Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DÉSEMBER 1988 .. ae 37 Orökstuddar fullyrðingar hjá ríkisendurskoðun - segir deildarstjóri í dómsmálaráðuneyti um gagnrýni á fangelsismál RÍKISENDURSKOÐUN telur að Erla Ólafsdóttir við nokkur verka sinna. Morgunbiaðið/GunnarHalisson Erla Ólafsdóttir sýnir ljósmyndir fang-elsismál hafi verið i ólestri á undanförnum árum, húsnæði fangelsa sé óhentugt, einingar of smáar frá rekstrarlegu sjón- armiði og fangaverðir mun fleiri en vera þyrflti ef rekstrareining- ar væru smærri. „Lætur nærri að fjöldi starfsmanna fangels- anna nálgist fjölda fanga,“ segir í athugasemdum Ríkisendur- skoðunar við ríkisreikning 1987. Þar er lagt til að heildarúttekt fari fram á þessum málaflokki. Þorsteinn A. Jónsson deildar- stjóri fangelsismála i dómsmála- ráðuneyti segir flullyrðingar Ríkisendurskoðunar órökstudd- ar og kveðst draga í efa að eitt deildarskipt fangelsi yrði hag- kvæmara en þær einingar sem nú eru reknar. Þorsteinn sagði að kannanir í Svíþjóð bentu til að hagkvæmasta stærð fangelsa væri fyrir um 40 vistmenn, jafnt frá fjárhagslegu sjónarmiði og frá sjónarmiði endur- hæfingar. Alltaf þyrfti að taka tillit til þarfa erfíðasta einstaklingsins í hveijum hjópi og því væri vafasamt að spamaður á mannafla næðist Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks stofnuð SAMTÖK áhugafólks um alnæm- isvandann voru nýlega stofnuð i Reykjavík. Tilgangur samtak- anna er að styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra og að auka fræðslu um alnæmi. Á stofnfundi samtakanna, sem var vel sóttur, voru stofnaðir þrír starfshópar; fræðsluhópur, félags- málahópur og fjáröflunarhópur. í stjóm samtakanna voru kjörin þau Auður Matthíasdóttir formaður, Vil- borg Ingólfsdóttir varaformaður, Guðlaugur Einarsson, Guðni Bald- ursson, Hólmfríður Gísladóttir, Jón Bjarman og Sonja B. Jónsdóttir. í frétt frá samtökunum segir m.a.: „Meðal þeirra sem fluttu ávörp á stofnfundinum voru þeir Kristján Erlendsson læknir og Ólafur Ólafs- son landlæknir og fagnaði hann stofnun samtakanna. Rauði kross íslands bauð stofnfélögum upp á veitingar og hefur auk þess gefið samtökunum 200.000 krónur til starfseminnar. Þá hefur Landsnefnd um alnæmisvarnir gefið samtökun- um 100.000 krónur sem er ágóði af styrktartónleikum Bubba Mort- hens, Harðar Torfasonar og Megas- ar, en þeir tónleikar voru haldnir í byijun þessa mánaðar. Þrátt fyrir talsverða fræðslu um alnæmi á undanförnum ámm virðast margir telja að þessi sjúkdómur sé einkamál tiltölulega fámenns hóps. Þann misskilning vilja meðlimir sam- takanna reyna að leiðrétta því al- næmi getur snert hvem sem er. Þótt maður telji enga hættu á því að hann smitist sjálfur þá verður hann átakanlega var við þennan sjúkdóm ef ættingi eða vinur smit- ast. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að hér þrífist hræðsla og fordómar gegn smituðum einstakl- ingum. Það er staðreynd að smitað fólk á í miklum erfiðleikum með að halda atvinnu sinni og að finna sér ömggt húsnæði. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann' ætla að beita sér fyrir breyttu viðhorfi í garð þeirra sem smitast hafa af alnæmi og auknum stuðningi við aðstand- endur þeirra.“ með deildarskiptingu. „Mér finnst að í athugasemdum Ríkisendur- skoðunar séu fangelsi aðeins skil- greind sem geymslustaður, en lítið tillit tekið til innihalds fangelsisvist- ar, og þess sjónarmiðs að endur- hæfa menn,“ sagði Þorsteinn A. Jónsson. Þá sagði hann að að um 95 pláss væm nú fyrir refsifanga á Litla- Hrauni, Kvíabryggju, Akureyri og í Hegningarhúsi. Þá væm pláss fyrir 13 gæslufanga í Síðumúla- fangelsi. Refsifangelsin væm oftast fullsetin en í gæslufangelsinu væri að jafnaði um eða innan við helm- ingur plássa nýttur. Fangaverðir við allar þessar stofnanir væm nú um 60. Þetta væri sennilega lægsta hlutfall fangavarða á fanga sem þekktist á Norðurlöndum, þar sem víðast væri miðað við að hafa einn starfsmann fyrir hvem fanga. Þorsteinn Jónsson kvaðst geta geta tekið undir það að húsnæði fangelsa hér væri óviðundandi ef Kvíabryggja væri undanskilin. Einkum skorti á að unnt væri að taka tillit til þarfa vistmanna og starfsfólks. í athugasemdum Ríkisendur- skoðunar er vakin athygli á því að framkvæmdum hafi verið hætt við byggingu fangelsis við Tunguháls í Reykjavík árið 1978 en þá var búið að steypa þar upp gmnn. Frá þeim tíma til 1987 hafi tilfallandi kostnaður við þetta verkefni, sem engum nýtist, numið rúmum 23 milljónum króna á verðlagi ársins 1987. Um þetta sagði Þorsteinn A. Jónsson að á hveiju ári, frá 1978, hefði ráðuneytið óskað eftir fjárveitingum til halda byggingunni áfram. Sú beiðni hefði hins vegar aldrei komist í §árveitingarfmm- vörp. Ráðgert hefði verið að á Tunguhálsi yrði pláss fyrir 60 fanga og kæmi fangelsið í stað Síðumúla og Hegningarhúss. Bolungarvík. SÝNING á litljósmyndum Erlu Ólafsdóttur stendur nú yfir í verslun Jóns Friðgeirs Einars- sonar. Erla er Reykvíkingur og starfar hér í Bolungarvík við kennslu. Hún hefur stundað ljósmyndun síðan árið 1981 og haldið nokkrar sýning- ar á verkum sínum. Erla tekur myndir sínar á lit- skyggnur og vinnur þær sjálf á pappír. Hún var fyrst hér á landi til að halda sýningu á litljósmyndum sem unnar em á pappír af lit- skyggnum, einnig hafa nokkur póstkort komið út með myndum eftir Erlu hjá Sólarfilmu. Sýningin sem er í húsgagnadeild verslunarinnar er opin á opnun- artíma verslunarinnar og mun hún standa fram yfir áramót. — Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.