Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 48
Iltargtittftlfifeife ÞRIÐJUDAGUR 10. JANUAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Þýzkaland: Karfinn á 130 krónur í Bremerhaven FISKVERÐ er enn hátt á ísfisk- mörkuðunum í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. í Bretlandi seldist þorskur í gær á um 90 krónur kílóið og ýsan á 156. í Þýzkalandi fór karfi nærri á 130 krónur kílóið. Vigri RE seldi 147 tonn í Bre- merhaven í gær. Heildarverð var 14,9 milljónir króna, meðalverð 101,27. Sé miðað við meðalverð í íslenzkum krónum, er um metsölu að ræða, en sé miðað við vestur- þýzk mörk, heggur Vigri nærri rétt ársgömlu meti sínu. Nú var meðalverðið 3,75 mörk, en í fyrra 4,13. Eitthvað var af þorski í afla Vigra og dró hann meðalverðið niður. Hrafn Sveinbjamarson GK seldi í gær 55 tonn í Hull. Heildarverð var 6,2 milljónir króna, meðalverð 113,42 krónur. 34 tonn af þorski voru í aflanum og fór hann að meðaltali á 90,91 krónu. 19 tonn af ýsu seldust að meðaltali á 156,23 krónur. Þjónusta á skíðasvæð- um hækkar um 20% VERÐLAGSSTOFNUN heimil- aði nýlega um 20% hækkun á þjónustu á skíðasvæðunum í Reykjavík, á Akureyri og á ísafirði. Guðmundur Sigurðsson yfírvið- skiptafræðingur Verðlagsstofnun- ar sagði að þrátt fyrir verðstöðvun heimilaði stofnunin hækkanir sem bundnar væru við árstíðir og væri þá tekið mið af kostnaðarhækkun- um á árinu. Þetta ætti við gjald á þjónustu á skíðasvæðunum, svo sem gjald í Iyftur og leigu fyrir búnað, nú við upphaf skíðaver- tíðarinnar enda hefði þessi þjón- usta ekki hækkað í heilt ár. Á sama hátt hefur verið heimil- uð um 20% hækkun á leigu fyrir íþróttasali hjá Akureyrarbæ og einstaka smærri bæjum. Morgunblaðið/RAX Alftir í heimilisfæði Á ANNAÐ ár hafa álftir komið reglulega í mat að húsi einu á sjávarlóð við Hamarsgötu á Seltjarnarnesi. í fyrstu kom eitt par, síðan tvö og afkvæmin með og sló þá oft í brýnu um bitann, en eins og flest annað hefiir matartíminn fundið sér farveg og nú fá allir sinn bita þótt 10 til 20 álftir mæti tvisvar til þrisvar á dag. Á myndinni er ein heimasætan, Kristín Hlín, ásamt tíkinni Týru, en Kristín Hlín gefiir álftunum ásamt öðru heimilisfólki. í fjarska eru þrettán álftir sem mættu í snarlið daginn þann um áramótin. Eigendur firystitogaranna: íhuga veiðar á djúpkarfa utan íslenzku landhelginnar EIGENDUR frystitogaranna íhuga nú möguleika á djúpkarfa- veiðum utan islenzku landhelginn- ar á Reykjaneshrygg. Sovétmenn og ýmsar aðrar austantjaldsþjóðir hafa stundað þar veiðar, að talið er með nokkuð góðum árangri, og selt karfann á góðu verði til Japans. Vitað er um að minnsta kosti eitt islenzkt skip, Viði HF, sem veitt hefur þarna karfa rétt innan linunnar og reyndist það ágætis fiskur. Hann var seldur á fiskmarkaði í ÞýzkaJandi með góðum árangri. Veiðar á þessum slóðum yrðu utan kvóta. Mál þessi voru meðal annars rædd á fundi frystitogaramanna fyrir Enn vantar fólk - jafiivel þar sem mikið atvinnuleysi er Aldrei meiri ásókn útlendinga í atvinnu hér en í fyrra „ÞAÐ HEYRAST ennþá raddir um að það vanti fólk, jafnvel á stöðum þar sem er verulegt atvinnuleysi," segir Óskar Hallgrímsson á vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Hann segir að enn sé ekki farið að reyna á hvort umsóknum útiendinga um atvinnuleyfi hér á landi verði hafiiað í ríkari mæli en áður, þar sem helstu aðilar vinnu- markaðarins hafa ekki enn skilað inn gögnum um atvinnuástandið. Ásókn útlendinga i atvinnu hérlendis hefiir aldrei verið meiri en í fyrra, að sögn Arna Sigurjónssonar hjá útlendingaeftirlitinu. Óskar var spurður hvort einhverjar ákvarðanir hafi verið teknar um að hamla gegn ásókn útlendinga í vinnu hér á landi í Ijósi aukins atvinnuleys- is. „Það er ekki farið að reyna á það,“ sagði hann. „Við erum enn að bíða eftir svörum frá helstu samtök- jjjum á vinnumarkaðnum um hvaða stefnu á að fylgja. Þess vegna hefur ekki verið mörkuð stefna ennþá, en ég á von á að staðið verði á bremsun- um í bili.