Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESjEMBER J.988 Um upphaf röntgen- þjónustu á Islandi og dr. Gunnlaug Clæssen eftir Ólaf Sigvrðsson Röntgenstofnun Háskóla íslands var formlega sett á stofn 1. janúar 1914. Þá var stigið stórt spor fram á við í greiningu og meðferð sjúk- dóma hér á landi og má segja, að sá dagur hafí markað tímamót í þróun íslenskrar læknisfræði. Nú þegar 75 ár eru liðin frá þeim degi, er vel við hæfí að minnast frum- heija röntgenfræða á íslandi, dr. Gunnlaugs Claessen, og rifja upp nokkur atriði úr ævi hans og starfí. Svo sem kunnugt má vera, er læknislistin gömul en læknavísindin ung, enda kölluð yngsta vísinda- greinin. Ekki er enn liðin öld, síðan röntgengeislar voru uppgötvaðir. Það var fyrst árið 1895, að þýski eðlisfræðingurinn Konrad Röntgen fann geisla þá, sem síðan hafa ver- ið við hann kenndir og reynst hafa svo mikilvægir í greiningu sjúk- dóma, sem i;aun hefur orðið á. Hann var þá prófessor við Háskól- ann í Wúrzbiirg, og fyrir þá upp- götvun,sína voru honum veitt árið 1901 fyrstu Nóbelsverðlauriin, sem úthlutað var í eðlisfræði. Það liðu því 18 ár frá uppgötvun röntgengeisla, þangað til þeir voru' teknir í notkun hér á landi. Má það heita nokkuð langur tími, en bæði var að fyrst í stað voru röntgentæk- in á tilraunastigi og bundin sífelld- um breytingum og endurbótum, og svo hefur vafalítið komið þar til fámenni, fátækt og framtaksleysi þjóðarinnar á þeim árum. Frum- kvæði að Röntgenstofnuninni átti Háskóli íslands, en sá sem hafði veg og vanda af framkvæmdinni og bar hita og þunga dagsins var dr. Gunnlaugur Claessen. Gunnlaugur fæddist 3. desember 1881 á Sauðárkróki. Faðir hans var Valgard Claessen, þá kaupmaður þar, síðar landsféhirðir. Hann var einn hinna dugmiklu dönsku versl- unarmanna, sem settust ungir að hér á landi á liðinni tíð, unnu sam- félagi sínu til gagns og bóta, gift- ust íslenskum konum og urðu kyn- sælir hér. Móðir Gunnlaugs var Kristín, dóttir Eggerts Briem, sýslumanns Skagfírðinga, ein 12 systkina, sem upp komust, og urðu nokkur þeirra þjóðkunn um sína daga. Hún andaðist viku eftir fæð- ingu Gunnlaugs, sem var yngstur fjögurra alsystkina. Hin voru Eg- gert, bankastjóri og hæstaréttar- lögmaður, Ingibjörg, kona Jóns Þorlákssonar, ráðherra og borgar- stjóra, og María, kona Sigurðar Thoroddsens, verkfræðings og yfír- kennara. Hálfsystkini hans yngri samfeðra voru Arent, stórkaup- maður, og Anna, kona Ólafs Briem skrifstofustjóra. Gunnlaugur lauk stúdentsprófi 1901 frá Lærða skólanum í Reykjavík, og læknisprófí í janúar 1910 frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn. Hafði hann þá tafíst nokkuð í námi vegna veikinda. Eft- ir það var hann við framhaldsnám erlendis hátt á fjórða ár, í Dan- mörku, Stokkhólmi og Berlín. Kynnti hann sér bamalækningar, en einkum lagði hann stund á rönt- genfræði. Heim kom hann haustið 1913 og gerðist starfandi læknir í Reykjavík, stundaði álmennar lækningar í nokkur ár og sinnti einkum bamalækningum, en jafn- framt vann hann að því að koma á fót Röntgenstofnun Háskóla ís- lands. Gekk undirbúningurinn vel og greiðlega, og var Gunnlaugur ráðinn forstöðumaður hennar frá 1. janúar 1914. Þó að stofnunin væri formlega sett á laggimar þann dag, var fyrsti sjúklingurinn ekki röntgenskoðaður þar fyrr en 3. apríl það ár. Fyrst var stofnunin til húsa í ein- býlishúsi Guðmundar Hannessonar, prófessors, Hverfísgötu 12, oghafði þar þrjú herbergi til afnota, dimmu- stofu í kjallara en röntgenherbergi og biðstofu á stofuhæð. Húsrýmið var lítið, skorið við nögl og ófull- nægjandi, og var ekki hægt að koma þar inn sjúkrakörfu vegna þrengsla. Verra viðureignar var þó rafmagnsleysið, sem þá var í Reykjavík, því að rafstöðin við Ell- iðaár var þá ekki komin til sögunn- ar. Það var trésmiðjan Völundur, sem lét Röntgenstofnuninni raf- straum í té meira af vilja en mætti, því að þar var af litlu að taka og var rafstraumur því ótryggur og ónógur, og urðu truflanir á hónum ósjaldan starfseminni