Morgunblaðið - 14.12.1988, Page 45

Morgunblaðið - 14.12.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 45 Minning: Guðmundína Bjama- dóttirfrá Gautshanni Fædd 16. maí 1911 Dáin 6. desember 1988 Að morgni þriðjudagsins 6. des- ember lauk lífshlaupi Mundu Bjama, en svo var Guðmundína ávallt kölluð. Enn ein öndvegis- manneskjan orðið að láta í minni poka fyrir þeim sjúkdómi sem skæð- ast hefur heijað á seinni tímum. Amma þurfti ung að takast á við lífsbaráttuna eins og títt var í upp- hafi þessarar aldar. Þótt oft hafi blásið á móti, þá var alltaf kátt og hlýtt i kringum ömmu, hún hafði þann góða eiginleika að vera alltaf í góðu skapi, alveg sama hvað gekk á, hverskyns tal, uppgjöf eða væl var henni ekki að skapi. Að vera í návist ömmu og hennar persónu- leika var góð reynsla, alltaf var það henni efst í huga að gera öðrum greiða og gleðja bæði sína nánustu ellegar aðra sem hjarta hennar stóð næst. Lífsfylling og innri gleði bar vott um að vera sátt við lífið, örlög og sjálfa sig. Hún hafði sjálfstraust og sjálfsöryggi til að bera, fór eigin leiðir og lét skoðanir sínar í ljós, um menn og málefni óhikað, en alltaf af raunsæi og með kærleik að leiðarljósi. Amma hóf búskap með Ágústi Jörundssyni ættuðum frá Ingjalds- sandi við Önundarfjörð, bjuggu þau á Isafirði allan sinn búskap, en afi féll frá 1964 og hafði hann þá ver- ið sjúklingur í mörg ár. Böm þeirra eru Sigríður, gift Herði Ámasyni og eiga þau 3 böm, búsett í Hafnar- fírði. Úlfar, kvæntur Jósefínu Gísla- dóttur, áttu þau 4 syni, búsett á ísafirði. Anna Jóna, gift Birgi Óla- syni, eiga þau 3 dætur, búsett í Kópavogi. Hin síðari ár bjó amma með Katli Sigfússyni sem var henni mjög góður enda var hann bömum henn- ar og ijölskyldum hugleikinn. Amma var mjög bamgóð enda áttu böm hennar þijú, barnaböm, bamabamaböm hug hennar allan. Um leið og við kveðjum ömmu þökkum við sérstaklega þá hjarta- hlýju og uppörvun sem hún bar til okkar hjónanna og barna okkar, sendum við Katli og bömum hennar og öðmm ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. Jóna Birna, Láki, Hörður og Oddný Svana Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesú mæti. Okkur systkinum langar að minnast ömmu í örfáum orðum. Munda amma var ætíð hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom, og alltaf fylgdi henni viss hressleiki til æviloka. Erfitt er að hugsa sér þessi jól án hennar, hún sem alltaf vildi gleðja aðra með stórgjöfum, en vildi aldrei þiggja neitt sjálf. Amma bjó með Ágústi Jörundssyni, en afí lést árið 1964, eftir langvarandi veik- indi. Síðastliðin 20 ár var hún í sam- búð með Katli Sigfússyni sem reyndist henni mjög vel, við sendum honum innilegustu samúðarkveðjur. Júlíana og Ágúst Munda Bjama horfin yfir móð- una miklu. Leiftur frá liðnum dög- um leitá á hugann. Það var mann- margt á Mjógötu 7 á ísafírði. Stór fjölskylda og svo Gústi Jör. og Munda með bömin sín þijú. Þrátt fyrir bamafjölda og þrengsli man ég aldrei eftir öðm en að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Og lífið virtist svo átakalítið. Það sýnir bezt hvað um sterkar manngerðir var að ræða. Því að það vom ekki sízt Guðmundína Bjamadóttir og Ágúst Jömndsson sem þurftu á öllu sínu að halda til að horfast í augu við örlögin og takast á lífið af æðm- leysi. Allt frá dögum bemskunnar mundum við ungviðið í þessu húsi ekki eftir Gústa öðmvísi en í hjóla- stól. Gústi leið af hægfara lömun sem ágerðist er líða tók á. Var hann j)á meira og minna á Sjúkra- húsi Isafjarðar síðustu æviárin. Bemskuárin liðu hratt og Munda og Gústi fluttu niður í Fjarðar- stræti. Að koma í Fjarðarstrætið og mæta þar konu að bera mann sinn niður stigana og út í sólskinið var sýn sem gleymist ekki. Lítil kona, grannir handleggir, en viljinn óbug- aður, að gefast upp var ekki til umræðu. Fáar konur þekki ég sem ættu frekar skilið að kallast kven- hetja. Kvenhetjur em víðar en í fomsögum. Hafa verið uppi á vor- um dögum. Leynst S rækjuverk- smiðju og við erfíð störf. Þeim hafa ekki verið barðar bumbur. Aldrei hefði hvarflað að Mundu að predika yfír unglingi eða yfirleitt að skipta sér af annarra högum. En af henni er mikið hægt að læra. Það vom