Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 verða samningar flestra félaga iðn- aðarmanna lausir 1. september. Miklu varðar, að samstaða náist um framlengingu samninga án þess að til verkfallsátaka þurfi að koma, því að þau munu fyrirsjáanlega engu skila, nema tjóninu, sem af þeim hlýst. Á árinu gerðist það enn, að ríkis- valdið taldi óhjákvæmilegt að hlut- ast til um kjarasamninga með laga- setningu. Þetta er ekkert nýtt og hlýtur að vekja aðila vinnumarkað- arins og stjómvöld til úmhugsunar um það, að endurskoðunar er þörf á gildandi vinnulöggjöf, sem mark- ar rammann um samskipti aðila vinnumarkaðarins. Ef tryggja á til frambúðar rétt launþega og vinnu- veitenda til að semja um kaup og kjör án síendurtekinnar íhlutunar stjómvalda verður að breyta leik- reglunum, þannig, að allir aðilar geti við þær unað. Árið, sem nú er að hefja göngu sína, verður ugglaust erfitt íslensk- um atvinnurekstri. Ég hef þó þá trú á íslenskum athafnamönnum, að þeir muni með samstilltu átaki allra þeirra, sem með þeim starfa takast að blása nýju lífí í íslenskt atvinnu- líf. Það munu þeir gera með því að hagnýta sér nýjustu tækni við stjómun og framleiðslu. Einnig með því að fara inn á nýjar brautir, þar sem byggt er á nýtingu ónýttra möguleika á sviði orkufreks iðnað- ar, fiskeldis og hátækni, sem gmnd- vallaðist á menntun og hugviti. Ég óska landsmönnum öllum hagsældar og velfamaðar á árinu 1989. Þorsteinn Gíslason Mesta afla- ári í sögn landsins lokið - segir Þorsteinn Gíslason, fiski- málastjóri Árið 1988 færir íslensku þjóðinni mestan sjávarafla frá því að físk- veiðar hófust. Ársaflinn verður um 1.750 þús. lestir en varð mestur áður 1985, þá var aflinn 1.673 þús. lestir. Árið 1988 er því fimmta árið í röð sem sjávarafli íslendinga er meiri en 1,5 milljón lestir. Þenn- an mikla aflafeng getum við þakkað hagstæðri veðráttu og mikilli loðnu- veiði fyrstu þijá mánuði ársins, en í ár veiddist um 110 þús. lestum meira af loðnu en í fyrra. Þá hefur mun meira veiðst af þorski þrjá seinustu mánuði ársins en reiknað var með og em nú í flestum tilfell- um fullnýttir þorskkvótar og leyfi- legur flutningur milli ára. Þegar samanburður er gerður milli ára á hráefnis- og afurðaverð- mætum sést að þau vaxa ekki í hlutfalli við aflaaukningu og veldur þar að sjálfsögðu að aflaaukningin er mest í verðminnsta fiskinum, loðnunni, verðgildi Bandaríkjadals og lægra afurðaverðs á verðmætum tegundum. Áætlað er að hráefnisverðmæti ársins verði um 28,5 milljarðar kr. en var 1987 25 milljarðar og út- flutningsverðmæti afurðanna verði um 43,2 milljarðar en var 1987 41,4 milljarðar kr. Lög um stjóm fískveiða gengu úr gildi við seinustu áramót. Eftir mikil átök á Alþingi urðu til lög nr. 3, 8. janúar 1988 um stjóm fisk- veiða 1988-1990. Segja má að gildandi lög séu í eðli sínu samstíga þeim eldri. I 1. grein laganna eru nýmæli því þar er mælt svo fyrir að fiskistofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar og markmið laganna sé að stuðla að vemdun og hag- kvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Þá var kvóti ákveðinn á úthafsrækjuveiðar og nýjar reglur teknar upp fyrir báta minni en 10 brl. þar sem í sumum tilfellum kvótasetningu er beitt. Sem fyrr miðaðist áunnin veiði- réttur við viðmiðunarárin 1981- 1983, því fylgir hér með yfírlit um afla og verðmæti viðmiðunarárin þijú og kvótaárin fimm. SJÁ TÖFLU Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að verulegur samdráttur er nauðsyn- legur í veiðum úr verðmætustu veiðistofnum okkar og á ég þar við þorsk, rækju, grálúðu og humar. Hveijum manni hlýtur að vera ljóst hvert stefnir þegar horft er á ald- ursdreifingu og ört smækkandi