til tráfala. Starfsskilyrðin vom því vægast sagt frumstæð enda var íjársk<|rtur stofnuninni til baga. Staða forstöðumanns við Rönt- genstofnunina var upphaflega bundin því skilyrði, að hann keíindi lífeðlisfræði við læknadeild Háskól- 7 Dr. Gunnlaugur Claessen ans, sem hann gerði frá vormisseri 1914. Ekki verður með sanni sagt, að Háskólinn hafí tekið ástfóstri við þetta afkvæmi sitt, Röntgenstofn- unina. í október 1914 var gerð sú samþykkt af Háskólaráði, að læknadeildinni virtist eðlilegt, að Röntgenstofnunin yrði rekin sem sérstök landstofmin, aðgreind frá Háskólanum, þar eð kennsla færi þar ekki fram og stofnunin væri eingöngu til almennings nota. Og fyrir tilmæli frá Háskólaráði var Röntgenstofnunin aðskilin frá Há- skóla íslands á nýári 1918 og hét eftir það Röntgenstofan. Baðst þá Gunnlaugur lausnar frá kennslu- skyldu sinni í lífeðlisfræði, sem hon- um var veitt. Eins og vænta má, er leið brautryðjandans löngum þymum stráð, tálmanir, takmark- aður skilningur og vonbrigði verða á vegi hans og sókn að settu marki ekki auðveld. í janúar 1918 var Röntgenstofan flutt í hús Nathans & Olsens, Aust- urstræti 16, en því fylgdi rafstöð og færðist þá raftnagn í betra horf en áður. Árið 1921 var svo rafstöð- in við Elliðaár tekin í notkun og var þá rafmagnsvandi Röntgenstof- unnar úr sögunni. Röntgenstofnunin fór hægt af stað en jók umsvif sín og færði út kvíamar smátt og smátt. Fyrstu árin var starfsemin einkum bundin við röntgengreiningu og svo til allir sjúklingar voru skoðaðir að beiðni annarra lækna. Árið 1914 voru skoðanir á Röntgenstofnuninni 139 talsins en árið 1930 hafði þeim fjölgað smám saman á Röntgen- stofunni upp í 1.220 á ári. Eftir- spurn lækna eftir röntgenþjónustu mun hafa ráðið mestu um fjölda og fjölgun röntgenskoðana á hveij- um tíma. Gunnlaugur Claessen lagði þó sinn skerf af mörkum til viðgangs stofunni með fræðslu í ræðu og riti um notkun röntgen- geisla. Hann var framsýnn, honum var ekki lítið í hug, og hann sótti ótrauður á brattann. Honum var lagið alla tíð að fá fjárveitingar fyrir nauðsynlegum tækjum og fá nýtt í stað þess sem var orðið gam- alt, úrelt og úr sér gengið. Ekki var hann ákafamaður, en þó að hann færi sér hægt, var hann í rauninni baráttu- og málafylgju- maður en beitti löngum lagni frem- ur en kappi til að koma fram málum sínum. Ifyrir forgöngu hans og stofnsetningu radiumsjóðs fékk Röntgenstofan tæki til geislalækn- inga árið 1919. Þau voru einkum notuð við húðsjúkdómum, berklum í eitlum og æxlum. Árið 1921 voru svo fengin kolbogaljós á Röntgen- stofuna. Árið 1928 varði Gunnlaugur Cla- essen doktorsritgerð sína um rönt- gengreiningu sullameina við Karol- inska Institutet í Stokkhólmi. Hlaut sú ritgerð mjög lofsamlega dóma. Hann var ráðinn yfírlæknir hinn- ar nýju Röntgendeildar Landspítal- ans frá janúar 1931 og gegndi því starfí til æviloka. Upp frá því flutti hann fyrirlestra og leiðbeindi stúd- entum í læknadeild Háskólans um röntgenfræði. Gunnlaugur giftist árið 1914 Þórdísi dóttur Bjöms Jenssonar, kennara við Lærða skólann í Reykjavík, en hann var bróðursonur Jóns Sigurðssonar forseta. Hún var glæsileg kona og vel mennt, sem sómdi sér vel við hlið hins mikil- hæfa eiginmanns síns. Dætur þeirra eru Anna la Cour og Þórdís Hof- dahl, báðar giftar og búsettar í Danmörku. Á árunum 1915—1935 vann Gunnlaugur Claessen það afrek að uppræta að mestu leyti sjúkdóminn geitur, öðru nafni favus, hér á landi. Með fræðslu, skipulagningu og eftirliti leitaði hann uppi á þessu árabili 152 geitnasjúklinga, með- höndlaði þá með röntgengeislum án framköllunar á teljandi skalla og náði fullnaðarárangri að kalla. Skop í Islend- ingasögunum - á dagatali Verslunarbankans í ár SKOP í íslendingasögunum er viðfangsefni dagatals Verslunar- bankans 1989. „Höfundar sagnanna bregða nefnilega oft fyrir sig skopi og sýna persónur og atvik í óvæntu og spaugilegu ljósi þótt megin- eftii flestra þeirra sé alvarlegt11 í hveijum mánuði er ein frásögn myndskreytt. Þeirra