Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1985 25 Japan: Dómsmálaráðherra segir af sér í kjölfar hneykslis Tókíó. Reuter. Reuter Takashi Hasegawa ásamt Noboru Takeshita, forsætisráðherra Jap- ans eftir að Hasegawa hafði verið skipaður dómsmálaráðherra síðast- liðinn þriðjudag. Hasegawa sagði af sér í gær þegar upp komst að hann hafði þegið peningagreiðslur í eigin kosningasjóð frá fyrirtæk- inu Recruit Cosmos. Honum hafði verið ætlað að stjórna rannsókn á því hvort forráðamenn Recruit Cosmos hefðu selt stjórnmálamönn- um hlutabréf áður en þau fóru á almennan hlutabréfamarkað. Opinberar byggingar í Sovétrikjunum: Nöfn Brezhnevs og Tsjernenkos fjarlægð Moskvu. Reuter. Dómsmálaráðherra Japans, Takashi Hasegawa, sem tók við embætti fyrir fjórum dögum, sagði af sér í gær. Hann reynd- ist viðriðinn hneykslismál sem honum hafði verið ætlað að leiða til lykta. Nýr dómsmálaráðherra hefur verið skipaður í Japan. Fyrr í þessum mánuði sagði íjár- málaráðherra landsins, Kiichi Miyazawa, af sér vegna tengsla við sama hneykslismál. Tilefni þessara tillagna eru slys sem orðið hafa undanfarið, annars vegar vegna lágflugsæfinga og hins vegar við þátttöku herflugvéla í flugsýningum. Þingmennirnir benda á að undanfarið hafi tvær herþotur hrapað í nágrenni kjam- orkuvera, önnur frönsk og hin bandarísk. í tillögunum er lögð áhersla á þau linnulausu óþægindi sem fólk verði fyrir vegna lágflugs- æfínga, aðallega yfir Þýskalandi. Þingmennimir telja að í ljósi síðustu atburða í samskiptum aust- urs og vesturs hljóti að draga úr mikilvægi æfingaflugs af þessu tagi. Það sé a.m.k. ljóst að sú áhætta sem tekin er í nágrenni íbúðarsvæða og kjarnorkuvera geti ekki verið réttlætanleg. Það er ekki síst slysið í Rem- scheid í Vestur-Þýskalandi fyrir skömmu, sem orðið hefur til að ýta við mönnum, en þá hrapaði bandarísk orrustuvél af gerðinni A-10 Thunderbolt til jarðar í miðj- um bænum. í kjölfar þess ákvað Peter Kurt Wiirzbach ráðuneytis- stjóri að banna allt lágflug fram til 2. janúar. Rupert Scholz vamar- málaráðherra, sem var staddur í Bandaríkjunum þegar Wúrzbach Hasegawa var skipaður dóms- málaráðherra þegar breytingar vom gerðar á ríkisstjóminni síðast- liðinn þriðjudag sem miðuðu að því að leiða til lykta hneykslismál sem fasteignafyrirtækið Recmit Cosmos og stjómmála- og kaupsýslumenn vom viðriðnir. Það orð fór af Ha- segawa að hann væri maður með hreinan skjöld og að hann væri vel til þess fallinn að stjórna rannsókn á meintum peningagreiðslum frá tilkynnti bannið, lét það hins vegar verða sitt fyrsta verk þegar heim kom að afturkalla „þessa heimsku" eins og hann komst að orði. Wúrzbach brást við með því að segja af sér og nú gerast þær radd- ir háværar, sem segja, að Scholz verði að segja af sér. Honum er líka legið á hálsi fyrir að láta helst aldr- ei sjá sig meðal óbreyttra hermanna en gera sér þeim mun meira far um að vera í sjónvarpinu og blöðum. Recmit Cosmos-fyrirtækinu til jap- anskra stjórnmálamanna. Ráðamenn Recmit Cosmos-fyrir- tækisins em sakaðir um að hafa selt áhrifamiklum stjómmála- og kaupsýslumönnum hlutabréf áður en þau fóm á almennan hlutabréfa- markað. Hlutabréfín hækkuðu mik- ið í verði þegar þau vom skráð í kauphöllinni í Tókíó og þeir sem höfðu keypt áður en þau fóm á hlutabréfamarkað högnuðust vel á viðskiptunum. Hasegawa viðurkenndi á fímmtudag