Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 50
1>0
MORGUNBLAÐBÖ
ÍÞRÓTTíR
PnnA.IflWTri&nM
PÖSTUDAGUR 31. DESÉMBER 1988
KNATTSPYRNA
Utiðtil
bakaí
árslok
ÞEGAR mér verður litið tii baka
yfir knattspyrnuárið 1988 fer
ekki hjá því að það hvarfli að
mér að réttast vœri fyrir mig
að kaupa íbúð á Ítalíu. Stór-
stjörnurnar á alþjóðasviði
knattspyrnunnar, hvort sem
þær koma frá Hoílandi, Þýzkal-
andi, Argentínu eða Brasilíu,
leika svo til allar með ítölskum
félagsliðum.
Hvar annars staðar má sjá
mann eins og Diego Maradona
skalla knöttinn svo fast að hann
flýgur inn í mark AC Mílanó af 25
metra færi? Og við hlið þessa smá-
vaxna Argentínumanns í sóknarlínu
Napólí er brasilfski sóknarmaðurinn
Careca, en leikur hans afsannar þá
>kenningu sumra gagnrýnenda að
of lítið sé um sóknarleik í ítalskri
knattspymu.
Margir sem til þekkja halda því
fram að knattspymu fari hrakandi
í Suður Ameríku, að hún standist
ekki samanburð við knattspymu í
Evrópu. Þeir suður-amerísku knatt-
spymusnillingar sem ekki leika á
Ítalíu eru samningsbundnir við fé-
lagslið í Frakklandi, á Spáni eða í
Portúgal.
En Evrópubúar ættu ekki að sefj-
ast af falskri öryggiskennd. Beztu
leikmennimir verða landsliðum
sínum tiltækir þegar þeirra verður
þörf.
Þegar kemur að úrslitaleikjum
heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu
árið 1990 munu landsliðin frá Suð-
ur-Ameríku enn á ný sýna að þau
eru stórveldi á sviði knattspymunn-
ar. Carlos Bilardo þjálfari landsliðs
Argentínu, handhafa heimsmeist-
aratitilisins, fær heilt ár til að skipu-
leggja lið sitt.
Eins og okkur hefur áður verið
sýnt fram á eiga löndin í Suður-
Ameríku mikinn fjölda góðra leik-
manna, jafnvel þegar toppmennim-
ir þaðan eru að leika erlendis. Þetta
á jafnvel við í smáríkinu Uruguay,
en meistaralið þeirra, Nacional
Montevideo, sigraði PSV Eindhoven
frá Hollandi í úrslitaleik heims-
meistarakeppni bikarliða í Tókýó.
Stóru félögln á Ítalíu
Til að kóróna árið fór ég að sjá
það bezta sem knattspyman hefur
upp á að bjóða — leik heimaliðanna
í Mílanó. Hvergi ríkir betri andi en
á troðfullum Meazza-leikvellinum.
Og varla eru til fjársterkari knatt-
.ekkl l/Ó—
Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 mánudaginn 2. janúar.
52. LEIKVIKA- 2. JAN. 1988 1 X 2
leikur 1. Coventry - Sheff.Wed.
leíkur 2. Luton - South.ton
leikur 3. Middlesbro - Manch.Utd.
leikur 4. Millwall - Charlton
leikur 5. Newcastle - Derby
leikur 6. Nott.For. - Everton
leikur 7. Q.P.R. - Norwich
leikur 8. WestHam - Wímbledon
leikur 9. Barnsley - Hull
leikur 10. Birmingham - Oldham
leikurll. Ipswich - Lelcester
leikur 12. Oxford - Chelsea
Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. Ath. opið gamlársdag til kl. 13:00 lokað á nýársdag.
! ~ i ‘ ■ I
Lothar Mattháus sést hér (t.h.) í leik með Inter Mílanó gegn sínum gömlu félögum hjá Bayem Munchen í Evrópu-
keppninni. Hann spymir knettinum fram völlinn er Roland Wohlfart sækir að honum.
spymufélög en Inter Mílanó eða
AC Mílanó.
Þessir leikir gefa mér tækifæri
til að fylgjast með Ruud Gullit,
Marco Van Basten og Frank
Rijkaard, þremur af beztu leik-
mönnum Hollands, mótheijum V-
Þjóðverja í 4. riðli undanrásanna
fyrir heimsmeistarakeppninnar.
Þá get ég einnig haft augun með
tveimur af lykilmönnum vestur-
þýzka landsliðsins — Lothar Matt-
háus og Andreas Brehme. Að vísu
léku Gullit og Brehme ekki með í
þessum síðasta leik vegna meiðsla.
