum við Stekkjarholt eyðilögðust og olli fok þeirra tjóni á húsum í grenndinni. Þá fauk bílskúrsþak í heilu lagi af þriðja húsinu við þessa sömu götu. Stærri línubátamir voru á sjó og fengu afar slæmt. Ekkert varð þó að hjá þeim. Þessu slæmu veður setja strik í reikninginn hvað varðar veiðar og vinnslu en að und- anfömu hafa róðrar gengið vel og þokkalega fiskast á línuna. Atvinna hefur þvi verið næg hér síðustu vikur þar til nú kippir úr vegna veðra. Helgi Morgunblaðið/Júlíus Jörundur Pálsson Hangið hefur sjötíu jól hákarlsbitinn besti. Esja kelling skiptir um kjól á klukkutíma fresti. En Esjan þarf ekki einu sinni klukkutíma til að skipta um lit- brigði, fara í alveg nýjan kjól. Svo kom hér einn kollega minna á sýn- inguna um daginn og sagði að það færu að verða síðustu forvöð fýrir mig að mála Esjuna, því sam- kvæmt skipulagi ætti að rífa hana.“ Hvenær hélstu þína fyrstu sýn- ingu? „Fyrsta einkasýning mín var fyrir tuttugu árum, en ég hafði áður tekið þátt í samsýningum. Ég lauk raunar aldrei nema undir- búningsdeildinni við Akademíuna í Kaupmannahöfn, fór eftir það á reiðhjóli í gegnum Evrópu, til Parísar þar sem ég dvaldi í tvo mánuði. Þetta var rétt fyrir stríð og París upp á sitt besta og var geysigaman. Svo kom ég heim og starfaði sem auglýsingateiknari í 15 ár en hélt þá aftur utan til náms í arkitektúr og lauk því 45 ára gamall. Starfaði síðan sem arkitekt þar til ég var 69 ára og fór á eftirlaun." Svo málverkið hefur verið auka- geta? „Já, það má segja það. Annars hef ég málað frá því ég var í menntaskóla og alltaf haldið því við. Síðan ég fór á eftirlaun hefur það verið mitt aðalstarf og mér leiðist ekki á meðan.“ Og þetta er ekki kveðjusýning? „Nei, ég ætla að halda áfram að mála. Núna er ég að snúa mér meira að olíulitum, en hef hingað til mest haldið mig við vatnslitina. Ég ætla að mála a.m.k. þar til ég verð áttræður ef mér endist aldur. í það minnsta á meðan ég get haldið á pensli." Eitthvað að lokum? „Skilaðu kveðju til allra Esju- unnenda, sem eru fjölmargir. Það var einu sinni maður í bæjarstjóm sem sagði að Esjan væri fjós- haugur. Hann féll í næstu kosning- um. Esjan er heilagt fjall í augum Reykvíkinga og allir sem skynja fegurðina í litbrigðum hennar ánetjast henni um aldur og ævi.“ „erigin wníulcg jtiuunma' Hi'Uia Thvrím'ii >yiiv*' Hitgu’. snixitn' fannur Gatfamu Bteidíji>c$ Lífssaga Guð- fínnu Breiðflörð Bræla á loðnumiðum BRÆLA var á loðnumiðunum aðfaranótt þriðjudagsins og engin veiði. Þessi skip tilkynntu um afla síðdegis á mánudag: Sjávarborg 550 tonn til Seyðisfjarðar, Beit- ir 700 tonn til Neskaupstaðar, Grindvíkingur 800 tonn til Seyð- isfjarðar, Hólmaborg 870 tonn til Eskifjarðar og Súlan 350 tonn til Þórshafnar. ÍSAFOLD hefúr gefið út bókina Minna „Engin venjuleg mamma“ eftir Helgu Thorberg. Á bókarkápu er birt eftirfarandi brot úr inngangskafla bókarinnar: „Elsku mamma. Þú ert farin og hér sit ég með minningabrotin sem þú skildir eftir. Þú varst að skrifa ævisögu þína, sögu konu sem komst út í lífið aftur eftir að hafa verið lokuð inni á stofnun í mörg ár. „Oft velti ég fyrir mér hvað hefði komið fyrir mig. Hvað gerð- ist eiginlega sem olli þessari löngu dvöl minni inni á stofnunum? Af hvetju gátu engin lyf hjálpað mér? Af hverju reyndi enginn að hjálpa mér út í lífið aftur? Skapaði ég sjálf þessa vanlíðan með hugsun- um mínum sem ég réði ekkert við? Allt þetta böl, öll þessi löngu ár. Af hveiju skipti enginn sér af mér? Af hveiju?" Þú varst að skrifa um það hvemig var að brjótast til baka, ná tökum á þunglyndinu, sinnu- leysinu og uppgjöfinni. Og ná loks hinu langþráða frelsi, að komast út og lifa lífinu aftur á meðal okk- ar hinna, þessara „heilbrigðu“. En nú er komið að mér að fylla í eyðumar. Ég vel þá leið að tala til þín í gegnum bókina. Kannski þarf ég að spyrja þig einhvers. Þannig hef ég þig líka hjá mér á meðan ég skrifa. Það er bæði ljúft og sárt, eins og lífið sjálft.