Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLABIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 Hinn nýi keisari Japana, Akihitó, ávarpar þjóðina á mánudag. Eigin- kona hans, Michíkó, er honum á hægri hönd. Akihító lofaði friðarvið- leitni föður síns i ávarpinu og sagði að markmið sín væru þau sömu. TímabH „áunnins iriðar“ gengið í garð í Japan ^ Tókíó. Wellington. Havana. Sameinuðu þjóðunum. Daily Telegraph. Reuter. Á SLAGINU tólf á miðnætti sunnudags hófst árið 1 í nýju tímatali Japana, Heisei, tíma hins „áunna friðar". Japanar mættu til vinnu á mánudegi og eftir einnar minútu bæn tileinkaða Híróhító keisara sem lést á laugardag, brettu iðjusamir Japanar upp ermarnar og tóku til við verðmætasköpun þjóðfélaginu til þrifa og hagsbóta. Sérfræðingar í málefnum Japans telja að við valdatöku Akihítós krónprins heflist nýtt timabil í Japan. Frá og með miðnætti sunnudags heyra sögulegir atburðir, svo sem ósgurinn í Kyrrahafsstríðinu, sem Japanir eru ekki stoltir af sögunni til, Showa tímabili hins upplýsta friðar er lokið. „Hér eftir þurfa Jap- anar ekki að blygðast sín fyrir keis- ara sem var stríðsglæpamaður," sagði Kyo Otomo, ungur japanskur ljósmyndari. Hins vegar lýstu marg- ir eldri borgarar yfir miklum harmi vegna fráfalls Híróhítós. Um 300.000 manns stóðu í rigningu og kalsa á torgi keisarahallarinnar til að votta hinum brottkallaða keisara virðingu sína og fregnir hafa borist af þremur eldri mönnum sem hafa svipt sig lífi í þeim tilgangi að vera nærri heittelskuðum yfirboðara sínum. Nýji keisari Japana, Akihító, þyk- ir nútímalegur í háttum og hefur sagt að hann vilji að margra alda gamlar hefðir keisaraembættisins breytist með nýjum tímum. Akihító, sem er 55 ára, var fyrsti keisaraarf- takinn í sögu Japans til að giftast stúlku af alþýðustigum og hann vill að böm sín þijú lifi sem eðlilegustu lífí. Hann áhugamaður um sjávarlíf- fræði og sérfræðingur í smáfískum. Tveir sona hans eru nú við nám í Oxford-háskóla í Englandi. Akihító kom fram í fyrsta sinn opinberlega eftir lát Híróhítós á laugardag. Viðstaddir voru fulltrúar ríkisstjómarinnar og varð það til þess að kommúnistaflokkurinn og ýmsir kirkjuleiðtogar kristinna manna hófu upp raust sína. Þeir segja að samkundan hafí verið ský- laust brot á stjómarskrá Japana, sem gerð var að tilhlutan Banda- ríkjamanna árið 1945 í kjölfar upp- gjafar Japana. í stjómarskránni er kveðið á um að keisarinn gegni ekki pólitísku hlutverki og sé ein- ungis þjóðartákn Japana. Þingmað- ur kommúnistaflokksins, Zenmei Matsumoto, sagði á blaðamanna- fundi að ríkisstjóm landsins liti nú þegar á Akihító sem keisaralegan einvald og leiðtogi mótmælendatrú- armanna, Kazuke Noge, sagði að kirkjusamtök myndu efna til mót- mæla sem beint yrði gegn keisara- embættinu 24. febrúar næstkom- andi, sama dag og útför Híróhítós fer fram. Tveir rosknir menn sviptu sig lífi um helgina í þeim tilgangi að „fylgja" Híróhító til grafar. Sjálfs- morð af þessu tagi kallast ,junshi“ (sjálfsmorð í kjölfar dauða yfirboð- ara og húsbónda) og bera þessir atburðir vott um hversu mjög andlát Híróhítós fékk á marga Japana sem háðu styijaldir í nafni hans. í gær barst frétt um að þriðji maðurinn hefði framið sjálfsmorð í miðborg Nagoya. Mennimir þrír hengdu sig allir. Vamarmálaráðherra Nýja Sjá- lands, Bob Tizard, sagði á sunnudag að það hefði átt að skjóta Híróhító Eftiavopnaráðstefíian í París: Afstaða arabaríkja talin geta hindrað raunhæfan árangur Israelar segja Líbýumenn reisa eina stærstu