Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 17
Fyrstu drögin að óperunni, forleikur og annar þáttur, voru flutt í einkas- amkvæmi árið 1867. Undirtektir áheyrenda voru mjög dræmar og lagði Saint-Saens frekari áform um óperuna á hilluna. í heimsókn hjá vini sínum Franz Liszt í Weimar árið 1870 lýsti Saint-Saéns yfir vonbrigðum sínum með þær mót- tökúr sem verkið fékk. Eftir að hafa hlustað á kafla úr verkinu hvatti Liszt hann til að ljúka við óperuna og sagðist geta tryggt uppfærslu á henni í Weimar. Fullur eldmóðs hófst Saint-Saéns á ný handa við tónsmíðar en stríð milli Prússa og Frakka, svo og tíma- bundinn heilsubrestur, töfðu verkið. Saint-Saéns lauk við óperuna í Alsír árið 1873 en hann dvaldi þar reglu- lega sér til heilsubótar (að eigin sögn) en aðrir töldu að hið exótíska og framandi umhverfi Alsírs hefði heillað hann. Eitt er víst að hinn lostafengni dans Bacchanale úr þriðja þætti var saminn þar. Saint- Saéns gerði nú tilraun til að fá óperuna flutta í París en forstjóri Parísaróperunnar harðneitaði að setja upp verk sem byggt væri á efni úr biblíunni. Óperan var því frumflutt í Weimar árið 1877. í Frakklandi var Samson et Dalila fyrst flutt árið 1890 en ekki fýrr en árið 1909 í Covent Garden enda höfðu Englendingar löngum talið efnið sérlega ógeðfellt og siðlaust. Nútimamenn hafa fyrir löngu tekið óperuna í sátt og er hún talin með helstu meistaraverkum franskra tónskálda. Glöggir menn þykjast í Samson et Dalila sjá þess merki að Saint- Saéns hafí verið undir áhrifum frá mörgum tónskáldum m.a. Gluck, Mendelssohn, Meyerbeer og Verdi. Saint-Saéns leitar efniviðar í biblí- unni, ekki vegna eigin trúarsann- færingar, enda var hann talinn lítt trúrækinn, heldur vegna styrkleika frásagnarinnar. Þar takast á sterk öfl, undirokuð þjóð rís upp á móti drottnurum sínum og ekki síst fjall- ar óperan um tilfinningalega ánauð. Dalila er margræð persóna en samt svo óljós að erfitt er að átta sig hvaða persónu hún hefur að geyma og hvort hún elskar Samson eða ekki. Samson er öllu einfaldari per- sóna. Hann er hetjan í sögunni og heldur sínu striki hvað sem á dyn- ur. Ástin blindar hann tímabundið en hann er aldrei í vafa um tilgang sinn og hvers til er ætlast af honum. Óperan Samson et Dalila getur ekki talist dæmigerð frönsk ópera. Hún inniheldur að vísu ballet en ólíkt öðrum frönskum óperum eru aðalpersónur aðeins þijár og tekur verkið aðeins 2 tíma í flutningi. aður hefur verið minnst á tengsl óperunnar við óratoríur og að efnið er sótt í biblíuna. Allt þetta gerði óperuna óaðlaðandi fyrir óperuunn- endur síðustu áldar sem vanir voru stöðluðum uppsetningum þar sem hvergi mátti bregða út af vananum. Aðal óperunnar er fyrst og fremst fallegar aríur og dúettar þeirra Samsonar og Dalilu. Þar takast á annars vegar kvenleg fegurð og veikleiki og hins vegar styrkur og hugsjón hetjunnar. Efhisþráður Atburðarásin á sér stað fyrir Krists burð nálægt borginni Gaza fyrir botni Miðjarðarhafs. Fílist- earnir í Gaza halda ísraelsmönnum í ánauð. Örvæntingarfullir ákalla þeir guð ísraels í von um frelsun. Samson stöðvar harmkvæli þeirra og hvetur þá til að vera hug- hrausta, frelsun er í nánd. Land- stjórinn í Gaza gengur inn á torgið ásamt hennönnum og dregur dár að guði ísraels i áheym Israels- manna og Samson drepur hann. í ringulreiðinni sem fylgir hverfa Samson og fylgismenn hans á brott. Æðstipresturinn fýrirskipar að upp- reisnin skuli brotin á bak aftur en Fílisteamir eru sem lamaðir af ótta. Æðsti presturinn stjórnar skipu- lögðu undanhaldi Fílistea til fjalla. í dögun þakka ísraelskir öldungar frelsun sinni. Dalila, sem