á meðal er at- riði eins og sagan af Þorgeiri Háv- arssyni og hvönninni úr Fóstbræðra sögu, viðureign Grettis og grið- kunnar úr Grettis sögu og frásagn- ir úr Heiðarvíga sögu, Hávarðar- sögu ísfírðings og Finnboga sögu ramma. Stuðst var við útgáfu Svarts á hvítu á sögunum. Skop í íslendingasögunum er á dagatali Verslunarbankans í ár. m ** 29 30 3 4 5 ö 10 11 12 V3 14 16 n 18 19 20 21 23 24 26 26 21 2£ í tengslum við dagatalið hefur Verslunarbankinn ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni meðal nem- enda níunda bekkjar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ og Suðurnesjum. Ritgerðarefnin eiga að örva ungl- ingana til að setja sig í spor manna á söguöld og bera saman við nútím- ann. Dómnefnd verðlaunar tíu bestu ritgerðimar. Hann lét mjög til sín taka vamir gegn sullaveiki. Leitaðist hann við að efla þær vamir annars vegar með stöðugri fræðslu um sýkingar- hættu af hundum- og brýningu um varúð gegn henni, og hins vegar með því að koma í kring fækkun á óþarfa hundum. Hann átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur 1920— 1926 og fékk því til leiðar komið að hundahald var bannað í Reykjavík vegna sýkingarhættu, sem af þeim stafaði. Gunnlaugur var einn af aðal- hvatamönnum að stofnun Rauða kross íslands 1924, sat í stjóm hans alla tíð og var formaður hans um árabil. Hann var ritstjóri tíma- rits Rauða kross íslands, Heilbrigðs lífs, frá upphafi þess 1941 til 1948, þá er hann lést. Hlutverk þess var að fræða almenning um heilbrigðis- mál og heilsuvemd í ljósi þeirrar þekkingar sem menn höfðu þá á þeim málum. Mun það sama hafa vakað fyrir útgefendum þessa tíma- rits og þeim, sem nú upplýsa fólk um forvarnir gegn sjúkdómum. Dr. Claessen skrifaði alltaf margt og mikið í ritið um heilbrigðismál og læknisfræðileg efni og fékk aðra lækna til að rita í það fræðandi greinar um sérþekkingu þeirra og áhugamál. Var honum sýnt um að skrifa fyrir leikmenn. Ekki fer milli mála, að Heilbrigt líf var gott og merkilegt tímarit undir ritstjóm dr. Claessens. Mun ritið hafa kostað hann ómælda fyrirhöfn og vinnu. Þá var heilsu hans farið að hraka, en hann lét það ekki á sig fá og hlífði sér hvergi. Dr. Claessen var með afbrigðum mikill starfsmaður, sameinaði vel hraða og nákvæmni í vinnubrögðum sínum og afköst hans og ævistarf eftir því mikið. Eins og fleiri elju- menn var hann árrisull og sestur við iðju sína tveimur klukkutímum fyrir venjulegan vinnutíma. Mun morgunstundiri hafa reynst honum dijúg til verka með næði sínu og tómi frá erli dagsins og frátöftim. Þá barðist dr. Claessen fyrir því að líkbrennslu yrði komið á fót hér á landi. Gekkst hann fyrir stofnun Bálfararfélags Islands og vann að því, að byggð var útfararkapella í Fossvogskirkjugarði og bálstofa í sambandi við hana. Hann átti hlutdeild í stofnun Læknablaðsins og Læknafélags ís- lands, sat í stjóm þess og Læknafé- lags Reykjavíkur um hríð. í rit- stjóm Læknablaðsins var hann 1923—1930. Hann var áhugasamur meðritstjóri læknatímaritsins Acta Radiologica 1940—1948. Dr. Gunnlaugur Claessen kapp- kostaði að Röntgendeild Landspítal- ans stæði jafnfætis hliðstæðum stofnunum erlendis. Að mati fær- ustu útlendra röntgenlækna tókst honum það til fullnustu þrátt fyrir fjárskort og fámenni þjóðarinnar. Ekki er efamál, að það var mikið happ að það féll í hans hlut að koma fótum undir röntgenfræði hér á landi. Starfsleg einangmn var honum ekki fjötur um fót. Hann kynnti sér nýjungar í sérgrein sinni Veitt úr minningar- sjoði Þor- valds Finn- bogasonar ÚTHLUTUN námsstyrks úr Minningarsjóði Þorvalds Finn- bogasonar stúdents fór fram mánudaginn 21. desember. Sjóðurinn var stofnaður af for- eldrum Þorvalds Finnbogasonar, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, prófessor við verkfræðideild, á 21 árs afmæli Þor- valds sonar þeirra, 21. desember 1952. Er tilgangur sjóðsins að styrkja stúdenta til náms við verk- fræðideild Háskóla íslands eða til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.