Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 Kveðjuorð: Lýður Guðmunds- son, Litlu-Sandvík Mér barst sú fregn að morgni aðfangadags, að á kvöldi Þorláks- messu hefði látist í Sjúkrahúsi Suð- urlands fyrrverandi bóndi og hrepp- stjóri, Lýður Guðmundsson frá Litlu-Sandvík. Eg heimsótti hann á sjúkrahúsið fyrir nokkrum dögum, hann ræddi hressilega við mig og þegar ég fór af fundi hans kom mér ekki í hug, að þetta yrðu síðustu samfundir okkar. Lýður var orðinn háaldraður maður, samt var hugarorkan vak- andi og kannski öllu meiri en líkamskraftar leyfðu. Lýður var ungur þegar hann tók við stjóm á búinu í Litlu-Sandvík og gerðist síðar bóndi þar ásamt onu sinni, Aldísi Pálsdóttur frá Hlíð í Gnúp- verjahreppi. í áraraðir var Lýður hreppstjóri síns sveitarfélags ásamt ótal öðrum trúnaðarstörfum, sem verða þó ekki rakin hér nánar. En í öllu ævistarfí Lýðs var það föst venja að vilja hafa yfirsýn, aðgát og reglu á þeim hlutum sem hann hafði undir höndum. Mig langar að rifja upp nokkur . minningabrot frá kynnum okkar Lýðs. Ásamt foreldrum mínum gerðist ég innflytjandi í Sandvíkur- hrepp árið 1944. Heimurinn hafði staðið í báli og brandi, en í augsýn virtist betri tíð. Bjartsýnt fólk sá þúsund ára ríki innan seilingar, með gnægð góðra hluta handa öllum. Og í samræmi við þetta var ég kominn hér á al-ókunnugan stað. Mundi mín framtíð ráðast hér? Svo er það á björtum júnídegi að tvo menn ber að garði, þar er kominn hreppstjóri Sandvíkur- hrepps, Lýður Guðmundsson, með mann sér til aðstoðar að taka út jörðina í hendur föður míns. Ég var bara hlutlaus áhorfandi, annað hefði tæpast þótt sæma á þeim tímum. Dagurinn líður, allt hefur verið metið. Það er komið kvöld, matur á borðum. Svo kveðja þessir ágætu gestir og tíminn heldur áfram að líða. Mér fannst Lýður við fyrstu kynni frekar seintekinn maður. Trú- lega hefur mér líka fundist sjálfum að ég hefði lítið fram að færa í við- ræðum við hann. Sumir eru líka þannig gerðir að það tekur tíma að fínna sjálfan sig í nýju um- hverfí. Lýður hafði völd og trúnað- arstörf í félagsmálum, í áraraðir og var fylginn sér í málum, sem hann vildi að næðu fram að ganga. Allt þetta tók ómældan tíma og einnig það að vera að heiman nokkra daga, ef ráðstefnur drógust á langinn. Á góðum stundum var Lýður glettinn og spaugsamur, þá kom glampi í augun. Honum var samt aldrei ljúft að ver lengi að heiman, það gerðist heldur ekki nema nauðsyn krefði. Og varla var hann fyrr kominn heim en störfín á búinu skyldu heijast. Það er vitað mál, að vel unnið verk veitir fólki innri gleði. Lýður var maður starfsins — að vera í öllum störfum við sitt bú, var hon- um lífsfylling og vissa, sem gaf + Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURBORG BJARNADÓTTIR, Stifluseli 6, lést af slysförum þann 29. desember. Haraldur Gfslason, Sigrfður Einarsdóttir, Guðlaugur Efnarsson, Bjarni Einarsson, Kristinn Elnarsson, Guðbrandur Einarsson. tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, lést 30. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Pétursson og börn. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR STEINDÓRSSON, fyrrverandi toliþjónn, Vesturgötu 19, Keflavik, sem andaðist 22. desember, veröur jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju þriöjudaginn 3. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö en þeim sem vildu minn- ast hins látna er bent á liknarstofnanir. . Gunnlaug Jónsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kolfinna Gunnarsdóttir, Ásgeir Friðjónsson, Þórlaug S. Gunnarsdóttir, John Toivonen, Steindór Gunnarsson, Kristfn Geirsdóttir, Valgerður S. Gunnarsdóttir, Daile Schultz, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EMILS ÁSGEIRSSONAR bónda, Gröf, Hrunamannahreppi, fer fram fró Hrunakirkju 4. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti. Eyrún Guðjónsdóttir, Guðjón Emilsson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Guðmundur Pálsson, Áshildur Emilsdóttir, Þorsteinn J. Jónsson og barnabörn. lífínu gildi. En gaf þó ekki svör við því, til hvers þetta væri allt. Ég held að það hafi verið föst venja hjá Lýð að fara seint á kvöld- in í útihúsin og athuga hvort allt væri í lagi. Hann var trúr sjálfum sér; aðgát skyldi höfð. Það eru nokkur ár síðan Lýður hætti búskap og sonur hans, Páll, tók við búinu ásamt konu sinni Elín- borgu Guðmundsdóttur. Og í fram- haldi af því sagði hann af sér öllum opinberum störfum. í þessum mál- um tók hann sínar ákvarðanir sjálf- ur, hann vildi hafa allt á hreinu á meðan tími vannst til. Lýður var ekki kvartsár maður, þó hann þyrfti að gangast undir erfíðar skurðaðgerðir, þá var næst- um eins og ekkert hefði gerst. Þó var ein aðgerð með þeim hætti að hann þurfti ætíð síðan mikillar umönnunar við. En starfsþrána gat ekkert bugað. Ég minnist þess, er ég þurfti fyrir nokkrum árum að leggjast inn á spítala vegna uppskurðar í baki. Þetta var um haust, en í desember var ég kominn á ról og ég kem að Sandvík til að gera upp mín gjöld við Lýð. Þau hafa eflaust ekki ver- ið mjög há. Ég kem inn á skrifstof- una, þar sem allt er í röð og reglu, allt er hljótt og það er eins og maður skynji áhrif löngu liðinnar tíðar hér inni. Þegar erindi mínu er lokið kveð ég Lýð og ég er að fara út um dymar þegar hann kall- ar: „Brynjólfur, þú getur borið sárs- auka án þess að tala um hann.“ Ég kunni kannski ekki að þakka, en eins og á stóð voru þetta stór orð fyrir mig. Og árin líða. Lýður var maður með stóra lund, þó hann hefði gert upp sín mál að ftjálsu vali, þá var það kannski ekki átakalaust fyrir hann að sætta sig við að láta öðmm eftir þá stjórn, sem hann einn hafði haft svo lengi. En ellin hallar öllum leik. Samt meðan starfsorkan leyfði fór hann sjálfur á Selfoss að sinna sínum málum. Þá kom oft fyrir að hann hringdi til mín að spyrja hvort ég ætti leið upp að Selfossi. Og auðvit- að átti ég leið upp eftir. Fólk var Minning: Sigurður Tryggva- son, Þórshöfn Hinn 18. júní síðastliðinn iést Sigurður Tryggvason sparisjóðs- stjóri frá Þórshöfn. Um þær mund- ir sem hann háði sína hinstu bar- áttu seinkuðu aðstæður því að minnast hans. Sigurður fæddist þann 11. febrú- ar 1928. Hann var sonur hjónanna Sigrúnar Gottskálksdóttur úr Krossvík í Þistilfírði og Tryggva Hallsonar frá Fagranesi á