gjörðimar sem skiptu máli. Mínar beztu minningar um hana em þeg- ar hún kom í heimsókn í Mjógöt- una, alltaf jafn hress og kát. Hún ansaði því nú ekki hún Guðmundína að eyða tíma og orku í vol og víl. Ekki var síðra að skreppa í heim- sókn, alltaf var jafngott að koma og ævinlega talað við börn eins og fólk. Jólin em á næsta leiti og ég minnist þess hvað Munda lagði mikla alúð við smákökumar sínar og reyndar við allt sem hún gerði. Og hvað allt var bjart og fallegt. Bömin urðu þijú: Sigríður, starfs- stúlka, gift Herði Guðmundssyni, þau eiga þijú börn og fimm barna- böm. Úlfar, verzlunarmaður og fréttaritari Morgunblaðsins á ísafirði, kvæntur Jósefínu Gísla- dóttur, þau eignuðust fjóra syni, en einn þeirra lézt af slysfömm fyrir nokkmm ámm. Anna Jóna verzlunarstúlka, gift Birgi Ólasyni, þau eiga þijár dætur og tvö bama- böm. Fjölskyldan og samskiptin við bamabömin var Mundu mikils virði og hún náði að lifa það að vera við skím tveggja langömmubama skömmu áður en hún dó. Nú horfa ömmuböm smá og stór til jólanna með sámm söknuði. Því að nú vant- ar ömmu til að taka þátt í gleðinni. Eftir að Gústi lézt flutti Munda suður og hóf vinnu í Niðursuðuverk- smiðunni Ora í Kópavogi, undi hún Guðrún Pálsdóttir Crosier — Minning Látin er í Bandaríkjunum Guðrún Pálsdóttir Crosier, sem mörgum íslendingi er að góðu kunn í gegn- um áraraðir. Þeir em ófáir landam- ir sem hafa notið góðs af hennar einstöku hjálpsemi og vinarþeli. Má segja að heimili hennar hafi staðið opið fyrir þeim sem á þurftu að halda, skyldum sem óskyldum. Ung gekk hún að eiga þarlendan mann, Kemp _að nafni, en þau slitu samvistum. Áttu þau eina dóttur saman, Elísabetu, sem er búsett í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni. Seinni maður Guðrúnar var David Crosier, indælis maður og var hjónaband þeirra gæfuríkt. David er látinn fyrir nokkmm ámm. Guðrún var einnig um lengri tíma formaður íslendingafélagsins í New York. Guðnín var stórglæsileg kona og mikill íslendingur í sér. Kom hún heim eins oft og hún gat komið því við. „Heim“ var fyrir Guðrúnu allt- af ísland. Síðustu árin var hún á heimili fyrir aldraða, farin að heilsu. Því miður er ég ekki fróð um ættir eða æviferil Guðrúnar. Þar verða aðrir mér fróðari um að fijalla. hag sínum vel og vann þar alla tíð eftir það, unz heilsan fór að gefa sig. Hér fyrir sunnan kynntist hún miklum ágætismanni, Katli Sigfús- syni. Ketill og Munda bjuggu lengst af á Háteigsvegi 22 og á síðari ámm bjó hún við langþráð öryggi. Mér em minnisstæðar veizlumar sem hún hélt þegar hún var sjötug og sjötíuogfimm ára. Allt var með miklum glæsibrag, hún sjálf svo fín og flott í íslenskum búningi og Ketill og börnin við hlið hennar að gleðjast með henni. Ketill reyndist henni eins og bezt verður á kosið. Sterkur stóð hann við hlið hennar unz yfir lauk. Og börnin hennar öll kunnu að meta móður sína og laun- uðu með elsku og umhyggju til hinstu stundar. Hugurinn er bund- inn við bernskustöðvamar þessa daga á aðventu, þegar ég kveð Mundu Bjama í hinsta sinn. Sæ- brött fjöll — særokið þangið. Úfinn sjór. Og andstæðan: Lognkyrr fjörður — heiðskír himinn. Stjörnur sem tindra á dökkum næturhimni. Þessar andstæður sameinaði Guð- mundína Bjarnadóttir í skaphöfn sinni. Kappið og dugnaðinn. Mildina og hlýjuna. Þegar við systur og Anna Jóna, dóttir hennar, horfðum til himins af tröppunum heima, þá iitlar stelp- ur og sáum stjömuhrap, litum við alvarlegar hver á aðra. „Nú er ein- hver að deyja" sögðum við og hlup- um hræddar inn f ömggt skjól. Ef til vill er stjama að hrapa núna fyrir vestan. Sigriður Gunnlaugsdóttir Með þakklátum huga er vináttu Guðrúnar minnst og sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur til Elísabetar og fjölskyldu hennar. Blessuð sé minning Guðrúnar Crosier. H. Þórðarson \ ÖUFSR M. JÓHANNESSON —--------- Ovœnt œvintýri ÆVINTYRABÆKUR ÆSKUNNAR Óvænt ævintýri er heillandi og skemmtileg bók. Ævintýrin eru rituð á Ijósu og vönduöu máli og prýdd fjölda mynda eftir höfundinn, Ólaf M. Jóhannesson kennara. Óvænt ævintýri fara vel viö hliö annarra ævin- týrabóka Æskunnar í bókaskáp heimilisins. ÆSKAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.