Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
6. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Flugslysið í Mið-Englandi:
82 menn lifðu
afbrotlendinmi
Loughborough. Daily Telegraph. Reuter. —*
ÁTTATÍU og tveir menn komust lífs af þegar splunkuný Boeing
737-400-þota brezka flugfélagsins British Midland Airways brotlenti
í jaðri íjölfarnasta þjóðvegar Englands í fyrrakvöld. Hún var sömu
gerðar og tvær þotur sem Flugleiðir hafa fest kaup á og eiga að
fá afhentar í vor.
Kevin Hunt, 43 ára flugstjóri
þotunnar, var meðal þeirra sem
komust lífs af. Sögðu farþegar,
björgunarmenn og íbúar þorpsins
Kegworth í nágrenni slysstaðarins
að hann hefði drýgt hetjudáð er
honum tókst að koma í veg fyrir
að þotan skylli niður á þorpið, að
sögn brezka blaðsins Daily Te-
legraph.
Þotan var á leið með 118 farþega
og átta manna áhöfn frá London
til Belfast á Norður-írlandi er hún
brotlenti með þeim afleiðingum að
44 fórust. Var það sjöunda ferð
hennar milli þessara staða þann dag
og höfðu flugvirkjar, sem skoðuðu
Afhending
til Flugleiða
dregstekki
„FRAMLEIÐSLU á Boeing
737-400 verður haldið áfram
ótruflað og ég tel afar ólík-
legt að slysið í Englandi eigi
eftir að hafa áhrif á afhend-
ingu Flugleiðavélanna," sagði
John Wheeler, blaðafulltrúi
Boeing-flugvéla verksmiðj -
unnar, í samtali við Morgun-
blaðið.
Að sögn Wheelers verða sömu
hreyflar á Flugleiðaþotunum og
voru á þotunni sem fórst, eða
af gerðinni CFM56-3.
„Þetta er mjög sorglegt slys
og við munum vitaskuld fylgjast
vel með því hvað þama gerðíst.
En þar til orsakir þess hafa ver-
ið leiddar í ljós viljum við sem
minnst um viðbrögð Flugleiða
segja," sagði Einar Sigurðsson,
blaðafulltrúi Flugleiða, í gær.
Einar sagði óljóst hvort hreyflar
Flugleiðaþotanna væru sömu
„undirgerðar“ og hreyflar þotu
British Midland.
hana milli ferða, ekkert athugavert
fundið.
Athygli rannsóknaraðila beinist
að því hvað olli bilun í báðum hreyfl-
um en atvik af því tagi á að vera
nær útilokað. Farþegar sögðu að
eldur hefði kviknað í vinstra hreyfli
skömmu eftir flugtak og síðan
skömmu áður en hún brotlenti.
Flugstjórinn tilkynnti 13 mínútum
eftir flugtak að hann þyrfti að
slökkva á öðrum hreyfli þotunnar
vegna titrings og reykjar í flug-
stjómarklefa. Hugsanlegt var talið
að túrbínublað í hreyflinum hefði
brotnað og hristingur orðið af þeim
sökum.
Michael Bishop, forstjóri flugfé-
lagsins, sagðist í gærkvöldi útiloka
að um skemmdarverk hefði verið
að ræða. Flugmenn sögðu fýlistu
ástæðu til að kanna alla möguleika
vegna þess að líkur á að báðir
hreyflar biluðu samtímis væm
stjamfræðilega litlar.
British Midland og önnur brezk
flugfélög, sem eiga Boeing
737-400, kyrrsettu flugvélar sínar
í gær um óákveðinn tíma.
Sjá fréttir á bls. 20.
Reuter
Brak Boeing 737-400 þotu British Midland Airways í jaðri Ml-hraðbrautarinnar skammt suður af borg-
unum Nottingham og Derby. Kraftaverk þykir hversu margir komust lífe af og er það m.a. þakkað
færni flugmannanna.
Alþjóðleg ráðstefiia um efiiavopn:
Sovétmenn ætla eiinmgis
að eyða hluta birgðanna
- segir talsmaður bandarískra stjómvalda
Washington, París. Reuter. Daily Telegraph.
