Morgunblaðið - 04.01.1989, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLA.ÐIÐ MIÐYIKUDAGUR 4. JANÚAR Í989
Hvað er miðbæjarstarfsemi?
eftirElínu G. Ólafs-
dóttur, Guðrúnu
Agústsdóttur og
Hildigunni Haralds-
dóttur
Hinn 10 nóvember 1988 birtist
þessi auglýsing í dagblöðunum:
Auglýsing frá
Borgarskipulagi
Kvosarskipulag —
lóð Happdrættis
Háskóla Islands
1. Tillaga að breytingu á stað-
festu deiliskipulagi Kvosarinn-
ar er hér með auglýst sam-
kvæþit 17. og 18. gr. skipu-
lagslaga nr. 19/1964. Upp-
bygging lóðanna Suðurgata 3
syðri hluta, Suðurgata 5 og
Tjamargata 8 breytist vegna
sameiningar lóðar.
2. Landnotkun í deiliskipulagi
miðbæjarins verði í samræmi
við staðfest Aðalskipulag
Reykjavíkur 1984—2004 þ.e.
miðbæjarstarfsemi. Uppdrætt-
ir og greinargerð verða al-
menningi til sýnis hjá Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borg-
artúni 3, frá fímmtudeginum
10. nóv. til fímmtudagsins 22.
des. 1988, alla virka daga frá
kl. 8.30-16.00.
Athugasemdum, ef einhveijar
eru, skal skila skriflega á sama
stað eigi síðar en kl. 16.15,
fímmtudaginn 5. jan. 1989.
Þeir sem eigi gera athuga-
semdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkir breytingunni.
Reykjavík, 10. nóvember 1988
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartúni 3,
105 Reykjavík
Okkar greinarhöfundum sem er-
um í Skipulagsnefnd borgarinnar,
borgarráði og borgarstjóm kom
þessi auglýsing á óvart. Reyndar
kom hún öllum minnihlutanum í
borgarstjóm á óvart.
Við könnuðumst fjarska vel við
fyrri hluta auglýsingarinnar sem
fjallaði um breytingu á lóðunum
Suðurgötu 3 og 5 og Tjamargötu
8, enda hafði verið um hana fjallað
kyrfilega í þar til gerðum fagnefnd-
um og ráðum á eðlilegan hátt.
Elín G. Ólafsdóttir
En hvað þýðir þessi auglýsing?
Þ.e.a.s. síðari hluti hennar: „Land-
notkun í deiliskipulagi miðbæjarins
verði í samræmi við staðfest Aðal-
skipulag Reykjavíkur 1984—2004
þ.e. miðbæjarstarfsemi.“ í fljótu
bragði virðist þetta ekki sérlega
flókið. En það hefur samt sem áður
vafíst fyrir fólki að skilgreina hvað
við er átt. Ekki síst orðið MIÐ-
BÆJARSTARFSEMI. í nýsam-
þykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur
er engin skýr skilgreining á þessu
orði. Þess vegna bað ein okkar
Borgarskipulag um skilgreiningu á
því si. fímmtudag og óskaði eftir
svari á borgarráðsfundi daginn eft-
ir. Á þeim fundi óskaði borgarstjóri
eftir nokkurra daga fresti til að
útskýra þetta orð.
Það er orðið mjög aðkallandi að
skilgreina nákvæmlega þetta hug-
tak, og hvað þessi auglýsing þýðir
í raun þar sem frestur til að skila
inn athugasemdum rennur út á
morgun 5. jan. kl. 16.15.
Nú er það ekki svo að meirihlut-
inn í borgarstjóm hafí ekki haft
töluvert svigrúm til þess að gera
sér og öðrum grein fyrir því hvað
hér væri á ferðinni. í borgarráði
hinn 15. nóv. var vakin athygli á
málinu og í borgarstjóm tveimur
dögum seinna lögðu borgarfulltrúar
minnihlutans fram tillögu um að
auglýsingin yrði dregin til baka, þar
sem um hana hafí ekki verið fjallað
sérstaklega hvorki í skipulagsnefnd
né borgarráði. Eins er í þessari til-
lögu lagt til að í skipulagsnefnd
Guðrún Ágústsdóttir
„Það sem við óttumst
er, að verið sé að gera
breytingu á deiliskipu-
laginu sem getur haft
afdrifaríkar afleiðing-
ar fyrir miðborgina. Ef
íbúðum fækkar en
verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði eykst
kallar slík breyting á
mun meiri bílaumferð
sem aftur kallar á fleiri
bílastæði, bílastæðahús
og greiðari umferðar-
æðar að og frá hjarta
borgarinnar ásamt auk-
inni mengun.“
verði skilgreint nákvæmlega hvað
„miðbæjarstarfsemi skv. aðalskipu-
lagi" þýðir og hvaða afleiðingar
breytingin hefði hugsanlega á mið-
bæinn ekki síst umferð og bíla-
stæði. Þessari tillögu var hafnað.
