Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988
19
í ritum, með námsferðum til Eng-
lands, Frakklands, Þýskalands og
Svíþjóðar og fylgdist grannt með
allri framvindu í sinni grein. Ekki
er ofsagt, að fyrir atbeina og til-
verknað dr. Gunnlaugs Claessens
hafði röntgendeild Landspítalans
ómetanlega þýðingu fyrir íslenska
læknisfræði.
Þá vann hann það mikla verk,
sem var og er harla óvanalegt hér-
lendis, að skrifa kennslubók í lækn-
isgrein sinni. Kom bókin út á
dönsku í Kaupmannahöfn 1940
undir nafninu Röntgendiagnostik,
vejledning for læger og studerende.
í 2. útgáfu kom hún út árið 1946.
Dr. Claessen hafði til að bera sjald-
gæfa tungumálakunnáttu og talaði
og ritaði leikandi dönsku, sænsku,
ensku, þýsku og frönsku. Undir-
staða bókarinnar voru fyrirlestrar
hans í röntgengreiningu við lækna-
deild Háskólans. Var kennslubók
hans í röntgengreiningu það rit sem
hann varð kunnastur fyrir meðal
annarra lækna á Norðurlöndum en
röntgenlækna. Þótti bókin sérstæð
vegna kosta sinna. Hún var vel og
lipurlega skrifuð og framsetning á
lesefninu var aðgengileg lesandan-
um. Lýsing höfundar var greinar-
góð á þeim vinnuaðferðum og meg-
inreglum, sem gilda við úrlestur og
túlkun á röntgenmyndum. Honum
var sýnt um að draga fram aðalat-
riði án þess að missa sjónar á þýð-
ingarmiklum smáatriðum í efninu.
Bar bókin gott vitni kennarahæfí-
leikum dr. Claessens. Þá sýndu vel
valdar myndir í bókinni hina ágætu
tækni á röntgendeild Landspítalans.
Hlaut bókin mikla viðurkenningu
og lof í ritdómi, sem prófessor Gösta
Forssell skrifaði um hana í lækna-
ritið Acta Radiologica, en hann var
einn fremsti röntgenlæknir á Norð-
urlöndum á sinni tíð. Kennslubók
dr. Claessens var almennt notuð og
í miklum metum við háskóla á Norð-
urlöndum. Hún var gefín út á ensku
1949 í þýðingu höfundar og dóttur
hans, Önnu, með formála eftir J.W.
McLaren, sem var forstöðumaður
röntgendeildarinnar á St. Thomas-
spítalanum í London, en nafn bók-
arinnar á ensku er Diagnostic Rad-
iology for Practitioners and Stud-
ents.
Eins og þegar hefur komið fram
fékkst Gunnlaugur Claessen mikið
við ritstörf á starfsárum sínum.
Hann skrifaði ljósan og látlausan
stíl, var gagnorður, gat sagt mikið
í stuttu máli og var lagið að setja
flókna hluti fram á einfaldan og
auðskilinn hátt. Framan af skrifaði
hann í blöð og tímarit fræðandi
greinar í sama efnisflokki og hann
skrifaði í Heilbrigt líf á síðustu
árum sínum. Hann skrifaði í
Læknablaðið fjölda ritgerða og
stuttra greina um læknisfræðileg
efni. í erlend læknarit ritaði hann
greinar um nýjar athuganir og að-
ferðir við röntgengreiningu á sulla-
veiki og fleiri sjúkdómum. Um fleiri
efni skrifaði hann, svo sem notkun
röntgenpappírs við hópskoðanir
vegna berklavama, og hann varð
fyrstur manna til að skrifa um
nauðsyn á byggingu Landspítalans.
Var það í Læknablaðið 1916.
Gunnlaugur Claessen fékk snert
af lungnaberklum á háskólaárum
sínum og lá um tíma á heilsuhæli
í Danmörku en náði fullum bata
aftur fyrir læknispróf sitt. Naut
hann síðan góðrar heilsu fram að
1940, þá er ættgengur astmasjúk-
dómur tók að sækja á hann í köst-
um en bráði af honum á milli.
Ágerðust andarteppuköst hans eftir
þvi sem á leið sjúkdóminn, uns hann
fékk í einu slíku kasti lungnabólgu,
sem hann lést úr 23. júlí 1948.
Hann féll nokkuð fyrir aldur fram,
66 ára að aldri.
Dr. Gunnlaugur Claessen var hár
maður vexti, spengilegur, fríður
sýnum og gervilegur. Hann var
höfðinglegur að líta, háttprúður og
framkoman fáguð. Hann var höfð-
ingi í lund, örlátur og veitull. Hús-
bóndi var hann góður, lét sér annt
um samstarfsfólk sitt, og vann sumt
af því hjá honum áratugum saman.
Hann var snyrtimenni í hvívetna,
vammlaus maður og vítalaus, ferill
hans allur flekklaus og var þar
hvorki blettur né hrukka á. Ekki
safnaði hann veraldlegum auði eða
því sem mölur og ryð fá grandað,
eignaðist ekki íbúð til frambúðar
um sína ævi, en bíll var honum
gefínn af velunnurum hans, þegar
hann varð sextugur. Marksækni og
viljastyrkur voru ríkir þættir í fari
hans. Persónuleiki hans vakti at-
hygli og virðingu hvarvetna og
traust þeirra, sem höfðu af honum
kynni.
