Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 4

Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen ÚT ER komin ný ljóðabók eftir Matthías Johannessen — þrett- ánda ljóðabók skáldsins. Fjögnr ár eru nú liðin frá hans síðustu Ijóðabók og mun mörgum ljóðaunnandanum finnast það lang- ur tími miðað við það sem algengast er hér nú. En Matthías hefur vissulega ekki setið auðum höndum — sent frá sér smá- sagnasafn og skáldsögu. Hver ný ljóðabók eftir Matt- hías Johannessen er bókmennta- viðburður — enginn neitar því víst lengur, og ekki þarf að kvíða því að hin nýja bók, Dagur af degi, valdi vonbrigðum. Matt- hías er skáld ftjálsræðis í stíl og framsetningu, leitar í ýmsar áttir, og orkar því nýr og fersk- ur með hverri nýrri bók — „... góðskáld sem andar öðru og meira endumærandi lofti“, eins og breskt skáld og gagnrýn- andi kemst að orði í ritdómi um ljóðaúrval eftir Matthías, sem er nýlega komið út á ensku. Og um leið stendur hann traustum fótum í íslenskri bókmenntaarf- leifð, eins og reyndar flest eða öll íslensk skáld sem lengst hafa komist og gera vissulega enn. Dagur af degi er 133 blaðsíð- Matthías Johannessen ur að stærð. Útgefandi er Al- menna bókafélagið. Félagar í Ljóðaklúbbi AB fá bókina á sér- stökum kjörum. Prentvinnslu annaðist Prentsmiðja Hafnar- ijarðar hf. Mynd á kápu: Ragna Ingimundardóttir. (Úr fréttatilkynningu) VEÐURHORFUR í DAG, 14. DESEMBER 1988 YFIRLIT I GÆR: Við suðvestur-Grænland er 980 mb lægö sem hreyfist norður. Um 800 km austur af Nýfundnalandi er vaxandi lægð sem hreyfist norður. Heldur hlýnar í veðri. SPÁ: Fram eftir degi verður sunnan hvassviðri og rigning með allt að 10 stiga hita á landinu. Undir kvöld gengur í suðvestan storm eða rok með slydduéljum og kólnandi veðri suðvestari lands. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- og norðvestanátt og fremur kalt, einkum fyrir norðan. Víða léttskýjað á suðaustur landi og Austfjörðum sunnan til en annars él. HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og fremur kalt. Víða léttskýjað. TÁKN: Heiðskírt Alskýjað S, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * # -j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur tfT Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma htti voúur Akureyri 2 aiskýjað RAvkiavík 2 rinnina Bergen 4 hágléf Helsinki 0 snjókoma Kaupmannah. 6 súld Narssarssuaq +3 skafrenningur Nuuk +1 snjókoma Osló 7 iéttskýjað Stokkhólmur 0 frostrigning bnrshnfn 5 fikýjaA Algarve 16 heiðskírt Amsterdam 9 alskýjað Barcelona 15 léttskýjað Berlín 3 súld Chicago +1 snjéél Feneyjar 9 heiðskfrt Frankfurt 7 skýjað Glasgow 11 hétfskýjað Hamborg 6 súld Las Palmas 20 skýjað London 9 þokumóða Los Angeles 11 heiðskirt Lúxemborg 5 skýjað Madríd 10 heiðskírt Malaga 16 skýjað Mallorca 1» skýjað Montreal vantar New York +7 snjókoma Orlando 6 alskýjað París 7 skýjað Róm 13 þokumóða San Diego 10 mistur Vin 4 skýjað Washington +7 alskýjað Winnipeg +5 skýjað Lífeyrissj óðirnir: Ræða óskir Húsnæð- isstofnunar í dag FULLTRÚAR hinna tveggja sambanda lífeyrissjóða hittast á fundi í dag til að móta afstöðu sina til óska Húsnæðisstofnunar um lækkun vaxta á skuldabréf- um sem stofnunin selur sjóðun- um. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, sagði að ekki hefði verið boðað til fundar með tals- mönnum ríkisvaldsins, en hann yrði væntanlega haldinn síðar í vikunni. Samböndin hafa skipað menn í und- imefndir til að ræða vaxtamál og samband lífeyrissjóðanna og Hús- næðisstofnunar, en stefnt er að því að ná samkomulagi fyrir áramót. Húsnæðisstofnun hefur óskað eftir því að vextir af skuldabréfun- um lækki niður í 5%, en þeir eru nú 7% og eiga að óbreyttu að vera 6,5-6,9% á næsta ári. Hrafn Magn- ússon sagði að kaup lífeyrissjóð- anna fyrstu þijá ársfjórðunga þessa árs næmu rúmum 4,7 milljörðum króna og stefndu