í skipulagsreglugerð grein 1.1.3.
um deiliskipulag segir svo: „Deili-
skipulag skal gera fyrir einstök
hverfi, bæjarhluta eða reitj innan
ramma aðalskipulagsins. í deili-
skipulagi er gerð nánari grein fyrir
notkun lands, tilhögun gatna, íbúð-
arhúsa, atvinnu- og þjónustuhús-
næðis, stofnana, leiksvæða, útivist-
Hildigunnur Haraldsdóttir
arsvæða og annars er þurfa þykir.
Deiliskipulag skal taka mið af þeirri
stefnu sem mörkuð er í aðalskipu-
lagi hlutaðeigandi sveitarfélags.“
Það er því skýrt tekið fram að deili-
skipulag sé nánari útfærsla á aðal-
skipulagi en ekki öfugt.
Þetta útskýrir e.t.v. að orðið mið-
bæjarstarfsemi er ekki skilgreint
nákvæmlega í aðalskipulaginu —
því gert er ráð fyrir slíkri útskýr-
ingu í deiliskipulagi. Það vekur líka
furðu að Skipulagsstjóm ríkisins
skuli heimila auglýsingu þar sem
allar nánari skilgreiningar skv.
þessari grein 1.1.3. vantar.
Ef reynt er að geta sér til um
hvers vegna þessi auglýsing birtist
skyndilega í blöðunum án nokkurr-
ar umfjöllunar í borgarkerfínu þá
dettur okkur fyrst í hug nýfallinn
úrskurður félagsmálaráðherra
vegna byggingar á lóðinni Aðal-
stræti 8, þar sem Fjalakötturinn
stóð. Ein aðalástæða þess að bygg-
ing hússins var stöðvuð var sú, að
í staðfestu deiliskipulagi Kvosarinn-
ar segir: „að minnsta kosti efsta
hæð allra húsanna skal vera íbúð
eða ca. 20% af heildargólffleti."
bls. 7. „Höfundar telja aukningu
íbúða á svæðinu mikilvæga til að
auka jafnvægi á móti verslun og
þjónustu." (bls. 7), og á bls. 3 er
eitt af meginmarkmiðunum:
„—Fjölgun íbúða á svæðinu til að
bærinn deyi ekki út eftir að verslan-
ir og skrifstofur loka.“ Og til að
tiyggja að eftir þessu væri farið
var gerð nákvæm grein fyrir land-
notkun á hverri hæð í nýbyggingum
í Kvosinni og sú landnotkun var
staðfest í Skipulagsstjóm ríkisins.
Þetta meginmarkmið samþykkti
meirihlutinn og gerði raunar að
sinni tillögu. Húsbyggjendur Aðal-
strætis 8 hugðust hins vegar aðeins
hafa eina litla húsvarðaríbúð í þess-
ari stóru byggingu. Félagsmálaráð-
herra tók undir þá skoðun íbúa í
nágrenninu, sem kærðu þessa ný-
byggingu, að aðeins ein íbúð á þess-
ari lóð bryti í bága við landnotkun
í staðfestu deiliskipulagi Kvosarinn-
ar.
Getur verið að þama sé fundin
ástæðan fyrir margumræddri aug-
lýsingu?
Fyrst við sem um þessi mál eig-
um að fjalla og meirihluti borgar-
stjómar sem ákvað að auglýsa veit
ekki um hvað málið snýst raun-
verulega, er ekki mjög líklegt að
almenningur í borginni bregðist við
og geri athugasemdir fyrir kl. 16.15
á morgun.
í auglýsingunni kemur fram að
almenningur gat að vísu gengið að
uppráttum og greinargerðum hjá
Borgarskipulagi til 22. des. sl.
Við skoðun kom í ljós að útskýr-
ingar varðandi annan lið auglýs-
ingarinnar er ein örk, A3. Skv. því
plaggi er engin skýring gefín á því
hvað verið er að auglýsa skv. 2.
tölulið og af uppdráttum verður
maður litlu nær.
í deiliskipulaginu er hins vegar
gerð grein fyrir landnotkun hverrar
hæðar fyrir sig.
Það sem við óttumst er, að verið
sé að gera breytingu á deiliskipu-
laginu sem getur haft afdrifaríkar
afleiðingar fyrir miðborgina. Ef
íbúðum fækkar en verslunar- og
skrifstofuhúsnæði eykst kallar slík
breyting á mun meiri bílaumferð
sem aftur kallar á fleiri bílastæði,
bílastæðahús og greiðari umferðar-
æðar að og frá hjarta borgarinnar
ásamt aukinni mengun.
Ennþá eru þetta einungis getgát-
ur okkar, því okkur vantar skil-
greiningu á nauðsynlegum hugtök-
um. Vonandi reynist ótti okkar
ástæðulaus, en þvi miður höfum við
fengið fjölmargar ástæður til þess
að vera fullar tortryggni.
Af þessu tilefni munum við ítreka
ósk okkar um lengri frest og höfum
ekki trú á öðru en að við henni
verði orðið nú.
