Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 17 orðið að láta undan óvæginni er- lendri samkeppni. í þessari iðngrein hefur það sýnt sig að með sér- hæfíngu, eins og hefur átt sér stað í skrifstofu- og stofnanahúsgögn- um, er hægt að halda velli í vax- andi samkeppni, sem bendir ein- dregið til þess, að ef við sérhæfum okkur á tiltölulega fáum sviðum en vöndum þar vel til verka má ná umtalsverðum árangri. Raunar hef- ur verið sýnt fram á það með lofs- verðu framtaki einstakra aðila, að íslendingar geta, ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi, hannað, þróað og selt húsgögn í hæsta gæðaflokki og fengið fyrir verð, sem stendur undir framleiðslukostnaði. Hlið- stæðir möguleikar eru einnig vafa- laust fyrir hendi í skyldum greinum s.s. fataiðnaði, ef rétt og fagmann- lega er að verki staðið á öllum stig- um, allt frá hönnun til framleiðslu og sölu. Það hefur hins vegar oft viljað brenna við, að sveiflur og sviptingar í íslensku efiiahagslífí og starfsumhverfí fyrirtækja, ekki bara frá náttúrunnar hendi heldur einnig af manna völdum, hafa því miður oft órðið þess valdandi, að u ppbyggi ngarstarf af þessum toga, sem menn hafa lagt mikla fjármuni í, hefur farið í súginn. Þótt byggingariðnaður horfi nú fram á umtalsverðan samdrátt, stendur hann þó föstum fótum í íslensku atvinnulífí, en hefur því miður oft orðið að ganga í gegnum stórar sveiflur á undanfömum árum, sem vissulega skapar mikla erfiðleika. En þegar þess er gætt að fjárfesting hefur almennt verið mun minni á þessu ári en í marga áratugi á undan er líklegt að hann muni tiltölulega fljótt rétta við aft- ur, ef fótunum verður ekki kippt undan ungu fólki til að koma yfír sig íbúðum, og annað atvinnulíf í landinu heldur velli, en til þess verð- ur öflugur byggingariðnaður að vera fyrir hendi. Um smærri iðngreinar má al- mennt segja, að þær hafí til skamms tíma flestar staðið nokkuð vel, og margar nýtt það til aukinnar fjöl- breytni og framfara, svo sem brauð- og kökugerð, þrátt fyrir mikinn inn- flutning og harða samkeppni. Síðast en ekki síst vil ég neftia að mjög miklar hræringar eru nú í allri framleiðslu- og verktækni í iðnaði. Tölvubyltingin hefur bæði áhrif á stjómun fyrirtækjanna, þ.m.t. sölu og markaðsmál og fram- leiðsluna sjálfa. Einhæf færibanda- framleiðsla er nú um allan heim að víkja fyrir þeirri fjölhæfni, sem samspil rafeindatækni og nýjunga í véltækni hefur gert mögulega. Nýjar vélar og tæki eru stöðugt að líta dagsins ljós og sömuleiðis em sífelit að koma fram ný efni og efnismeðferð. Þessi þróun gefur okkur alveg nýjar víddir í möguleikum þó hún kalli jafnframt á gagngert endur- mat á iðn- og tæknimenntun, stjómunarmenntun og raunar starfsmenntun almennt. Til að nýta þessa þróun þarf dugmikið og framsækið fólk, og tækniþróun er þess eðlis að iðnnám og iðnaðarstörf ættu að vera sífellt meira spennandi vettvangur fyrir ungt fólk, ef við berum gæfu til að sjá til þess að starfsmenntun þróist ásamt skipulagi og starfsemi fyrirtækja í iðnaði í samræmi við tækniþróunina. Það sem upp úr stendur er því fyrst og fremst það að þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði um sinn, á þessi atvinnuvegur mikla og glæsta framtíð ef rétt er á málum haldið. Allar aðstæður f efnahagsmálum þjóðarinnar krefjast þess, að stjóm- völd hvetji til og ýti undir nýsköpun og uppbyggingu í íslenskum iðnaði og atvinnulífí almennt, en standi ekki í því sýknt og heilagt að draga þrótt úr mönnum með óhóflegri og algjörlega órökréttri skattheimtu, sem bitnar' verst á stöðu þeirra greina, sem eiga við mesta erlenda samkeppni að etja. Að lokum vil ég þakka félögum í Landssambandi iðnaðarmanna ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða og óska þeim og lands- mönnum öllum árs og friðar. Gamlársdag OPIÐ 11:00-14:00 Nýársdag OPIÐ 17:30-23:30 <ImíI loríoii VEITINGAHÚS AMlMANNSSTÍCi I RI YKJAVÍK SÍMI 91-13505 REIÐHÖLLIN HE Reiðskólinn, Reiðhöllinni, Víðidal Kennsla í janúar: Kennsla héfst 4. jan. til 20. jan. Næstu námskeið hefjast 23. jan. til 8. febr. Mánud. Miðvikud. Föstud. Byrjendanámskeið kl. 16.00 16.00 16.00 Kennarar: 17.00 17.00 17.00 Unn Krógen 18.00 18.00 18.00 Aðalsteinn Aðalsteinsson 20.00 20.00 20.00 Gangskiptingar kl. 18.00 18.00 18.00 19.00 19.00 19.00 20.00 20.00 20.00 Hlýðni- og fimiæfingar kl. 19.00 19.00 19.00 Kennsla hefst fimmtud. 5. jan. til 31. jan. ' Næstu námskeið 2. febr. til 28. febr. Þriðjud. Fimmtud. Byrjendanámskeið kl. 16.00 16.00 17.00 17.00 18.00 18.00 Gangskiptingar kl. 18.00 18.00 19.00 19.00 20.00 20.00 Hlýðni og fimiæfingar kl. 19.00 19.00 20.00 20.00 Hundahlýðninámskeið. Mánudaga og fimmtudaga hefjast 5. jan. til 6. febr. Næsta námskeið hefst 9. febr. kl. 14og 15. Kennari: Unn Krógen. Innritun og upplýsingar í síma 673620. Skólastjóri. VIKAN OG HÚS & HÍBÝLI Tvö á toppnum Um leið og SAM-útgáfan óskar lesendum sínum gleðilegs árs þakkar útgáfan þær frábæru móttökur á árinu 1988 sem komu Húsum & híbýlum og Vikunni í toppsæti nýafstaðinnar lesendakönnunar sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands framkvæmdi fyrir Verslunarráð íslands. SAM-útgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.