Langa- nesi. Skömmu eftir að Sigurður fædd- ist lést móðir hans, og stóð Tryggvi nú einn með ungabam. Skömmu áður hafði Guðný systir Tryggva Iátist frá íjómm bömum, hún var gift Sigurbimi Ólasyni á Staðarseli á Langanesi. Þegar Sigurbjöm stóð einn með fjögur böm, rauf Guðlaug Óladóttir systir Sigurbjamar hjúkr- unamám sitt og kom til bróður síns til hjálpar. Tryggvi bað nú Sigurbjöm mág sinn og Guðlaugu systur hans að taka drenginn unga í fóstur þar til úr rættist. En sem Guðlaug fær bamið ungt, þá verður það sem hennar bam og reyndist hún honum alltaf sem besta móðir upp frá því. Sigurður ólst nú upp með frænd- systkinum sínum sem systkin væm, en þau em Bergur, viðskiptafræð- ingur, lengi formaður samtaka sveitarfélaga á Austurlandi, Hallur, skattstjóri á Akureyri, Marinó, full- trúi hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og Líney sem er látin, en hún var hjúkmnarkona í Keflavík. Að loknu skólanámi á Þórshöfn stundaði Sigurður ýmsa vinnu sem unglingur og ungur maður, var til sjós með Þorsteini Ólasyni, vann að húsamálun og stundaði skrif- stofu- og afgreiðslustörf. 1951 hóf Sigurður nám í Samvinnuskólanum í Reykjavík, meðfram náminu stundaði hann nám í hljóðfæraleik hjá Garðari Jóhannessyni. Að loknu námi sneri Sigurður aftur á heimaslóðir og jukust nú ábyrgðir hans, tók hann mikinn þátt í félagsmálum og var með ef eitthvað var að gerast. Sigurður sat í hreppsnefnd í 16 ár og var um tíma oddviti, hann varð fyrsti for- stöðumaður Fiskiðjusamlags Þórs- hafnar, hann hafði á höndum fjár- reiður og bókhald Vegagerðar ríkis- ins á svæðinu og sat í ýmsum nefnd- um fyrir sveitarfélagið og samtök á svæðinu. Frá 1961 var hann sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis og gegndi því starfi til dauðadags. í mörg ár lék Sigurður fyrir dansi á Þórshöfn og í nágrannabyggðum og lék hann listilega á harmoniku. Árið 1956 hófu þau búskap Sig- urður og Bryndís Guðjónsdóttir frá Brimnesi á Langanesi. Þau voru kunn áður, höfðu vaxið upp á sama svæði, en þau felldu hugi saman og bjuggu saman upp frá því. Var hjónaband þeirra farsælt og studdi Bryndís mann sinn í hvívetna. Þau Bryndís eignuðust 7 börn, elst er Úlfhildur fædd 1956, þá Líney fædd 1957, Guðlaug Sigrún fædd 1959, Guðrún Helga fædd 1960, Gylfí fæddur 1962, Bima fædd 1964 og Grettir fæddur 1965. Heimili þeirra Bryndísar og Sigurð- ar var heimili hlýju og ástríkis sem bömin nutu í uppvexti. Fjölbreyttum ábyrgðarstörfum Sigurðar svo og áhugamálum fylgdi mikill fjöldi gesta sem áttu við Sig- urð erindi, gesta sem eiga heimili þeirra mikið að þakka. Um 11 ára skeið höfðu þau Sig- urður og Bryndís á heimili sínu Guðrúnu móður Bryndísar sem og systur Bryndísar, Fanney, sem var sjúklingur. Heimili þeirra var því stórheimili á nútíma mælikvarða og víst er um að Sigurður hefði síður getað sinnt mörgum störfum og áhugamálum án atorku Bryndísar. Sigurður lét sér annt um fóstur- móður sína Guðlaugu og kom þar oft, en hún bjó lengst af skammt frá heimili þeirra hjóna. Sigurður var mikill áhugamaður um veiðar og var frábær skytta eins og faðir hans, það fylgdi haustinu að fara til gæsa og síðar