“ Þetta er lífssaga móður Helgu, Guðfinnu Breiðíjörð eða Minnu eins og hún var ævinlega kölluð. Bókin er 173 blaðsíður. Ekkí hugsuð sem leiðrétt- ing á Islandssögunni -segir Bríet Héöinsdóttir um bók sína „Strá í hreiðrið“ QnrP A 1 nnlViíof KAlr nm Dnínfí DínnnlinAInnJAff... „ T 1 1 1 • y 1 „STRÁ I hreiðrið" nelnist bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem nafiia hennar og sonardóttir Bríet Héðinsdóttir hefúr skráð og komin er út hjá Svörtu á hvítu. Bókin er að mestu byggð á bréf- um Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, með stuttum brotum úr bréfiim manns hennar Valdimars Ásmundssonar og barna þeirra Héðins og Laufeyjar. Flest eru bréfin skrifúð á námsárum barna Bríetar en bókin rekur ævi hennar frá upphafi til loka. Bríet Héðinsdóttir sagðist í og svarbréfin frá þeim inn á milli, samtali við Morgunblaðið hafa til að gefa þessu samhengi." verið að grúska í þessu í fjögur ár og þegar Bjöm Jónasson, for- stjóri Svarts á hvítu, hefði komist á snoðir um grúsk hennar hefði hann boðið henni útgáfusamning og vinnuaðstöðu. Hvað geturðu sagt mér um bók- ina? „Uppistaðan er bréf Bríetar til bama sinna á háskólaárum þeirra Er þetta fyrsta bókin sem skrif- uð er um ömmu þína? „Já, það hefur aldrei verið skrif- uð bók um hana áður, en það hafa birst um hana nokkrar grein- ar í blöðum og tímaritum og einn- ig er til sjálfsævisögubrot hennar sem hún skrifaði á efri árum og birtist m.a. í Merkum íslending- um.“ I lok bókarinnar greinir þú frá því að í námsbók um sögu Reykjavíkur útgefinni 1987 sé frá- sögnin af valtaranum Bríeti fyrir- ferðarmest af frásögnum af störf- um kvenna, hugsaðir þú bókina sem leiðréttingu á íslandssögunni að þessu leyti? „Það er lýsandi dæmi um það hvemig fjallað er um störf kvenna í sögunni að valtarabrandarinn skuli vera aðalmálið um störf kvenna í þessari kennslubók, þrátt fyrir að konur hafi lengi verið virk- ar í ýmis konar baráttu. Þegar maður fer að horfa á það þessum augum kemur í ljós hversu furðu- leg skrif um karla og konur em ENGIN JOL AN MÖMMUSULTU! Það er ekki sama hvaða sultu þú berð á borð með jólamatnum. Þess vegna skaltu velja jólasultuna vandlega, þegar þú kaupir inn. Láttu ekki lélega sultu eyðileggja fyrir þér jólasteikina. Fáðu þér Mömmusultu - og nóg af henni! ^ ri ^Ppels ínu — \ BÍfoI'/, Mömmusulta er vægast sagt frábær bæði með hátíðamatnum, í baksturinn í pönnukökurnar eða beint á brauðsneiðina. Þú getur valið um Mömmu Rabarbarasultu, Mömmu Jarðarberjasultu - og svo má ekki gleyma hinu vinsæla Mömmu Appelsínumarmelaði. Bríet Héðinsdóttir þriggja mán- aða í fangi ömmu sinnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. yfirleitt. í öldinni okkar fer það t.d. ekki í fyrirsögn þegar íslensk- ar konur öðlast kosningarétt, það er sagt frá því inni í miðri grein. En ég hugsaði bókina ekki sem leiðréttingu á sögunni. Ég er ekki sagnfræðingur og þetta er ekki sagnfræðirit." Hefur vinnan að bókinni gert þig að meiri kvenréttindakonu? „Nei, þess þurfti ekki. Ég hef raunar aldrei verið virk í kvenrétt- indabaráttu, en allar viljum við jú okkar hlut sem mestan, og ég er engin undantekning þar á.“ Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.