Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESÉMBER 1988
Skáktölva í efeta sætí
á sterku skákmóti
FRA því var greint í skákþætti
stórmeistarans Roberts Byrne í
bandaríska stórblaðinu New
York Times fyrir jólin að í fyrsta
skipti hefði skáktölva orðið í
efsta sæti á skákmóti þar sem
tefldu nokkrir öflugir stórmeist-
arar. Mótið var haldið á Langa-
sandi í Kaliforníu fyrr í mánuðin-
um og iauk þvi þannig að enski
stórmeistarinn Antony Miles,
sem nú býr í Bandaríkjunum, og
skáktölvan „Þungir þankar"
deildu efsta sætinu.
Miles og „Þungir þankar" hlutu
6V2 vinning af 8 mögulegum.
„Þungir þankar" sem unnið höfðu
öflugt tölvuskákmót 12 dögum áður
áttu hins vegar ekki tilkall til verð-
launa samkvæmt reglum banda-
ríska skáksambandsins þannig að
Miles sat einn að verðlaunafénu,
Japan:
Rændi
bankabif-
reið og 120
milljónum
Tókíó. Reuter.
MAÐUR nokkur settist und-
ir stýri á mannlausum
bankabil í Kobe í Vestur-
Japan i gær og ók í burtu
með 322,5 milljónir jena
(120 milljónir ísl. kr.), að
sögn lögregluyfirvalda.
Talsmaður Taiyo Kobe
Bank sagði að maðurinn hefði
komist inn í bílinn eftir að
bílstjórinn hefði farið út úr
honum til að loka afturhurð-
inni. Starfsmenn bankans
hefðu verið að flytja fé úr
bflnum í útibú í borginni.
Bifreiðin fannst síðar á bfla-
stæði í grenndinni og voru
allir peningamir horfnir.
10.000 Bandaríkjadölum eða
450.000 ísl. krónum.
Höfundur skákforritsins er
Feng-Hsiung Hsu, tævanskur
tölvufræðistúdent við Camegie
Mellon-stofnunina í Pittsburgh.
„Þungir þankar" eru í raun engin
venjuleg skáktölva heldur risatölva
sem staðsett var í Pittsburg á með-
an mótinu stóð en var tengd með
síma við skákborð á skákstað.
Mesta athygli vakti sigur skák-
tölvunnar í þriðju umferð á danska
stórmeistaranum Bent Larsen:
Hvítt: Bent Larsen
Svart: „Þungir þankar"
Enskur leikur.
1. c4 — e5 2. g3 — Rf6 3. Bg2 -
c6 4. Rf3 - e4 5. Rd4 - d5 6.
cxd5 - Dxd5 7. Rc2 - Dh5 8.
h4 - Bf5 9. Re3 - Bc5 10. Db3
- b6 11. Da4 - 0-0 12. Rc3 -
b5 13. Dc2 - Bxe3
Það var vafasamt hjá Larsen að
leyfa andstæðingi sínum að drepa
riddarann á e3 því peðastaðan sem
upp kemur og hinn ólánlegi hvít-
reitabiskup á g2 eru til trafala.
14. dxe3 - He8 15. a4 - b4 16.
Rbl - Rbd7 17. Rd2
Að sjálfsögðu ekki 17. Dxc6 því
þá tapast biskupinn á cl eftir 17.
- Hc8.
17. - He6 18. b3 - Hd8 19. Bb2
- Bg6 20. Rc4 - Rd5
Svartur hefur nú valdað tryggi-
lega peðaveikléika sína á drotting-
arvæng.
21. 0-0-0 - R7ff> 22. Bh3 - Bf5
23. Bxí5 - Dxf5 24. f3 - h5 25.
Bd4 - Hd7 26. Kb2 - Hc7 27.
g4 ?!
Larsen missir þolinmæðina og
fómar peði. Skynsamlegra hefði
verið að leika 27. Kal til þess að
geta svarað 27. — c5 með 28. Bb2.
27. - hxg4 28. Hhgl - c5 29.
fxg4 — Rg4 30. Bxg7
Larsen hefur sennilega búist við
30. — Kxg7 en þá hefði framhaldið
getað orðið 31. Hxg4+ — Dxg4 32.
Hxd5 og hvítur hefur einhver færi
fyrir skiptamuninn.
30. - Hg6! 31. Dd2 - Hd7 32.
Hxg4 - Hxg4 33. Re5 - Rxe3! 34.
