Morgunblaðið - 04.01.1989, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1989
Morgunblaðið/Einar FaJur
Nýárslamb íKópavogi
SÍÐASTA lamb ársins fæddist í Kópavogi 30. desember. Það
var ærin Sóleyjarkolla á Qárbúi þeirra feðga Arnórs Guðlaugs-
sonar og Guðbjörns Arnórssonar sem eignaðist myndarlegan
hrút. Þetta var í annað sinn á árinu sem Sóleyjarkolla bar,
þann 4. mars 1988 fæddist henni einnig hrútur. Á myndinni
sést ærin ftjósama ásamt nýjasta afkvæminu sem er í fangi
Guðbjörns Arnórssonar.
Sj óefnavinnslan:
Athugasemdir gerðar við
tryggmgar skuldabréfs
Lögfræðingar iðnaðarráðuneytisins kanna málið
Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við tryggingar fyrir skulda-
bréfi upp á 150 milljónir króna sem Hitaveita Suðumesja gaf út er
hún keypti Sjóefiiavinnsluna á síðasta ári. Telur Ríkisendurskoðun
að endurgreiðsla skuldabréfsins sé ekki nægilega tryggð. Kemur þeSsi
athugasemd fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar við rikisreikning 1987.
I skýrslunni telur Rikisendurskoðun einnig nauðsynlegt að ljóst sé
hvort framkvæmdavaldið geti selt hlutabréf rikisins án heimildar
Alþingis hveiju sinni.
Forsaga málsins er sú að í tíð
ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar
undirrituðu iðnaðarráðherra og §ár-
málaráðherra f.h. ríkissjóðs samning
um sölu á hlutbréfum Sjóefnavinnsl-
unnar hf. Kaupandi var Hitaveita
Suðumesja. Samkomulagið fól í sér
að ríkissjóður seldi hlutbréf sín á
3,4 milljónir króna en þau voru skráð
á 81 milljón. Jafnframt yfirtók ríkis-
sjóður lán sem veitt höfðu verið til
Sjóefnavinnslunnar af endurlánum
ríkissjóðs að upphæð 406 milljónir
króna. Á móti þessu gaf kaupand-
inn, Hitaveita Suðumesja, út tvö
skuldabréf, hið fyrra að upphæð 70
milljónir króna með lokagjalddaga
árið 2000. Hið síðara að upphæð 150
milljónir króna án lokagjaldaga. Það
mun verðtryggt en ber enga vexti.
Endurgreiðsla þessara bréfa er háð
afkomu fyrirtækisins og er miðað
við að endurgreiðsluijárhæð sé 7,5%
af hagnaði fyrir skatta.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
segir, hvað sjálfa söluna á hlutabréf-
unum varðar, að lögfræðingar iðnað-
arráðuneytisins hafi kannað það mál
sérstaklega. Samkvæmt lögunum
um Sjóefnavinnsluna hafi hlutur
ríkisins í henni verið nokkurskonar
„varaskeifa“. Ef ekki tókst að afla
hlutafjár á almennum markaði greip
ríkið inni í og lagði til það fé sem
á skorti. Samkvæmt þessu hafi lög-
fræðingamir talið að ekkert væri
því til fyrirstöðu að ríkið seldi síðan
sinn hlut, eins og úr varð.
Hvað tryggingar fyrir skuldabréf-
unum varðar segir Jón að bréfið upp
á 70 milljónir króna sé gulltryggt.
Hvað varðar 150 milljóna króna
bréfið segir hann að alltaf hafi legið
ljóst fyrir að tryggingar fyrir því
væru ekki traustar og hafi Alþingi
verið gerð grein fyrir því á sínum
tíma.
„Þetta er spuming um hvað orðið
„nægjanlegar" þýðir í þessu tilfelli.
Ég mun láta lögfræðinga ráðuneyt-
isins kanna þetta mál og gera síðan
Ríkisendurskoðun grein fyrir þeirra
niðurstöðum," segir Jón Sigurðsson.
VEÐUR
* r
r *
#
* r
r
%
r *
*
/
%
*
r *
r *
r #
/ * r
* /
/ * / #
*■ r * r
ÍDAGkl. 12.00:* * r
*
/
/
* ■
f r
r *
* / *
* r * r
* r * r *
* r Heimild: Veðurstofa íslands
f (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 4. JANUAR
YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á IV og V miðum, Vest-
ur-, Norður-, Suðaustur- og Suðurdjúpi. Um 600 km suðsuðvestur
af Reykjanesi er 950 mb lægð sem þokast norðaustur. Veður fer
kólnandi þegar líður á nóttina, fyrst norðvestanlands.
