Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 Gunnar Hilmarsson, formaður stjómar Atvinnutryggingarsjóðs: Neikvæð umflöllun gerir sölu skuldabréfa erfiða Bréfin væntanleg á markaðinn eftir áramót SKULDABRÉF Atvinnutrygging-arsjóðs haia verið tál afgreiðslu á milli jóla og nýárs, en verða tæpiega komin út á markaðinn fyrr en eftir áramót vilji menn selja þau á annað borð, að sögn Gunnars Hilmarsson- ar, formanns stjómar Atvinnutryggingarsjóðs. Hann sagði að neikvæð, og stundum röng, umfjöllun Qölmiðla um sjóðinn hefði valdið fyrirtækj- um erfiðleikum með að koma út bréfum. Sjóðsstjórn afgreiddi ián til 6-7 fyrirtælga á milli jóla og nýárs fyrir um 140-150 milljónir króna, að sögn Gunnars. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin í sambandi við kaup á skulda- bréfiim Atvinnutryggingarsjóðs. Samband almennra lífeyrissjóða hefur lagt til við lífeyrissjóðina að þeir kaupi ekki skuldabréf Atvinnu- tryggingarsjóðs vegna þess að þau beri lága vexti og eru ekki með ríkis- ábyrgð. Gunnar Hilmarsson sagðist búast við að þessi ákvörðun hefði einhver áhrif. Honum fyndist það þó undarlegt ef skuldabréf Atvinnu- tryggingarsjóðs teldust verri pappír- ar hjá lífeyrissjóðunum en hlutabréf í fyrirtækjum sem kannski væru að fara á hausinn, sem sér skildist að sumir sjóðimir keyptu. Hugsanlegt væri að lífeyrissjóðimir drægju ákvörðunina til baka ef einhver ríkis- ábyrgð kæmi á bréfin. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur sagt að viðræður séu í gangi við bankana um kaup á bréfum sjóðsins, sem tengist stöðu bankanna gagnvart Seðlabankanum. Gunnar sagðist hafa hvatt til þessara við- ræðna, en ekki vita hvemig þær gangi nú. Það væri fyrst og fremst ákvörðun Landsbankans sem skipti máli, en hann væri stærsti viðskipta- banki útflutningsatvinnugreinanna. Gunnar sagði að viljayfirlýsing af hendi bankanna hefði þurft að liggja fyrir fyrr. Sverrir Hermannsson sagði að . enginn hefði enn reynt að selja skuldabréf Atvinnutiyggingarsjóðs í Landsbankanum. Málið væri það óljóst að bankinn gæti ekki tekið afstöðu til kaupa á þeim á þessu stigi. Hann sagði að sér vitanlega hefði ríkisstjómin ekki rætt formiega við bankana um þessi bréf. Gunnar Hilmarsson sagði að í raun væri 2 milljarða króna ríkisábyrgð á bak við bréfin í framlagi ríkisins og ríkistryggðu láni. Skuldbreytingam- ar umfram það væm ekki nema um 3 milljarðar króna og það væri vill- andi að tala um 7 milljarða heildar- veltu sjóðsins, þar sem inni í skuld- breytingum upp á 5 milljarða króna væru um 1.200 milljónir af 2 millj- arða króna skuldbreytingalánum. VEÐUR I/EÐURHORFUR íDAG, 31. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á vestur-, suður- og suð- vesturdjúpi. Við austurströndina er hœðarhryggur á leið norðaust- ur en um 400 km suöur af Hvarfi er víöáttumikil 946 mb lægð sem þokast norður. í kvöld og nótt hlýnar > veöri, fyrst suðvestanlands og á morgun verður víðast 5—8 stiga hiti. Annað kvöld fer að kólna vestanlands. SPÁ: Allhvöss sunnan- og suðaustanátt um allt land. Skúrir um allt land. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á NÝÁRSDAG: Sunnan- og suðvestanátt með slydduélj- um sunnan- og vestanlands en bjart veður á Norður- og Austur- landi. Hiti 0—4 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestanátt og vægt frost víðast hvar. Él um suðvestanvert landið en þurrt og bjart norðaustantil. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \/ Skúrir V Él = Þoka Þokumóða 7 , 9 Suld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður \ f % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hW veóur Akureyri +1 skýjaó Raykjavft +2 lóttskýjaó Bargan 7 skýtað Helsinki 0 skýjað Kaupmannah. 7 alskýjað Narssarssuaq +3 skafrsnningur Nuuk ♦10 skafrsnningur Osló 7 léttskýiaó Stokkhólmur 3 sútd Þórshöfn S lóttskýjað Algarve 16 heiðskfrt Amsterdam 7 súld Barcelona 11 mlstur Berlln S þokumóða Chicago +7 heiðskírt Feneyjar 0 þoka Frankfurt 3 þokumóða Glasgow 10 túld Hamborg 5 þokumóða Laa Palmas 18 akýjað London 8 mistur Los Angeles S helðskírt Lúxemborg 0 þoka Madrfd 8 heiðskfrt Malaga 17 léttskýjað MaUorca 15 lóttskýjað Montreal +13 anjóél New York +2 tkýjað Oriando 17 þoka Paris 4 skýjað Róm vantar San Diego 5 heiðskírt Vín 5 Iðttskýjað Washington 1 alskýjað Winnipeg ♦19 snjókoma Morgunblaðið/Bjami Hús Jóhanns Jónatanssonar á Seltjamamesi er auðþekkt á fiigla- sveimnum í kring. Jóhann hefur