Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Lífið er veruleiki Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnar DaJ: LAND MINNA MÆÐRA. Ljóð. 64 bls. Víkurút- g’áfan. 1988. Öll ljóðlist er í eðli sínu heim- spekileg. Og öll skáld reyna að höndla veruleikann. Sum leita langt yfír skammt. Önnur skyggna það sem við blasir innan sjónmáls. Þegar upp er staðið verður einfald- leikinn það sem eftir stendur. Gunnar Dal hefur ort ljóð sem telja má heimspekilegri en ljóðin í þess- ari bók. En hann hefur smám sam- an ijarlægst hið »háieita« og nálg- ast hið einfalda. Skáldið er ekki jaftit sem fyrr leitandi. Það hefur fundið. Ættjörðin, ástin og trúin eru frumþættir tilfínningalífsins. Það þrennt skapar grunntón fyrstu ljóðanna í Land minna mæðra. í auðmýkt gengur skáldið til fundar við yrkisefni sín. Því er sparlega farið með upphafið myndmál en þá ekki heldur forðast að nota orð eins og sál og hjarta, ævaforn hugtök sem eru þó einatt ný. í trúarlegri ljóðlist hafa orð þessi sígilda skírskotun. í ljóðaflokki, sem Gunnar Dal nefnir / Péturs- kirkju, minnir hann á hversu vald- ið er fallvait andspænis orðinu, trúnni, fegurðinni. Einstaklingur- inn er dauðlegur en trúin eilíf. Því fór svo að berfættur fískimaður sigraði í krafti trúar sinnar grimmd hinnar heiðnu Rómar: Og hann kom til þín, heilagur andi Guðs, og fyllti hjarta þitt. Hann var eins og hvítur lótus sem opnast hægt um dimma nótt. Og í sál þinni óx þetta sjaldgæfa bióm sem fyllir allan heiminn af ilmi sínum. Skáldið líkir trúnni við daginn og ljósið og biður þess í lok ljóða- flokksins að nóttin víki. En því mun Péturskirkjan í Róm valin sem staður fyrir þessa bæn að í Róm sigraði kristnin þótt hún væri þar ekki upp runnin. Og þaðan barst hún síðan út um allar jarðir. Róm er borg kristninnar. Og fomskáldin nefndu hjartað — með ýmiss konar orðalagi: borg hugans. Ég nefni þetta ljóð fyrst vegna þess að mér þykir það mest hinna lengri ljóða i bókinni. Annars hefst Land minna mæðra á löngu ljóði samnefndu sem er óður til konunnar, móður- innar íslensku á umliðnum öldum. Móðirin verður eins konar tákn- mynd fyrir lífíð og fósturjörðina, móður jörð, jafnframt því að vera samneftiari hins mennska, mann- lega, vísar táknmyndin til hins trú- arlega; verður þá hið jarðneska samband við ljós trúarinnar, boð- beri ljóssins og dagsins. Ljóðinu lýkur með þessum línum: Göngum saman inn um hlið vonarinnar. He§um nýja för inn í bláa dögun. Landmitt nefnist svo annað ljóð, og telst einnig til löngu ljóðanna. Ljóðaflokk mætti eins kalla það þótt ekki sé það kaflaskipt. Með hliðsjón af inntaki mætti segja að það sé ættjarðarljóð í hefðbundn- um stíl. En ytra formið er að sjálf- sögðu annað. Skáldið fer sólarsinn- is um landið og staldrar við á til- teknum áfangastöðum. í vitund- inni rennur allt saman: landið, sag- an og líf þjóðarinnar í landinu: Land mitt. Hvemig á ég að minnast þín? Við fórum um Snæfellsnesið. Við fómm um hraunið undir Jökli. Og okkur var nóg að liggja í mosanum og horfa upp í himininn, á fjólublá fyöllin og hvitan tínd í §arska. Okkur var nóg að hlusta á stundimar ganga hjá. Og lífið læddist til okkar á bemm fótum. Ekki segi ég að ljóð þetta gjaldi þess í engu að vera svo langt sem það er, að skáldið hefði ekki mátt stytta það ögn; þjappa saman; strika út orð og orð. Á heildina litið verður þetta nokkuð prósaískt. En ég hygg, þó dulúðin sé aðal ljóðlistar, að þama hafí skáldið viljað tjá tilfínninguna svo berlega að ekkert færi á milii mála, að ástaijátningu til landsins mætti ekki fela undir orðskrúði. Það tekst að mínu viti bærilega. Eigi að síður tel ég að löngu ljóðin — eða ljóða- flokkamir — í þessari bók yrðu tæpast efst á blaði ef valið væri úr ljóðum Gunnars Dal. Þetta er stefnuskrá, boðskapur; listræna tjáningin er þama í öðm sæti. Seinni hluti bókarinnar er í raun annars eðlis: örstutt og hnyttin ljóð, sum hver með ádeilubroddi