er á bandi Fílistea, hvetur Samson til að end- umýja fomar ástir og heimsækja hana. Samson er heillaður. Það er dagsetur og Dalila bíður komu Samsonar í húsi sínu. Æðsti ■ MqRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUD^GUfi 10- presturinn heimsækir hana og reyn- ir að fá liðsinni hennar til að hand- sama Samson. Hún samþykkir að hjálpa honum enda leiti hún sjálf eftir hefnd þar sem Samson hafði yfirgefið hana. Fyrir brottför sína lofar æðsti presturinn Dalilu að hann muni snúa aftur með liðs- auka. Fullur iðmnar og efasemdar kemur Samson í heimsókn. Þrátt fyrir hetjulega tilburði stenst hann ekki töfra Dalilu og fer inn í hús hennar þar sem hún sker hár hans. Hermenn Fílistea koma og hand- taka Samson. Samson, sem hefur verið blindað- ur og hlekkjaður, er leiddur inn í hof Fílistea en þar fagna þeir sigri sínum yfir ísraelsmönnum. Fílistear hæðast að honum en hann kemst óséður að burðarsúlum hofsins. Hann biður guð um afl sitt aftur og er bænheyrður. Með miklu átaki fellir Samson súlurnar og hofið hrynur. Allir farast. Höfundur er áhugamaður um óperuflutning. MODEL MYIMD er tískusýningarskóli þar sem börn og unglingar læra: Framkomu Hreinlæti Fataval Göngu Tjáningu Vinna bug á feimni Aukið sjálfstraust og fleira og fleira. Flokkaskipting: 4-6 ára 7-9 ára 10-12 ára 13-14 ára 15-20 ára Stig 1. Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf. Stig 2. Þyngra stig, snyrtisérfræðingur og hárgreiðslumeistari. Stig 3. Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með módelum. Modelin fara í myndsbansupptökur fyrir auglýsingar. Ný námskeið að byrja. Innritun alla daga í síma 621088 frá kl. 13-17. Þeir, sem eru að fara á 2. eða 3. stig, tilkynni sig strax. Síðast komust færri að en vildu. Afhending skírteina laugardaginnn 14. janúar frá kl. 14-18 á Hverfisgötu 46, Reykjavík. ÞÚSUNDIR VIÐSKIPTAVINA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS VÖLDU ÖRUGGAR ÁVÖXTUNARLEIÐIR Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI! Nálægt fimmtán þúsund aðilar þáðu góð ráð hjá starfsfólki Fjárfestingarfélagsins á síðastliðnu ári og ávöxtuðu sparifé sitt á hagkvæman hátt með kaupum á traustum verðbréfum, - Spariskírteinum ríkissjóðs, Kjarabréfum, Tekjubréfum, Markbréfum og Skyndibréfum. Raunávöxtun, það er vextir umfram verðbólgu, er nú sem hér segir: SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS KJARABRÉF TEKJUBRÉF MARKBRÉF SKYNDIBRÉF Raunávöxtun 6,8%-8,0% Raunávöxtun 12%-13% Raunávöxtun 12%-13% Raunávöxtun 11%-17% Raunávöxtun 8%-11% Fyrir þá sem Fyrir þá sem Fyrir þá sem Fyrir þá sem Fyrir þá sem kjósa velja öryggi velja trausta vilja vera á launum velja önnur góða ávöxtun umfram annað og góða ávöxtun hjá sjálfum sér! áhersluatriði í stuttan tíma Fjárfestingarfélagið hefur sérhæft sig í verðbréfaviðskiptum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Félagið hefur 12 ára reynslu í innlausn ' og sölu Spariskírteina ríkissjóðs en verðbréfa- sjóðirnir í vörslu félagsins telja um það bil fjóra milljarða samanlagt. Fjárfestingarfélag íslands hf. hefur umsjón með meiri fjármunum en allflestir sparisjóðir landsins. Fjárfestingarfélagið starfar nú á þremur stöðum. í Hafnarstræti 7, þar sem ný og stór- bætt aðstaða er fyrir hendi. í Kringlunni, þar sem opið er til kl. 18 alla virka daga og á laugardögum, milli kl. 10 og 14. Á Akureyrþ við Ráðhústorgið í hjarta bæjarins. <2» FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7,101 Reykjavík s (91) 28566 Kringlunni, 103 Reykjavik ® (91) 689700 Ráðhústorgi 3,600 Akureyri S (96) 25000 ösazíslA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.