Dxd7 — Rxdl 35. Dxdl — Hg3
36. Dd6 - Kxg7 37. Rd7 - He3
38. Dh2 - Kh7 39. Rf8+ - Kh8
40. h5 - Dd5 41. Rg6+ - 6cg6
42. hxg6+ - Kg7 43. Dh7+ -
Kf6 og hvítur gafst upp.
Reuter
„Belgía “ brann í október
Svona er nú víða umhorfs í Amazonlandinu í Brazilíu. Þar sem áður
voru miklir regnskógar er nú aðeins sviðin jörð. í októbermánuði ein-
um var svæði á stærð við Belgíu brennt til ösku og talið er, að skógar-
land jafnstórt öllu Vestur-Þýskalandi hafi fuðrað upp á þessu ári.
Stórbændur vilja skógana burt til að geta notað landið til kvikfjárrækt-
ar en vísindamenn um allan heim horfa á eyðinguna með skelfingu.
Telja sumir, að reykurinn frá eldunum eigi ekki minnstan þátt í eyð-
ingu ósoniagsins og þar að auki eru regnskógamir ein helsta upp-
spretta súrefnis í andrúmsloftinu.
Sovétríkin:
Lofa verðlækkunum á uauð-
/ •
synjavorum a nyja arrnu
Moskvu. Reuter.
SOVÉSK stjómvöld hafa lofað
að lækka verð á nauðsynjavörum
Fyrsta heimsókn indversks forsætis-
ráðherra til Pakistans í 28 ár:
Gandhi fagnar bættum
samskiptum ríkjanna
IsLamabad. Reuter.
RAJIV Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, kom til Pakistans á
fimmtudag og fagnaði horfum á
vinsamlegum samskiptum
ríkjanna eftir rúmlega 40 ára
fiandskap. Gandhi lýsti yfir
ánægju sinni með sigur Benazirs
Bhutto f þingkosningunum í nóv-
ember eftir 11 ára herstjóm í
Pakistan. Tilefiii heimsóknar
Gandhis er þriggja daga leið-
togafundur sjö aðildarríkja Sam-
starfssamtaka ríkja Suður-Asíu i
Islamabad, höfuðborg Pakistans.
A'ð Jokinni fyrstu lotu þess fundar
í gær áttu Gandhi og Bhutto form-
legan viðræðufund í forsetahöli-
inni í Isiamabad.
Gandhi og Bhutto eru leiðtogar
af kynslóð sem ekki varð vitni að
blóðbaðinu í kjölfar skiptingar Ind-
landsskaga árið 1947. Sfðan þá hafa
Indveijar og Pakistanir barist í þrem-
ur styijöldum. Nú eru 28 ár liðin
síðan Jawaharlal Nehru, afi Rajivs
Gandhis, sótti Pakistan heim en síðan
hefur enginn indverskur forsætisráð-
herra komið þangað. í síðustu viku
lauk opinberri heimsókn Gandhis til
Kína en 34 ár höfðu liðið án þess
að indverskur forsætisráðherra kæmi
þangað.
„Eg færi Pakistönum kveðju frá
bræðrum þeirra og systrum á Ind-
landi,“ sagði Gandhi við upphaf leið-
togafundarins á fimmtudag. Hátt-
settur embættismaður í fylgdarliði
hans sagðist álíta að meira yrði áork-
að til að bæta sambúð rflcjanna á
fundum leiðtoganna tveggja nú en
undanfarin 11 ár. Pakistanskir heim-
ildarmenn segja þó ólíklegt að
Bhutto, sem er nýsest á valdastól
og lítt reynd í stjómmálum, hafi
nægilegan stuðning heima fyrir til
að gera þegar i stað róttækar breyt-
ingar á stefnunni gagnvart Indlandi.
I ræðu sem Bhutto hélt við upphaf
fundar samtakanna minntist hún
ekki sérstaklega á tengsl Pakistans
og Indlands en lagði áherslu á mál-
eftii sem snerta öll aðildarríkin:
Bangladesh, Bhútan, Maldíva-eyjur,
Nepal og Sri Lanka, auk Indlands
og Pakistans.
Indverskir og pakistanskir emb-
ættismenn segja að unnið sé að
margs konar samningum milli
ríkjanna tveggja. Líklegt er talið að
Gandhi og Bhutto undirriti sam-
komulag um gagnkvæmt bann við
árásum á kjamorkumannvirki í lönd-
unum tveim.
