Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 Sjávaraflinn 1988: Mesti fiskafli í sögu landsins Útflutningsverðmæti aflans nær það sama og í fyrra Heildarafli íslendinga 1988 mun verða um 1.750 þúsund tonn og er það mesta heildaraflamagn, sem landsmenn hafa fengið á einu ári. Næstmesta aflamagnið fékkst árið 1985, 1.673 þúsund tonn. Endanlegar tölur um aflann og verðmæti hans liggja ekki fyrir, en eftirfarandi er byggt á tiltækum upplýsingum og áætlun þar sem nægilegar upplýsingar voru ekki fyrir hendi, segir í frétt frá Fiskifé- lagi íslands. tonnum í fyrra og verður 75 þúsund í ár. Hinsvegar eykst afli karfa og grálúðu um 6 þúsund tonn, hvor tegund, og skarkolinn eykst um 3 þúsund tonn. í öðrum botnfískafla felst m.a. annar flatfiskur en að framan hefur verið nefndur. í því sambandi skal bent á mikla aukningu á langlúru- afla, en á árabilinu 1980-1985 var aflinn innan við 100 tonn á ári, 1986 var hann 334 tonn, en varð Endanlegar tölur 1981—1987. Áætlun 1988. (Þús./tonn) 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Þorskur 461,0 382,0 294,0 281,0 323,0 366,0 390,0 368,0 Ýsa 61,0 67,0 64,0 47,0 50,0 47,0 39,0 53,0 Ufsi 55,0 65,0 56,0 60,0 55,0 64,0 78,0 75,0 Karfí 93,0 115,0 123,0 108,0 91,0 86,0 88,0 94,0 Steinbítur 8,0 8,0 12,0 10,0 10,0 12,0 13,0 14,0 Grálúða 15,0 28,0 28,0 30,0 29,0 31,0 45,0 50,0 Skarkoli 4,0 6,0 9,0 11,0 14,0 13,0 11,0 14,0 Annar botnf. 19,0 19,0 17,0 18,0 9,0 13,0 20,0 21,0 Botnf. alls 716,0 690,0 603,0 565,0 581,0 632,0 684,0 689,0 Humar 2,5 2,6 2,7 2,4 2,4 2,6 2,7 2,3 Rækja 8,3 9,3 13,1 24,4 24,9 35,8 38,0 29,0 Hörpudiskur 10,2 12,1 15,2 15,6 17,0 16,4 13,3 9,7 Sfld 40,0 57,0 59,0 50,0 49,0 66,0 75,0 95,0 Loðna 641,0 13,0 133,0 865,0 993,0 895,0 803,0 914,0 '' Annað 17,0 2,0 9,0 5,0 6,0 3,0 8,0 11,0 Heildarafli þús./tonn 1.435,0 786,0 835,0 1.527,0 1.673,0 1.651,0 1.625,0 1.750,0 Samkvæmt þessu er það spá Fiskifélagsins, að þróunin, hvað magn helstu fískitegunda snertir, verði í stórum dráttum á þennan hátt: Þorskurinn verður 368 þúsund tonn, eða um 5,7% minni en 1987. Ýsuaflinn eykst verulega og verður 53 þúsund tonn, sem er um 36% meira en í fyrra. Ufsaaflinn minnkar úr 78 þúsund 4.565 tonn 1987 og verður um 3.800 tonn í ár. Þannig minnkar aflinn allnokkuð og það þrátt fýrir meiri sókn. Humaraflinn minnkar úr 2.712 tonnum í 2.300, eða um 15,2%. Rækjuaflinn minnkar verulega eða úr 36.636 tonnum í 29.000 þúsund, eða um 20,8%. Hörpudisksaflinn minnkar úr 13.272 tonnum í 9.700, eða um 27%. Loðnuaflinn verður 914 þúsund tonn í ár en var í fyrra 803 þús- und. Loðnuaflinn hefur þrisvar áður farið yfir 900 þúsund tonn á einu ári. Mestur var hann 1985, 993 þúsund tonn. Áætlað er að verðmæti alls afl- ans, upp úr sjó, verði 28,5 milljarð- ar króna, en það var 1987 tæpir 25 milljarðar og hefur því aukist milli ára um 14%. Talið í dollurum jókst verðmætið úr 646 milljónum í 666 milljónir, eða um 3%. Sé miðað við SDR var virði aflans 500 milljónir 1987, en 497 milljónir á árinu sem er að líða, eða samdráttur um '/2%. Tekið skal fram að miðað er við kaupgengi jan./nóv. Fiskifélagið áætlar að virði út- flutnings sjávarafurða 1988 verði um 43,2 milljarðar króna. Árið 1987 nam virði útfluttrar sjávarvöru 41,4 milljörðum króna. Aukmng milli