Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 'LAUGARDAGÚR 31. DESEMBER 1988 9 ÁRAMÓTAHUGVEKJA SANNLEIKURINN MUN GJÖRA YÐUR FRJÁLSA eftir sr. Þóri Stephensen Aldrei eru stundaskil gleggri en á síðasta degi ársins. Aldrei er tíminn áþreifanlegri. Við eins og heyrum nið mikils straums, skynjum, hvernig hann leikur um okkur, setur merki sín á okkur og mótar okkur æ meir. Okkur verður litið til liðinna stunda. Sumar hafa skapað árangur, aðr- ar ekki. Þar koma fram sigrar okkar og ósigrar. Við þekkjum öll orðtakið: „Hver er sinnar gæfu smiður." Það hefur mikið til síns máls. En samt er eins og það sé ekki algilt. Stundum virðist líkt og ósýnileg hönd grípi um stjórn- völinn og beini okkur á aðra leið en við ætluðum. Sumir tala um forlög í því sambandi, segja að líf okkar sé ákveðið fyrirfram. Sé svo, þá erum við ekki frjálsir menn. Þá er miklu nær að tala um leiksoppa örlaganna. Vissu- lega er það oft svo, að við megn- um ekki að framkvæma það, sem vilji okkar stendur til, en verðum svo að gera það, sem við síst ósk- uðum. En æði oft er þar ekki neitt fyrir fram ákveðið, heldur það sem atburðarásin hefur gert óumflýjanlegt. Hitt er svo aftur hin stóra spurn, hvort æðri máttur hafi haft hönd í bagga með því að senda menn og atburði í veg fyrir einstaklingana. Sé svo, þá er það undir viðbrögðum hvers og eins komið, hvernig hann vinn- ur úr því, sem að honum er beint. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að ekki sé um hrein forlög að ræða, heldur ákveðið samspil ein- staklingsins og æðri máttarvalda. Mig langar að taka Júlíus Sesar sem dæmi. Hann hafði lagt mikið á sig við að hernema þau land- svæði, sem Frakkar byggja í dag. Hann var þar í senn að efla hið rómverska ríki og bijóta sjálfum sér leið til æðstu valda. Hitt hefur hann ekki grunað, að jafnframt var hann að leggja grundvöll franskrar menningar. Þannig hef- ur hann haft enn meiri áhrif óbeint á hið menningarlega svið en hið stjórnarfarslega. Þegar hann sneri heim af gallískri grund og var kominn með her sinn að landamærum Ítalíu, ákveðinn að ná þar sjálfur æðstu völdum, þá er mælt, að hann hafi numið stað- ar á bökkum Rúbikófljóts, og hugsað mál sitt vandlega. En áfram var haldið og sögð hin fræga setning: „Teningunum er kastað." Þessi stund við Rúbikó- fljót 10. janúar árið 49 f.Kr. varð ein af örlagastundum mannkyns- sögunnar. Sesar varð æðsti maður Rómaveldis og upphafsverk hans að skipulagi samgangna þar og öðru er að stjórnsýslu lýtur varð ósjálfrátt til að auðvelda mjög alla útbreiðslu kristindómsins um það bil einni öld síðar. Þannig er eins og hulin hönd hafí verið að verki með langtímasjónarmið í huga. Það er líkt og Guð hafi nýtt til góðs fyrir mikilvægasta mál framtíðarinnar þær fram- kvæmdir, sem í raun voru fyrst og fremst unnar með eigingjöm sjónarmið fyrir augum. Stundir lífsins reynast misjafn- ar að vægi. Áhrif þeirra skapa ólík formerki. En þau skipta máli. Við sjáum, að hin jákvæðu áhrif skapa frelsi. Hin neikvæðu smíða flest hlekki { einhverri mynd. Stundum eru þar freistingar til að gera þá hluti, sem við vitum, að eru ekki réttir. En svo látum við undan einu sinni eða oftar og erum þá komnir á vald þess, sem yfírleitt er mjög erfitt