Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 21 af þessu fólki, en vottaði fyrir of- leik í sumum atriða. Brúðkaupssen- an var ágætlega af hendi leyst hjá þeim, þar kom í gegn ógeðið, firr- ingin og örvæntingin. Mikill fjöldi annarra leikara tók þátt í sýningunni og skiluðu sínu margir ágætlega, ég nefni sérstak- lega Soffíu Jakobsdóttur sem átti gott kvöld sem frú Leyden og þær stöllur Anna S. Einarsdóttir og Guðný J. Helgadóttir voru býsna snöfurlegir fulltrúar siðsamra mæðra. Einar Jón Briem var að- stoðarmaður Rocky Gravo og hafði eðlilegar og vel úthugsaðar hreyf- ingar. Ég var ágætlega sátt við lýsing- una og dansar Auðar Bjarnadóttur voru vel unnir, og búningar Karls Júlíussonar sömuleiðis gott verk. Eins og ég sagði féll mér ekki útfærsla leikstjórans á ýmsum at- riðanna, kappreiðarnar voru til að mynda of langdregnar og misstu því marks í fyrri hlutanum. Al- mennt var hægagangur í sýning- unni framan af, meðal annars vegna þess að Rocky nær ekki að slá rétta tóninn í upphafi og halda sýning- unni í þeim heljargreipum sem text- inn gerir ráð fyrir. Þama veitir ekki af smá vítamínsprautu. Hljóm- sveitin lék fullsterkt og hefði átt að draga aðeins niður í sér, þegar ljóst var að raddbeiting Péturs Ein- arssonar var ekki nægilega kröftug. Þrátt fyrir ýmsa annmarka er fleira en hitt gott um þessa sýningu og ýms smáleg atriði sem bæði leik- stjóri og leikarar eiga heiðurinn af, til hins mesta sóma. Að því ógleymdu að hér er á ferð góður texti. Að sönnu er hann harla mis- kunnarlaus og í honum mikil ádeila. En okkur holl lexía. Könnun á hagkvæmni sameining- ar Höfðahrepps og Blönduóss Skagaströnd. Hreppsnefnd Höfðahrepps lét nýlega gera lauslega könnun á hagkvæmni þess að sameina Skagaströnd (Höfðahrepp) og Blönduósbæ. Könnunin fór þann- ig fram að teknir voru ársreikn- ingar sveitarfélaganna árið 1987 og þeir bornir saman. Síðan var reynt að meta hvað myndi spar- ast eða verða dýrara við sam- rekstur sveitarfélaganna í hverj- um málaflokki fyrir sig. Niðurstaðan varð sú að ef til sameiningar kæmi yrði sparnaður um 5% af þeim rekstrargjöldum sem miðað var við og að sá sparnaður Húsavík. Fuglatalning hefur undanfar- in ár farið fram annan dag jóla á strandlengjunni frá Lóni í Kelduhverfi að Skjálfandafljóts- flóa. Talningasvæðin eru 10 og talningamenn voru 13. Alls töldust vera 19.640 fuglar á svæðinu og flestir reyndust æðar- fuglanir vera eða 11.247, snjótittl- ingar 2.703, hávellur 1.897 og sendlingar 831 en þeim hafði fjölg- að mest frá síðustu talningu. Einn áhugamanna við fuglataln- inguna er Sigurður Gunnarsson, Hlíð, og spurði ég hann hvað væri eftirtektarverðast við talninguna. kæmi einkum Blönduósbæ til góða þar sem útsvarstekjur á mann eru hærri á Skagaströnd en á Blöndu- ósi. Einnig kemur fram í niðurstöð- um könnunarinnar að ekki er að vænta mikils sparnaðar í fjárfest- ingum þó þess megi vissulega finna dæmi svo sem í sambandi við hafn- argerð, byggingu íþróttahúss og fleiri slíkra stórra þátta. Sveinn Ingólfsson hreppsnefnd- ármaður á Skagaströnd, sem lagði fram tillöguna um að þessi könnun færi fram, sagði í viðtali við frétta- ritara að sér sýndist að ná mætti fram töluverðum sparnaði með „Við sáum nú fleiri fuglategund- ir, alls 