Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 32
-32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skipstjóri -12 tonn Skipstjóri óskast á 12 tonna bát sem gerður verður út á net frá Reykjavík í vetur. Aðeins vanur maður kemur til greina og þarf helst að vera með þekkingu á vélum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn6.janúarnk. merktar: „K-7573". Atvinna Er að opna lítið einka dagvistarheimili í Reykjavík og vantar áhugasamar og jákvæð- ar fóstrur eða starfsstúlkur í vinnu. Um er að ræða tvær stöður frá kl. 8.00-17.00 og 10.00-14.30. Umsóknir sendist auglýsingad. Mbl. merkt- ar: „B - 8445“. Dagheimili Ríkisspítala Sunnuhlíð við Klepp Fóstra og starfsmaður óskast á dagheimilið Sunnuhlíð við Klepp á deild fyrir 3-5 ára börn. Upplýsingar veitir Margrét Ásgeirsdóttir, forstöðumaður, í síma 602600-95. RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHALD Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöðurvið framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi vantar stundakennara í íslensku, dönsku og ensku á vorönn 1989. Umsóknarfrestur er til 6. janúar næstkom- andi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara. Menntamáiaráðuneytið. Tæknilegur framleiðslustjóri Við höfum verið beðin um að útvega starfs- mann í stöðu tæknilegs framleiðslustjóra hjá fyrirtæki sem staðsett er ca 60 km frá Reykjavík og starfar á sviði lagmetis og frysti- iðnaðar. Starfssvið framleiðslustjórans er stjórnun og ábyrgð með framleiðslu fyrirtækisins, gæða- eftirlit, vöruþróun, áætlanagerð, innkaup hráefnis og starfsmannahald. Leitað er að starfsmanni sem er ákveðinn, drífandi og tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Viðkomandi þyrfti helst að hafa starfsreynslu og menntun á sviði rekstrar í sjávarútvegi. í boði er stjórnunarstarf, góð laun fyrir réttan aðila hjá framsæknu fyrirtæki. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar í Hafnarstræti 20, 4. hæð en þar eru einnig veittar nánari. upplýsingar um starf þetta. Umsóknarfrestur er til 6. janúar 1989. ÞJÓNUSTA NÁMSKEIÐAHALD. RÁÐGJÖE hf. HAFNARSTRÆTI 20, VIÐ LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK. SÍMI 624550. Sjókvíar Viljum ráða laghenta menn að gróinni laxeld- isstöð í Reykjavík. Verksvið: Fóðrun, umsjón með tækjum og netagerð. Reynsla af bátum og vélum skilyrði. Góð umgengni áskilin. Meðmæli æskileg. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. janúar merktar: „ÍF - 8447“. Fóstrur athugið! Staða forstöðumanns við dagvistarheimilið Holt í Innri-Njarðvík er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 13. janúar. Upplýsingar veitir undirritaður. Félagsmálastjórinn í Njarðvík, sími 92-16200. Vinna Viljum ráða nú þegar laghenta menn til við- gerðarstarfa, tímabundið. Upplýsingar í síma 93-47740 frá og með mánudeginum 2. janúar 1989. Þörungaverksmiðjan hf. Sjómenn óskast Stýrimann, vélavörð og háseta vantar á Tind- fell SH 21 frá Ólafsvík sem fer á net eftir áramót. Upplýsingar í símum 93-61181, 93-61141 og 93-61200. Mosfellsbær Heimilisþjónusta Starfsfólk óskast til starfa við heimilisþjón- ustu sem allra fyrst. Upplýsingar gefur félagsmálastjóri í síma 666218. ||j DAGVIST BAHIVA Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða til starfa umsjónarfóstru með dagvist á einka- heimilum nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir, deildar- stjóri Dagvistar barna, í síma 27277. „Au pair“ - Boston óskast til að sjá um 2 börn (5 ára og nýfætt) rétt fyrir utan Boston, Massachusetts. Má ekki reykja. Nauðsynlegt að viðkomandi tali ensku og hafi bílpróf. Æskilegt er að viðkom- andi sjái um þrif og matreiðslu. Afnot af bif- reið, laun + bónus innifalin. Viðkomandi hefji störf í byrjun júlí 1989. Skrifið til: Randy Barron, 4 Thomas William Way, Chelmsford, MA 01824 USA. Blikksmíðameistari Vélsmiðja á landsbyggðinni vill ráða blikk- smíðameistara til starfa. Hægt er að bíða smá tíma eftir réttum starfsmanni. Séð verður um útvegun húsnæðis. Gott framtíðarstarf. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf skilist skrifstofu okkar fyrir 8. jan. nk. Qjðntíónsson RÁD C J ÓF & RÁÐ N I N CA R Þ J Ó N Ll 5TA TJARNARGÖTU14,101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Tæknif ræðingur Stór þjónustuaðili í borginni vill ráða tækni- fræðing til starfa sem fyrst. Starfið felst í eftirliti með tæknibúnaði, t.d. fyrirbyggjandi viðhaldi, lagerstjórnun og fylgj- ast með vöruþróun erlendis. Fyrir eru 4 starfsmenn. Reynsla í stjórnun og/eða rekstri er algjört skilyrði. Laun samningsatriði. Æskilegur aldur 30-40 ára. Farið verður með allar umsóknir í fyllsta trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun, ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 1989. Guðnt Tónsson RÁÐCJOF & RÁÐN l NCARÞJÓ M U STA TJARNARGÖTU14,101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322 / y y jC / \ ^ ^ Hjúkrunarfræðing vantar á skurðstofu og uppvöknun. Um er að ræða hlutastöðu. Upplýsingar í síma 670570. FÉLAGSMALASTQFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Yfirfélagsráðgjafi Laus er staða yfirfélagsráðgjafa III við hverfa- skrifstofu Fjölskyldudeildar í Breiðholti. Starfsreynsla og þekking á fjölskylduvinnu er skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar veitir yfirmaður Fjölskyldudeild- ar í síma 25500 og umsóknarfrestur er til 13. janúar. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á eyðu- blöðum sem þar fást. Starfsfólk óskast Alpan hf., Eyrarbakka, óskar eftir að ráða 10-15 starfsmenn til fjölbreyttra starfa við álpönnuframleiðslu. Um er að ræða störf við álsteypu, eftir- vinnslu, sandblástur, málningu, pökkun o.fl. Flest störfin eru unnin í vaktavinnu á tví- eða þrískiptum vöktum. Steypt verður á þrískipt- um vöktum með ákvæðisvinnu fyrirkomulagi. Ráðning í ofannefnd störf fer fram fljótlega eftir áramót. Auk heilsdagsstarfa koma hlutastörf til greina, t.d. við pökkun o.fl. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu félagsins á Eyrarbakka eða í síma 98-31421. Alpan hf., Eyrarbakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.