sem hittir í mark. Gunnar Dal er að sönnu enginn vígamaður á rit- vellinum, þar er hann miklu fremur áhorfandi, skoðandi; gengur ekki opinskátt á hólm við hið rangsnúna og falska heldur bendir á það, bregður því stundum fyrir sjónir í óvæntu ljósi. I þá veru em Ijóðin Stór orð, Sjónvarpsfrétt og Góu- gróður. En þarna em einnig íhugunar- ljóð af því tagi sem fínna má í fyrri bókum skáldsins, þeirra á meðal eitt sem nefnist slétt og fellt Ljóð og felur í sér gagnorða sjálfs- Gunnar Dal mynd. Og það er einmitt í þess háttar ljóðum sem Gunnari Dal tekst langbest upp. Ef við gemm okkur í hugarlund að hið fáorðasta lifí lengst má geta sér til að það verði einmitt ljóð af þeirri gerðinni sem lengst muni halda á lofti nafni skáldsins. Þess kennir ef til vill í Land minna masðra að Gmnar Dal er einfari í skáldskapnum; nýtur ekki stuðnings frá hópi. Vafalaust geld- ur hann þess í einhverju. En hins ber þá einnig að minnast að ljóð- listin, sem er persónulegust allrar listrænnar tjáningar, á sér hvergi uppsprettu nema í hugskoti skálds- ins sjálfs. Ljóðlistin hefur lifað betri tíma. Þó Gunnar Dal hafí komist að raun um að lífíð sé vemleiki er hann enn leitandi í forminu. Landminna mæðra er því þónokkuð dæmigerð bók fyrir vemleika þann sem við blasir í ljóðlistinni þessi árin, þann vemleika að ljóð er bara orð, hug- tak sem við verðum sífellt að skil- greina og endurmeta. Lærdómur fyrir landkrabba líka - rætt við Hjört Gíslason um Aflakónga og athafliamenn y MEÐAL nýútkominna bóka nú fyrir jólin er sjómannabókin Afla- kóngar og athafnamenn, viðtalsbók Hjartar Gíslasonar við starf- andi sjómenn. Þetta er önnur bók í sama flokki eftir Hjört Gísla- son blaðamann, en sérsvið hans í blaðamennsku er einmitt sjávar- útvegurinn. Bókinni er ætlað að gefa lesendum hugmynd um sjó- mennskuna í sem víðastri mynd og innsýn i skoðanir þeirra, sem draga físk úr sjó. Morgunblaðið innti Hjört eftir því hver væri kveikjan að þessum skrifum: „Segja má, að með þessum við- tölum sé ég að víkka út starf mitt sem blaðamaður, en á Morg- unblaðinu er sjávarútvegurinn helsta viðfangsefni mitt og hefur svo verið í nokkur ár,“ sagði Hjörtur. „Vegna þessa þekki ég orðið ansi marga sem innan út- vegsins starfa og til þeirra verka, sem á sjónum eru unnin, enda lítil- lega gultað við sjómennsku og fískvinnslu sjálfur fyrir mörgum árum. Sú þekking auðveldar mér ritun bókarinnar og jafnframt verða viðtölin við þessa menn til þess að auka frekar þekkingu mína og sambönd og þannig bæti ég stöðu mína sem blaðamaður. Mér er því eiginlega tvöfaldur akkur af þessum ritstörfum. Kveikjan að útgáfunni er reyndar ekki frá mér komin, held- ur útgefandanum Braga Þórðar- syni í Hörpuútgáfunni á Akra- nesi. Hann leitaði samstarfs við mig á útmánuðum á síðasta ári. Ég lét til leiðast og hef ekki séð eftir því, samstarf okkar hefur verið einstaklega gott enda Bragi mikill heiðursmaður og spjall mitt viÓ aflakóngana hefur verið skemmtilegt og fróðlegt. Ekki spillir samstarfínu heldur hve Bragi hefur vandað til útgáfu bókarinnar. Þetta er annað bindi í svoköll- uðum bókaflokki, hvert sem fram- haldið verður. Það fer eftir við- tökum, því aflakónga eigum við marga. Ánnars þykir mér ólíklegt að ritröðin verði mæld í hillumetr- um þótt ég kunni að verða þraut- góður við skriftimar. Því fylgir talsvert álag að rita bókarkom með fullri vinnu og til að dreifa því í ár fékk ég starfsbróður minn á Morgunblaðinu, Svein Sigurðs- son, til að ræða við tvo aflakóng- anna. Án aðstoðar hans hefði ég ábyggilega gengið fram af mér. Þetta hefur því verið skemmtileg vinna þó stundum hafi álagið ver- ið mikið og því er ekki að leyna að svolítið grobb kemur upp í manni, þegar maður sér bók eftir sig I búðarglugga. Þetta er ekki neitt sérstakt stórvirki í bókmenntaheiminum, en á ábyggilega eitthvert erindi til þeirra, sem hafa áhuga á því hvemig til fískjar er róið og vilja