Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 GYM 4 SETT - Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu ORUGGUR ARANGUR TILBOÐ GYM 4 SETT Öflugur pressubekkur meðfótatæki - lyftingasett 70kg - krómstangir og mittisbekkur. Frískandi verslun Ný, frískandi verslun Skeifunni 19-108 Reykjavík Sími 681717 1 Nafn Heimilisfang - Staður Sími Jon Vickers og Shirley Verrett í hlutverkum Samsonar og Dalilu í uppfærslu Covent Garden frá árinu 1981 sem Styrktarfélag íslensku óperunnar sýnir í kvöld, þriðjudag. Samson et Dalila eftír Saint-Saens í Islensku óperunni eftir Grétar ívarsson Styrktarfélag Islensku Óperunn- ar sýnir af myndbandi óperuna Samson et Dalila eftir Camille Saint-Saéns í kvöld, þriðjudaginn 10. janúar kl. 20.00 í Gamla bíói. Sýningin er upptaka frá Covent Garden í Lundúnum frá árinu 1981. Með helstu hlutverk fara Jon Vic- kers (Samson), Shirley Verrett (Dalila) og Jonathan Summers (æðsti prestur). Stjómandi er Colin Davis. Saint-Saens og Samson et Dalila Franska tónskáldið Camille Saint-Saéns (1835—1921) samdi alls 12 óperur á löngum og afkast- amiklum ferli. Ólíkt flestum öðrum frönskum tónskáldum hafði hann mestan áhuga á að semja hljóð- færatónlist og stuðlaði þannig að endurvakningu þeirrar listar í Frakklandi. Hann þótti snemma efnilegt tónskáld og hafði samið sinfóníu, píanókonsert, fíðlukonsert og píanókvintett fyrir 25 ára aldur. Síðar samdi hann sinfónísk Ijóð og óratoríur en fyrsta óperan hans, La Príncesse jaune, var frumflutt árið 1872. Ekki fara miklar sögur af velgengni hennar né annarra ópera Saint-Saéns, að Samson et Dalila undanskilinni. Hún var sú þriðja í röðinni og var frumflutt 2. desember 1877 í Weimar fyrir til- stuðlan Franz Liszt. Upphaflega mun Saint-Saéns hafa ætlað Samson et Dalila að vera óratoría en verkið er byggt á 16. kafla Dómarabókarinnar. Hug- mynd frá textahöfundinum Ferdin- and Lemaire, sem einnig rejmdist vera fjarskyldur ættingi og minni- háttar tónskáld, fékk Saint-Saéns til að breyta um skoðun og semja óperu. Enn eimir þó eftir af órat- oríu- hugmyndinni í Samson et Dalila og þá sérstaklega í söng hinna undirokuðu ísraelsmanna. Fílisteamir syngja hins vegar meira í venjulegum óperustíl, þannig að það eru ekki einungis trúflokkar sem takast á í Samson et Dalila, heldur einnig ópera og- óratoría. Sending frá LouisFéraud PARIS * ^TÍZKAN Laugavegi71 M hæö Simi 10770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.