sett skúffiir fyrir fuglafræið á snúrustaura í garðinum hjá sér. „Kettimir ná þá ekki í fuglana á meðan þeir kroppa," sagði Jóhann, en hann hefiir það sem af er vetrinum gefið smáfuglunum 100 kiló af fuglafræi. Hart í ári hjá smáfiiglunum: Sumír hafa gefið 100 kíló af fuglafi*æi Kjarnfóðurgjald enn lagt á smáfuglafóðrið SALA á fiiglafóðri hefiir tekið kipp eftir að snjóa festi og er nú góð að sögn Tryggva Magnússonar hjá Kötlu hf., eina framleið- anda fuglafóðurs hér á landi. „Góðmennskan er söm við sig þrátt fyrir kreppuna og hér hefiir allt verið stjörauvitlaust síðan í kring um 20. desember,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgun- blaðið. Þess era dæmi að einstakir fuglavinir hafi nú þegar gef- ið smáfuglunum 100 kOó af fræi. Að sögn Tryggva hafa þegar selst um 15 tonn af maískurli, miðað við um 25 tonn er jafnlangt var liðið á vetur í fyrra. „Allan veturinn í fyrra seldum við um 70 tonn og það gæti orðið svipað núna,“ sagði Tryggvi. „Fólk virð- ist hins vegar setja verð á fóðrinu meira fyrir sig en áður." í fyrra var lagt kjamfóðurgjald á fuglafræ, og hefur því enn ekki verið aflétt. „80% gjaldi, sem land- búnaðarráðuneytið leggur á kjamfóður, hefur verið aflétt, en gjald frá flármálaráðuneytinu, sem er yfir 100% fáum við ekki niðurfellt. Fyrrum fyármálaráð- herra og aðstoðarmenn hans höfðu góð orð um að fella gjaldið niður í fyrra, en þá komu ker- fiskallar til sögunnar, deildar- stjórar í ráðuneytinu, sem sögðu að ekki væri lagagrundvöllur til þess að fella það niður. Þetta var sagt þrátt fyrir að landbúnaðar- ráðuneytið teldi sig hafa laga- heimildir til að fella niður gjaldið og að það hefði verið gert í fjár- málaráðuneytinu á ámm áður,“ sagði Tiyggvi. Tiyggvi sagði að uppskeru- brestur á maís vegna þurrka í Bandaríkjunum hefði líka þrefal- dað verðið á hráeftiinu í fuglafóð- rið. „Við höfum hreinlega ekki treyst okkur til að velta þessari hækkun út í verðlagið. Þetta Ifður frá, það kemur varla annar upp- skerubrestur í Bandaríkjunum á næsta ári,“ sagði hann. MannQöldi á landinu kominn yfir 250 þúsund Fjölgun á þessu ári meiri en nokkru sinni fyrr MANNFJÖLDI á landinu 1. des- ember sl. var 251.743, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu ís- lands. Karlar vóra 126.468, en konur 125.275. Fjölgunin á einu ári nemur 4.386 manns, eða 1,77%. Aldrei áður hefiir fyölgað um svo marga hér á landi á einu ári, og hlutfallsleg fjölgun hefiir ekki orðið meiri síðan árið 1965. Nákvæmar tölur um breytingar mannflöldans árið 1988 liggja enn ekki fyrir, en svo virðist sem tala aðfluttra til landsins hafi orðið um 1.500—1.600 hærri en tala brott- fluttra, en tala fæddra um 2.800— 2.900 hærri en tala dáinna. Árin 1987 og 1988 hafa flust hingað til lands 2.800 fleiri en flust hafa af landinh, og hefur aðflutn- ingur fólks aldrei fyrr verið svo mikill. Meirihluti aðflutnings um- fram brottflutning á árinu 1988 er vegna erlendra ríkisborgara sem fluttust til landsins, en íslenskir ríkisborgarar fluttust einnig í ríkara mæli til landsins en frá því. Á þessum áratug hefur það ein- kennt fólksfyölgunina að hún hefur mestöll orðið á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesjum. Á hveiju ári 1984—88 hefur fólki fyölgað meira þar en sem nemur heildarfyölgun landsmanna, því að bein fækkun varð í öðrum landshlutum saman- lögðum um alls 799 manns á þess- um árum. Mannfjöldi óx um 2,9% á höfuðborgarsvæðinu árið 1988 og um 2,5% á Suðumesjum. í Reykjavík fyölgaði fólki um 2.374 eða 2,5%, og hefur hlutfallsleg fyölgun ekkl orðið meiri i Reykjavík síðan 1959, og bein fyölgun ekki meiri síðan 1947. Á Norðurlandi eystra fjölgaði fólki um 0,7% og um 0,5% á Austurlandi og Suður- landi. Á Vesturlandi og á Norður- landi vestra fækkaði um 0,9% og á Vestfjörðum um 1,2%. Hafnarfjörður er nú orðinn þriðja fyölmennasta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavik og Kópavogi. Akureyri er nú komin í fyórða sæti að þessu leyti, í fyrsta sinn síðan 1926, en á árunum 1966 til 1987 var Akureyri þriðji stærsti bær landsins. Milt ára- mótaveður UM áramótin verður suðvestan- og' sunnanátt um allt land og hlýtt í veðri miðað við árstíma, að sögn Veðurstofu Islands. Bú- ast má við einhverri rigningu suðaustanlands, skúrum á suð- vestur og vesturlandi en þurru veðri á norður og norðaustur- landi. Víða verður strekkings- vindur að sunnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.