Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 29 Fjölbrautaskóli Suðumesja: 32 nemendur brautskráðir Rúmlega 800 nemendur stunduðu nám við skólann Morgunblaðið/Bjöm Biöndal Að þessu sinni voru 19 stúdentar útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suðumesja. Finun vélaverðir luku námi frá skólanum. Einn þeirra var ekki við- staddur útskriftina. Ytri-Njarðvík. ÞRJÁTÍU og tveir nemendur vora brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Suðuraesja sunnu- daginn 19. desember sl. Athöfhin fór fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju að viðstöddu Qölmenni. Hjálmar Araason skólameistari afhenti prófskírteini og gat þess að nú hefðu 1.192 nemendur verið brautskráðir frá skólanum frá stofnun hans. Ægir Sigurðsson aðstoðarskóla- meistari flutti yfírlit yfír starfsemi skólans í vetur og sagði að rúmlega 800 nemendur hefðu stundað ein- hverskonar nám í vetur, 577 hefðu verið í dagskóla, 140 í öldunga- deild, 60 í tölvuskóla, 60 í náms- flokkum og um 50 nemendur hefðu verið í starfsnámi. í vetur hefði verið tekið upp svokallað stoðkerfí og hefði það gefíst vel. Nú voru 19 stúdentar braut- skráðir frá skólanum og fengu fjór- ir nemendur verðlaun fyrir góðan árangur sem Axel Sigurbjömsson veitti. Það voru Sigurbjörg Róberts- dóttir sem fékk tvenn verðlaun, fyrir stærðfræði og viðskiptagrein- ar; Magnea Ólafsdóttir sem einnig fékk tvenn verðlaun, í dönsku og þýsku; Bjami Gunnarsson fyrir íslensku og Guðmundur Karl Brynj- arsson fyrir félagsstörf. Auk þess vom brautskráðir 5 vélaverðir, 5 nemendur af iðnbraut og 3 nemend- ur af tveggja ára bóknámsbraut. Hjálmar Ámason skólameistari sagði m.a. í ræðu sinni til nýbraut- skráðra nemenda að hann varaði þá við að ana áfram í blindni, hugs- andi einasta um það sem fræðin hefðu kennt.„Þið megið aldrei hlaupa fram úr manneskjunni í ykkur. Vissulega getur margur fræðimaður komist vel áfram í lífínu með því að vera trúr og sannur fræðum sínum. Svo upptendraður kann hann að vera af þeim sýnum að allt annað gleymist. Eitthvað ámóta hygg ég að segja megi um þá hámenntuðu vísindamenn sem smíðuðu þau ógnarlegu dráps- og vígatól er ógna heimsbyggðinni um þessar mundir. Örugglega hefur fæstum þeirra staðið illt til en manneskjan í þeim hefur einhvers staðar orðið eftir á altari einangr- aðrar fræðimennsku. Svipaða sögu má segja af ýmsu öðru hámenntuðu fólki sem á það flest sammerkt að hafa sokkið á vit fræðanna en gleymt afleiðingunum, gleymt skyldum sínum og ábyrgð gagnvart umhverfí sínu. Eða hvaðan skyldi vera komin sú ógn sem steðjar að mannkyni á sviði mengunar, and- legrar eða líkamlegrar, eyðingar ósonlags, skóga og þannig mætti áfram telja. Allt eru þetta afsprengi hins menntaða manns — mannsins sem hefur gleymt sér í fræðunum. Við getum af þessu dregið þá ein- földu ályktun að sérhver einstakl- ingur, menntaður eða ómenntaður, hefur ríkar siðferðislegar skyldur gagnvart sínum nánustu, þ.e. um- hverfínu öllu, samfélaginu í heild sinni, afkomendum okkar. Menntun á hvaða sviði sem hún kann að vera, er í mínum huga einskis virði ef hún er eingöngu notuð í þágu afmarkaðra fræða, óháð öllu sið- ferði. Menntunin er ekki einungis persónuleg hugljómun og uppgötv- un einstaklingsins — hún hlýtur að gegna einhveiju hlutverki til hags- bóta fyrir það samfélag sem skap- aði hinn menntaða einstakling. Honum ber þvi skylda til að hafa augun opin gagnvart sjálfum sér og samferðafólki," sagði Hjálmar Arnason ennfremur í ávarpi sínu. Hjálmar gat þess að Vélstjórafé- lag Suðumesja hefði nýverið fært skólanum 75 þúsund krónur að gjöf til uppbyggingar vélstjóradeild skólans og hefði félagið skattlagt meðlimi sína í þessu skyni með því að láta þá greiða ákveðna prósentu af launum sínum. Þetta væri merki- leg ákvörðun og þessi samþykkt Vélstjórafélagsins væri áreiðanlega einstök. Kór Fjölbrautaskóla Suðurnesja söng við athöfnina undir stjóm Siguróla Geirssonar og Lilja Möller færði skólanum að gjöf málverk eftir Þorfinn Sigurgeirsson frá 5 ára nemendum skólans. Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Umferðin og fólkið Það er slæmt að þurfa að reka sig hastarlega á til þess að geta skilið einfalda hluti. Umferðarmál eru þess eðlis að auð- velt er sæmiiega greindum manni að skilja þau og fara eftir þeim reglum sem þau varðar, en það vantar talsvert á að hver og einn geri sér grein fyrir þýðingu þeirra. Það er of seint að iðrast eftir á, en það er aldrei of seint að læra af reynslunni. Umferðin er eðlilegur hluti lífs okkar og einmitt þess vegna veitum við henni minni athygli dags daglega en ástæða er til. Eitt víxlspor getur markað einum eða öðmm óvænta lífsstefnu, aílt í einu og öllum að óvömm. Þess vegna er svo nauðsynlegt að vita hvað maður gerir hveiju sinni og af hveiju. Óaðgæsla er orsök langflestra umferðarslysa. Á þessu ári hafa um 300 manns slasast meira eða minna í umferðinni í Reykjavík. Eng- inn þessara 300 átti von á slíku um síðustu áramót. Enginn þeirra ætlaði að lenda í slysi og enginn þeirra, sem olli slysi, ætlaði sér slíkt. Umferðin sjálf er ekkert einangrað fyrirbæri í sjálfu sér. Hún er hluti af miklu stærra dæmi, dæmi sem snýst um almennan skilning okkar á umhverfínu og því veraldlega og andlega verð- mætamati, sem ríkir í samfélaginu. Hún er spumingin um virð- ingu okkar gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum. Hvaða tilgangi þjóna skemmdarverk? Hvaða tilgangi þjóna líkamsárásir? Við getum haldið svona áfram og spurt okkur endalaust slíkra spuminga, en svarið verður alltaf það saraa: Engum. Nákvæmlega engum. Það sama gildir um umferðina. Hvaða tilgangi þjónar alltof hraður akstur? Hvaða tilgangi þjón- ar akstur undir áhrifum áfengis, eða akstur á móti rauðu ljósi og önnur umferðarlagabrot yfírleitt? Svarið verður það sama: Engum. Samt sem áður leggur fólk sig fram við að setja sjálft sig í þá aðstöðu að aka of hratt, þrátt fyrir að það þekki lögin, sjái umferðarmerkin og geti auðveldlega lesið af hraðamælinum. Það ekur undir áhrifum áfengis, jafnvel dauðadmkkið, þó að það viti að það er bannað, stórhættulegt og ámælisvert í alla staði. Svona mætti lengi telja. Þetta er ekki einungis heimska í sjálfu sér, þetta er fyrst og fremst virðingarleysi fyrir'sjálfum sér og öðrum. Það er allt annað en ánægjulegt að lenda í þeirri aðstöðu að slasa fólk. Sá sem það gerir bíður þess oft aldrei bætur, ekki frekar en hinn, sem slasast. Þessari vitneskju hefur verið reynt að koma á framfæri við fólk með takmörkuðum árangri. Orðið umferðarslys er miklu meira en liggur í orðanna hljóð- an. Og þá er ekki verið að mikla það. Verst er að alltof margt fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu fyrr en of seint. Vonandi þarf enginn að lenda í þeirri aðstöðu. Það er og verður þó allt- af undir hveijum og einum komið. Farið varlega. Hugheilarþakkir jlyt ég öllum þeim, sem heim- sóttu mig á sjötugsafmœlinu og fcerðu mér gjaf- ir, blóm og heillaóskir. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Guðmundsson, Eskihlíð 16b. Læknastofa Ellenar Mooney flytur f dag í Læknastöðina Uppsölum, Kringlunni 8-1 2, sími686811. Símar 35408 og 83033 GAMLIBÆRINN Sóleyjargatao.fl. SUÐURBÆR Austurgerði o.fl. Safamýri 57-95 SELTJNES Tjarnarstiguro.fi. KOPAVOGUR Kársnesbraut 77-139 o.fl. Hlíðarvegur 138-149 og Hlíðarhjalli BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.