Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 áfram og eigið fé brennur. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund að einhveijir íslenskir stjómmálamenn á vinstri vængnum muni að nokkmm mán- uðum liðnum og að eigin fé fyrir- tækjanna uppumu segja sem svo: „Islenskir stjórnendur fyrirtækja kunna ekki til verka, hér verður að grípa í taumana, fyrirtækin em gjaldþrota, atvinna þúsunda er horfin, við verðum að taka yfír, nú breytum við kröfum Atvinnutrygg- ingarsjóðs í hlutafé og þjóðnýtum útflutningsfyrirtækin." Undanfari þessarar umræðu hef- ur einmitt verið að skjóta upp kollin- um nú síðustu mánuðina. Formaður Alþýðubandalagsins hefur mjög haldið því á lofti undanfarið að íslenskir stjómendur fyrirtækja kynnu ekkert til verka og ekki er laust við að sumir samráðherrar hans úr Alþýðuflokki hafi glapst til að slá taktinn undir þennan söng. Staðreynd málsins er sú að íslensk fyrirtæki em að tapa í dag vegna þess að þeim em búin von- laus starfsskilyrði. Tapreksturinn er vegna mikillar raungengishækkunar á undanföm- um ámm. Tapreksturinn leiðir til skulda- söfnunar sem leiðir til raunvaxta- hækkunar og enn meiri taprekst- urs. Þegar fyrirtæki em rekin ár eftir ár með halla sem nemur 5—15% af veltu mega stjómendur sín lítils þó þeir geti náð þeim árangri að hagræða í rekstri þannig að svari til 1—3% á ári. Skuldasöfn- unin og raunvaxtaskrúfan vegna taprekstrar éta það upp jafnharðan og meira til. Það er af þessum ástæðum sem ég hefí rakið hér sem ég óttast að þjóðnýting sé hafín hér á landi, markvisst af hálfu sumra stjóm- málamanna þar sem aðrir fljóta með ómeðvitað. Við skulum hafa það í huga að nákvæmlega þessi aðferð var viðhöfð í A-Evrópu. í þeirri von að þessar hugrenn- ingar mína verði aldrei að vemleika óska ég okkur öllum góðs og far- sæls nýs árs. Ögmundur Jónasson Kreddur á undanhaldi — betritíð í vændum - segirÖgmund- ur Jónasson, formaður BSRB Stundum er sem þjóðfélags- þróun gangi í bylgjum og að þeirra gæti í senn mjög víða. Þannig fór hægri bylgjan um flest vestræn ríki í byrjun þessa áratugar og hafði djúpstæð áhrif á hugsunar- hátt fólks. Það er e.t.v. merkileg- ast af því sem er að gerast um þessar mundir, að þessi bylgja er nú að renna út í sandinn. Fyrstu merki þessa mátti sjá fyrir nokkr- um misserum, þegar hugsjóna- mennimir sem upphaflega hmndu þessari þróun af stað tóku að hreiðra um sig innan kerfisins, báknsins eins og þeir höfðu nefnt það, og upp tóku að hrannast dæmi sem bentu til þess að þeir legðu meira upp úr hagsmunum sínum en hugsjónum. Hin mót- sagnakennda pólitík stóðst ekki prófraunina, veraleikann. Hægri bylgjan gekk m.a. út á það að allt átti að vera fijálst. Þegar á hólminn kom, varð reynd- in sú að einungis það varð frjálst sem þjónaði hagsmunum þeirra sem mest áttu fyrir. Þannig vora lög hvað eftir annað sett á launa- fólk, meðan fjármagnið fékk að leika lausum hala; Og þannig standa leikar enn. í fáum orðum sagt, standa tvenns konar ólíkir hagsmunir andspænis hvor öðmm í íslensku þjóðfélagi og togast á; hagsmunir almennra launamanna og hagsmunir fjármagnseigenda. Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar rak pólitík í anda hægri bylgjunn- ar og vílaði ekki fyrir sér að hneppa launin í fjötra en sleppa íjármagninu algerlega lausu með þeim afleiðingum að einstaklingar og fyrirtæki vom að sligast undan byrðunum. Ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar, sem tók við á árinu, kvaðst í orði kveðnu ætla að snúa blaðinu við, en það hefur staðið á efndunum. Þegar stjómin tók við stjómar- taumunum lýstu talsmenn hennar hvað eftir annað yfír, að þeir ætl- uðu að ná vöxtunum niður „með handafli" eins og það var orðað. Vissulega er það framför hjá íslenskum stjómmálamönnum, að átta sig á því að það er hægt að taka ákvörðun um hækkun og lækkun vaxta — eins og aðra þætti efnahagslífsins. Staðreyndin er að sjálfsögðu sú, að mannleg skynsemi er ekki aðeins möguleg, heldur er ekki hægt að vera án hennar við stjómun efnahagsmála. Það er ánægjulegt ef ríkisstjómin er farin að gera sér grein fyrir þessu. Markaðskreddur em á undan- haldi. Pólitíkin á bak við lögmálið verður sífellt fleimm ljós. Við höf- um séð þá pólitík skilja eftir sig sviðna jörð, gjaldþrota fyrirtæki og heimili og það mitt í einu mesta góðæri sem þekkst hefur í þessu landi frá upphafí vega. Og spár hljóða enn upp á fleiri gjaldþrot og það gætir vaxandi ótta við at- vinnuleysi. Flestir virðast nú vera famir að átta sig á að undirrót þessa vanda er óhóflegur fjár- magnskostnaður, en ekki launa- kostnaður. Við íslendingar sættum okkur ekki við atvinnuleysi. Nú er þess að gæta að launin hafa um langa hríð verið reyrð í viðjar laga og em enn háð verðstöðvun. A sama tíma hefur íjármagnskostnaður haldið áfram að hrjá atvinnulífíð og heimilin og ekkert bólar enn á verðstöðvun gagnvart honum. Engu að síður hafa heyrst nokkrar hjáróma raddir um að atvinnulífið sé að sligast undan launakostnaði og það er jafnvel krafist launa- lækkunar. Slíkt nær auðvitað ekki nokkurri átt. Að sjálfsögðu ætlast fólk til að tekið sé á vandanum þar sem hann verður til. Það er staðreynd að mörg heimili hafa orðið fyrir þungum áföllum og í stað þess að þrengja þeirra kost þarf þvert á móti að bæta hann veralega. Við Islendingar emm ein ríkasta þjóð veraldarinnar. Innst inni vilj- um við öll, að sameiginlegum verð- mætum þjóðarinnar sé réttlátlega skipt, að enginn líði skort eða þoli misrétti. Á næsta ári þurfum við að sýna þennan vilja okkar í verki. Smæð okkar sem þjóðar fylgja margvíslegir kostir. Eg er sannfærður um að við eigum möguleika á að byggja hér betra og réttlátara samfélag en flestar aðrar þjóðir, fyrirmyndarþjóðfélag lýðræðisþjóða. Þrátt fyrir ágrein- ing um leiðir ættum við öll að geta sameinast um þetta markmið. Kristján Ragnarsson Sjávarút- vegnrinn þarf rekstr- argrundvöll - segir Kristján Ragnarsson^ formaður LÍU Líklegt er að sjávarafli á því ári, sem nú er að líða, verði alls um 1.725 þús. tonn. í tonnum talið er þetta metár í afla. Skipting þessa afla og aflans 1987 til samanburðar er, sem hér segir: 1988 1987 Tegund þús.tonn þús.tonn Þorskur 357 390 Ýsa 50 39 Karfí 90 88 Ufsi 72 78 Grálúða 49 45 Steinbítur 13 13 Rækja 29 39 Hörpudiskur 10 13 Sfld 95 75 Loðna 914 803 Annar afli 46 42 Samtals 1.725 1.625 Ástæðan fyrir auknum afla er vegna rúmlega 100 þús. tonna meiri afla af loðnu en síðasta ár. Þrátt fyrir minni þorskafla hefur veiði á ýsu aukist um 11 þús. tonn, en rækjuveiði hefur minnkað um 10 þús. tonn. Gert er ráð fyrir að heildarverð- mæti sjávarafurðaframleiðslunnar verði um 45 milljarðar króna, sem er um 2% minna verðmæti að raun- gildi en síðastliðið ár. Þetta stafar af verðfalli á sjávarafurðum á helstu mörkuðum okkar á árinu. Á frystum framleiðsluvömm hefur orðið um 11% meðallækkun í er- lendum gjaldeyri og á saltfíski um 