efhavopnaverksmiðjum í heimi París, Tripoli, Nikósíu. Reuter og Daily Telejjraph. MOSHE Arens, utanríkisráðherra Israels, ávarpaði alþjóðlega ráð- stefnu um efhavopn í París í gær og sagði Líbýumenn vera að reisa eina af stærstu efhavopnaverksmiðjum heims. Fyrir ættu Sýrlending- ar og Irakar birgðir af slíkum vopnum en ríkin þijú ættu það sam- eiginlegt að styðja hryðjuverkahópa um allan heim af kappi. Ráð- herrann lagði til bann við öllum efnavopnum í Mið-Austurlöndum. Fulltrúar margra arabaríkja hafa sagt að þeir muni ekki sam- þykkja slikt bann þar sem Israelar ráði þegar yfir efhavopnum og séu að auki sjötta voldugasta kjarnorkuveldi heims. Á sunnudag sögðu Sovétmenn, er eiga mestar birgðir af efiiavopnum allra þjóða, að þeir hygðust byija að eyða efiiavopnum sínum á þessu ári en tóku ekki fram hvort þeim yrði öllum eytt. I ræðum utanríkisráðherra ýmissa arabaríkja á ráðstefnunni kom fram að ríkin myndu ekki sætta sig við að skilið yrði milli afvopnunar á sviði efnavopna, sem eru tiltölulega ódýr í framleiðslu, annars vegar og kjamavopna hins vegar; þar með yrði aröbum meinað að koma sér upp þeim ógnarvopnum sem þeir hefðu efni á. Vestrænn stjómarerindreki sagði að svo gæti farið að í lokayfírlýs- ingu ráðstefnunnar yrði aðeins staðfest ummæli í Genfarsáttmá- lanum frá 1925 þar sem notkun efnavopna er bönnuð. Tæki Parísar- ráðstefnan ekki af skarið og sam- þykkti aðgerðir gegn framleiðslu vopnanna án þess að gera eyðingu kjamavopna að skilyrði fyrir fram- leiðslubanni myndi ráðstefnan fremur hvetja en letja þjóðir heims til að koma sér upp efnavopnum þar sem ljóst væri að kjamavopnum yrði ekki eytt á næstunni. í Persa- flóastríði írana og íraka sannaðist á þá síðamefndu að þeir beittu efna- vopnum og er jafnvel talið að þau hafí komið í veg fyrir ósigur íraka sem yfírvofandi var um hríð. I stríði sínu við Chad hugðust Líbýumenn fyrir nokkrum árum nota eiturgas sem þeir keyptu af írökum. Flogið var með gasið frá Tripoli í Líbýu en á flugvellinum misstu verkamenn nokkur gashylki með þeim afleiðingum að fjöldi líbý- skra hermanna týndi lífí eða veikt- ist. Líbýustjóm ætlaði á laugardag að leyfa hóp blaðamanna frá Vest- urlöndum -að skoða umdeilda verk- smiðju í Rabta, um 55 km sunnan við Tripolis. Bandaríkjastjóm segir Líbýumenn ætla að framleiða þar efnavopn og hafa gefíð í skyn að þeir myndu hugsanlega gera loftár- ás á verksmiðjuna. Muammar Gaddafí Líbýuleiðtogi segir að um lyfjaverksmiðju sé að ræða og að sögn heimildarmanna hefur hann látið fjarlægja öll eiturefni, sem nauðsynleg eru til framleiðslu efna- vopna, frá Rabta.. Er til kastanna kom fengu vestrænu fréttamenn- imir aldrei að koma nær verksmiðj- unni en 500 metra og á sunnudag var öllum hópnum sagt að hafa sig á brott frá landinu. Sama dag sagði útvarpið í Tripoli að fréttamennim- ir hefðu gengið um verksmiðjuna, Reuter George Shultz (t.v.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, við undirritun samnings rikjanna um samvinnu í baráttu gegn fíkniefhasölu og samvinnu í vísindum. Athöfiiin fór. fram i París á sunnudag em ráða- mennirnir sitja þar ráðstefiiu 140 ríkja á vegum Sameinuðu þjóð- anna um bann við efnavopnum. gengið úr skugga um að þar væru aðeins framleidd lyf og einnig hefðu þeir rætt við fólk á staðnum. Líbýska fréttastofan JANA var hins vegar harðorð í garð fréttamann- anna í gær og sakaði þá um „hlut- drægni og skort á nákvæmni." Bandaríska tímaritið Newsweek hefur eftir erlendum embættis- manni að upplýsingar Bandaríkja- stjómar um verksmiðjuna séu afar nákvæmar. George Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, ræddi málið við hinn sovéska starfsbróður sinn Shevardnadze á sunnudag og sagði Shultz að Sovétmaðurinn hefði heitið því „að kanna málið.