Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen ÚT ER komin ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen — þrett- ánda ljóðabók skáldsins. Fjögnr ár eru nú liðin frá hans síðustu Ijóðabók og mun mörgum ljóðaunnandanum finnast það lang- ur tími miðað við það sem algengast er hér nú. En Matthías hefur vissulega ekki setið auðum höndum — sent frá sér smá- sagnasafn og skáldsögu. Hver ný ljóðabók eftir Matt- hías Johannessen er bókmennta- viðburður — enginn neitar því víst lengur, og ekki þarf að kvíða því að hin nýja bók, Dagur af degi, valdi vonbrigðum. Matt- hías er skáld ftjálsræðis í stíl og framsetningu, leitar í ýmsar áttir, og orkar því nýr og fersk- ur með hverri nýrri bók — „... góðskáld sem andar öðru og meira endumærandi lofti“, eins og breskt skáld og gagnrýn- andi kemst að orði í ritdómi um ljóðaúrval eftir Matthías, sem er nýlega komið út á ensku. Og um leið stendur hann traustum fótum í íslenskri bókmenntaarf- leifð, eins og reyndar flest eða öll íslensk skáld sem lengst hafa komist og gera vissulega enn. Dagur af degi er 133 blaðsíð- Matthías Johannessen ur að stærð. Útgefandi er Al- menna bókafélagið. Félagar í Ljóðaklúbbi AB fá bókina á sér- stökum kjörum. Prentvinnslu annaðist Prentsmiðja Hafnar- ijarðar hf. Mynd á kápu: Ragna Ingimundardóttir. (Úr fréttatilkynningu) VEÐURHORFUR í DAG, 14. DESEMBER 1988 YFIRLIT I GÆR: Við suðvestur-Grænland er 980 mb lægö sem hreyfist norður. Um 800 km austur af Nýfundnalandi er vaxandi lægð sem hreyfist norður. Heldur hlýnar í veðri. SPÁ: Fram eftir degi verður sunnan hvassviðri og rigning með allt að 10 stiga hita á landinu. Undir kvöld gengur í suðvestan storm eða rok með slydduéljum og kólnandi veðri suðvestari lands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- og norðvestanátt og fremur kalt, einkum fyrir norðan. Víða léttskýjað á suðaustur landi og Austfjörðum sunnan til en annars él. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og fremur kalt. Víða léttskýjað. TÁKN: Heiðskírt Alskýjað S, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * # -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur tfT Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma htti voúur Akureyri 2 aiskýjað RAvkiavík 2 rinnina Bergen 4 hágléf Helsinki 0 snjókoma Kaupmannah. 6 súld Narssarssuaq +3 skafrenningur Nuuk +1 snjókoma Osló 7 iéttskýjað Stokkhólmur 0 frostrigning bnrshnfn 5 fikýjaA Algarve 16 heiðskírt Amsterdam 9 alskýjað Barcelona 15 léttskýjað Berlín 3 súld Chicago +1 snjéél Feneyjar 9 heiðskfrt Frankfurt 7 skýjað Glasgow 11 hétfskýjað Hamborg 6 súld Las Palmas 20 skýjað London 9 þokumóða Los Angeles 11 heiðskirt Lúxemborg 5 skýjað Madríd 10 heiðskírt Malaga 16 skýjað Mallorca 1» skýjað Montreal vantar New York +7 snjókoma Orlando 6 alskýjað París 7 skýjað Róm 13 þokumóða San Diego 10 mistur Vin 4 skýjað Washington +7 alskýjað Winnipeg +5 skýjað Lífeyrissj óðirnir: Ræða óskir Húsnæð- isstofnunar í dag FULLTRÚAR hinna tveggja sambanda lífeyrissjóða hittast á fundi í dag til að móta afstöðu sina til óska Húsnæðisstofnunar um lækkun vaxta á skuldabréf- um sem stofnunin selur sjóðun- um. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, sagði að ekki hefði verið boðað til fundar með tals- mönnum ríkisvaldsins, en hann yrði væntanlega haldinn síðar í vikunni. Samböndin hafa skipað menn í und- imefndir til að ræða vaxtamál og samband lífeyrissjóðanna og Hús- næðisstofnunar, en stefnt er að því að ná samkomulagi fyrir áramót. Húsnæðisstofnun hefur óskað eftir því að vextir af skuldabréfun- um lækki niður í 5%, en þeir eru nú 7% og eiga að óbreyttu að vera 6,5-6,9% á næsta ári. Hrafn Magn- ússon sagði að kaup lífeyrissjóð- anna fyrstu þijá ársfjórðunga þessa árs næmu rúmum 4,7 milljörðum króna og stefndu í að verða mikið yfir 