13% lækkun. Af þessum sökum m.a. hefur fískvinnslan á landinu átt við mikla erfíðleika að stríða, samhliða innlendum kostnaðar- hækkunum og rangri gengisskrán- ingu. Aftur á móti hefur loðnuver- tíðin á seinni hluta ársins gengið vonum framar og verð loðnuafurða hátt. Aukinn loðnuafli gerir það að verkum að raunverðmæti sjávaraf- urða er ekki minna en raun ber vitni. Afkoma útgerðarinnar hefur versnað til muna á þessu ári. í heild er botnfískveiðiflotinn rekinn með 4,5% tapi. Afkoma bátaflotans er sýnu verri en afkoma togaraflotans. Almennt fiskverð hefur verið með svipuðum hætti og síðastliðið ár. Verð hefur verið viðunandi í flestum tilvikum. Alls vom flutt út um 100 þús. tonn á árinu. Vaxandi áhugi hefur verið meðal útgerða að senda físk á ferskfískmarkaði erlendis, vegna lágs verðs hér á landi. Þessi þróun veldur miklum áhyggjum og er fyrirsjáanlegt að takmarka verð- ur framboð á ferskum físki á næsta ári, ef aðstæður breytast ekki. Lög um fiskveiðistjómun vom sett ársbyrjun til þriggja ára eða til ársloka 1990. Um þessa stjóm- unaraðferð er víðtækt samkomulag meðal útgerðarmanna. Hinsvegar er það áhyggjuefni, að tilteknir aðilar ala á tortryggni gagnvart þessari stjómunaraðferð. Fræði- menn innan háskólans hafa haldið mjög á lofti hugmyndum um að skattleggja beri aflakvótann. Slíkur skattur væri í raun landsbyggðar- skattur, þar sem flestar útgerðir em staðsettar utan Reykjavíkur- svæðisins. Öllum ætti að vera ljóst, að landsbyggðin á nú þegar við vemlega erfiðleika að etja í sam- keppni við stór-Reykjavíkursvæðið og því undarlegt að þessir mennt- uðu menn skuli enn vilja auka á þennan vanda. Jafnframt myndi samkeppnisstöðu sjávarútvegsins verða stefnt í voða gagnvart þeim sem við eigum í samkeppni við á erlendum mörkuðum. Á næsta ári er fyrirsjáanlegur töluverður niðurskurður á aflaheim- ildum. Þorskkvótinn verður minnk- aður um 10%, karfi um 10% og grálúða um 15% og rækjan um 40%. í ljósi þessa er mikil nauðsyn á því að aðhalds verði gætt í rekstri fyrirtækja á næstá ári og fjárfest- ingum haldið í lágmarki. Stjórnvöld verða að minnka umsvif hins opin- bera og laga rekstur þess að hinum breyttu aðstæðum. Utilokað er að þessi nauðsynlegi samdráttur á afla komi aðeins niður á sjávarútvegin- um. Hann verður öll þjóðin að bera. Mikil óvissa hefur ríkt í efna- hagsmálum þjóðarinnar undan- fama mánuði. Á nýju ári er nauð- synlegt að vinna bug á því ástandi, sem ríkt hefur og skapa sjávarút- veginum nauðsynlegan rekstrar- gmndvöll, sem ekki hefur verið til staðar á þessu ári. Atvinnugreinin verður ekki rekin miklu lengur við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu. Við skulum vona að stjómvöld beri gæfu til þess að ná tökum á efnahagsmálunum og skapa það jafnvægi, sem nauðsynlegt er fyrir atvinnulífíð í landinu. Að lokum óska ég landsmönnum gleðilegs nýárs og farsældar á kom- andi ári. Jóhann J. Ólafsson Við þurfurn stjórnmála- lega og efiia- hagslega j I kjölfestu I \ \ - segirJóhann J. Ólafsson, for- maður Verslunar- ráðs íslands Margt bendir til að um þessi áramót verði skarpari skil í efna- hagsmálum en við höfum átt að venjast í langan tíma. Lokið er löngu skeiði hagvaxtar sem hefur náð hámarki í mikilli þenslu, er hjaðnar mjög ört vegna þess tóma- rúms sem ríkir í stjómmálum lands- ins og kemurí veg fyrir að efna- hagslegar sveiflur séu jafnaðar eins og annars væri unnt. Þess vegna verður fyrirsjáanlegur samdráttur