Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 41
___________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 _
Jólatrésskemmtun
fyrir rúmri öld
eftir Pétur Pétursson
Stundum hefði ég látið þau orð
falla við góðkunningja og vini, að
afkomendum Bemhöftsættar beri
sérstök heiðursverðlaun og sæmd-
arheiti vegna geðprýði og góðvild-
ar. Það bregst ekki, ef einhver
ættingi þeirra verður á vegi manns,
hvort sem er í göngugötu, býti-
búri, veitingasal, skrifstofu eða
verslun, hvarvetna er glettni, bros
og hógvær gamansemi, sem stund-
um getur þó þróast í skellihlátur
með bakföllum og bergmáli, ef því
er að skipta. Þetta gildir jafnt um
bæði kyn. Snyrtimennska, mat-
gerðarlist (og matarleysi), söngv-
ísi, frásagnargleði og lífsgleði ein-
kennir margt af því fólki.
í skólaljóðum og hetjusöngvum
er sungið um landnema og hetjur
af konungakyni. Um það er gott
eitt að segja. En það er einnig
fagnaðarefni að hingað norður í
myrkur og fásinni skuli hafa leitað
flokkur manna, sem hefir kryddað
tilveru heldur hnípinnar þjóðar með
suðrænni hlýju í skaphöfn og léttri
lund og jákvæðu lífsviðhorfi.
Helgi Hjörvar var stundum stór-
orður og hvatvís í dómum sínum
um menn og málefni. Þótti ýmsum
orka tvímælis um dómsorð hans
og niðurstöðu. Enginn deildi þó við
Helga um þann dóm hans, að Jón
bóndi Eiríksson í Skeiðháholti væri
göfugmenni. Jón var kominn af
ætt Bemhöfts bakara. Ljós yfirlit-
um og mildur í framkomu, hæ-
verskur í háttsemi.
Ekki er þörf á fleiri formálsorð-
um með frásögn þeirri er hér birt-
ist af jólahaldi og jólagleði fyrir
rúmum hundrað árum.
Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla-
stjóri Verslunarskólans var mikill
áhugamaður um sögu Reykjavíkur.
Jafnframt skólastjóm sinni og rit-
störfum hafði hann með höndum
stjóm útvarpsþátta og kom þar
víða við sögu. Era þau störf hans
flestum enn í fersku minni; bóka-
þættir, annáll ársins á gamlárs-
kvöld og viðtöl við ýmsa borgara.
Vilhjálmur var útvarpsstjóri frá
árinu 1953 til 1968. í samtali sem
hann átti við frú Francisku Olsen
era sóttar frásagnir hennar um
bæjarbrag og jólaskemmtanir
Reykvíkinga fyrir rösklega hundr-
að áram.
„Heimili okkar var indælt heim-
ili. Við voram 9 systkini. Það var
oft glatt á hjalla heima. Sérlega á
jólunum var alltaf eitthvað meira
en venjulega eins og var hjá flest-
um. Þá fengum við alltaf að bjóða
bömum til okkar bæði telpum og
drengjum. Við fengum jólatré frá
bróður móður minnar og margt
fallegt til að hengja á jólatré. Var
það geymt þangað til á aðfanga-
dagskvöld, þá kom eldri dama, sem
hét fröken Maria Thomsen og
puntaði jólatréð. Krakkamir vora
voða forvitnir að líta í gegnum
skráargatið, hvort ekki væri hægt,
að sjá neitt, en það var troðið upp
í skráargatið, því enginn mátti sjá
jólatréð fyrr en á aðfangadags-
kvöldið. Síðan var kveikt á því og
inn komum við öll. Þar var margt
fagurt að sjá því að það var svo
margt fallegt frá útlandinu sem
okkur var sent. Síðan var sungið
og gengið kringum jólatréð, eins
og gengur og gerist en þegar það
var á enda þá fengum við hjá
móður okkar 2 krónur hvert okkar
í jólagjöf. Það þótti nú mikið í þá
daga að fá 2 krónur. Þá var siður
að spila púkk, lotterí eða þá hálf-
tólf. Svo fengum við skipt þessum
tveimur krónum í smærri peninga
til að fara að spila. Þegar við höfð-
um spilað svona þrisvar sinnum
fannst okkur við vera farin að tapa.
