Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 4
4 MÓkGUNÖIAÐÍÐ ÞRIÍ)JUDAGlÍR 10. .ÍÁNÚAR Í989 Forsætisrádherra í Hollandi: Ræddi við forstjóra KLM um Arnarflug Amstcrdam. Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Bimi Vigni Sigurpálssyni. STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætísráðherra, átti í gær fund með J. deSoet, forstjóra hollenska ríkisQugfélagsins KLM, þar sem málefni ArnarQugs báru meðal annars á góma. Steingrímur og eigin- kona hans, Edda Guðmundsdóttir, héldu síðan til Haag til fundar við Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands. Búist var við að fund- ur þeirra myndi einkum snúast um málefhi Evrópu, en Lubbers bauð síðan islensku forsætisráðherrahjónunum til kvöldverðar á heimili sínu. Steingrímur Hermannsson sagði eftir fundinn með deSoet að þær viðræður hefðu verið mjög opinská- ar og fundurinn í alla staði ágæt- ur. DeSoet hefði þar farið almennt yfir stöðu flugmála á alþjóðlegum vettvangi, en einnig hefði hann vik- ið að þeirri staðreynd að Amster- dam væri í vaxandi mæli orðinn fastur áfangastaður íslenskra flug- farþega og hinum mikla vexti sem átt hefði sér stað á þeirri flugleið á undanfömum árum. Steingrímur kvað þá hafa rætt og skipst á skoðunum um stöðu Amarflugs um þessar mundir, en kvaðst ekki vilja skýra efnislega frá þeim viðræðum fyrr en hann hefði gert sámgönguráðherra og stjóm- endum Amarflugs grein fyrir við- ræðunum. Hann vildi því ekki svara þeirri spumingu hvort deSoet teldi þátttöku KLM í Amarflugi vera kost sem kæmi til álita fyrir félag- ið. Steingrímur kvað þá deSoet hafa verið eina á fundinum að öðm leyti en því að öðm leyti að því að hollenski forstjórinn hefði kallað inn forsvarsmann þeirrar deildar fé- lagsins sem annast alþjóðleg sam- skipti þess. Talsmaður KLM sagði í samtali að viðræðumar hefðu verið mjög gagnlegar og fyrst og fremst snúist almennt um flugmál. íslensku forsætisráðherrahjónin Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og kona hans, Edda Guðmundsdóttir, fyrir framan eitt af ísjensku myndverkunum sem hanga uppi á Hótel Pulitzer I Amsterdam, sem nú stendur fyrir sérstök- um Islandsdögum. em í Hollandi í tengslum við ís- iandsdaga sem Pulitzer hótelið í Amsterdam hefur gengist fyrir í samvinnu við Amarflug og Amar- hól. Steingrímur Hermannsson opn- aði þessa kynningu í hófi á sunnu- dag, en íslandsdagamir munu standa fram til 23. febrúar næst- komandi. Veitingamenn Amarhóls sjá um matseldina á hótelinu þessa daga og á veggjum hótelsins hanga verk eftir íslenska myndlistarmenn. VEÐUR V ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa l'slands (Byggt á veðurspá kl 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 10. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Um 300 km suður af Homafirði er minnkandi 988 mb lægð á hreyfingu aust-suð-austur, en yfir Grænlandi er 1.015 mb hæð. Milli Labrador og suður-Grænlands er víðáttumikil og vaxandi 965 mb lægð á leið aust-norð-austur. Heldur kólnar í bili en fer að hiýna á morgun, fyrst vestan til. SPÁ: Sunnan og suðaustan-hvassviðri eða rok suðvestan- og vest- anlands en hægir sunnan á austanverðu landinu. Sunnan og vestan- lands verður slydda, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAGUR: Suð-vestan átt með slydduéljum um sunnan- og vestanvert landið en léttir til norðaustantil. Hiti um eða rétt yfir frostmarki. HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestanátt og vægt frost víðast hvar. Él suðvestantil á landinu er bjart veður á Norður- og Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Aiskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / # / * Slydda / * / * * * * * # * Snjókoma * * * •j o Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V * V 5 ? 