Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 40
 40 MORGDNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 félk í fréttum BLIND LISTAKONA Málar af innsæi i i * aldri. Hún gekk í hjónaband, eign- aðist tvær dætur, en eftir nokkur ár fór eiginmaðurinn frá Carolyn og börnum. Árið 1980 tók hún þátt í samsýningu, hlaut mjög góðar viðtökur og síðan hefur hún haldið fjöldann allan af einkasýningum. Hún málar talsvert af landslags- myndum sem selst hafa á háu verði. Þegar hún málar útivið hefur hún með sér segulband og tekur upp hljóðin sem hún heyrir í um- hverfínu. Á meðan hún er við vinnu snertir hún einnig viðfangsefnið öðruhvoru ef tök eru á því. „Hljóð- in hjálpa mér að byggja upp mynd í huga mér og ásamt minninu verð- ur myndin til,“ útskýrir hún. „Þeg- ar ég uppgötvaði að ég gæti málað var eins og ég hefði fengið lykil sem opnað gæti allar dyr að bældum tilfínningum mínurn." Flestar myndir hennar eru þó gerðar innanhúss, í eldhúsinu. Dótt- ir hennar, Kate, aðstoðar hana við að raða upp litum í rétta röð svo hún viti hvaða lit hún notar í hvert skipti. „Það er sjálfsagt allt í rusli í kringum mig. Þess vegna vinn ég í eldhúsinu, við vaskinn. Fólk heldur að það sé hrein tilviljun hvernig mér tekst að teikna eða mála, til dæmis laufgað tré, en ég hef tilfínn- ingu fyrir því sem ég er að gera. Þetta er innsæi." Tvær vatnslita- myndir hennar. Carolyn James við vinnu sína. Carolyn James er bandarísk ár hefur hún málað, einkum vatns- myndlistarkona. Hún hefur litamyndir. En Carolyn er blind. hlotið mikla athygli og viðurkenn- Hún missti sjónina vegna sjúk- ingu fyrir verk sín en síðastliðin 9 dóms, áður en hún náði tvítugs- - v-í*' 4 7 i KLÆÐNAÐUR Gömlu og góðu nælon- sokkamir aftur í tísku Eftir að hafa staðið í skugga sokkabuxnanna um áraraðir eru gömlu og góðu nælonsokkamir aftur farnir að ryðja sér til rúms. í Bret- landi þar sem þeir seljast best taka þijár af hveijum tíu konum þá fram yfír sokkabuxumar og ástæðan er ekki síst sú, að karlmönnum fínnst kona í sokkum á einhvem hátt kynþokkafyllri en sú sokkabuxnaklædda. Sokkaseljendur segja, að upprisu sokkanna megi rekja til þess, að ungar stúlkur nú á dögum séu miklu meðvitaðri um sjálfar sig sem konur og reyni því að undirstrika kvenleikann með ýmsum hætti. Er einkum boðið upp á tvær gerðir, aðra fyrir konur, sem nú em komnar yfir miðj- an aldur og létu sokkabuxnabyltinguna á sjöunda áratugnum alveg fram hjá sér fara, og hina fyrir ungu kynslóðina. Nælon- og silkisokkar nutu svo mikilla vinsælda lengst af á þessari öld, að það þótti engin kdna með konum nema hún klæddist þeim. Á heimsstyijaldarámnum síðari þegar skorturinn var allsráðandi þóttu þeir næstum gulls ígildi og þá létu margar konur sig hafa það að ganga ber- leggjaðar en með svarta rönd aftan á fætinum í líkingu við sauminn. Raunar er rétt að geta þess, að nælonsokkamir nú em raunar engir nælonsokkar. Þeir em úr öðm gerviefni, sem kallast „lycra“, og þykir taka næloninu fram. Reuter Daphne Talevi heitir þessi verslunarmær í London og hún er ein af þeim, sem farnar eru að taka nælonsokka fram yfir sokkabuxur. COSPER -Þarna er konan, sem lá með mér á fæðingardeildinni. n*v*“*#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.