“ Bandaríkjamenn saka vestur- þýskt fyrirtæki um að hafa aðstoð- að Gaddafi við að koma efnavopna- framleiðslu á laggimar og segja bandarískir og breskir embættis- menn að fyrir þessu séu ótvíræðar sannanir, þótt Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands hafi dregið þær í efa. Enn fremur hefur Banda- rikjastjóm fundið að sölu Frakka á Mirage-herþotum til Líbýu. TOFRAR HELGARNÁMSKEIÐ í SAMSKIPTASTJÓRNUN Holiday Inn 14. jan. kl. 9.00. Námskeiðið byggir á NLP (Neuro Lingu- istic Programming) samskiptatækninni. Með samskiptastjórnun getur þú: A Aukið áhrifavald þitt, sannfæringar- kraft og persónutöfra. A AukiÖ fjölbreytni í eigin hegðun, atferli og framkomu. A Greint, skilið og mótað hegðun annarra. A Auðveldað ákvarðanatöku og úrlausn vandamála. A Margfaldað eigin árangur og annarra. Námskeiðið nýtist best aðilum sem vinna við stjórnun, ráðgjöf, fjölmiðlun, kennslu eða störf þar sem hæfni í mannlegum samskiptum er forsenda fyrir velgengni og árangri. Leiðb. er Garðar Garðarsson. Hann útskrifaðist í ágúst 1988 með Practitioners gráðu í NLP samskiptastjómun hjá Grinder, DeLozier & Associates í Bandaríkjunum. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Gulu Línunni í síma: 62 33 88. eða rista hann á hol á almannafæri í lok styijaldarinnar. Tizard kvaðst vera andvígur því að fulltrúi Nýja Sjálands yrði viðstaddur útför Híróhítós. „Við áttum að senda ein- hvern fyrir 40 árum til að vera við- staddur aftöku hans,“ sagði vamar- málaráðherrann. Talsmaður Davids Lange, forsætisráðherra Nýja Sjá- lands, sagði að ummæli Tizards væru ekki sjónarmið ríkisstjómar- innar. Ríkisstjóm Kúbu lýsti í gær yfir þriggja daga opinberri sorg vegna andláts Híróhítós. Kommúnista- stjómin á Kúbu hefur þann sið að lýsa yfír opinberri sorg við fráfall þjóðhöfðingja þeirra landa sem Kúba hefur stjórnmálasamband við. I gær stóðu fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna upp á fundi sínum og þögðu í eina mínútu til að votta Híróhító virðingu sína og fánar voru dregnir í hálfa stöng við bækistöðvar öryggisráðsins. Vegabréf Amíns reyndist falsað Kinshasa. Reuter. YFIRVÖLD í Zaire hafa veitt Idi Amín, fyrrum Úgandaleiðtoga, frest til þess að hygpja sig úr landi þar sem hann skortir skilríki, að sögn háttsetts emb- ættismanns. Amín kom til Zaire í síðustu viku undir fölsku nafni og reyndist vega- bréf það sem hann sýndi vera fals- að. Mobutu Sese Seko, forseti Za- ire, sagði á föstudag að Amín yrði fljótlega rekinn úr landi. Embættis- menn sögðu í gær að beðið væri sérstakra skilríkja frá flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna. Stjómarerindrekar í Kinshasa, höfuðborg Zaire, sagði að koma Amíns til Zaire hefði getað komið sér illa fyrir Mobutu, sem er sagður vilja komast hjá því að særa yfir- völd í Úganda. Embættismenn í Úganda sögðu um helgina að yfir- völd þar í landi hygðust óska eftir því að þau fái Amín framseldann. Sendiherra Úganda í Kinshasa sagðist hins vegar þeirrar skoðunar í gær að Amín yrði ekki framseld- ur, heldur yrði hann beðinn um að koma sér aftur til Sádi Arabíu. Þar hefur hann búipð í útlegð. Amín er sakaður um að hafa lát- ið myrða og pynta þúsundir lands- manna sinna áður en honum var steypt af stóli árið 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.