áranna verður því 4%. í dollurum talið verður virði útflutningsins 1988 1.009 milljónir, en var 1.075 milljónir í fyrra. Hér er því um sam- drátt að ræða um 6%. Sé miðað við SDR, sem haldið hefur betra verð- gildi gagnvart krónunni, nemur virði útflutningsins 753 milljónum, en var 830 milljónir árið 1987. Er það um 9% minna í ár en í fýrra. Þegar þessar tölur eru skoðaðar verður að hafa í huga, að þær segja ekki alla söguna um verðmæti framleiðslunnar þar sem birgðir afurða hafa vaxið allmikið á árinu. Þegar tekið hefur verið tillit til þess, má ætla að framleiðsluverðmæti ársins slagi hátt upp í það sem var 1987. Þá er einnig rétt að hafa í huga að tölur um útflutninginn eru óviss- ari en áður þar sem ekki liggja fyrir útflutningstölur nema til sept- emberloka. Virði útflutnings 1200 1000 800 600 400 200 0 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Fiskifélag Islands Heildarafli 1969-1988 Þúsundir tonna 2000 1500 1000 500 0 Fisklfélag Islands 500 400 300 200 100 O 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 Árin Flskifólag Islands Þorskafli 1968-1988 Þúsundir tonna 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 Viðáramót jöfnun í sjávarútvegi og tryggja að hún geti átt sér stað á reikningi einstakra fyrirtækja. Loks þurfa kjarasamningar að taka mið af því, að við getum ekki vænst hagvaxtar á þessu ári og útflutnings- framleiðslan þarf tíma til aðlögunar að nýjum aðstæðum. Um leið og ráðstafanir eru gerðar á þessum grundvelli þarf að móta stefnu til lengri framtíðar í ljósi nýrra að- stæðna, tæknibyltingar og aukinnar alþjóðlegrar sam- vinnu. Raunsæ fijálslynd umbótastefna þarf að leysa af hólmi afturhaldssama fortíðar- og forsjárhyggju Alþýðu- bandalagsins. Sjálfstæðisflokkurinn Staða Sjálfstæðisflokksins hefur um margt verið veik og erfíð síðan í kosningunum vorið 1987. Það hefur komið á daginn sem við reyndar sögðum fyrir þær kosningar að veik staða Sjálfstæðisflokksins yki hættu á lausung í íslenskum stjómmálum. Á hinn bóginn er málefnaleg staða flokksins sterk. Við lögðum fram skýrar og ákveðnar tillög- ur síðastliðið haust til þess að mæta vanda útflutnings- framleiðslunnar í þeim tilgangi að ná niður vöxtum og tryggja hér betra jafnvægi í efnahagslífinu. Við vorum þá tilbúnir til málamiðlana en vorum ekki reiðubúnir til að fóma öllu fyrir ráðherrastóla. Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hafa á hinn bóginn um stund að minnsta kostl hallað sér að stefnu Alþýðubanda- lagsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því einn staðið vörð um þá fijálslyndu umbótastefnu sem ein getur leitt íslend- inga inn í nýja framtíð aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. Meðan við áttum aðild að ríkisstjóm í góðæri nýttum við þær aðstæður til að þess að treysta velferðarkerfíð svo sem sjá má í hækkun tryggingabóta, fæðingarorlofi og í ýmsum greinum mennta- og menningarmála. Þar nefni ég til að mynda Kvikmyndasjóðs. Á sama tíma höfðum við forgöngu fýrir ftjálsræði í efnahags- og fjármálum í sam- ræmi við það sem gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. Fijálsræðið er nú notað sem grýla með sama hætti og þegar ráiðist var á viðreisnarstjómina fyrir afnám innflutn- ingshaftanna. Það sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft raunvemleg áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn mótaði á sínum tíma þá utanríkis- steftiu sem Island hefur nú fylgt í fjörutíu ár. Flokkurinn hefur haft forustu fyrir aðlögun þessarar stefnu að breytt- um aðstæðum. Stefnufesta lýðræðisþjóðanna hefur nú bor- ið árangur, eins og sjá má á gagnkvæmum samningum um fækkun kjamorkuvopna og þíðu í samskiptum austurs og vesturs. Hún kemur fyrst og fremst fram í því að sósí- alistaríkin eru að slaka á klónni, láta undan lýðræðiskröfun- um, réttindakröfunum og markaðskröfunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig beitt sér fyrir því að auka innlenda þekkingu og umfjöllun um þessi efni í þeim tilgangi að við getum með virkari hætti tekið þátt í al- þjóðlegu samstarfi lýðræðisþjóðanna á sviði vamar- og öryggismála. Þegar allt þetta er haft í huga getur engum dulist að við höfum sterka málefnalega vígstöðu. Andstæðingar flokksins hafa reynt að hagnýta sér þá veiku stöðu sem flokkurinn komst í eftir kosningamar 1987. Barátta þeirra gegn flokknum og einstökum forystumönnum hans hefur því verið óvægnari, harðari og persónulegri en oft áður. En innviðir Sjálfstæðisflokksins eru of sterkir til þess að honum verði sundrað með þessum hætti. Hann mun því sækja fram með endumýjuðum þrótti og meiri krafti en áður. Foiysta Alþýðubandalagsins um stjóm efnahags- og atvinnumála hefur dregið upp alveg nýjar línur í íslenskri stjómmálabaráttu. Flokkurinn hefur til að mynda fengið neitunarvald um byggingu álvers og nýjar stórvirkjanir svo og um nýjan varaflugvöll í samvinnu við Atlantshafs- bandalagið. Þörfín fyrir breiðfylkingu fijálslyndra borgara- legra afla í landinu er nú meiri en um langan tíma. Við höfum skynjað að fijáislynd öfl bæði í Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum líta svo á að flokkamir hafí tapað áttum og séu að leiða þjóðina á villigötur. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ávallt verið reiðubúinn til málamiðlunar og samstarfs, en hann mun ekki yfírgefa hugsjón sína um fijálst atvinnulíf og einstaklingsfrelsi, velferð og öryggis- hagsmuni íslands. Horft til framtíðar með 60 ár að baki Á næsta ári verða liðin sextíu ár frá stofnun Sjálfstæðis- flokksins. Á vori komanda í tengslum við afmæli flokksins verður haldinn landsfundur í samræmi við skipulagsreglur. Undirbúningur hans er þegar hafínn. Ætlunin er að horfa þar til nýrrar framtíðar, nýrrar aldar og móta langtíma- stefnu í ljósi þeirra miklu breytinga sem nú eiga sér stað. Forystu um þetta verk hefur Davíð Oddsson borgarstjóri. Ungir sjálfstæðismenn hafa uppi ráðagerðir um að helga afmælisárið sérstöku átaki fyrir vemdun landsins, upp- græðslu og baráttu gegn mengun. Áhugi þeirra á þessu efni er lofsverður. íslenska þjóðin þolir ekki upplausn og sundurlyndi við núverandi aðstæður. Hagsmunir hennar krefjast stefnu- festu, kjölfestu fijálslyndis. Sjálfstæðismenn vilja samstarf allra þeirra sem vilja tryggja framtíð og hagsmuni íslend- inga á grundvelli þessara viðhorfa. Með þá ósk í huga að okkur miði fram á við í þessari baráttu á komandi ári óska ég landsmönnum öllum friðar og farsældar. Illtiliii llili « ft f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.