á nýja árinu um 10-30%. Haft var
eftir Ivan Gorbatsjov, aðstoðar-
forstjóra Verðlagsráðs ríkisins,
í vikuritinu Argvmenty i Fakty
á fímmtudag, að verð á fatnaði,
heimilistækjum og fleiri vöruteg-
undum myndi lækka og 100 millj-
ónum rúblna (7.6 milljörðum ísl.
kr.) yrði varið til niðurgreiðslna.
Górbatsjov vísaði þeim orðrómi á
bug að verðhækkanir væru á döf-
inni og sagði að á nýja árinu hæf-
ist herferð sem miðaði að aukinni
framleiðslu á ódýrum vörutegund-
um sem ætlaðar eru ungabömum
og gamalmennum.
Það hefiir verið vandamál í sov-
éskum iðnaði að fyrirtæki hætta
oft á tíðum fyrirvaralaust að fram-
leiða ódýran vaming og hefla fram-
leiðslu á dýrari vörum.
Með yfírlýsingu Gorbatsjovs virð-
ist sem sovésk stjómvöld vilji eyða
ótta manna um að fyrirhugaðar
verðbreytingar komi verst niður á
gamalmennum og bammörgum
§ölskyldum. Sovésk yfirvöld hafa
hrundið af stað áætlunum sem miða
að því að gera iðnrekstur í landinu
fjárhagslega sjálfstæðan og sam-
keppnishæfari á næsta ári en svo
virðist sem gildistöku verðlags-
breytinga hafi verið skotið á frest
þar til í byijun árs 1990. Flest er
á huldu um hið nýja verðlagskerfí
en víst er að tugmilljarða rúblna
niðurgreiðslur, sem haldið hafa
matvöruverði óeðlilega lágu, verði
afnumdar.
Nýlega hélt virtur sovéskur hag-
fræðingur því fram að þrátt fyrir
niðurgreiðslur ríkisins eyði sovéskar
fjölskyldur að meðaltali um 59% af
tekjum sínum í matvörur.
Sovétborgarar hafa ekki getað
orðið sér úti um ódýra sápu mánuð-
um saman og málgagn Sovétstjóm-
arinnar, Izvestia, segir a6 hinn „só-
síalíski markaður", sem Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétleiðtogi hafí inn-
leitt, hafi á engan hátt bætt vöru-
framboð í landinu.
Fólk hefur neyðst til að kaupa
munaðarsápu til að þvo sér og til
þvotta á fatnaði því þvottaefni er
einnig ófáanlegt í Sovétríkjunum.
Fellur gengi dollarans
meira en nokkru sinni?
New York. Reuter.
GENGI dollarans hefiir verið
nokkuð stöðugt á þessu ári en
hefiir fallið verulega frá árinu
1985. Hagfiræðingar telja hins
vegar, að nýja árið muni bera í
skauti sér nýtt gengisfiaU vegna
áhyggna manna af fjárlaga-"íbg
viðskiptahallanum í Banda-
ríkjunum.
Lítið hefur miðað í þá átt að
færa heimsviðskiptin í betra horf
og óvissan um aðgerðir George
Bush, verðandi Bandaríkjaforseta,
í fjárlagamálum veldur því, að flest-
ir búast við nýju gengisfalli á kom-
andi ári. Margt bendir líka til, að
Vestur-Þjóðverjar og Japanir séu
að missa þolinmæðina með Banda-
ríkjamönnum og aðgerðaleysi
þeirra og er þá stutt í, að úti verði
um samræmdar aðgerðir iðnríkj-
anna til styrktar dollaranum. Frá
1985 og fram til janúar á þessu
ári féll gengi dollarans um 44,6%
gagnvart vestur-þýsku marki og
50,25% gagnvart japönsku jeni en
síðan hefur gengi dollarans hækkað
öriítið.
í gær voru birtar tölur í Banda-
ríkjunum yfir helstu hagvísa fyrir
nóvember og samkvæmt þeim var
þá 0,2% samdráttur í efnahagslíf-
inu. í október var hins vegar um
að ræða 0,4% hagvöxt. Samt sem
áður er almennt búist við sæmileg-
um hagvexti á næsta ári, sjöunda
árið í röð.
Ýmsir bandarískir sérfræðingar,
sem gerst þekkja til, spá því, að
gengissaga dollarans á árinu 1989
verði sú, að það hækki fremur en
hitt framan af, lækki síðan meir
enn nokkru sinni fyrr en hækki svo
aftur allverulega. Er þá gengið út
frá því, að stjómvöld grípi til alvöru-
ráða gegn Ijárlaga- og viðskipta-
hallanum.