BANDARÍSK stjórnvöld segja að
áætlun Sovétmanna um að eyð-
ingu efnavopna sé einungis lítið
skref í þá átt að útrýma þeirri
ógnun sem fylgir tilvist slíkra
Reuter
Blóðugir
bardagar
shíta-
fylkinga
Blóðugir bardagar
hafa staðið frá
áramótum milli
liðsmanna Hiz-
bollah og Amal-
skæmliða um
yfirráð yfir smá-
þorpum í Suður-
Líbanon. Á mynd-
inni sjást mæður
tveggja fómar-
lamba átakanna
syrgja syni sina.
vopna. Marlin Fitzwater, tals-
maður Bandaríkjastjórnar, sagði
í gær að yfírlýsing Edúards She-
vardnadzes, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, um að á þessu ári
yrði hafin eyðing sovéskra efiia-
vopna tæki að öllum líkindum
einungis til lítils hluta sovéskra
birgða. „Eina raunhæfa leiðin er
að eyða öllum efnavopnum,"
sagði Fitzwater.
Yfirlýsingu Shevardnadzes á
sunnudag var almennt fagnað á
ráðstefnu 140 ríkja um takmörkun
efnavopnaframleiðslu sem nú
stendur yfír í París. „Sovétríkin
hafa nýverið viðurkennt að þau
framleiði efnavopn og þessi steftiu-
breyting er fagnaðarefni," sagði
ónefndur embættismaður hjá Atl-
antshafsbandalaginu. Sovétmenn
segjast búa yfír 50.000 tonnum af
efnavopnum en vestræn ríki segja
að 300.000 tonn séu nær lagi.
Stjómvöld í Bandaríkjunum hafa
ekki upplýst hveijar birgðir em til
þar í landi af efnavopnum.
Talið er að um það bil tuttugu
ríki geti nú framleitt efnavopn.
Bandaríkin hættu framleiðslu slíkra
vopna einhliða árið 1969. Þau hófu
slíka framleiðslu á ný árið 1987 að
sögn til að vega á móti birgðasöfn-
un Sovétmanna. Einn helsti sér-
fræðingur Sovétmanna á þessu
sviði sagði í síðustu viku að það
hefðu verið mistök að fylgja ekki
fordæmi Bandaríkjamanna fyrir 20
ámm. Undanfarin átján ár hafa
staðið yfír viðræður 40 ríkja í Genf
um bann við framleiðslu efnavopna
en samkvæmt alþjóðlegum sátt-
mála frá árinu 1925 er bannað að
beita slíkum vopnum í hemaði.
Parísar-ráðstefnunni er ætlað að
höggva á hnútinn sem viðræðumar
í Genf em komnar í. Bjartsýnustu
menn sögðu áður en kom til deilna
Bandaríkjamanna og Líbýumanna
um efnavopnaverksmiðju í Líbýu
að það tæki tvö ár að leysa ágrein-
ing um hvemig eftirliti skuli háttað.
Það kastaðist í kekki á ráðstefn-
unni í París í gær milli fulltrúa ísra-
ela og Líbýumanna. Hinir síðar-
nefndu sökuðu ísraela um að und-
irbúa hemað með kjamorkuvopn-
um, efnavopnum og sýklavopnum.
Moshe Arens, utanríkisráðherra
ísraels, hélt því fram að Líbýumenn
væm að reisa stærstu efnavopna-
verksmiðju í heimi og ísraelar gætu
ekki setið aðgerðarlausir meðan
arabaríki byggju sig undir efna-
hemað gegn Israelsríki. Mörg ara-
baríki vilja ekki banna framleiðslu
efnavopna án þess að tengja slíkan
samning við takmörkun kjam-
orkuvígbúnaðar. Hafa þau safnað
birgðum efnavopna til að vega upp
á móti kjamorkusprengjunni sem
talið er að ísraelar búi yfír.
Sjá „Afstaða arabaríkja . . “
á bls 22.
Andlát Japanskeisara:
Filippus prins
við útförina
London. Daily Telegraph.
TILKYNNT var í gær að Fílippus
prins, eiginmaður Elísabetar
Englandsdrottningar, yrði við-
staddur útför Híróhítós Japans-
keisara 24. febrúar næstkom-
andi. Prinsinn var í breska flot-
anum á Tókíóflóa undir lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Breskir þingmenn og fyrrverandi
stríðsfangar í Japan mótmæltu
þessari ákvörðun f gærkvöldi. Þeir
líta á hinn látna keisara sem
stríðsglæpamann og höfðu mælst
til þess að útförin yrði hunsuð.
Sjá „Tímabil „áunnins frið-
ar . . .“ á bls. 22.