Dr. Gunnlaugur Claessen var alla
tíð trúr hlutverki sínu. Hann byggði
röntgenfræði hér upp frá grunni
með þeim brag að eftirtekt vakti á
erlendum vettvangi. Þegar hann
hneig í valinn var röntgendeild
Landspítalans fyllilega sambærileg
bestu röntgenstofnunum erlendis.
Fjölþætt þekking hans, skipulag og
málafylgja hafði komið þar að góð-
um notum. En í rauninni voru rönt-
genstörf hans liður í stærri baráttu
hans fyrir eflingu á heilbrigði. í
landinu, þeim grunni sem heilsan
er fyrir líf og líðan hvers og eins
og allra. Það var markmið hans,
ástundun og ævistarf að stuðla að
velfamaði almennings með bættum
lifnaðarháttum og bættri meðferð
á sjúkdómum í þjóðfélaginu. Því
ætlunarverki helgaði hann sfna
miklu starfskrafta og hæfíleika,
gekk heils hugar og óskiptur upp
í því og fékk þar miklu áorkað og
þokað áleiðis miðað við tíma sinn
og aðstæður.
Prófessor Gösta Forssell sagði í
minningargrein sem hann ritaði um
dr. Gunnlaug Claessen, að hann
hefði verið „á margan hátt fræðari
þjóðar sinnar" og að „röntgendeild
hans varð máttarstoð í íslenskri
læknisfræði og hann sjálfur fyrir-
mynd allra annarra röntgenfræð-
inga á Norðurlöndum". Islenskir
læknar hafa átt því láni að fagna
að eignast stórhuga og gagnmerka
forgöngumenn og brautryðjendur,
sem þeir mega vel í minni geyma,
þá menn, sem fóru á undan öðrum,
Frá afhendingu námsstyrks úr Minningarsjóði Þorvalds Finnboga-
sonar stúdents. F.v: Valdimar K. Jónsson, forseti verkfræðideildar,
Elfar Aðalsteinsson, styrkþegi, Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís-
lands, og Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands.
framhaldsnáms í verkfræði við ann-
an háskóla að loknu prófí hér heima.
Að þessu sinni hlaut styrkinn El-
far Aðalsteinsson, Norðurbyggð 29,
Akureyri, nemandi á 4. ári í raf-
magnsverkfræði við verkfræðideild
Háskóla íslands.
Mælti verkfræðideild með því við
sjóðsstjómina að Elfari yrði veittur
styrkurinn vegna frábærs árangurs
í námi en hann mun ljúka verk-
fræðiprófi í vor.
Stjóm minningarsjóðsins skipa nú
Sigmundur Guðbjamason, rektor
Háskóla íslands, Valdimar K. Jóns-
son, forseti verkfræðideildar og for-
seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir
sem er systir Þorvalds Finnbogason-
ar.
(Fréttatílkynning)
vom í fylkingarbijósti og hófu
merkið hátt. I þeim hópi má fortaks-
laust telja dr. Gunnlaug Claessen.
Þó að hann væri ekki víkingur í
fomri merkingu orðsins né skáld í
bundnu máli, mega eftirkomendur
hans í íslenskri læknastétt vel heim-
færa upp á hann hendingamar: „Ef
nöfn vorra garpa og greppa em
nefnd, brenna geislar hátt af hans
kumli."
Heimildir:
1. Gísli Fr. Petersen: Dánarminning G. Cl.
Læknabl. 34. árg. 1949.
2. Gösta Forssell: Dánarminning þýdd G.
Cl. Læknabl. 34. árg. 1949.
3. Sigurjón Jónsson: Ævisaga G. Cl. And-
vari 78. árg. 1953.
Höfiindw er læknir á Akureyri.
*
smíðaður 1988. Fura og eik. Vel búinn tækum. Skipti
möguleg. Upplýsingar í síma 93-81439 (Björgvin).
Tilkynning
til vióskiptavina okkar
Við höfum nú ákveðið að veita viðskiptavinum okkar,
sem uppfylla kröfur um lánsviðskipti, 30-60 daga greiðslufrest
án vaxta á vöruúttektum frá okkur.
Vinsamlega hafið samband við okkur og leitið frekari upplýsinga.
UCK KITH SUL
49 BLVD PATTON
L-2316 LUXEMBOURB
LUXEMBOURG GRAND DIICHY
Sími: 90-352-480236
Fax 90-352-492185
Telex: 1629 black lu
CONRAD
900 M
PLASTBlTAR
Örfáir af þessum frábæru bátum verða til afhendingar fyrir vorið
ef pantað er strax. Ótrúlega hagstætt verð. Bátur í Reykjavík.
Fleiri gerðir og stærðir fáanlegar.
Ispóll, Upplýsingar í síma 91-73512.
pósthólf 8851, 128 Reykjavík.