Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 52
 EIGNA MIÐIXMN 27711 f I N C H 0 i t S S T H Æ'T 1 3 Svemr Kristinsson, sölustjóri - Meítur Guímundsson, sölum ÞóróKur Halldórsson, lögfr,- Unnsteinn Beck hrt., simi 12320 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 VERÐ f LAUSASÖLU 70 KR. Minnsta rýrnun krónunnar frá 1981 Rýrnun krónunnar á árinu 1988. Þetta stendur eftir af krón- unni frá 1981. Gallup-könnun á afstöðu íslendinga: Aukin svartsýni og ótti við atvinnuleysi 2% þjóðarinnar spá efiiahagsbata ÍSLENDINGAR eru heldur svartsýnni á árið 1989 en þeir voru um síðustu áramót á árið 1988. Engin þjóð i Evrópu er eins sannfærð um að nýja árið muni hafa aukinn ófrið á vinnumarkaði f for með sér. 83% Islendinga telja að atvinnuleysi fari vaxandi á næsta ári og aðeins 2% telja að árið muni hafa í för með sér efhahagslega velmegun. Engin þjóð er jafii svartsýn í þeim efiium af þeim 15 sem spurðar voru sérstaklcga um þessi tvö atriði. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skoðanakönnun Gallup-stofn- unarinnar á viðhorfum fólks í 34 ríkjum heims. 31% íslendinga telur að árið 1989 verði þeim betra en —árijð sem er að líða. í fyrra var þetta hlutfall bjartsýnismanna 36% og þá var hvergi lægra hlutfall svartsýnis- manna í heiminum, eða 3%. Nú telja 11% íslendinga að næsta ár verði þeim verra en 1988 og eru fjórar Evrópuþjóðir með lægra hlutfall svartsýnismanna. Almennt horfir heimsbyggðin bjartari augum á nýja árið en hún gerði í fyrra, samkvæmt Gallup. 60% íslendinga telja að verkföll og vinnudeilur færist í aukana á nýju ári, en í fyrra var þetta hlut- fall 51%. Aðeins í Perú og Brasilíu er hlutfall bölsýnismanna hærra. 71% íslendinga telur að árið einkennist af efnahagslegum erfiðleikum. Heldur meiri bjartsýni gætir hjá íslendingum um ástand alþjóðamála og aðeins Sovétmenn eru bjartsýnni en við um að næsta ár verði frið- sælla en það sem nú er að líða í ald- anna skaut. 29 ÁRA gamall maður, sem stal 400 þúsund krónum úr skúffu gjald- kera í aðalbanka Búnaðarbankans um klukkan ellefu í gærmorgun, var handtekinn í kaffistofú Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um klukk- an hálfþrjú um daginn. Tollverður handtóku manninn og var hann þá með 375 þúsund krónur á sér. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki verið lögð fram krafa um gæsluvarðhald yfir manninum, sem hefúr tvivegis áður gerst sekur um sams konar afbrot, og hefiir, að sögn lögreglu, verið undir læknishendi vegna andlegra kvilla. Fátt fólk var í afgreiðslu bankans þegar atburðurinn átti sér stað en þó voru að þessu nokkrir sjónarvott- ar. Mun maðurinn, sem er lágvaxinn, dökkhærður og var klæddur í dökkan leðuijákka, dökkar gallabuxur og svarta skó, hafa komið inn í bankann frá Austurstræti um klukkan ellefu í gærmorgun og gengið að gjald- kerastúku númer 6. Þar stökk hann yfir afgreiðsluborð, á að giska 1,5 metra hátt, og teygði sig í fjögur 100 þúsund króna búnt með 5.000 króna seðlum, án þess að gjaldkerinn fengi rönd við reist. Síðan hljóp hann í átt að Hafnarstrætisútgangi bank- ans. Á þeirri leið náði starfsmaður bankans að bregða fyrir hann fæti svo hann hrasaði en kom undir sig fótunum og hljóp austur Hafnar- stræti. Tveir starfsmenn bankans eltu manninn en misstu sjónar á honum í eða við hús Reykjavíkurapó- teks. Þá hafði viðvörunarkerfi bankans verið ræst og kom lögregla á staðinn eftir fáeinar mínútur, að sögn Stef- áns Pálssonar bankastjóra. Að sögn Jónasar Bjamasonar, lögreglufull- trúa hjá RLR, voru starfsfólki bank- ans strax sýndar myndir úr safni lögreglunnar af