kynnast lífi og störfum þeirra, sem draga afla úr sjó. Mig rekur minni til þess að LÍU hafí kannað Hjörtur Gíslason skoðanir og viðhorf almennings til sjávarútvegs fyrir nokkmm misserum. Þar kom fram að fólk vissi býsna mikið um sjávarútveg- inn, en þegar spurt var hvaðan sú þekking væri komin, brá ýms- um í brún. Ég held að enginn hafí nefnt skólakerfíð, heldur vini, ættingja og fjölmiðla. Það er nátt- úrulega með eindæmum, að í jafn- rándýru skólakerfí skuli hafa gleymst að kenna á hveiju við lif- um í raun. Með það í huga má segja að aflakóngamir eigi erindi til ansi margra, meðal annars þeirra, sem biðja um fískinn með svörtu röndinni í fískbúðinni og hafa ekki hugmynd um hvaða físktegund þeir eru að borða, hafí flökin verið roðflett. Sumir halda líka að periingar verði til í bönkun- um og best sé að leggja sjávarút- veginn niður svo ekki þurfi sífellt að borga með honum. Þetta fólk mætti gjaman kynnast þeim, sem skaffa þeim gjaldeyrinn til að bruðla með. Því má kannski segja að þessi bók sé eitthvað meira en „bara jólabók sjómannsins," hún sé lærdómur fyrir landkrabba líka. Þó bókin sé bólgin af fróðleik, ætti hún ekki að vera mjög þurr því einstaka kímnisögur fljóta með líka. Það getur nefnilega verið gaman á sjónum. ' í þessari bók ræðum við Sveinn við 6 kónga, Öm Þór Þorbjömsson á Höfn í Homafírði, Willard Fiske Ólason í Grindavík, Jón Magnús- son á Patreksfirði, Arthur Öm Bogason og Siguijón Óskarsson í Vestmannaeyjum og Snorra Snorrason á Dalvík. Með þessu vali á mönnum reynum við að gefa sem víðasta og gleggsta mynd af sjómennskunni. Við för- um frá útgerð smábáta frá Vest- fjörðum fyrir áratugum síðan yfír línuveiðar, upphaf netaveiða í Breiðafirði, síldarævintýrið svo- kallaða, loðnuveiði, skuttogara- byltinguna, upphaf rækjuveiða, netaveiði nútímans og baráttu trillukarla fyrir tilveru sinni. Jafn- framt kynnumst við skoðunum þessara manna á stjómun veiða og vinnslu." Bókum þríhymur og langsjöl KOMIN er út á vegum Heimilis- iðnaðarfélags íslands bókin Þríhyrnur og langsjöl. Megin- inntak bókarinnar er fyrirsagn- ir um prjón á samtals 27 þrihyrnum og langsjölum. Sigríður Halldórsdóttir, fyrrver- andi skólastjóri Heimilisiðnaðar- skólans, vann uppskriftimar aðal- lega eftir gömlum fyrirmyndum og samdi auk þess nokkrar nýjar. Þær eru allar teiknaðar á rúðu- pappír og úrvinnsla því mjög að- gengileg. Fremst í bókinni er kafli um nokkur söguleg atriði, þá er leiðar- vísir með skýringum á pijóntákn- um og ítarlegum leiðbeiningum sem eiga að einhverju leyti við allar uppskriftimar. Mynd fylgir hverri uppskrift, teknar af Rut Hallgrímsdóttur, allmargar í lit. Bókin er 80 blaðsíður í stóru broti. Hún er gefín út í tileftii 75 ára afmælis Heimilisiðnaðarfélags Islands. Þríhymur og langsjöl fæst hjá Islenskum heimilisiðnaði, Hafnar- stræti 3, og í bókabúðum. (F réttatilkynning) Krístín Loftsdóttir Verðlaunabók Kristínar Loftsdóttur VAKA-Helgafell hefur gefið út fyrstu bók Kristínar Loftsdótt- ur, Fugl í búri, en sagan var valin til verðlauna í samkeppni Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka 1988. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Fugl í búri fjallar um af- drifaríka atburði í lífi tápmikilla skólanemenda. Elías er nýr nem- andi í skólanum og einlæg kynni takast með honum og Kittu, bekkj- arsystur hans. Saman uppgötva þau nýja veröld drauma og hug- sjóna og deila gleði og sorgum. Þáh hafa alist upp í ólíku um- hverfí við mismunandi aðstæður en eiga þó svo margt sameiginlegt. í umsögn dómnefndar Verð- launasjóðs íslenskra bamabóka kom meðal annars fram að sagan væri „... hugljúf, heillandi og spennandi", auk þess er hún sögð leiftra af frásagnargleði". Fugl í búri skiptist í 15 kafla og er 115 blaðsíður í kiljubandi. Búi Kristjánsson gerði kápumynd og Prentstofa G. Benediktssonar sá um prentvinnslu og bókband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.