Svo tókum við báðum höndum um
borðið og sögðum: Við ætlum nú
ekki að vera með núna, til að tapa
ekki öllum aurunum.
Við voram alltaf boðin á indæl
heimili einu sinni á vetri á bama-
böll. Svo var aftur boðið heim til
okkar. Eitt var svo einkennilegt
sem ég held að ekki tíðkist nú.
Móðir okkar hafði alltaf afbrennt
rauðvín. Það var stór tarína og í
tarínunni var rauðvín. Eg held að
það hafi kostað 50 aura potturinn
í þá daga af rauðvíninu. Síðan var
látið kramarhús með spíritus ofan
á þetta rauðvín í tarínunni og síðan
var kveikt í því til þess að það
færi úr því allt sem hét alkohól.
Svo fengum við að drekka úr þessu
alveg eins og við vildum úr litlum
glösum, en svolitlu vatni var bætt
í. Og af þessu hafði enginn illt.
Þá var nú ekki til hvorki Coca
Cola og heldur ekki til límonaði.
Það var afskaplega skemmtilegt á
Hótel íslandi. Þar voru líka alltaf
böll. Þangað fengu ekki að koma
nema verslunarmenn. Það var ekki
um það að tala. Þar var dansað
og skemmt sér og mikið sungið. Á
jólunum var alltaf eitthvað extra
haft. Þar var það sem við köllum
coutilionslauffur. Það var nú held-
ur spenningur í ungu piltunum og
ungu stúlkunum þegar slauffurnar
komu inn því að það var raðað,
fyrst dömurnar og .herrarnir, og
síðan var gengið með þennan púða
og svo mátti hver dama taka eina
slauffu, hún var hvít og rauð, en
handa herranum blá og rauð. Og
svo var maður nú spenntur hvort
maður fékk margar slauffur í
barminn, eða enga. Svo var farið
að dansa og það var alltaf siður
að hafa þrjá túra í hveijum dansi.
Sá sem færði upp ballið með dö-
muna sína hann byijaði alltaf fyrst
að dansa. Svo var alltaf sagt: Eig-
um við að fara í... Við skulum
hafa blómin. Við skulum hafa
spegilinn. Við skulum hafa, eitt-
hvað svona annað. Og þetta gekk
svo vel. Okkur þótti svo lifandi
ósköp gaman að þessu. Þá var
maður nú ungur og kátur og fjör-
ugur. Þá spilaði alltaf frú Anna
Petersen ein, alla nóttina á hljóð-
færið og þótti nú ágætt að dansa
eftir því.“
Um klúbba í Reykjavík
„Starfandi var klúbbur á þessum
áram. Sumir kölluðu hann
Reykjavíkurklúbbinn, en aðrir
Broddaklúbbinn.
Móðir mín var í þessum Brodda-
klúbbi. Svo var þar einu sinni jóla-
ball. Þá var ég ekki nema eitthvað
12 ára gömul. Þá fengum við að
fara Wilhelm, Mína og ég á ballið.
Og móðir okkar. Allar mæður með
börnum sínum. Við fengum náttúr-
lega súkkulaði og allt sem er nú
enn í dag á þessum böllum. Það
var reglulega fullkomið allt saman.
Síðan var farið að dansa og
skemmta sér. Þetta held ég hafi
verið á Hótel Alexandra. Mig minnir
að hann hafi heitið Jespersen þessi
vert sem var þar. Það var allt ágætt
þar. Svo fréttum við það — það
kvisaðist eiginlega, — að við ættum
kannske að fá að vera til klukkan
þijú, en annars var talað um það
þegar að heiman var farið að fara
klukkan tólf heim. Þetta var nú
allt indælt. En svo allt í einu standa
allar gömlu mæðurnar upp, út í
hom fara þær allar til að halda
fund. Og við vorum nú heldur
spennt. Wilhelm bróðir segir: Held-
urðu ekki við fáum að vera, Sissa.
Ég held þær séu að tala um að við
fáum að vera lengur. Og þá koma
þær allar úr hominu, þær sem vora
búnar að halda fund, gömlu konum-
ar, og fara til allra bama sinna,
hver fyrir sig og segja: „Þið megið
Hótel Alex-
andra í
Hafiiar-
stræti 16.
