Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 49
lei íiriaMagga .xs auoAaaAOUAj cnöAjavraoíiOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 49 Ólína K. Jóns- dóttir - Minning Kveðja frá Soroptimista- klúbbi Reykjavíkur. Fyrir tæpum 30 árum söfnuðust nokkrar konur saman og stofnuðu Soroptimistaklúbb í Reykjavík. Þetta voru dugnaðarkonur sem þar með hófu störf undir merkjum þessa félagsskapar á íslandi. Ein þessara kvenna var Ólína Kristín Jónsdóttir sem nú er kvödd. Ólína Kristín var fædd á Ölvalds- stöðum í Borgarfirði og voru for- eldrar hennar þau Jón Bjömsson bóndi og Ragnhildur Erlendsdóttir, kona hans, og var Ólína yngst 12 systkina. Ólína ólst upp við mikinn myndarskap og allt frá blautu bamsbeini vandist hún á að vinná fagra hluti. Þegar systur hennar komu heim frá námi í Kaupmanna- höfti lærði hún af þeim og þegar hún var 9 ára lærði hún kniplingar og útsaum og fyrir fermingu lærði hún balderingu. Fyrir tvítugt fór hún til Reykjavíkur að læra fata- saum og að sauma íslenska búning- inn. Þrá Óllnu til að gera betur leiddi hana síðan til Kaupmanna- Birtíng afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Haftiarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. hafnar 1931-1933 þar sem hún lærði kjólsaum og sniðteikningu á Tilskære Akademi. Með svo góðan undirbúning var Ólína óvenjuvel í stakk búin til að takast á við hvaða verk sem var á þessu sviði og saumastofu opnaði hún 1933 sem hún rak til 1945. Handavinnukennarapróf tók Ólína við Kennaraskóla Islands 1949 og eftir það helgaði hún sig því að kenna öðmm. Hún kenndi um skeið á Héraðsskólanum á Reykjanesi og síðan í Reykjavík. Hún hélt áfram að læra og kynnti sér smeltisvinnu, leðurvinnu, tau- prent og hom- og beinvinnu og allt lék þetta í höndunum á henni. En það var annar þáttur í fari Ólínu sem fékk hana til að breyta um stefnu, en það var löngun henn- ar til að láta gott af sér leiða og 1964 hóf hún kennslu hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra þar sem hún kenndi í 10 ár. Árið 1973 fór hún enn til útlanda og nú til að kynna sér handavinnukennslu fyrir aldraða og við það starfaði hún á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur þar til hún hætti fyrir aldurs sakir árið 1984. Á hveiju vori vom sýningar á handavinnu aldraðra sem unnin var undir leið- sögn Ólínu og bám þær sýningar leiðbeinandanum fagurt vitni og sýndu hversu árangursrík kennsla hennar var. Án efa hefur margt hvatningarorðið frá Ólínu gert mönnum glatt í sinni og örvað þá til að gera enn betur. Með því að leiðbeina þeim sem á einhvem hátt vom minni máttar gat Ólína rækt þá sterku réttlætis- kennd sem með henni bjó. Hun var fómfús og hjálpsöm og sífellt fús að rétta þeim hjálparhönd sem hún vissi að stóðu höllum fæti. Að sama skapi var hún óþolinmóð gagnvart sýndarmennsku og hégómlegu Eldur í verksmiðju ALPAN í Arósum Eyrarbakka. ELDUR kom upp á annan í jólum í verksmiðju þeirri, sem dóttur- fyrirtæki ALPAN hf. á Eyrar- bakka, rekur í Árósum í Dan- mörku. Verksmiðjan hefur um áratuga skeið framleitt steikar- pönnur og potta úr áli af sömu gerð og framleitt er í verksmiðju félagsins á Eyrarbakka. Að sögn Andrésar Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra, er nú verið að rannsaka tjónið og eldsupptök. Eldurinn mun hafa komið upp í steypudeild verksmiðjunnar og urðu verulegar skemmdir á vélbúnaði og húsi, þannig að fyrirsjáanlega munu líða allmargir mánuðir þar til fram- leiðsla getur hafist þar á nýjan leik. Vonir standa til þess að ekki hljótist af þessu óhappi erfíðleikar á mörkuðum félagsins þar eð nú þegar er fyrir hendi í verksmiðju ALPAN hf. á Eyrarbakka nánast allur sá tækjakostur sem þarf til að taka við þessari framleiðslum endu munu steypumót þar ytra ekki hafa skemmst í brunanum. Andrés sagði það ráðast af mörgum þáttum hve lengi þetta mundi vara en það yrði a.m.k. í sex mánuði og jafnvel til frambúðar. Stefnt væri að því að byggja upp aftur verk- smiðjuna í Danmörku en aftur á móti kæmu ýmsir valkostir upp Brids Brídsmót á Snæfellsnesi Snæfellsnesmót í tvímenningi (barometer) verður haldið í Grund- arfírði 7. janúar nk. og hefst kl. 9 um morguninn. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til Guðna í síma 86788 eða til Þórs í síma 86778 fyrir 2. janúar. þegar svona atvik ættu sér stað. Til þess að anna þessari snöggu verkefnaaukningu mun þurfa að fjölga starfsfólki um 10-15 manns og taka upp sólarhringsvaktir í nokkrum framleiðsluþáttum. Framleiðsla verksmiðjanna hefur þrefaldast á síðustu fimm árum og á þessu ári hefur hún verið seld til 14 landa í Evrópu og Ameríku. í verksmiðju ALPAN hf. á Eyrar- bakka hsia á þessu ári starfað rösk- lega 20 manns. Óskar tildri. Sem Soroptimisti var hún heil og sönn. Hún tók sérstaklega vel á móti okkur nýliðunum og gaf sér tíma til að spjalla við okkur og bjóða okkur velkomnar. Allt sem hún tók að sér vann hún af alúð og samviskusemi. Þótt hún væri aldursforseti klúbbsins mættu fáar betur á fundi en hún. Sérstaklega má einnig minnast þess að á þeim árum sem Soroptimistaklúbburinn hafði sett sér það markmið að hlynna að drengjunum í Breiðuvík þá fór Ólína vestur og leiðbeindi þeim við handavinnu. En hún lét ekki þar við sitja heldur hélt hún sambandinu við marga þeirra og þeir áttu hana að þegar til Reykjavíkur kom. Ólína var mikill ferðagarpur. Það var hennar líf og yndi að ferðast um landið og trúlega leið henni hvergi betur en á íslenskum ör- ævum. Hún var einn af þessum sönnu ferðamönnum sem fara til þess að skynja og skilja betur það sem horft er á. Þess vegna féll henni best að ferðast gangandi og mörg eru þau íjöllin sem Olína hef- ur gist. Fyrst ferðaðist hún með ferðahópum en eftir að hún eignað- ist bíl gat hún betur ráðið sínum eigin ferðum. Á seinni árum Ijölg- aði ferðum hennar erlendis, og nut- um við þess að heyra frásagnir hennar af ferðum til Qarlægra staða. Nú þegar við kveðjum þessa öldnu systur sem var aldursforseti okkar og þökkum henni samfylgd- ina og margar ógleymanlegar minn- ingar verður þetta ljóð okkur hug- leikið sem jafnframt er Soroptim- istaóður í þýðingu Kristínar Snæ- hólm: Ef gæti ég annars þjónað þörf, ef gæti ég stutt minn vin við störf, ef gæti ég minnkað manna kvöl, með þeim deilt, sem á ég völ, þá myndi ég sanna gleði finna í slíkri framkvæmd verka minna og ég mun skilja því mig þyrsti í það að vera Soroptimisti.- Sigrún Klara Hannesdóttir, formaður. t Pökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför GUÐRÚNAR FANNEYJAR JÓNSDÓTTUR, áöur til heimilis é Framnesvegl 15. Sérstaklega viljum viö þakka starfsfólki hjúkrunardeildar Heilsu- verndarstöövarinnar við Barónsstíg fyrir góöa hjúkrun. Guð blessi ykkur öll. Jón Ólafsson, Elfn Markan, Viktoría Ólafsdóttir, Guðmundur Ármannsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Guöni Ottósson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ættingja, t vina og allra þeirra er sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÁLFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Fremri-Hundadal. Guö blessi ykkur öll. V Kristín Ragnarsdóttir, Ingvar Ragnarsson, Hanna Baldvinsdóttir, Soffía Ragnarsdóttir, Höröur Björnsson, Ólafur Ragnarsson, Snæbjörg Bjartmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, íaðir og afi, ÓLAFUR GUNNARSSON sálfræöingur fráVíkíLóni, lést í sjúkradeild Hrafnistu á jóladag. Jarðarförin verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Hrafnistu njóta þess. Judith Gunnarsson, Snorri Ólafsson, Kari Ólafsdóttir, Sara Hilmarsdóttir. r t Eiginkona mín, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Skjaldarvík, Glæsibæjarhreppi, sem andaðist í Fjóröungssjúkrahúsinu Akureyri 22. desember sl., veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.30. Steinn Hólm. t Faöir mínn, GUÐMUNDUR H. HERMANNSSON, er andaðist 17. desember, hefur verið jarðsettur í kyrrþey að eigin ósk. Fyrir hönd systra, barnabarna og barnabarnabarns. Leifur Guömundsson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ERNST GfSLASON yfirflugumferðarstjóri, Asenda16, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 21. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Ingunn Þorsteinsdóttir, Ásdfs, Birgir, Gylfi, öm og Þorsteinn. r t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFfA Þ. PÁLSDÓTTIR, Reynimel 80, sem lést 28., des. veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni 3. jan. 1989 kl. 13.30. Anna Sveinbjörnsdóttir, Tómas Guðmundsson, Kristfn Sveinbjörnsdóttir, Ólaffa Björk Bjarkadóttir, Kristján Friöriksson, Stefán Bjarkason, Sveinbjörn Tómasson, Sveinbjörn Bjarkason, Ólöf E. Tómasdóttir, Þórdís Björnsdóttir, Guðmundur Tómasson, Arni H. Björnsson, Björn B. Björnsson, tengdabörn og barnabarnaböm. t Systir mín og frænka okkar, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR frá Syðrl-Löngumýri, Depluhólum 3, sföast til heimilis í Hátúni 10B, er andaðist 19 desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.30. Magna G. Magnúsdóttir, Gunnar E. Sigurösson, Jón M. Sigurðsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för móður okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIBJARGAR JÓNU GUÐLAUGSDÓTTUR, Nóatúni 24. Valgeir Gunnarsson, Erla Waage, Eysteinn Gunnarsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, Guðjón Gunnarsson, Jóhanna Gunnarsdóttir Ayoub, Theodore Ayoub, Guöbjörg Gunnarsdóttir, Óskar Erlingsson og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS M. STEFÁNSSONAR. Esther Ásgeirsdóttir, Stefán Sigursœlsson, Jóhann S. Einarsson, Ásta S. Stefánsdóttir, Sigríöur M. Guðjohnsen, Olga J. Stefánsdóttir, Ásgeir Arnór Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.