ein- staklinga sem veiðast úr þessum stofnum. Nú hefur verið ákveðið með reglugerð að árið 1989 skuli leyfi til botnfiskveiða miðast við að afli úr helstu botnfisktegundum_ verði: Þorskur 285 þús. lestir. Ýsa 65 þús. lestir. Ufsi 80 þús. lestir. Karfi 77 þús. lestir. Grálúða 30 þús. lestir. Vegna sveigjanleika í kvótakerf- inu er talið að heildarþorskafli á árinu 1989 gæti orðið um 325 þús. lestir. Þarna er uggvænleg þróun milli ára þegar litið er á verðmætis- vægi þorsksins sem á undanförnum árum hefur gefið nálægt 45% af heildarverðmæti. Öllum kerfum fylgir viss áhætta í sambandi við misnotkun. Og þeg- ar horft er á eitt aðalmarkmið gild- andi fiskveiðistjórnunarlaga koma víða fram áhyggjur í sambandi við „trausta atvinnu og byggð í HeUdarafli 1981-1987 (óslœgður fiskur) (Áœthm FÍ)* 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Heildaraíli þús./tonn 1435 786 835 1527 1673 1651 1625 1750 Botnfiskur alls 716 690 603 565 581 632 684 689 Þorekur 461 382 294 281 323 366 390 368 Ýsa 61 67 64 47 50 47 39 53 Ufsi 55 65 56 60 55 64 78 75 Karfi 93 115 123 108 91 86 88 94 Steinbítur 8 8 12 10 10 12 13 14 Grálúða 15 28 28 30 29 31 45 50 Skarkoli 4 6 9 11 14 13 11 14 Annar botnfiskur 19 19 17 18 9 13 20 21 Rækja 8 9 13 24 25 36 39 29 Humar og hörpud. 13 15 18 18 19 19 16 12 Sfld 40 57 59 50 49 66 75 95 Loðna 641 13 133 865 993 895 803 914 Annað Hráefnisverðmæti 17 2 9 6 6 3 8 11 milljarðarkr. Útflutningsverðmæti 2,7 3,6 6,2 8,8 12,9 18,8 25,0 (28,5)* afurða - milljarðar kr. 5.2 6,5 13,1 16,3 25,9 35,5 41,4 (43,2)* landinu". Því jafn lífsnauðsynlegt og það er íslensku þjóðinni að af- koma og búseta haldist áfram í öll- um útgerðarstöðum landsins, þá er það ekki síður nauðsynlegt útgerð- arstöðunum að halda hlutdeild sinni úr fískistofnunum og möguleikan- um að sækja hann. Utgerðarstaðir landsins urðu fyrst og fremst til vegna landfræðilegrar legu að fiski- miðum. Það er frá þessum stöðum sem sjávarútvegsfólkið kemur og þar fær það sinn skóla til þeirrar fagvinnu sem fiskveiðar og fisk- vinnsla er í sókn og nákvæmnistörf- um. Afkoma veiða og fískvinnslu hef- ur versnað á árinu, sérstaklega fisk- vinnslunnar. Því veldur vaxandi fjármagnskostnaður lægra afurða- verði í erlendum gjaldmiðlum, hærra olíuverð en næstu þjóðir búa við, of mikil vaxtabyrði og ekki hvað síst verðþróun þess gjaldmið- ils sem mest vegur í afurðasölum, Bandaríkjadollarans. Þá hefur hrá- efnis- og afurðaverð í mörgum til- fellum ekki hækkað nema fjórðung á móti innlendum verðlagshækkun- um. Því miður leysa nýjustu aðgerðir ekki endanlega vandann og hjálpa skammt þegar á heildina er litið. Það vantar einfaldlega fleiri ís- lenskar krónur fyrir afUrðina eigi hjól íslensks sjávarútvegs að snúast með réttum hraða á næsta ári. Og til að halda þeim hraða þarf ennþá róttækari aðgerðir en þegar eru ef við eigum að halda velli í samkeppn- inni við þá er selja sjávarafurðir á sömu svæðum og Islendingar. Það er mikill vandi sem hvílir á herðum þeirra sem verða að taka á þessum vandamálum svo forða megi fjöreggi þjóðarinnar frá því broti sem leiddi sjálfkrafa af sér atvinnuleysi allt of margra í þjóð- félaginu. Við lok mesta aflaárs í sögu landsins er vert að þakka og gleðjast yfir svo góðum feng. Minn- ug þess að sortaélin ganga yfir verður sameiginleg áramótaósk okkar að við berum gæfu til að umgangast sameign íslensku þjóð- arinnar, fiskistofnana á íslandsmið- um, á þann hátt að ekki hljótist af óbætanlegur skaði. Gleðilegt ár! Uppbygg- ingarstarf í iðnaði verði ekki hindrað - segir Haraldur Sumarliðason, for- seti Landssam- bands iðnaðar- manna Um þessi áramót væri sennilega eðlilegast að hella úr skálum reiði sinnar yfir því að