Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 Spariskírteini ríkissjóðs: 500 milljónir koma til lokainnlausnar í dag FYRSTI innlausnardagur spa- riskírteina rikissjóðs á þessu ári er í dag, og þá kemur m.a. til lokainnlausnar flokkur spa- riskirteina að fjárhæð rúmlega 500 milljónir króna með vöxtum. Samkvæmt upplýsingum Qár- málaráðuneytisins verða spa- riskírteini fýrir um 2,2 miUjarða króna laus tíl innlausnar í þess- um mánuði, og er gert ráð fyrir að innleystar verði á biUnu 800-900 milljónir króna. I lánsfjáráætlun er gert ráð fyrir að innleyst verði spariskírteini að fjárhæð 4 milljarðar króna á þessu ári, en að sala þeirra nemi 4,7 mill- jörðum. Janúarmánuður er annar stærsti mánuður í innlausnum á þessu ári á eftir október, en þá er gert ráð fyrir að innleystir verði yfír 2 milljarðar. Sá flokkur spariskírteina sem kemur til iokainnlausnar í dag er frá árinu 1986 og er þar um að ræða spariskírteini með 6,5% vöxt- um. Þá verða einnig lausir til inn- Iausnar í þessum mánuði einn flokk- ur spariskírteina frá 1987 með 6,5% vöxtum, en hann er um 300 milljón- ir króna, og tveir flokkar með 7% vöxtum, sem eru samtals tæplega 1300 milljónir króna, og eru þeir innleysanlegir árlega allt fram til aldamóta. A von á að nefiid skoði tillögurnar - segirGuðjón B. Ólafsson TILLÖGUR meirihluta sérstakrar nefndar um breytt skipulag Sam- bandsins voru kynntar á stjómar- fundi þess i gær, svo og sérálit Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra. Þær verða væntanlega ræddar aftur í dag á síðari degi stjómar- fundarins. Guðjón var spurður hvort tillög- umar yrðu bomar undir atkvæði á fundinum. „Ég á frekar von á að hugmyndunum öllum verði vísað til nefndartil frekari skoðunar." Guðjón sagði að sú nefnd gæti að hluta orð- ið framhald gömlu skipulagsnefndar- innar. Þegar hún hefði skilað af sér mjmdi hún væntanlega leggja álit sitt fyrir stjóm og ef um umtalsverð- ar breytingar væri að ræða yrðu þær bomar undir aðalfund. Guðjón sagð- ist ekki vilja svara í hverju hans til- lögur um skipulagsbreytingar væm fólgnar; það væri ekki rétt að ræða þessar hugmyndir utan fyrirtækisins á þessu stigi. í dag verður hafín sala á nýjum flokki spariskírteina ríkissjóðs, og er þar annars vegar um að ræða spariskírteini til 5 ára á 7% vöxtum, en hins vegar til 8 ára á 6,8% vöxt- um. Auk spariskírteina ríkissjóðs gefst fólki kostur á að kaupa banka- bréf, sem eru að jafnaði með 8,5% vöxtum, verðbréf hjá verðbréfasjóð- um og almenn veðskuldabréf. Sjá töflu á bls. 26 yfir verðbréf sem bjóðast hjá verðbréfasjóð- um, og skrá yfir raunávöxtun sérkjarareikninga 1988 á bls. 28. Morgunblaðið/Bjami Skýrsla um húsnæðiskönnun kynnt fréttamönnum í gær. Könnunina gerði Félagsvísindastoftiun fyrir Húsnæðisstofiiun. Á myndinni eru forsvarsmenn stofiiananna, frá vinstri Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar, Rannveig Guðmundsdóttir formaður stjómar Húsnæðisstofiiunar, Stefán Óiafsson forstöðumaður Félagsvísindastofhunar, Karl Sigurðsson höfundur skýrslunnar og Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur hjá Húsnæðisstofiiun. Könnun um húsnæðismál: 7 0% íbúa landsbyggðar og 50% á höfiið- borgarsvæðinu hlynntir sérstakri fyrir- greiðslu til handa landsbyggðarbúum Tíu þúsund umsóknir upp á 23 milljarða króna TÆPLEGA 70% landsbyggðarbúa og rúm 50% íbúa höfuðborgar- svæðisins era hlynntir sérstökum ívilnunum fyrir landsbyggðina í gegn um húsnæðislánakerfið til að hvetja fólk til að Qárfesta þar og til að tryggja fólki sambærilegt verð fyrir eignir sínar þar eins og feest á höfuðborgarsvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis á landsbyggð- inni er um 60%-70% af verði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar um húsnæðismál sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Húsnæðisstofiiun. Niðurstöðurn- ar voru kynntar í gær. Um þriðjungur svarenda á höfuðborgarsvæð- inu hefiir sótt um lán frá Húsnæðisstofhun eða áætlar að sækja um næstu tvö árin og tæplega Qórðungur svarenda af landsbyggðinni er í sömu stöðu. Alls eru nú um 10.000 umsóknir um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofiiun og þyrfti 23 milljarða króna til ef greiða ætti út öil þau lán í einu lagi í dag, að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar forstjóra Húsnæðisstofiiunar. í niðurstöðum könnunarinnar kemur í ljós að mikill munur er á högum fólks á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar húsnæði og ýmsa aðra félagslega þætti. 63% landsbyggðarmanna í einbýlishúsum Fleiri landsbyggðarmenn búa í eigin húsnæði heldur en höfuð- borgarbúar og mun fleiri í sérbýli. Á landsbyggðinni búa 79% í eigin húgnæði og 63% í einbýlishúsum. Á höfuðborgarsvæðinu búa 67% í eig- in húsnæði og um 25% í einbýlis- húsum. Helmingi fleiri búa í leigu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, 22% á móti 11% landsbyggðar- manna. Á höfuðborgarsvæðinu er húsaleiga einnig þriðrjungi dýrari, að jafnaði 21.800 krónur á mán- uði, en 15.500 á landsbyggðinni. Talsvert fleiri höfuðborgarbúar hyggja á húsbyggingar eða hús- næðiskaup, heldur en landsbyggð- armenn, samkvæmt könnuninni. 15% höfuðborgarbúa hafa sótt um lán hjá Húsnæðisstofnun og önnur 20% segjast ætla að sækja um á næstu tveimur árum, samtals 35%. Samsvarandi tölur fyrir lands- byggðarmenn eru 9% sem hafa sótt um lán og 14% sem ætla að sækja um, samtals 23%. 38 fermetrar á mann 13 fermetrum munar að jafnaði á stærð íbúða landsbyggðinni í vil. Þar er jafnaðarstærðin 127 fer- metrar, en á höfuðborgarsvæðinu 114. í niðurstöðum könnunarinnar er þessi munur skýrður með því hve einbýlishús eru algengari á lands- byggðinni. Hins vegar eru sérbýlis- íbúðir nokkru stærri á höfuðborgar- svæðinu og munar 20 til 30 fer- metrum. íbúðir í fjölbýlishúsum eru álíka stórar á báðum svæðum. Meðalstærð húsnæðis á hvem mann er um 38 fermetrar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. Heldur færri munu þó vera um hvert herbergi á lands- byggðinni. Meðalaldur húsnæðis á landinu öllu er 24 ár og er svipaður á báðum svæðum. Nýjasta hús- næðið er að jafnaði á Suðurlandi, 19 ára, en það elsta á Vestfjörðum, 31 árs. Erfiðustu skuldirnar Skuldabyrði svarenda í könnun- inni er misjöfn eftir því hvenær kaup vom gerð. Höfuðborgarbúar sem keyptu eða byggðu á ámnum 1980 til 1983 skulda meira og bera þyngri afborganir en hinir sem tóku lán fyrir eða eftir þann tíma. Hins vegar skulda þeir landsbyggðarbú- ar mest sem tóku lán á ámnum 1984 til 1988. Fram kemur að eink- ilm meðal íbúa höfuðborgarsvæðis- ins hafa íbúðakaup eða bygging valdið alvarlegum fjárhagserfiðleik- um, eða hjá 40% þeirra sem keyptu eða byggðu þar eftir 1980. Alvar- legir fjölskylduerfiðleikar vegna fjárfestinganna urðu hjá 8% til 9% svarenda í heild og virðast vera heldur algengari hjá þeim sem fjár- festu eftir 1980. Spurt var um hvort nóg væri af leiguíbúðum i byggðarlagi svarenda að þeirra mati. 98% íbúa höfuð- borgarsvæðisins töldu svo ekki vera og 80% landsbyggðarmanna vom sama sinnis. Meðal annarra atriða sem spurt var um er ástæður búseturöskunar. Flestir töldu þar til atvinnumál, fé- lagslgga þjónustu og kjör. Þá kem- ur fram að orkukostnaður er hærri á landsbyggðinni og dýrast er að kynda með raforku. Loðnuverð lækk- ar um fímmtung- Olöglegt samráð hjá yerksmiðjunum segir útgerðarstjóri Hilmis „ALGENGASTA upphafsverðið, sem verksmiðjurnar á Austfjörð- um greiða núna, er um 3.500 krónur fyrir tonnið af loðnu en Alnæmi: Blóðþegarnir þrír smituðust áð ur en skimun á öllu blóði hófst Heimild í Qárlögum um bótagreiðslur ÞEIR þrír blóðþegar, sem smitast hafo af alnæmi, fengu veiruna þeg- ar þeim var gefið blóð sem ekki hafði verið skimað. Skimprófún blóðs hófet hér á landi siðla árs 1984, en blóðþegarair þrir höfðu þá þegar smitast. í Qárlögum er að finna heimild til þess að greiða smituðum blóðgjöfiun bætur og hefur þegar verið gengið frá einu sliku máli. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á föstudag höfðu 48 íslend- ingar greinst með mótefni gegn al- næmi um áramótin. Þar af hafa tíu greinst með alnæmi, þ.e. sjúkdóminn á lokastigi, og eru fímm þeirra látn- ir. Meðal sýktra eru þijár konur, sem talið er að smitast hafí við blóðgjöf áður en farið var að skima blóð hér á landi. Ein þeirra er með alnæmi á lokastigi, en önnur er látin úr öðrum sjúkdómi. Ólafur Jensson, yfírlæknir Blóð- bankans, sagði að árið 1987 hefði verið vitað um sýkingu einnar kon- unnar, en hin málin tvö hefðu ekki komið upp á yfirborðið fyrr en á síðustu mánuðum ársins 1988. „Það er nú unnið að því að upplýsa þessi mál til fulls og hafa uppi á þeim sem gáfu blóð til þessara sjúklinga á því tímabili sem smitun átti sér stað, en hafa ekki komið til skimunar síðan. Þegar hefur komið í ljós við rann- sókn á eldri sýnum frá þeim sjúkl- ingi sem nú er látinn að hann var kominn með mótefnið fyrri hluta ársins 1984. Skimun blóðs hófst ekki hér á landi fyrr en nokkrum mánuð- um síðar, eða í október 1984. Hitt tilfellið er enn verið að rannsaka, en það er ljóst að hafí konan smitast við blóðgjöf hefur það gerst áður en farið var að skima blóð,“ sagði Ólaf- ur Jensson. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að í fjárlögum ársins 1988 hefði verið heimild fyrir fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra til að ákveða bætur til konu þeirrar, sem þá var vitað að hafði smitast. „Það hefur verið gengið frá því máli, en við lát- um ekki uppi hvaða bætur hún fékk. Þessi tvö tilfelli, sem nú hafa komið upp, eru svo ný af nálinni að ekkert er farið að aðhafast f þeim. Ráðu- neytinu hafa ekki borist endanlegar upplýsingar um þau, en ég reikna með að tekið verði á þeim með svip- uðum hætti. Heimildin verður áfram inni í fjárlögum ársins 1989.“ Páll sagði að þó greiddar væru bætur til smitaðra blóðþega væri ekki litið svo á að hið opinbera væri bótaskylt. Hann sagði að við ákvörð- un um bótagreiðslur væri miðað við að smitið hefði átt sér stað hér á landi áður en farið var að skima blóð. það var algengt að þær greiddu 4.400 krónur fyrir tonnið fyrir jól,“ sagði Jón Ólafsson, fram- kvæmdasljóri Félags íslenskra fískmjölsframleiðenda, i samtali við Morgunblaðið. Verðlækkunin er um 20%. „Verksmiðjurnar eru með ólöglegt samráð um það verð sem þær greiða fyrir loðn- una,“ sagði Jóhann Antoníusson útgerðarmaður hjá Hilmi sf. „Verðið, sem loðnuverkmiðjumar greiða núna, er í takt við það af- urðaverð sem fæst núna. Það er búið að skipa út því lýsi sem var selt á háum verðum í sumar. Þau verð, sem greidd voru fyrir jól, voru komin úr öllu samhengi við afurða- verð,“ sagði Jón Ólafsson. „Verksmiðjumar greiddu 4.400 krónur og allt upp í 4.500 krónur fyrir tonnið af loðnu fyrir jólin en nú greiða þær allar 3.500 krónur fyrir tonnið, meira að segja í Vest- mannaeyjum," sagði Jóhann Anton- íusson. „Verksmiðjurnar byijuðu allar á að greiða 3.300 krónur fyrir tonnið í haust en samstaðan sprakk hjá þeim. Ég held að þessi verð- lækkun hérlendis kalli á það að skipin sigli frekar með aflann. Norðmenn greiða til dæmis 3.800 krónur fyrir tonnið af loðnu, auk þess sem olían er ódýrari í Noregi en hér,“ sagði Jóhann Antoníusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.