að kosningasamtök hans hefðu þegið 6 milljónir jena, eða ríflega 2.2 milljónir ísl. kr., frá Recmit Company, systurfyrirtæki Recmit Cosmos frá árinu 1976. Fyrmrn fjármálaráðherra lands- ins, Kiichi Miyazawa, neyddist til að segja af sér snemma í desember- mánuði þegar hann viðurkenndi að einkaritari sinn hefði keypt hluta- bréf í fyrirtækinu. Þá leiddi rann- sókn í ljós að Keizo Obuchi, helsti aðstoðarmaður Noboms Takeshitas forsætisráðherra, tók við peningum frá Recmit-fyrirtækinu sem mnnu í kosningasjóð hans. Obuchi sagði í gær að hann hefði ekki í hyggju að segja af sér. Nýr dómsmálaráðherra var skip- aður í gær í Japan, að sögn tals- manna Noborus Takeshitas forsæt- isráðherra. Hann heitir Masami Takatsuji, 78 ára gamall fyrrver- andi hæstarréttardómari. NÖFN fyrrum leiðtoga . Sov- étríkjanna, Leoníds Brezhnevs og Konstantíns Tsjernenkos, verða Qarlægð af opinberum byggingum í landinu, að sögn sovésku fréttastofunnar TASS á fimmtudag. Akvörðunin var tek- in í sameiningu af æðstu valda- stofnunum landsins eftir að yfir- völdum og Qölmiðlum höfðu bo- rist mörg tilmæli í þessa átt frá almenningi. TASS sagði að mennimir báðir hefðu ráðið ferðinni á „stöðnun- artímabilinu" svonefnda er ríkt hefði fyrir valdatöku Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga 1985. Áður hefur nöfnum nokkurra staða, er nefndir vom í höfuðið á Brezhnev og Tsjemenko, verið breytt. Gagnrýnin á stöðnunina hefur fram að þessu aðallega beinst að Brezhnev en að undanfömu hefur stjóm Tsjemenkos, er lést í mars 1985, orðið fyrir æ meira ámæli. Hann tók við af Júríj Andropov t febrúar 1984 en sá fyrmefndi var sjúkur síðustu mánuði valdaferils síns og er talið að Gorbatsjov hafí þá verið áhrifamestur í forystu landsins þótt Tsjemenko nyti meiri stuðnings við val eftirmanns An- dropovs. Sovéskir fjölmiðlar segja að umbótatilraunir, sem Andropov reyndi að hrinda í framkvæmd, hafi verið lagðar á hilluna á valda- skeiði Tsjemenkos. New York-borg: 1.846 morð frá áramótum New York. Reuter. ÁRSINS sem nú er að líða verð- ur minnst í New York m.a. sak- ir þess að morð hafa aldrei verið þar fleiri en í ár. Á jóla- dag höfðu 1.846 morð verið framin frá síðastliðnum ára- mótum, að því er næst verður komist, eða að jafhaði rúmlega fimm á degi hverjum. Fulltrúar lögreglunnar segja að skýringuna á auknum manndráp- um í New York sé að fínna í mik- illi og stöðugt vaxandi fíkniefna- neyzlu. Einkum er aukinni neyzlu á svokölluðu „crack“-efni kennt um. Þegar sex dagar vom eftir af árinu höfðu öll fyrri met verið slegin. Flest höfðu morðin verið 1981 eða 1.841. Að meðaltali hafa fímm menn verið vegnir á þessu ári. Vitað er um a.m.k. 16 menn, sem vegnir vom í New York á aðfangadagskvöld og jóla- dag. Flest hafa morðin á árinu verið á svokölluðu 75. svæði lög- reglunnar, en það er í Brooklyn, eða 104. Evrópuþingið: Vilja draga úr lág- flugi í æfíngaskyni Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞINGMENN á Evrópuþinginu hafa lagt til að öllum lágflugsæfingum herflugvéla í nágrenni íbúðarsvæða og kjarnorkuvera verði tafar- laust hætt. Jafnframt leggja þingmennirnir til að sýningaratriði herflugvéla verði bönnuð á flugsýningum. Starfsfólk Ferðaskrifstofu íslands og Hótel Eddu þakka viðskiptin á árinu og óska landsmönnum farsœldar á kontandi ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.