Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 „ ... um ræfla þá sem ná ekki tmrHnnm ...“ Pétur Einarsson sem Rocky skemmtanastjóri og Erla B. Skúladóttir sem Mary. Helgi Björnsson í hlutverki sínu. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi á Broadway: Heimsmeist- arakeppnin í maraþondansi, söngleikur eftir Ray Herman, byggður á skáldsögu Horace McCoy. Þýðing og söngtextar: Karl Agúst Ulfsson. Útsetningar og val tónlistar og tónlistarstjórn: Jóhann G. Jó- hannsson. Leikmynd og búningar: Karl Júl- íusson. Lýsing Egill Orn Árnason. Dansar: Auður Bjarnadóttir. Steppþjálfún: Draumey Aradótt- ir. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Draumurinn um frægðina og framann og morð fjár hefur löngum fylgt mannskepnunni. Þessir draumar eru misjafnlega áleitnir og hafa misjafna möguleika til að rætast. Bæði fyrir sakir ytri að- stæðna og eiginleika mannsins sjálfs. Leikverkið Heimsmeistara- keppnin í maraþondansi sem Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi á Broadway á fímmtudagskvöld dregur upp áhrifamikla mynd af þessari þörf. Sögusviðið er Banda- ríkin, í miðri kreppu fjórða áratug- arins, þegar atvinnuleysi og hörm- ungar hrjáðu milljónir. Fólk leitaði allra leiða til að koma sér á fram- færi og margir urðu að sætta sig við minna, það var kannski bara gott að hafa í sig og á. Fólk lét teyma sig út í furðulegustu athafn- ir sem gátu tekið á sig hinar ógeð- felldustu myndir, svo sem að keppa í dansi, ef ske kynni að vinningur- inn næðist. í þessari danskeppni er dansað dögum og vikum og jafnvel mánuðum saman, uns eitt par stendur uppi að lokum sem sigur- vegarar. Niðurlægingin sem kepp- endur sæta uns niðurstaða er feng- in rennur smátt og smátt upp fyrir þeim og okkur og öllum brögðum er beitt, það er svo fjarri því að mannleg reisn fái staðist álagið sem þessari „keppni“ fylgir. Fyrri hluti sýningarinnarvareitt- hvað losaralegur, það vantaði meira aðhald leikstjóra og fastari tök og þar með varð og augljósara að á skorti einnig að Pétur Einarsson hefði afdráttarlaus tök á hinum rotna og hugumspillta skemmtana- stjóra Rocky Gravo. Hlutverkið er mjög mikilvægt til að undirstrika angistina hjá dansfólkinu og inni- haldsleysi hans sjálfs. Þó að Pétur ætti góðar senur inn á milli dugði það ekki til. Raddbeiting hans hefði þurft að vera töffari og sterkari og hreyfingar voru dálítið þunglama- legar. Helgi Björnsson átti ákaflega góðan og áhrifamikinn leik í hlut- verki Roberts Syverten og tókst að skapa hvað eftirminnilegustu per- sónu kvöldsins. Helgi Björnsson hefur fengið ýms góð hlutverk allra síðustu ár og vex með hverju þeirra. Hanna María Karlsdóttir var Gloria Beatly, hin lánlausa og óhamingju- sama stúlka, sem hlýtur að farast. Hún á sér aldrei viðreisnar von og það er ljóst frá upphafí. Ég lít raun- ar ekki svo á að þar ráði eitt og sér ömurlegt ytra hlutskipti, í henni býr vansældin hvað sem öðru líður. Hanna María hefði þurft að draga Gloriu upp mýkri og fjölbreyttari dráttum, hún sýndi of harðan leik, og þar af leiðandi tókst ekki að kalla fram samúðina með þjáningu hennar. Sýnilegt er að Gloria reyn- ir að brynja sig, en mér fannst hamsleysið ganga of langt, alveg sérstaklega í fyrri hlutanum. Þar af leiðandi urðu afdrif hennar, sem okkur eru ljós frá öndverðu, ekki tiltakanlega sorgleg. En ýmsar fal- legar senur sem Hanna María átti undir lokin sýndu fullvel hæfni hennar í hlutverkið. Valgeir Skagfjörð lék Mario Batone og var með góða framsögn' og svipbrigði og hreyfingar. En bjagað tal réði hann ekki við að gera sannfærandi. Ólafía Hrönn Jónsdóttir lék vanfæra konu hans af smekkvísi og hélt hárréttri tón- tegund að mínum dómi. Erla B. Skúladóttir og Harald G. Haralds- son voru Vee og Mary og náðu að búa til nokkuð sannfærandi mynd Á Valhúsahæð lii v/Ægissíðu ^jj v/ Holtaveg 12' I Vatnsmýri § I Skildinganesi £ m : ARAMÓTA- BRENNUR 1988 v/Fossvogskirkjugarð JL |Í v/Hæðagarð Á Kársnesi ^ v/Fylkisvöll ^ v/Kópavogshæli v/Leirubakka i v/Suðurfell v/Arnarneslæk AÐ VENJU eru birtar hér í biaðinu upplýsingar um hvar helstu áramóta- brennur eru haldnar. Reykjavík Lejríi hefur verið veitt fyrir eft- irtöldum áramótarbrennum í borgarlandinu: 1. Ægisíða við Hofsvallagötu. 2. Upp af Leirubakka. 3. Víkingssvæði við Hæðar- garð. 4. Á sjávarkamdi neðan við Fossvogskirkjugarð. 5. Sunnan við Fylkisvöll. 6. Milli Holtavegar og Álf- heima. 7. Suðurfell við Rjúpufell. 8. í Vatnsmýri, Reykjavíkur- vegur-Fossagata. 9. Við Skildinganes. Kópavogur Þijár brennur verða í landi Kópavogs. 1. Á Kársnesi. 2. Á Vatnsenda. 3. Við Kópavogshæli. Selljarnarnes Á Seltjamarnesi verður ein brenna: Á Valhúsahæð. HafinarQörður Tvær brennur verða í Hafnar- fírði: 1. Vlð Hrafnistu. 2. Við Stekkjarhvamm sunnan Reykj anesbrautar. Garðabær Að sögn lögreglu hefur verið veitt leyfí fyrir tveimur brennum í landi Garðabæjar: 1. Við Bæjarbraut. Kveikt verð- ur klukkan 21. 2. Við Arnamesslæk. Mosfellsbær í Mosfellsbæ hefur verið veitt leyfí fyrir einni brennu: við hest- húsin. Bessastaðahreppur Á Álftanesi verður brenna í landi Gestshúsa. Akureyri Veitt hefur verið leyfí fyrir einni brennu á Akureyri og verður hún vestan Hlíðarbrautar. ísafjörður Tvær brennur verða á ísafirði: 1. Við íþróttavöllinn á Torfnesi. 2. Á bökkum Úlfsár. Einnig verður brenna á Hnífsdal. Akranes Á Akranesi verður brenna á sjavarbakkanum fyrir neðan Víði- grund. Keflavík l'vær brennur verða í Keflavík: 1. Ofan við Iðavelli. 2. Ofan við Eyjabyggð. Þá verða brennur viðast í þétt- býli á Suðumesjum. Selfoss Á Selfossi verður brenna skammt vestan Eyrarvegar. Egilsstaðir Á Egilsstöðum verður brenna á óbyggðu svæði sunnan ónefndrar götu á svæði milli Árskóga og þjóðvegar númer 93, kafla 01.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.