40, en 35 í fyrra og þar er um fleiri flækingsfugla að ræða en áður hafa hér sést, svo sem hvin- önd, skógarsnípa, grálóa, bleshæna, ísmáfur, gráþröstur, svartþröstur, silkitoppa og bókfinka. Það þótti mér athyglisvert, að afar lítið sást af ungum æðarfugli og það hefur svo verið í allt haust að ungfuglinn hefur ekki komið, hvort hann er svona seint á ferðinni eða_ aðrar ástæður eru, veit ég ekki. Á ung- fuglasvæðinu frá Húsavíkurhöfn að Bakkakrók er flest haust nokkuð af ungfugli allt uppí og yfir eitt- sameiginlegum kaupum á tækjum og vélum og samnýtingu þeirra. Einnig megi auka og bæta alla þjón- ustu við íbúana með sameiningu og muni það verða hlutfallslega ódýr- ara en í dag. Sagði hann að samein- ing væri ekki á dagskrá eins og er en öll umræða um slíkt væri af hinu góða. Telur hann að farið verði að ræða sameiningarmál af alvöru á næstu 10—20 árum og tímabært sé að sveitarfélögin tvö fari að vinna betur saman að sameiginlegum hagsmunamálum sínum. Ekki hefur ennþá verið tekin af- staða til þessa máls í hreppsnefnd þúsund fuglar, þegar best kemst upp unginn. En á þessu svæði nú hafa aðeins verið fáir ungfuglar. Breytingar á fjölda fugla miðað við síðustu talningu eru ekki marktæk- ar hvað varðar einstakar tegundir, nema hvað varðar sendlinginn, en þar er fjölgunin mikil,“ sagði Sig- urður. Þessi fuglatalning er öll unnin af áhugasömum sjálfboðaliðum og þar í hópi eru nokkur ungmenni, sem eyða tómstundum sínum í það að ganga fjörur og fylgjast með fuglalífinu. - Fréttaritari Höfðahrepps eftir að niðurstöður könnunarinnar lágu fyrir en það mun verða gert á næstunni. - Ó.B. Höfii lýsir yf- ir bæjartign HAFNARHREPPUR hefur ákveðið að taka sér bæjar- heiti í samræmi við 10. grein sveitarstjórnarlaganna frá 1986. Ástæðan er sú að Al- þingi hefur fyrr á þessu ári breytt ákvæðum laga á þann veg að bæjartign fylgir nú sama réttarstaða og kaup- staðir hafa samkvæmt sérlög- um. Um þessi skil hefur verið boðað til síðasta hreppsnefiid- arfundar og fyrsta bæjar- stjórnarfundar 31. desember. Félagsmálaráðherra hefur staðfest þessa breytingu með útgáfu bæjarmálasamþykktar fyrir Höfn og tekur hún gildi þann 31. desember. Skilin munu fara fram þann dag með viðeig- andi viðhöfn. Milli fyrrgreindra funda verður haldin hátíð- armessa þar sem séra Baldur Kristjánsson þjónar fyrir altari og Sturlaugur Þorsteinsson odd- viti flytur stólræðu. Fuglar taldir við Húsavík Verði komandi ár okkur öllum Finnbogi rammi sýnir Jóni Grikkjakonungi aflraunir með því að hefja konung á stól SÍnum upp á Öxl sér. (Úr Finnbogasögu ramma.) gleðilegt og gott Myndskreytingar á dagatali Verslunarbankans eiga að þessu sinni rætur að rekja til íslendingasagnanna. Við völdum skoplegar lýsingar úr sögunum, því höfundarnir bregða oft fyrir sig skopi þótt meginefni flestra þeirra sé alvarlegt. Þannig viljum við vekja athygli á fslendingasögunum og hvetja alla, ekki síst yngri kynslóðina, til að lesa þær. Og enginn þarf að óttast að sögurnar séu svo hátíðlegar og alvarlegar að ekki megi hafa af þeim gaman! Verslunarbankinn þakkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Nkiki •i/V >Cr ^ - V/6RSLUNRRBHNKINN -vituuin vpteð feési! *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.