dýpri og lengri en hann annars þyrfti að verða. Fjárhagslegt tjón meira. Horfin eru hin skörpu skil í stjómmálum. Áður fylgdu menn annaðhvort vestri eða austri, einka- rekstri eða ríkisrekstri. Ríkisrekst- ur atvinnulífs er nú vart á dagskrá nokkurs staðar í heiminum. Helztu lönd ríkisrekstrar em sem óðast að einkavæðast. Sovétríkin, með Gorbatsjov í broddi fylkingar, hafa kúvent í þessum efnum og friðmæl- ast við vesturveldin. Þetta skapar tómarúm og áttleysi í íslenskum stjómmálum. Áratuga flokksskip- an er að riðlast. Á meðan ríkir stefnuleysi í fjármálum ríkisins, sem kemur niður á athafnalífinu og magnar sveiflur þess, bæði upp og niður. Það er alkunn staðreynd að á þenslutímum beri ríkinu að draga saman og safna fyrningum, sem nota skuli á samdráttarskeið- um. En þetta gerist ekki hér, þvert á móti leggur hið opinbera í mestar framkvæmdir og skuldbindur sig mest í þenslunni og er svo ófært að hamla gegn samdrættinum vegna slæmrar eiginfjárstöðu og skulda. Allar tilraunir til breytinga á stjórnmálasviðinu hafa mistekist. Bandalag jafnaðarmanna bryddaði upp á þeirri hugmynd, að skilja að framkvæmdavald og löggjafarvald, með því að kjósa forsætisráðherra sérstaklega og fela honum að skipa ríkisstjóm. Hugmyndin var að skapa festu í stjómmálum, en allt kom fyrir ekki. Bandalag jafnaðar- manna gafst upp. Kvennalistinn eykur á stjómmálaóvissu á íslandi og fyllir pólitískt tómarúm með kvenlegu tómarúmi, hefur óljósa stefnu, tekur enga ábyrgð, en gef- ur út langa óskalista. Seta á Al- þingi og framkoma í fjölmiðlum er orðið takmark í sjálfíi sér. Þessi áratugur hefur einkennst af pólitískum leikfléttum en lítilli stefnufestu. Þetta er bagalegt ástand þegar við íslendingar emm, sem þjóðríki, að gera einhveija þá stærstu til- raun til að vera sjálfstæð þjóð í breyttum heimi. Þar á' ég við, að báðum megin Atlantshafs em að myndast stærstu markaðir, sem nokkum tíma hafa verið í heiminum. Að vestan hafa Kanada og Bandaríkin samið um að stofna markað 260 milljóna manna og sagt er að Mex- íkó muni bætast við fyrr en margir halda. Þá verður 340 milljóna manna markaður fyrir vestan okk- ur. Austan Atlantshafsála árið 1992 ætlar Evrópubandalagið að vera búið að skapa innri markað 340 milljóna manna og spá menn því að fljótt muni þessi markaður verða yfir 400 milljónir. Þetta mun hafa geysimikil áhrif á skoðanir manna í þjóðarrétti um hlutverk þjóðríkisins eins og við þekkjum það eftir Vínarfundinn 1815. Mitt á milli þessara risa á lítilli eyju langt norður í Átlantshafínu ætlum við Islendingar að halda úti örsmáu þjóðríki upp á gamla mátann. Mjög heillandi verkefni en erfitt. Til þess að svó megi verða þurfum við að líta fram á við og gera okk- ur ljóst sem þjóð, að það er ekki nóg að rífast um það eitt, hver á að vera forsætisráðherra hér á landi, eins og sýnist hkfa verið mál málanna síðan 1980. Á sama tíma og við horfum fram á mikinn samdrátt á næsta ári, leggur Alþingi á mjog auknar skattaálögur. Sérstaklega era óhugnanlegir hinir miklu eignar- skattar, sem hú em lagðir á. Tæp 3 prósent almennt (2,95%) en rúm 5 prósent (5,1%) á þá sem eiga verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. Ávöxtun eigna hefur að jafnaði verið hér um 3 prósent svo að segja má að 100% þjóðnýting sé boðuð með þessu. Gegn þeim sem eiga verslunar- og skrifstofuhúsnæði er gengið enn lengra. Jafnframt hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.