Sjálfur leikurinn var ekkert sér-
stakur. Keppninni milli efsta liðs
ítölsku deildarinnar, Inter, og bikar-
hafana frá í fyrra, AC, lauk 1—0
fyrir Inter. Þetta var mikill baráttu-
leikur, mikið hlaupið og mikið um
brot.
En þannig eru topp-leikmennirnir
í dag. Þeir blómstra sjaldan í leikj-
um sem þessum vegna þess að þar
er of mikið í húfi. Engu að síður
var þetta eftirminnilegur leikur.
Bayem Múnchen
En það er nafn Bayem Miinchen
sem brennur á allra vörum í Evrópu
núna, eftir að liðinu tókst að bæta
upp 0—2 ósigur á heimavelli gegn
Inter Mílanó með 3—1 sigri í Mílanó
og þar með að tryggja sér sæti í
næstu umferð keppninnar um
UEFA-bikarinn. Þetta var vissulega
mikið afrek, en ég er sannfærður
um að liðsmenn Inter gengu til leiks
of sjálfsöruggir og þeir vanmátu
Bayem. Hefði Inter leikið jafn vel
og liðið leikur að jafnaði í ítölsku
deildarkeppninni hefði Bayem ekki
átt neina möguleika á sigri.
En sigurinn á þessu fjársterka
ítalska liði kemur sér vel fyrir þýzku
úrvalsdeildina í heild. Og Bayern
er á góðri leið með að verða á ný
lið á heimsmælikvarða, sem er
gleðifrétt fyrir mig í hlutverki
stjómanda landsliðsins.
Ef Köln heimilar að Júrgen Kohl-
er gangi til liðs við Bayem fer að
hilla undir það að liðsmenn Bayem
myndi uppistöðu landsliðsins. Síðast
gerðist það árið 1974 þegar sex liðs-
menn frá Bayem vom í landsliðinu
sem vann heimsmeistarakeppnina:
Gerd Múller, Sepp Maier, Paul
Breitner, Uli Höness, Schwarzen-
beck og undirritaður. En yngri liðs-
mennimir sem nú em í liði Bayem
erú þó varla tilbúnir til vemlegra
stóráta.ka.
Bezti leikmaður Bayem í leiknum
gegn Mílanó var Klaus Augenthal-
er. Annar vamarmaður sem hefur
staðið sig frábærlega á þessu leik-
Diego Maradona
ári er leikmaðurinn gamalreyndi
Manni Kalz frá Hamburger SV.
Augenthaler og Kalz em báðir
komnir yfir þrítugt, og miðað við
frábæra frammistöðu þeirra ættu
þeir báðir skilið að vera í landslið-
inu. En ég ætla að halda mig við
yngri leikmenn. Það ýtir ekki undir
framtíðaráform mín að þurfa að
byggja á eldri leikmönnum.
Minnkandlaðsókn
Í Vestur-Þýzkalandi er oft kvart-
að yfir lélegri aðsókn að knatt-
spyrnuleikjum. í Hollandi, heima-
landi ríkjandi Evrópumeistara,
sækja jafnvel enn færri kappleikina.
Ein ástæðan er sú að fjársterku
félögin á Ítalíu hafa laðað til sín
beztu leikmennina. En þannig
gengur það í frjálsri samkeppni.
Þeir sterkustu sigra.
Mér þykir leitt að ensku liðunum
skuli ekki enn hafa verið heimilað
að keppa við evrópsk félagslið.
Englendingamir gætu blásið nýju
lífí í keppnina sem nú ber svo mik-
inn svip ítölsku liðanna. En fjarvera
þeirra er skiljanleg syp lengi sem
Ruud Qullit
þeir geta ekki haft hemil á stuðn-
ingsmönnum sínum.
Þótt ekki hafí allt gengið að ósk-
um á árinu 1988 — of fá mörk
skoruð, of fáir áhorfendur — feng-
um við að sjá vel heppnaða Evrópu-
keppni, sem Hollendingar unnu en
Sovétríkin hlutu annað sætið sem
þeim réttilega bar.
Ég er bjartsýnn á að 1989 verði
úrvalsár á sviði knattspymunnar.
Við fáum að fylgjast með undanrás-
unum fyrir úrslitakeppnina um
Heimsbikarinn, sem ætti að geta
orðið jafn spennandi og sjálfír úr-
slitaleikimir. Þá lofar það góðu að
um heim allan em nú ungir og efni-
legir leikmenn teknir að hasla sér
völl.
I—„ L' — 4- i—c Cj .... »4-,
e»a.
(Li cc c