5 milljarða króna á árinu. Sjálfstæðisflokkurinn: Missa ftdltrúa úr þing- kjörnum stjórnum Sjálfstæðisflokkurinn missir annan fulltrúa sinn af tveimur í stjómum Sementsverksmiðju ríkisins og Síldarverksmiðja ríkisins sem Alþingi kýs á þessu þingi. Flokkurinn hefur haft a.m.k. tvo menn af flmm í stjórnum þessara fyrirtækja i áratugi. Framsóknar- flokkurinn missti einnig mann úr sljórn Sildarverksmiðjunnar. Stjómarandstaðan fær tvo menn í stjómir þessara fyrirtækja að þessu sinni. Þar af fær Sjálfstæðis- flokkurinn annan en Kvennalisti fékk mann í stjóm Sfldarverksmiðj- anna, sem kosin er á 3 ára fresti, og Borgaraflokkurinn fær mann í stjóm Sementsverksmiðjunnar, sem kosin er á 4 ára fresti. Ekki hefur enn verið kosið í stjóm Sementsverksmiðju ríkisins, en kosningunni hefur tvívegis verið frestað undanfama daga. I stjórn- inni sitja Ásgeir Pétursson og Frið- jón Þórðarson, sem báðir em full- trúar Sjálfstæðisflokksins, Daníel Ágústínusson fyrir Framsóknar- flokk, Skúli Alexandersson fyrir Alþýðubandalag og Siguijón Hann- esson fyrir Alþýðuflokk. Kosið var í stjóm Síldarverk- smiðjanna á mánudag og vom þar kosnir í aðalstjóm Bogi Sigur- bjömsson fyrir Framsóknarflokk, Kristján Möller fyrir Alþýðuflokk og Hannes Baldvinsson fyrir Al- þýðubandalag og Þorsteinn Gísla- son fyrir Sjálfstæðisflokk og Kristín Karlsdóttir fyrir Kvennalista. Kristján og Kristín komu í stað Einars Ingvarssonar fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Björgvins Jónsson- ar fulltrúa Framsóknarflokks sem áður sátu í aðalstjóm. Minna um fíkni- efni en oftast áður - segir Arnar Jensson, lögreglufulltrúi „ÞAÐ virðist vera minna um fiknicfni á markaðnum nú en oft áður og á því eru sjálfsagt marg- ar skýringar. Við hjá fikniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík teljum eina skýringu vera þá, að okkur hefúr orðið vel ágengt undanfarin tvö ár við að taka virkustu sölumenn fikniefna úr umferð. Það munar um minna í svona litlu samfélagi," sagði Arn- ar Jensson, lögreglufulltrúi. Arnar sagði að sömu efni væm á markaðnum nú og undanfarin ár, en í mun minna mæli. „Þetta er svo sem ekkert varanlegt ástand, en með því að að kippa út þeim sem em virkir í að koma frá sér efnun- um þá dettur að minnsta kosti sú lína út í bili. Það tekur svo ákveð- inn tíma fyrir markaðinn að ná því upp aftur, en menn halda að sér höndum í bili.“ Amar sagði að fíkniefnadeild Nefnd kanni tannlækna- kostnað BORGARRÁÐ samþykkti á fiindi sínum í gær að skipuð skuli nefiid til að kanna tannlæknakostnað skólabarna. Heilbrigðisráð lagði tillögu þessa efnis fyrir borgarráð, sem kýs full- trúa í nefndina á næsta ári, auk þess sem borgarstjóri tilnefnir emb- ættismenn til starfa með nefndinni. lögreglunnar hefði haft virkt eftirlit með „smásölumönnum" undanfam- ar vikur. „Við höfum verið með götueftirlit, fylgst með fólki á veit- ingahúsum og einnig kannað mál í heimahúsum," sagði hann. „Það hafa mjög mörg en smá mál komið upp þessar vikur. Við heyrum á því fólki sem við höfum afskipti af þessa dagana að það virðist vera fremur erfitt að útvega sér efni. Það verður hins vegar að hafa í huga að það þýðir ekki að slaka á klónni, því þessi markaður breytist frá degi tii dags og við verðum að fylgjast vel með þeirri þróun," sagði Ámar Jensson. Lindu fagn- að á Hót- el Islandi LINDU Pétursdóttur, ungfi-ú heimi, verður fagnað við heimkomuna til íslands nieð sigurhátíð á • Hótel íslandi laugardaginn 17. desember. Þar verður jólaglögg 0g óvæntir gestir koma í heim- sókn. Linda hefur verið á ferð um Bretland og Evrópu síðan hún vann sigur í Miss World-keppn- inni í Lundúnum fyrir um mán- uði. Hún kemur heim í þriggja vikna jóialeyfi, en á nýja árinu taka við ferðalög um allan heim sem fylgja titlinum._
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.