að losna frá. Kvíðirin fyrir komandi dögum getur líka lagt huga mannsins í ægileg bönd. Þar eiga hin per- sónulegu viðfangsefni sinn hlut: Heilsufarið, fjölskyldumálin, hús- byggingin, skuldimar. Allt hefur þetta reynst sterkt efni í hlekki á ftjálst og eðlilegt líf mannsins. Og þegar við lítum jrfír farinn veg af sjónarhóli síðasta dags ársins, þá er eðlilegt að spurt sé, hvernig menn bæði komist hjá þeim nei- kvæðu stundum, sem hlekkina smíða og eignist hinar æ fleiri, er skapa hið jákvæða líf. Til þess, ekki síst, eru sjónarhólar við veg lífsins, að skyggna reynslu hins Iiðna til lærdóms fyrir hið ókomna. Hjá því getur vart farið, að Jesús Kristur sé meðal þess, sem reynsla hins liðna leiðir okkur fyrir hugarsjónir. Við höfum ný- lega minnst fæðingar hans og þeirrar blessunar, sem af þeim atburði leiddi. En hvaða ráð á hann gégn hlekkjum neikvæðis- ins? Hver er hans leið til jákvæðis ogfrelsis? I 8. kapítula Jóhannesarguð- spjalls segir Kristur, að sérhver, sem syndina drýgir, sé þræll henn- ar. En jafnframt segir hann: „Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, emð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yður ftjálsa." Kristur talar hér um sannleikann, sem þekkingu á Guði og því sem honum heyrir. Hann er höfundur mannlegrar tilveru. Þess vegna er það eðlilegt, að það sem er í andstöðu við vilja hans, það skapi neikvæði og felli á mennina hlekki. Hitt ætti að vera jafn auðskilið, að allt sem er í samræmi við sannan boðskap Guðs, það skapi jákvæðið í lífínu, færi mönnunum frelsi þeirra og lífshamingju. „Sannleikurinn mun gjöra yður fijálsa." Stundum er þessum orð- um snúið við og sagt: Frelsið ger- ir mennina sanna. Frelsi til þekk- ingarleitar, frelsi til hugsunar sem athafnar er hveijum sönnum manni nauðsyn. Þar sem slíkt frelsi er heft, þar skortir mikið á hamingjuna. Þess vegna hefur verið sagt: „Að þjóna sannleikan- um gerir manninn máttugan. Að lifa sanrileikann gerir manninn guðdómlegan." Við erum ekki leiksoppar ör- laga. Gæfa okkar er heldur ekki algjörlega okkar eigin smíð. Guð kemur alls staðar inn í lífsrásina. Hann sendir í veg fyrir okkur menn, atburði og málefni. Það er undir viðbrögðum okkar komið, hvernig líf okkar verður. Einnig því, sem Guð kann að gera með því að grípa inn í, okkur til hjálp- ar. Samband okkar við hann þarf að vera oþið og einlægt, byggjast á bæn og trú. Það er gamlársdagur, og „stundimar líða, tímans full vér teygum, tæmist fylltur bikar á skammri stund." Við áramót skilum við úr hendi tæmdum kaleik liðinnar lífsreynslu. En jafnframt er okkur fenginn barmafullur bikar ókom- innar reynslu ársins 1989. Hún er okkur enn hulin. Hvemig hún verður, er að hluta Guðs verk, en einnig okkar gjörð. Það er spum- ing um, hvemig við tökum við bikamum úr hendi Guðs, hvemig við fömm með hann og hvemig við bergjum af honum. Ég vildi, að við mættum öll gera það í anda skáldsins, sem kvað: „Ég trúi því sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni. Og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn, og því stíg ég hiklaus og vongiaður inn í frelsandi framtíðar naftii.“ Þökkum liðið ár. Biðjum því nýja blessunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.