í að verða mikið yfir 5 milljarða króna á árinu. Sjálfstæðisflokkurinn: Missa ftdltrúa úr þing- kjörnum stjórnum Sjálfstæðisflokkurinn missir annan fulltrúa sinn af tveimur í stjómum Sementsverksmiðju ríkisins og Síldarverksmiðja ríkisins sem Alþingi kýs á þessu þingi. Flokkurinn hefur haft a.m.k. tvo menn af flmm í stjórnum þessara fyrirtækja i áratugi. Framsóknar- flokkurinn missti einnig mann úr sljórn Sildarverksmiðjunnar. Stjómarandstaðan fær tvo menn í stjómir þessara fyrirtækja að þessu sinni. Þar af fær Sjálfstæðis- flokkurinn annan en Kvennalisti fékk mann í stjóm Sfldarverksmiðj- anna, sem kosin er á 3 ára fresti, og Borgaraflokkurinn fær mann í stjóm Sementsverksmiðjunnar, sem kosin er á 4 ára fresti. Ekki hefur enn verið kosið í stjóm Sementsverksmiðju ríkisins, en kosningunni hefur tvívegis verið frestað undanfama daga. I stjórn- inni sitja Ásgeir Pétursson og Frið- jón Þórðarson, sem báðir em full- trúar Sjálfstæðisflokksins, Daníel Ágústínusson fyrir Framsóknar- flokk, Skúli Alexandersson fyrir Alþýðubandalag og Siguijón Hann- esson fyrir Alþýðuflokk. Kosið var í stjóm Síldarverk- smiðjanna á mánudag og vom þar kosnir í aðalstjóm Bogi Sigur- bjömsson fyrir Framsóknarflokk, Kristján Möller fyrir Alþýðuflokk og Hannes Baldvinsson fyrir Al- þýðubandalag og Þorsteinn Gísla- son fyrir Sjálfstæðisflokk og Kristín Karlsdóttir fyrir Kvennalista. Kristján og Kristín komu í stað Einars Ingvarssonar fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Björgvins Jónsson- ar fulltrúa Framsóknarflokks sem áður sátu í aðalstjóm. Minna um fíkni- efni en oftast áður - segir Arnar Jensson, lögreglufulltrúi „ÞAÐ virðist vera minna um fiknicfni á markaðnum nú en oft áður og á því eru sjálfsagt marg- ar skýringar. Við hjá fikniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík teljum eina skýringu vera þá, að okkur hefúr orðið vel ágengt undanfarin tvö ár við að taka virkustu sölumenn fikniefna úr umferð. Það munar um minna í svona litlu samfélagi," sagði Arn- ar Jensson, lögreglufulltrúi. Arnar sagði að sömu efni væm á markaðnum nú og undanfarin ár, en í mun minna mæli. „Þetta er svo sem ekkert varanlegt ástand, en með því að að kippa út þeim sem em virkir í að koma frá sér efnun- um þá dettur að minnsta kosti sú lína út í bili. Það tekur svo ákveð- inn tíma fyrir markaðinn að ná því upp aftur, en menn halda að sér höndum í bili.“ Amar sagði að fíkniefnadeild Nefnd kanni tannlækna- kostnað BORGARRÁÐ samþykkti á fiindi sínum í gær að skipuð skuli nefiid til að kanna tannlæknakostnað skólabarna. Heilbrigðisráð lagði tillögu þessa efnis fyrir borgarráð, sem kýs full- trúa í nefndina á næsta ári, auk þess sem borgarstjóri tilnefnir emb- ættismenn til starfa með nefndinni. lögreglunnar hefði haft virkt eftirlit með „smásölumönnum" undanfam- ar vikur. „Við höfum verið með götueftirlit, fylgst með fólki á veit- ingahúsum og einnig kannað mál í heimahúsum," sagði hann. „Það hafa mjög mörg en smá mál komið upp þessar vikur. Við heyrum á því fólki sem við höfum afskipti af þessa dagana að það virðist vera fremur erfitt að útvega sér efni. Það verður hins vegar að hafa í huga að það þýðir ekki að slaka á klónni, því þessi markaður breytist frá degi tii dags og við verðum að fylgjast vel með þeirri þróun," sagði Ámar Jensson. Lindu fagn- að á Hót- el Islandi LINDU Pétursdóttur, ungfi-ú heimi, verður fagnað við heimkomuna til íslands nieð sigurhátíð á • Hótel íslandi laugardaginn 17. desember. Þar verður jólaglögg 0g óvæntir gestir koma í heim- sókn. Linda hefur verið á ferð um Bretland og Evrópu síðan hún vann sigur í Miss World-keppn- inni í Lundúnum fyrir um mán- uði. Hún kemur heim í þriggja vikna jóialeyfi, en á nýja árinu taka við ferðalög um allan heim sem fylgja titlinum._

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.