SPÁ: Hvöss norðanátt og snjókoma eða slydda víða um land,
mest þó norðanlands. Hiti frá +2 til +3 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- og norðaustanátt um mest
allt land. Dálítil él við norður-, austur- og suðurströndina, en ann-
ars þurrt. Frost 0-4 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustanátt og rigning eða slydda vfða
um landið. Hiti 3—7 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
-j- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
httl vaftur
Akureyri e rignlng
Reykjavfk 8 þokumóða
Bergen 6 alakýjað
Helslnki 2 akýjað
Kaupmannah. 4 þokumóða
Narssarssuaq +19 Mttskýjaó
Nuuk +8 alskýjað
Oaló +1 hrímþoka
Stokkhólmur 4 lóttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam 5 þokumóða
Barcalona 12 mistur
Beriín 0 þokumóða
Chicago +4 frostúði
Feneyjar 6 heiðskirt
Frankfurt 3 þokumóða
Glasgow 7 rigning
Hamborg 2 þokumóða
Las Palmas 20 létukýjað
London 6 alskýjað
Los Angeles 9 heiðskirt
Lúxemborg +1 þokumóða
Madrld 4 mtatur
Malaga 14 alskýjað
Mallorca 13 mistur
Montreal +11 skafrenningur
Naw York 3 skýjað
Oriando 16 þoka
Parfs +3 alskýjað
Róm akýjað
San Diego 8 heifiskírt
Vfn 2 léttskýjað
Washington 0 léttskýjað
Winnipeg +24 haifiskfrt
Eldeyjar-Hjalti landar fiski í körum í Grindavík eftir velheppnaða
veiðiferð með línu. Morgunblaðið/Kr.Bcn.
Útgerðarfélagið Eldey hf.
Vanefiidir á hluta-
flárloforðum skipta
milljónum króna
Grindavík.
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Eldey hf.
í Keflavík á nú i miklum erfiðleik-
um með að standa i skilum með
afborganir af skipum sínum, EI-
deyjar-Hjalta og Eldeyjar-Boða,
þar sem vanefndir á hlutaflárlof-
orðum eru mjög miklar og skipta
milljónum. Gæti svo farið að hlut-
hafafúndur verði látinn skera úr
um framtíð félagsins á næstunni
í ljósi þessara staðreynda.
Jón Norðfjörð stjómarformaður í
Eldey hf. sagði að sér virtist Suður-
nesjamenn hafa gleymt markmiðum
félagsins furðu fljótt og vissi hann
dæmi þess að skuldabréf sem áttu
að vera greiðsla hlutafjár hefðu ver-
ið rifin.
„Þá hafa brugðist loforð um lið-
sinni á obinberum vettvangi, meðal
annars aðstoð um fyrirgreiðslu af
hálfu þingmanna kjördæmisins en
það er sér kafli í sögu fyrirtækis-
ins,“ sagði Jón og bætti við að ekki
höfðu öll sveitarfélögin á Suðumesj-
um vilja til að leggja málinu lið og
nú nýlega felldu 95% fundarmanna
hjá Skipstjóra- og stýrimannafélag-
inu Vísi tillögu um þátttöku.
„Við urðum vissulega varir við
mikla óánægju fólks þegar við hurf-
um frá kaupum á hlutabréfum SÍS
í Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. en
staðreyndin var sú að fyrirtækið er
í raun gjaldþrota og ekkert þar að
kaupa, enda voru togararnir, Aðal-
vík KÉ og Bergvík KE, ekki til sölu
og engar viðræður leyfðar um þann
möguleika," sagði Jón.
Rekstur skipa félagsins hefur
gengið þokkalega og mun aflaverð-
mæti þeirra vera tæpar 70 milljónir
króna til samans. Kr.Ben.
Nýr opnunartíim
að Kjarvalsstöðum
Menningarmálanefnd
Reykjavíkurborgar hefur
ákveðið að breyta opnun-
artíma Kjarvalsstaða.
Framvegis verða Kjarvals-
staðir opnir frá kl. 11.00 til
18.00 alla daga vikunnar, en auk
þess verður hægt að fá opnað
fyrir hópa utan þess tíma, eftir
nánari samkomulagi.
Veitingastofan að Kjarvals-
stöðum verður jafnframt opin
frá kl. 11.00 til 18.00, þar sem
boðið er upp á léttar veitingar.
Beðið með aðgerðir vegna
skattskulda fyrirtækia
Fjármálaráðherra hefiir farið
þess á leit við innheimtumenn
ríkissjóðs úti á landi að þeir gangi
ekki hart eftir skattauppgjöri
sjávarútvegsfyrirtækja sem eru
nú f meðferð hjá Atvinnutrygg-
ingarsjóði og ekki sé enn ljóst
hvaða afgreiðslu þau fa þar.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði við
Morgunblaðið, að nokkur fyrirtæki,
sem Atvinnutryggingarsjóður væri
nú að skoða, hefðu ekki gert skil á
staðgreiðsluskatti starfsmanna
sinna. f sumum tilfellum væru þetta
eldri skuldir og því hluti af því skuld-
auppgjöri sem lægi fyrir Atvinnu-
tryggingarsjóði.
Olafur Ragnar sagðist ekki vilja
beita aðgerðum til að loka þessum
fyrirtækjum af þessum ástæðum,
enda væru þau sum hver einu fyrir-
tækin í viðkomandi byggðarlögum.