Reykjavík, 2. janúar 1989.
Elín G. Ólafsdóttir er borgnrfull-
trúi fyrir Kvennalista, Gaðrún
Ágústsdáttir er borgarfulltrúi fyr-
ir Alþýðubandalagið, Hildigunnur
Haraldsdóttir er fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Skipulogsnefnd.
Breyting á bólusetningu ungbarna:
Þess verður gætt að ónæmi gegn
rauðum hundum verði nægjanlegt
- segir Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir
Vignir Jóhannsson
Norræn myndlistarsýning í New York:
Vignir Jóhannsson
ftilltrúi Islands
FRÁ og með þessu ári verða öll
börn bólusett við hettusótt, misl-
ingum og rauðum hundum í einni
sprautu við átján mánaða aldur
samkvæmt ákvörðun landlæknis.
Margrét Guðnadóttir prófessor
hefúr gagnrýnt þessa ákvörðun,
og telur að með þessari aðferð
verði töluverður hópur kvenna á
barneignaaldri í sýkingarhættu
eftir nokkur ár vegna lélegrar
móte&iamyndunar. Guðjón
Magnússon aðstoðarlandlæknir
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þessi ákvörðun hafí verið tek-
in að vandlega athuguðu máli,
og samráð hafi verið haft við
barnalækna, heimilislækna og
héraðslækna, sem hafi Qallað um
þetta mál.
„Það er talin mjög heppileg ráð-
stöfun að taka þessa bólusetningu
upp, en með þessu erum við að
fylgja sömu stefnu og nágranna-
þjóðir okkar, og til dæmis verður
Island síðast Norðurlandanna til að
taka þessa bólusetningu upp. Okkur
fínnst því ekki að með þessu séum
við að taka neina ákvörðun sem
þarf að hafa áhyggjur af,“ sagði
Guðjón Magnússon.
Guðjón segist telja að með því
að taka upp bólusetningar á öllum
bömum við 18 mánaða aldur aukist
líkur á að hægt verði að koma í
veg fyrir að rauðir hundar geysi
sem faraldur hér á landi. „Með
þeirri aðferð sem hefur viðgengist
höfum við ekki haft nein tök á að
koma í veg fyrir að stórir faraldrar
af rauðum hundum gangi hér á
landi eins og gerst hefur á tíu ára
fresti. Einungis hafa verið bólusett-
ar þær 12 ára stúlkur sem mælst
hafa næmar fyrir rauðum hundum,
og þannig eru öll böm sem eru
yngri en 12 ára næm fyrir sýk-
ingu.“
„Sú hætta sem Margrét Guðna-
dóttir hefur bent á er þó raunhæf,
og vissulega er það betra ónæmi
sem fæst með sýkingu heldur en
bólusetningu. Hins vegar kemur
það á móti að minni þörf er fyrir
þetta ónæmi ef komið er í veg fyr-
ir að faraldur gangi. Þama er um
tvær aðferðir að ræða, sem báðar
geta komið að gagni, en munurinn
á þeim er sá að í öðru tilvikinu er
sífellt verið að veija þann hóp sem
óttast er að fari verst út úr sýk-
ingu, það eru konur á bamseignar-
aldri, en í hinu tilvikinu eru allir
bólusettir til að að koma í veg fyr-
ir að upp komi faraldur af rauðum
hundum. Þessi aðferð hefur verið
notuð í Bandaríkjunum í yfír tutt-
ugu ár, þannig að mjög góð reynsla
er komin á það bóluefni sem notað
er. Það veður að sjálfsögðu fylgst
með því að þessi bólusetning skili
þeim árangri sem að er stefnt, og
ekki er reiknað með því að byija
að bólusetja nema átján mánaða
bömin, þannig að í nokkuð mörg
ár héðan í frá verður báðum þessum
aðferðum beitt. Það er því alls ekki
strax verið að leggja niður þá að-
ferð sem hingað til hefur verið
beitt, og vandlega verður fylgst
með því í framtíðinni að ónæmi sé
nægjanlegt og bóluefnið sé nægjan-
lega gott,“ sagði Guðjón Magnús-
son.
AMERÍSK-Skandinavíska félag-
ið í New York gengst fyrir nor-
rænni myndlistarsýningu í Pri-
vatbanken í New York dagana
13. janúar til 28. febrúar. Á sýn-
ingunni verða verk eftir fimm
norræna myndlistarmenn og er
Vignir Jóhannsson fulltrúi ís-
lands.
Auk Vignis eiga verk á sýning-
unni þau Peter Astrom frá Svíþjóð,
Thor Furulund frá Noregi, Mette
Petri frá Danmörku og Kari Walden
frá Finnlandi. í fréttatilkynningu
fíá Amerísk-Skandinavíska félag-
inu segir að allir listamennimir
hafí numið myndlist í New York
og njóti alþjóðlegrar viðurkenning-
ar, en í myndum þeirra allra komi
fram sterk viðhorf sem spegli nor-
rænt skaplyndi.