nokkrum sakamönn- um og voru þá borin kennsl á mann- inn. Hóf lögregla á öllu höfuðborgar- svæðinu umfangsmikla leit að honum og var öryggisvörðum á Keflavíkur- flugvelli gert viðvart. Fljótlega spurðist það til manns- ins, að hann hefði um klukkan hálf tólf komið að Kópavogshæli, þar sem hann mun áður hafa starfað, og boð- ist til að leggja fram peninga í ferða- sjóð starfsmanna þar. Boðið var ekki þegið og fór maðurinn þaðan eftir skamma stund enda var starfsfólki þá ekki kunnugt um ránið. Skömmu síðar fréttist af manninum í Hafnar- fjarðarstrætisvagni og fylgdi sögunni að hann hefði farið úr honum á Hvaleyrarholti. Laust eftir klukkan 13 fréttist svo af ferðum hans þegar maður, sem hafði tekið hann upp í bíl sinn í Hafnarfirði og ekið honum til Keflavíkur, gaf sig fram við lög- reglu þar. Þótti þá ljóst að ferð mannsins væri heitið að flugvellinum og setti lögregla upp vegartálma og stöðvaði alla bíla á leið þaðan. Um klukkan 14.30 kom maðurinn að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að sögn Johns Spencers sölumanns hjá Flugleiðum þekktist maðurinn strax og hann gekk þar inn í anddyrið og síðan í kaffístofu, Laufskála, án þess að yrða á nokkurn mann. Þangað eltu tollverðir manninn, færðu hann fram í anddyrið og spurðu hann, að sögn Johns Spencers: „Varst þú í bankanum." Maðurinn svaraði því játandi og var þá hringt á lögreglu. Við athugun kom í ljós að maðurinn var með í fórum sínum um 375 þús- und krónur. Ekki er vitað til að hann hafí átt flugfarseðil. Maðurinn var færður á Borgarspítalann í læknis- skoðun, síðan til yfirheyrslu hjá lög- reglu og átti að vistast í Síðumúla- fangelsi í nótt. Ekki hafði hins vegar verið tekin ákvörðun um hvort gerð yrði krafa um gæsluvarðhald þegar blaðið fór í prentun síðdegis í gær. Að sögn lögreglu hefur maður þessi tvisvar áður orðið uppvís að sams konar afbrotum. Hann komst í fyrra undan með talsverða fjárhæð úr aðalbanka Iðnaðarbankans og á liðnu sumri var hann stöðvaður í dyrum aðalbanka Samvinnubankans eftir að hann hafði þar með sama hætti náð sér í nokkra tugi þúsunda. Ekki vissi Jónas Bjarnason lögreglu- fulltrúi til að niðurstaða dómskerfis lægi fyrir í þeim málum. Þá hefur maðurinn einnig komið við sögu lög- reglu vegna annarra mála og telur lögregla leika vafa á að hann sé heill á geði. kemur næst út þriðjudaginn 3. janúar. KRÓNAN rýrnaði á árinu sem er að líða um 14,7%. Er þá miðað við vísitölu bygg- ingakostnaðar, sem hækkaði á árinu um 17,2%. Heldur er rýmun krónunnar á árinu 1988 minni en varð á árinu 1987. Þá nam rýmunin 17,1% og hækkun vísitölunnar um 20,7%. Gjaldmiðillinn, sem í upphafi gildistíma síns 1981 var kallað- ur nýkróna til aðgreiningar frá gömlu krónunni hefur nú rým- að um 85,2% miðað við bygg- 'ingavísitölu. Hún hefur á þessum sama tíma hækkað um 577,1%. Átta ár em nú síðan gjaldmiðils- skiptin áttu sér stað, en ein nýkróna jafngilti þá 100 göml- um krónum. Rýmun krónunnar í ár er minnsta rýmun hennar frá gjaldmiðilsbreytingunni miðað við byggingavísitölu. Þó munar þar mjóu miðað við árið 1986. Þá varð rýmunin 14,69%, en nú 14,67%. Munurinn er því 0,02 stig úr prósentu. Morgunblaðið/Kr. Ben. Rannsóknarlögreglumenn færa manninn úr lögreglustöðinni á Keflavíkurflugvelli og í bíl sem flutti hann til Reykjavíkur. Á inn- felldu myndinni sjást keflviskir lögreglumenn stöðva umferð á leið út af flugstöðvarsvæðinu. 400 þúsund krónum stolið úr Búnaðarbanka í gær: Tollverðir gripu söku- dólgiun í flugstöðimii Talinn vanheill og hefiir tvisvar áður ft*amið sams konar afbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.