5 oo 4 K I(EÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrf Reykjavík htti +6 3 veður alskýjað skýjað Bergen 7 rigning Helslnkl 1 lóttskýjað Kaupmannah. 7 þokumóða Narssarssuaq vantar Nuuk +10 alskýjað Oski 5 léttskýjað Stokkhólmur S skýjað Þórshöfn 3 skúr á síð.klst. Algarvo 17 léttskýjað Amsterdam 9 súld Barcelona 10 alskýjað Berlín 10 alskýjað Chicago -1« heiðskírt Feneyjar 0 þoka Frankfurt 8 þokumóða Glasgow 8 akúr Hamborg 9 súld Las Palmas 20 skýjað London 10 súld Los Angsles 8 helðsklrt Lúxemborg 6 þoka Madríd 4 lóttskýjað Malaga 15 féttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal vantar New York 4 alskýjað Orlando 17 þokumóða Parfs 6 þoka Róm 14 þokumóða San Dlego 4 heiðskfrt Vín 10 skýjað Washlngton 5 slydda Winnipeg +27 alskýjað Bruninn á Réttarhálsi 2: Ráðherra vill fa greinargerð JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefúr sent brunamálastjóra ríkisins bréf þar sem óskað er eftir greinar- gerð hans um brunann að Réftar- hálsi 2. í greinargerðinni á m.a. að koma fram hvort brunavörn- um hafi verið áfátt, með hvaða hættí bruninn varð og upplýsing- ar um framgang slökkvistarfs- ins. Bergsteinn Gizurarson bruna- málastjóri segir að flestar þær upp- lýsingar sem beðið er um hafi þeg- ar komið fram og muni hann því fljótlega skila greinargerðinni. Hinsvegar er nú að fara í gang á vegum embættisins ítarleg rann- sókn á brunanum og tildrögum hans og reiknar Bregsteinn með að það verk taki töluverðan tíma. „Með greinargerðinni er beðið um álit á bruna þessum út frá mínum sjónarhóli og mat á því hveiju var áfátt,“ segir Bergsteinn. „Það liggur ljóst fyrir að bygging sem þessi á Réttarhálsi 2 átti að fá brunahönnun þar sem um veru- lega eldhættu var að ræða í henni en slíkt varð ekki. Ef hún hefði fengið þessa hönnun hefði eldvam- arkerfí verið sett upp í henni." í máli Bergsteins kemur fram að ekkert er við slökkvistarfið sjálft að athuga. Framganga slökkviliðs- ins var með eðlilegum hætti en elds- voðinn einfaldlega of mikill til að það fengi ráðið við hann. Oli Þ. Guðbjartsson: Tilhæfulaust að ég fari fram fyrir Alþýðuflokk „ÞETTA er með öllu tilhæfú- laust,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður BorgaraQokks, þegar borin var undir hann frétt Morg- unblaðsins frá því á sunnudag um að AlþýðuQokkurinn á Suð- urlandi hefði boðið honum fyrsta sæti á framboðslista sínum í næstu kosningum. Óli gagnrýndi það að fréttin skyldi birt án þess að reynt væri að bera hana und- ir hann. Óli sagði aðspurður að ekki hefði verið ýjað að sér að þessi möguleiki stæði til boða, hvað þá að hann hefði tekið ákvörðum um slíkt boð. Framboðsmál hjá grónum flokkum gengju enda ekki þannig fyrir sig að sæti á framboðslistum væru til úthlutunar löngu áður en þing- kosningar væru í sjónmáli. Uppstill- ing færi fram eftir ákveðið forspil innan flokkanna og það væru tugir ára síðan forystumenn flokkanna hefðu ráðstafað framboðssætum. Sex sækja um sakadóm SEX umsækjendur eru um emb- ætti dómara við Sakadóm Reykjavíkur, í stað Haraldar Henryssonar, sem var skipaður hæstaréttardómari frá áramót- um. Þá var Arnljótur Björnsson, prófessor, settur hæstaréttar- dómari frá áramótum. Umsóknarfrestur rann út á föstudag. Umsækjendurnir sex eru Guðjón Magnússon, fulltrúi ríkis- saksóknara, Guðjón St. Marteins- son, deildarlögfræðingur lögreglu- stjórans f Reykjavík, Hjörtur O. Aðalsteinsson, fulltrúi yfirsaka- dómara í Reykjavík, Jón R. Þor- steinsson, héraðsdómari í Vest- mannaeyjum, Júlíus Georgsson, fulltrúi yfirsakadómara í Reykjavík og Stefán Hirst, skrifstofustjóri lög- reglustjórans í Reykjavík. Forseti íslands skipar í embætt- ið, að fenginni tillögu dómsmálaráð- herra, og er búist við að það verði á næstu dögum. _________________________________í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.