Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 23 Sinfóníuhljómsveit Æskunnar æfir nú Sinfíníu nr. 6 eftir Mahler undir stjórn Pauls Zukofskys. Zukofsky-námskeið Sinfón- íuhljómsveitar æskunnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar heldur um þessar mundir nám- skeið undir stjórn Pauls Zukof- skys. Þátttakendur á námskeiðinu eru hundrað tónlistamemendur víðs vegar af landinu. Á efnis- skránni er Sinfónía númer 6 eftir Gustav Mahler og er það í fyrsta skipti sem þetta verk er flutt hér- lendis. Námskeiðinu lýkur með tónleik- um í Háskólabíói, laugardaginn 7. janúar 1989 kl. 14.30. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Brennugengið úr unglingadeild SlysavarnadeiLdanna á Höfii framan við Hvamminn. Höfti: Innviðir gamals húss not- aðir í áramótabrennuna Þakkir frá Jóla- nefnd Verndar JÓLANEFND Vemdar þakk- ar öllurn sínum traustu vinum og velunnurum er ávallt hlaupa undir bagga og gera okkur kleift að halda áfram jólastarfinu. Sérstakar þakkir færum við forráðamönnum Slysavamafé- lags íslands, er um fjölda ára hafa lánað okkur húsnæði sitt, endurgjaldslaust, sr. Ólafi Jó- hannssyni er annast helgistund á jólafagnaði Vemdar, Ung- templarafélaginu Hrönn er að- stoðar við að skreyta salinn, öll- um þeim er vinna við jólafagn- aðinn, en allur undirbúningur og störf á aðfangadag eru unn- in í sjálfboðavinnu. Þá ber einnig að þakka lög- reglunni er ætíð veitir mikla og góða aðstoð. Með óskum um gleðilegt nýár og kærum þökkum fyrir liðin ár. F.h. Jólanefndar Vemdar Hanna Johannessen formaður HStte. STRÁKARNIR í unglingadeild Slysavarnafélagsins hafa verið að safna f áramótabrennuna síðustu dagana. Þeir hafa sótt brennuvið sinn meðal annars í Hvamminn, sem er með eldri húsum á Höfii. Hvammurinn var byggður 1926 sem íbúðarhús og stóð þá í fjöru- kambinum. í Hvamminum höfðu fyrstu útgerðarmenn á Höfn líka aðstöðu sína og bryggja var fram af húsinu. Þar var rekið hótel um tíma, en síðustu árin hefur helst safnast upp allskyns msl í húsinu og það em drengimir að notfæra sér. Brennan þeirra er á sandeyrinni um 100 metra fram af húsinu. Hafnarbúar horfa vongóðir til þess að hús þetta verði senn endur- byggt og því komið í veglegt horf og notkun. Það er á fögmm stað við höfnina og yrði sjónarsviptir að því ef það hyrfi en myndi endurreist setja fagran svip á umhverfi hafnar- innar. Vonandi yljar bálið af fúskn- um innviðum Hvammsins hjörtum þeirra er vitja áramótabrennunar á Höfn. - JGG Áramótaljóð (Lag: Stóð ég úti í tunglsljósi.) Ríkisstjórnin okkar hún ræddi um það í dag, hvað réttast væri að gera fyrir þjóðarhag. Hugsað var í þaula og haft var fyrir satt. :: Hentugasta ráðið; að leggja á nýjan skatt. :: Skulu menn nú gjalda skatta fyrir loft. Skattinn fyrir vatnið, drekki þeir það oft. Að mega borga skatta, það meta á til fjár. :: Mun nú á þá fjárhæð lagður skattur hár. :: í sameinuðu þingi, samþykkt voru ráð. Sanngjörn þóttu gjöldin, er betur var að gáð. Þegnum ber að greiða og þykja ekki raun, :: Þing sér um að eyða og hækka eigin laun. :: ÁV Fafarbroddur fylgir Day Timer! Skipulagspakki sem á hagkvæman öruggan og einfaldan hátt aðstoða athaíhafólk við að skrá og skipuleggj; athafnir sínar dag hvem. Skipulagspakki þar sem vandað leður veski í venjulegri stærð heldur utar um þá hluti sem til þarf við skrásetningu a tramtíðaráformum, eyðslu inn- komu, vinnustundum, ásamt vel hannaðri símanúmeraskrá. Day-Timer, örugg leið til betra skipulags. Verðskrá: 1 sett 4.525,00 2 — 6 sett 4.300,00 6-10sett 4.050,00 11 + sett 3.950,00 Ef þú ert ekki úillkomlcga ánægður með Day-Timer, vinsamlega endursendu vöruna í upprunalegu ásigkomulagi innan 7 daga og munum við þá endurgreiða kaupverð að fúllu. Pantanir og nánari upplýsingar einnig í síma 64-18-95. Ég undirritaður óska eftir að fa send .... sett Day-Tlmer. Nafn: ........................................... Sími: Heimili: .............................................. Staður: ................................. Póstnúmer . Höski sf., P.O. Box 502, 201 Kópavogur, sími 641895 iisioia Reykjavikiir sér um feróina ffyrir þig... Sólarferðir- Viðskiptaferðir - Skíðaferðir - Vörusýningar. Stuttar, skemmtilegar helgarferðir, innanlands sem utan, fyrireinstaklinga oghópa. Komdu vid hjá okkur og fáóu upplýsingar. Við veitum þér góóa og örugga þjónustu. HrBENIDORM * FLORIDA + KANARÍEYJAR k KÝPUR * PORTÚGAL k MADEIRA k k k k k k THAILAND SINGAPORE HONG KONG AUSTURRÍKI SVISS GLASGOW k k k k k k LONDON AMSTERDAM HAMBORG LUXEMBORG k k k k OSLÓ NEW YORK REYKJAVÍK AKUREYRI KAUPMANNAHOFN STOKKHÓLMUR Gleóilegt nýtt ár FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆT116, SIMI621490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.