tjúpu. Tryggvi faðir Sigurðar kvæntist síðar Elínborgu Þorsteinsdóttur og eignaðist með henni tvær dætur, þær Fjólu og Hrafnhildi. Tryggvi hafði hug á að fá Sigurð til sín aftur, en þar var erfitt mál sem Guðlaug hafði tekið sveininn ungan og unni sem væri sinn, lét Tryggvi kyrrt liggja að ráði Sigurbjarnar farið að segja að ég væri orðinn einkabílstjóri hjá Lýð. í þessum ferðum kynntist ég Lýð nánast og best. Þegar erindum var lokið, sát- um við oft góða stund í bílnum, og Lýður með sín mörgu ár að baki kunni frá mörgu að segja. Fyrir þessar góðu stundir vil ég þakka og líka það traust sem hann jafnan sýndi mér. Eins og ég sagði áður þá heim- sótti ég Lýð á Sjúkrahúsið á Sel- fossi. Hann hafði á orði að komast heim, kannski hefði eithvað gleymst, sem þurfti að gæta að þegar kvöldaði. Hann bar engan ótta í brjósti, hugurinn var eins og jafnan áður heima í Litlu-Sandvík. Við hlið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rðnd; sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. (Jón Helgason.) Með þessum minningarbrotum kveð ég kæran vin, með kærri þökk. Á aðfangadag átti ég samtal við Aldísi, eftirlifandi konu Lýðs. Hún sagði: „Ég var að skoða gömul jóla- kort, þar á meðal var eitt kort frá þér, sem þú hefur sent Lýð á Land- sjn'talann, þegar hann var þar 1971. Ég hef allaft geymt þetta kort.“ Það snart mig, að hlutur sem í sjálfu sér er svo lítill skuli vera geymdur svo lengi. Það hefur alltaf verið ríkt í okkar hug að fagna þegar sól hækkar á lofti. Megi birt- an gefa þér, Aldís, og ykkur öllum sinn yl. Brynjóllur Þorsteinsson sem einnig hafði tekið Sigurð sem væri hans sonur. Tryggvi missti einnig Elínborgu og í þriðja sinn kvæntist Tryggvi Hildi Salínu Ámadóttur og eignaðist með henni þijú böm, þau Kristínu, Ævar Karl og Áma Hall. Sigurður átti því fímm hálfsystk- ini auk þeirra fjögurra frændsystk- ina sem hann talaði aldrei um nema sem systkini sín. Var samband þeirra með ágætum. Þau Sigurður og Bryndís keyptu sér íbúð í Sólgarði á Þórshöfn, en síðar fluttu þau í byggingu Spari- sjóðsins á Þórshöfn og bjuggu þar hin síðari ár. Sigurður var hægur og dagfars- prúður og oft kátur meðal vina, hann hafði í margvíslegum trúnað- arstörfum reynst fólki vel og var virtur. En að vera sparisjóðsstjóri með ábyrgð er ekki alltaf einfalt, en Sigurður var farsæll í starfi, Þórshöfn tók miklum breytingum og framfömm á þeim tima sem hann lagði hönd á plóginn og var með í ráðum, og þær breytingar vom skynsamlegar og farsælar og átti Sigurður ekki lítinn þátt í því, bæði með að hvetja ef þurfti og letja ef honum sýndist svo. Hin síðari ár var Sigurður ekki eins heilsugóður og áður og reynd- ist Bryndís honum vel, en síðasta árið sem hann lifði var hann farinn heilsu og hjúkraði Bryndís honum og vakti yfir til hins síðasta. Hann lést svo 18. júní sl. Ég minnist Sigurðar sem rólegs manns sem enginn asi var á og virtist alls ekki liggja á, manns sem verk gekk undan án þess að hann virtist hafa fyrir því og sem ég minnist þess ágæta drengs vil ég þakka honum og Bryndísi allt gott í minn garð. Þorsteinn Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.