þessa síðustu daga ársins hafa dunið yfir lands- menn ótrúlega miklar nýjar skattaálögur. Sá takmarkaði skiln- ingur, sem stjórnvöld höfðu á íslensku atvinnulífi, virðist hafa þurrkast út, og það viðhorf orðið allsráðandi, að það sé helst til lausn- ar á aðsteðjandi efnahagsvanda þjóðarinnar að mergsjúga atvinnu- lífið enn frekar, ekki síst íslenskan iðnað. Jafnvel sé kominn tími til að slátra mjólkurkúnni, og sitja svo eftir matar- og mjólkurlaus, þegar búið verður að éta af henni kjötið. Af afstöðu og gjörðum margra stjómmálamanna að undanfömu verður vart annað ráðið, en að ástæðulaust sé fyrir menn að vera að basla við að reka iðnað hér á landi. Þess í stað getum við lifað á því að selja hver öðmm innflutta vöm eða ýta pappírum milli borða Haraldur Sumarliðason í ríkisstofnunum. Þeir sem ekki hafa löngun í sér til að stunda slíka iðju, geti bara lifað á atvinnuleysis- bótum. Nýir skattar, sem lagðir hafa verið á þjóðina undanfama daga, em ekki bara slæmir vegna hækk- unarinnar einnar, heldur ekki síður vegna þess hve gjörsamlega „prinsipplausir" og skeytingarlausir um samkeppnisstöðu íslenskrar at- vinnustarfsemi menn em við álagn- ingu þeirra. Svæsnasta dæmið um það, að heilu framleiðslugreinarnar séu með skattalögum settar bók- staflega út á klakann em nýsett lög um vömgjald, en með lögunum er lagt vömgjald (auk annarra skatta, s.s. söluskatts) á flölmargar íslenskar iðnaðarvömr, t.d. hús- gögn, innréttingar og vömr úr málmi, og einnig hráefni til fram- ieiðslu þeirra. Auk þess sem lög þessi ganga algjörlega í berhögg við þá stefnumörkun, sem lá til gmndvallar margrómaðri skatt- kerfisbreytingu, sem kom til fram- kvæmda við upphaf þess árs, sem nú er á enda, fela þau í sér grófa mismunun innlendri framleiðslu í óhag, en erlendum keppinautum og hérlendum umboðsmönnum þeirra til framdráttar. Þar við bætist, að fyrir liggur, að ógjörningur er að framkvæma lögin, þannig að viðun- andi geti talist. Húsbyggjendur hafa sem kunn- ugt er lengi verið í basli með að flármagna framkvæmdir. Ýmsir ráðamenn hafa þó oft sýnt málum þeirra verulegan skilning, ekki síst núverandi félagsmálaráðherra, sem reynt hefur að tryggja byggingar- sjóðunum nauðsynlegt fé til útlána. Nú telja ráðamenn hins vegar, að húsbyggjendur muni ekkert um að greiða viðbótarreikning að flárhæð u.þ.b. kr. 200.000 af miðlungsstórri íbúð vegna nýs vörugjalds. Er bygg- ingarkostnaðurinn e.t.v. aukaatriði, ef fólk fær bara nógu há lán til þess að greiða hann og síðan skuld- breytingarlán, ef það getur ekki greitt af lánunum? Breytingar á lögum um skatt- lagningu atvinnurekstrar, sem einnig voru samþykktar nú fyrir jól, eru sömuleiðis algjörlega úr takt við þær aðstæður, sem við blasa í atvinnulífinu. Stefnan er þar nánast sú, að fyrirtæki, sem leyfa sér að koma út með hagnað eftir árið, skuli skila honum strax í nýj- um tekjuskatti og síðast en ekki síst, þau fyrirtæki sem fá á sig aukna skatta skulu nokk bera þá sjálf, án þess að velta þeim yfir á neytendur, því það er sko verðstöðv- un í þessu landi. Ef til vill eru forráðamenn ríkis- sjóðs þeirrar skoðunar, að íslenskur iðnaður geti að skaðlausu borið nýjar skattaálögur, þar sem hann eigi digra sjóði frá góðærinu svo- nefnda. Sömu mönnum er e.t.v. nokkur vorkunn, því bullandi þensla (góðæri?) hefur verið í búskap ríkis- ins allt fram á þennan dag, og menn hafa helst rankað við sér og talið vandamál á ferðinni síðla þessa árs, þegar draga tók úr innflutningi og tekjum ríkissjóðs. En góðærinu eru löngu lokið hjá samkeppnisiðn- aðinum. Því lauk þegar fyrrverandi ríkisstjórn ákvað að fylgja svo- nefndri fastgengisstefnu, án þess að hafa að öðru leyti efnahags- stefnu (t.d. aðhald í útgjöldum ríkis- sjóðs), sem gerði fastgengisstefnu mögulega til lengdar. Hinar nýju skattaálögur, sem Alþingi ákvað nú á dögunum að leggja á íslenskan iðnað, koma m.