Martin
Smith kons-
úllog
Andreas Je-
spersen
veitinga-
maður
standa við
anddyri hót-
elsins. í
þessum
húsakynn-
um var jóla-
trésskemmt-
unin haldin.
Börnin
fengu að
veratilkl. 3.
Bemhöftssystkin: sitjandi: Franciska Olsen, María Hansen, Vilhelmina Bemhöft, Luc-
inda. Standandi: Vilhelm Bernhöft tannlæknir, Daniel Bemhöft bakari. Þrír bræður
fóra til Ameríku.
41
Jóhanne Bernhöft, móðir Bera-
höftssystkinanna.
vera til þijú. Þið megið vera til
þrjú.“ Og það var svo mikil lukka
að ég gleymi aldrei því balli á með-
an ég lifi.“
Reykjavikurblöðin ísafold og
Þjóðólfur geta frú Jóhönnu Bem-
höft bæði lofsamlega er hún lést
rúmlega sextug að aldri í júnímán-
uði 1898. ísafold segir: „Hún var
merk kona og vönduð, ráðdeildar-
og atorkusöm. Hún var eigandi
elstu bakaraiðnarinnar hér í bænum
og stjómaði henni mörg ár, að
tengdaföður sínum látnum er var
stofnandi brauðgerðarinnar og lést
í hárri elli. Maður hennar var látinn
löngu á undan henni. Þeim hjónum
varð 9 bama auðið, er öll era á lífi,
4 erlendis, 3 synir í Ameríku og 1
dóttir í Danmörku gift, og 5 hér,
María Hansen, gift Ludvig Hansen
verslunarstjóra, Franciska Olsen,
gift Guðmundi Olsen kaupmanni,
Vilhelmina, ógift, Daníel bakari og
Vilhelm cand med & chir, tannlækn-
ir.“
Þjóðólfur segir: „ ... umhyggju-
söm móðir, trygglynd og hjarta-
góð.“ „Rak bakarí hér í bæ í félagi
við son sinn með miklum dugnaði."
Hótel Alexandra var til húsa í
Hafnarstræti 16. Þar heitir Jóska
húsið. í Þjóðólfi er sagt frá þvi síðla
árs 1880 að „herra Consul M. Smith
hafi keypt húseign í Strandgötunni
og látið byggja ofan á aðalhúsið,
svo það er nú tvíloptað: er það
ætlað til gistinga- og veitingahúss."
Svo er lokið lofsorði á Smith fyrir
smekkvísi og sagt að hótelið verði
„full-sómasamlegt, enda fyrir út-
lend stórmenni, og má fullyrða, að
hér í bæ hefir ekki fyrr sést veit-
ingastaður jafn fagur og þægilega
útbúinn sem þessi“.
í þessum húsakynnum fór jóla-
trésskemmtunin fram, sú er Franc-
iska Olsen sótti með móður sinni
og systkinum.
Á æskuheimili Bernhöftssystkina
var aðallega töluð danska. Af frá-
sögn Daníels Bemhöfts má þó sjá
að hann hefir kosið íslensku. Mun
sú tunga hafa verið þeim systkinum
mismunandi munntöm. Föll og
beygingar ekki ævinlega hljómað
samkvæmt ströngustu reglum.
Aldraðir Reykvíkingar kunnu sögur
af samdrætti þeirra Maríu Bemhöft
og Ludvigs Hansens er þau vora 5
tilhugalífi. Sagt var að systumar,
Lucinda er giftist dönskum kaup-
manni frá Slagelse, og María, hafi
setið við glugga er Hansen gekk
þar hjá. Þá bendir Lucinda út um
gluggann og segir: Þarna er nú
mannsefnið þitt, María. María ans-
aði að bragði: Ó, það vildi ég hann
Hansen kom og á mig.
Af Bernhöftsfólki má nefna
bræðurna Guido og Sverri, stór-
kaupmenn, Ludvig Hjálmtýsson fv.
ferðamálastjóra, Sigrúnu Hjálmtýs-
dóttur (Diddú) söngkonu, Hjálmtý
Heiðdal auglýsingamann, Hönnu
Ásgeirsdóttur, sjúkraþjálfara, Vil-
hjálm Sigtryggsson skógræktar-
mann, auk fjölda annarra búsettra
hérlendis og austan hafs og vestan.
Höfundur er þulur.