“ Óskar var spurður um skýringar þess, að vantað geti fólk á staði þar sem víðtækt atvinnuleysi er. Hann sagði fólk vera ákaflega staðbundið í vinnu. „Fólk vill vinna i sínu frysti- húsi og þegar ekki er vinna þar, þá situr það heima frekar en fara í hitt frystihúsið, að ekki sé talað um salt- fiskinn. Fólk heldur líka í vonina, að þetta verði ekki varanlegt stopp.“ Árni Siguijónsson hjá útlendinga- eftirlitinu sagði íslendinga hafa verið duglega að auglýsa atvinnutækifæri erlendis, auk þess sem atvinnumiðl- unum hefði verið komið á fót fyrir útlendinga og ætti það eflaust stóran þátt í aukinni ásókn þeirra í störf hérlendis. Hins vegar sagði Ámi að mun færri umsóknir hefðu borist það sem af er nýju ári en oft áður. Óvíst væri þó hver þróunin yrði þegar vetr- arvertíð hefst fyrir alvöru. skömmu. Magnús Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Bergs-Hugins í Vest- mannaeyjum, sem meðal annars ger- ir ftystitogarann Vestmannaey út, sagði að menn vildu halda öllum möguleikum opnum. Vitað væri að Hafrannsóknastofnun hefði kannað svæðið þama og á 400 faðma dýpi hefði fengizt stór, rauður og fallegur djúpsjávarkarfí, laus við sníkjudýr. Hann teldi að þrír til fjórir togarar þyrftu að fara þama saman og standa yrði að þessari tilraun með þeim hætti að menn kæmu ekki heim aftur með skottið á milli lappanna vegna þess að útbúnaður hafi ekki verið í lagi. Það hefði verið fært í tal við Guðmund Gunnarsson, sölu- stjóra í Hampiðjunni, að fyrirtækið tæki þátt i að setja upp veiðarfæri, flottroll fyrir venjulegt tog og tvílembingstog, til þessara veiða og hefði hann tekið því vel. „Þetta er möguleiki, sem okkur ber að kanna. Það má líka benda á, að svona karfi gæti fundizt innan landhelginnar á hryggnum. Um það vita menn ekki enn vegna þess að þeir hafa ekki athugað það nægilega vel, lítið sem ekkert farið dýpra en á Fjöllin," sagði Magnús Kristinsson. Guðrún Lárusdóttir, útgerðarmað- ur Ýmis HF, sagði að menn yrðu að hugsa sinn gang betur eftir því sem veiðiheimildir skertust. Nú væri kom- ið hámark á grálúðuveiðar og skerti það afkomu þeirra, sem hefðu stund- að þær veiðar, verulega. „Við verðum að leita einhverra leiða í stað þess að bíða þess að staðan hér heima lagist," sagði 'Guðrún. „Skipin eru of mörg og því of lítið til skiptanna. Við höfum lítillega reynt fyrir okkur á gulllaxi. Af hveiju skyldum við ekki reyna líka við þennan karfa, sem aðrar þjóðir virðast taka með góðum árangri. Þá finnst mér koma til greina að reyna að afla veiðiheimilda innan lögsögu annarra þjóða, svo sem Grænlendinga. Til að þessir möguleikar geti orðið raunhæfir verða stjómvöld hins vegar að hætta skattfíkn sinni, sem meðal annars felst í svokölluðum bjargráðum. Þau eru ekkert annað en aukin skatt- heimta, sókn í fé, sem útvegurinn á sjálfur. Við þurfum peningana til að standa undir kostnaði af dýrum til- raunaveiðum og markaðsleit." Guðrún sagði ennfremur, að um þessar mundir væri afkoman við karfaveiðamar erfið. Verðfall í Japan þýddi að tap væri á framleiðslunni og því fæm menn tæpast í djúpkarf- ann að sinni. Eitthvað væri um það að heilfrysti karfinn væri seldur til Vestur-Þýzkalands, en það væri í fremur litlum mæli. „Útlitið er ekki gott, en það batnar ekki, reynum við ekki að bjarga okkur sjálf. Það bjarga okkur engir aðrir,“ sagði Guðrún Lámsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.