ö.o. til viðbótar því, að hann hefur undanfarin misseri verið þrautpíndur með fastgengis- stefnu og okurvöxtum. Þótt óneitanlega sé ofarlega í huga það skilningsleysi og skeyt- ingarleysi um hag íslensks iðnaðar, sem lýsir sér m.a. í þeim skattalög- um, sem Alþingi samþykkti nú fyr- ir jólin, ætla ég ekki að þessu sinni að eyða frekari orðum í útlistun á þessum vandamálum iðnaðar og annars atvinnulífs. Þess í stað lang- ar mig að nefna nokkur atriði um styrk þessa sama iðnaðar, ef hann fær að njóta sín. Áður en lengra er haldið er þó rétt að gera sér grein fyrir því hvaða þýðingu iðnaðurinn hefur fyrir þjóð- arbúið, en það vill oft gleymast. Samkvæmt nýjustu opinberum tölum, sem þó eru ekki nýrri en frá árinu 1986, var verðmætasköpun iðnaðar ríflega 16,8 milljarðar króna. Sé byggingariðnaði bætt við var vinnsluvirði framleiðsluiðnaðar og byggingariðnaðar alls um 25,7 milljarðar króna. Til samanburðar má geta þess að vinnsluvirði í sjáv- arútvegi alls, þ.e. veiðum og vinnslu, var sama ár 19,8 milljarðar króna. í ljósi þessara staðreynda er með öllu óskiljanlegt og óviðun- andi að hagsmunir iðnaðarins séu nánast taldir aukaatriði, þegar fjall- að er um stefnuna í efnahags- og atvinnumálum og ráðstafanir gerð- ar í þeim efnum, t.d. með bráða- birgðalögum fyrr á árinu. Þessar staðreyndir ættu líka að sýna okk- ur, að það er ekki bara fámennur hagsmunahópur sem hefur hag af því að íslenskur iðnaður haldi áfram að þróast. Iðnaður og bygginga- starfsemi veitir um flórðungi þjóð- arinnar atvinnu, og tugþúsundir manna, kvenna og bama eiga lifi- brauð sitt undir því að hann geti eflst og dafnað. Og til að svo megi verða höfum við ýmsa möguleika til frekari þró- unar á iðnaðarframleiðslu, bæði til útflutnings og fyrir innanlands- markað. Fyrst vil ég nefna það, sem e.t.v. hefur verið helsti vaxtar- broddur útflutningsiðnaðar, en það er framleiðsla ýmiss konar véla og tækja fyrir sjávarútveg, en þeirri starfsemi tengjast nokkrar stórar iðngreinar, einkum málmiðnaður, raf- og rafeindaiðnaður, veiðar- færagerð og plastiðnaður. Nú eru að vísu umtalsverðir erfíðleikar í íslenskum sjávarútvegi, sem auðvit- að kemur einnig mjög illa niður á iðnaðinum, einkum þeim iðnaði, sem beinlínis byggist á framleiðslu og þjónustu fyrir sjávarútveg. Þeg- ar til lengri tíma er litið, er þó aðal- atriðið það, að við íslendingar erum meðal fremstu þjóða heims á þessu sviði og eigum þar mikla möguleika á stórfelldri aukningu, m.a. vegna góðrar þekkingar okkar á sjávarút- vegi og fiskiðnaði. I skipasmíðum höfum við einnig aflað okkur mikillar þekkingar sem vonandi tekst að halda við með eðlilegri nýsmíði innanlands en allt- of mikið hefur verið gert af því að láta smíða skip erlendis á undan- fömum árum, og því miður hafa verið alltof mikil brögð að því, að íslenskur iðnaður hafi að ósekju verið sniðgenginn og t.d. ekki verið eðlilega staðið að útboðum skipa- iðnaðarverkefna, auk þess sem lánastofnanir hafa oft veitt betri fyrirgreiðslu þegar verkefni em unnin erlendis heldur en hér á landi. Nú stendur yfir mikilsverð könnun á stöðu íslensks skipasmíðaiðnaðar, sem vonandi mun leiða til endumýj- unar og eflingar þessa mikilvæga iðnaðar fyrir fiskveiðiþjóð. Er mjög mikilvægt, að gott samstarf geti tekist um það milli allra hagsmuna- aðila og stjórnvalda að móta þessum iðnaði farsæla framtíðarstefnu. í húsgagna- og tijávöruiðnaði hefur einnig verið unnið mikið upp- byggingarstarf, þótt ýmsir hafi þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.