Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 „\>ess\ hér glalabi fjölskylduauéinum." ást er.. 12-30 . . . rétt orð á réttum stað. TM Reg. U.S. Pat Off. — all nghts reserved ® 1988Los Angeles Times Syndicate Með morgimkaffínu 1155 tÆjle* Finnst bragð af rottueitr- inu í kaffi? 1141 , POLLUX Ertu á sama máli um mengunarhættuna? HÖGNI HREKKVÍSI /X-/7 „ PETTA ER i ryf?STA SIKINJ S&M BG HEVRI KÖTT ©u'STRA." iiiiiittiiiltiiiilliiií Verð^ggmg^e^gengisvíðmíðun^1111^^^^^ Innlend verðtrygging er 25% hærri en erlend á 5 árum LANSKJARAVlSITALAN hefur hækkað mun meira en gengi samsettu gjaJdmiðilseininganna SDR og ECU undanfarin ár, en frA áramótum er heimilt að verð- tryggja innlendar Qárskuldbind- ingar með þeim. Lán sem tekið hefur verið fyrir fimm árum með lánskjaravisitðlu og skuidabréfa- vöxtum væri i dag 25% hærra en ián sem sama tima hefði verið með SDR-viðmiðun og vöxtum. Síðastliðin fimm ár hefur sölu- gengi SDR til dæmis hækkað úr 30 kr. í 62 kr. eða um 106%. en tæp þijú ár. Frá ársbyijun 1986 hefði einnar milljónar kr. lán með lánskjaravísitölu og skuldabréfa- vöxtum hækkað í 2.087 þúsund kr. en ef lánið hefði verið tekið með ECU-gengisviðmiðun og vöxtun væri það í 1.750 þúsund krónum og ( 1.860 þúsund kr. ef miðað er við 2% álag á vexti. Innlenda verð- tryggingin hækkar þetta lán því um 19,2% meira en ECU-viðmiðun- in án álags á vexti, en um 12,3% með álagi. Undanfama daga hefur verið ■iiHbaHta Eyðslutór Til Velvakanda. I hugleiðingum mínum um nýliðna jólaföstu kemur margt upp í hugann og þykir sjálfsagt fleirum en mér vera fyllilega tímabært að taka sam- an hug sinn og endurmeta stöðu sína í þeim darraðardansi sýndarmennsk- unnar sem svo víða ríkir. En meðan þjóðargjaldþrot forsætisráðherra landsins hefur nálgast strendur ætt- jarðarinnar líkt og hafísbreiða þá dynur kliðmjúkur jólamarzinn í eyr- um landsmanna þar sem taktföst áætlun er gerð í síendurtekinni örv- un á jólalegri gjafmildi okkar þar sem allt gengur út á það að við sjáum út sem flestar góðar gjafír fyrir ættingja, vini og kunningja. Og eftir því sem nær líður jólum verður marzinn hraðari og sveiflan dýpri og þegar gjaldmiðill heimilisins er uppurinn löngu fýrir tímann, þá mega menn ekki gefast upp og hætta við svo búið heldur taka fram platkortin sín, nei, afsakið, plast- kortin vildi ég sagt hafa, svo allt gangi í haginn fyrir jólalagasmiðum, jólabókaskáldum og jólakaupmönn- um svona rétt fyrir þjóðargjaldþrot almúgans. En lítið er gaman að dansa alvöru jólagjafamarzinn ef ekki fýlgir hug- ur máli og gjafirnar eiga að vera dýrar í ár eftir því sem fjölmiðlarnir segja og menn skyldu gleyma göml- um lummum um kerti og spil, því hver getur verið þekktur fyrir að hugsa um budduna sína þegar slíkur jólamarz er annarsvegar undir stjömuskini auglýsingasmiða nútím- ans og óvíst að mönnum bjóðist annað eins í bráð og Húsnæðisstofn- un verður jafnt og bankar og spari- sjóðir að láta sér skiljast að menn vilja fá að gera annað en að borga niður endalaus lán árið út og inn þar sem vextir og vísitölubætur gera lánsupphæðir hærri og veglegri eftir því sem oftar er greitt inná upphaf- lega lánsupphæð. En svo gerist það og eftir hádegi aðfangadags fer gjaldþrotið að láta hærra í eyrum og um kvöldmat hef- ur orðið meiriháttar spennufall hjá plastkortaþjóðinni norðan við stríð. Eyðsluölvunin er á enda og plast- húðaðir timburmenn taka við því óvíst er um skilning bankatröllsins í marmarahellinum á getu eða getu- leysi hins skyndisnauða borgara og þar sem hér var aðeins um hálfvöru en ekki alvöru fyllerí að ræða þá er ekki um að tala neina afvötnun eða félagslega meðferð. Menn verða því að sleikja sár sín í einrúmi og gera sálu sinni að með- taka alvarlega íhugun og stokka spilin upp á ný ef vel á að fara. Eyðlsufár það sem ríkt hefur með þjóðinni og nú tók á sig jólalegan blæ er sem betur fer ekki ólækn- andi, en til þess að árangur náist gilda sömu lögmál og hjá þeim sem SAA hefur aðstoðað vegna ofneyslu áfengis, menn þurfa að hafa vilja til að breyta lífsháttum sínum. Borgari Yíkverji skrifar Við íslendingar höfum ríka til- hneigingu til að trúa á völvur! Þeim tímaritum fjölgar stöðugt, sem birta spádóma einhverrar völvu um áramót. Fróðlegt er að lesa slíka spádóma frá fyrri árum og bera saman við það, sem raunverulega gerðist. Annars er ósanngjamt að tala bara um tímarit í þessu sam- bandi. Ifyrir u.þ.b. tveimur áratug- um birti Morgunblaðið reglulega spádóma bandarískrar völvu, Dixon að nafni, um það sem gerast mundi á næstu árum. Víkverji hefur það fyrir satt, að ritstjóra Morgunblaðs- ins hafi orðið svo mikið um, þegar sá spádómur Dixons reyndust tómt bull eitt árið að Nixon mundi lifa Watergate-málið af sem forseti, að Dixon var rekin frá Morgunblaðinu! Sumir segja, að Dixon hafi hrokkið jafn mikið við. Og eitthvað hefur hún föndrað minna við kúluna s?ðan! Hvað um það. Víkvetji tók sér fyrir hendur að rýna í spádóma völvu Vikunnar fyrir einu ári um það, sem gerast mundi á árinu 1988. Hér á eftir verða birtar stutt- ar tilvitnanir í umsögn völvu Vik- unnar um væntanlega atburði árs- ins 1988. xxx Valvan sagði hinn 28. desember 1987:“Ég vil bara segja ykkur það strax, svo ég byrji á réttum enda, að um leið og þessi ríkisstjórn tók við völdum, sá ég fyrir mér ein- hveija þá sterkustu ríkisstjóm, sem hér hefur setið, sennilega allt frá árinu 1944. Ekki aðeins af því, að hún hefur svo mikinn meirihluta á þingi, held- ur einnig þrátt fyrir þennan meiri- hluta, sem gefur henni möguleika á að vera hvort tveggja í senn stjórn og stjómarandstaða. Þingmenn geta þannig skipzt í tvo eða fleiri hópa, meðan umræður um mikilvæg mál standa yfir og gefa stjóminni þannig visst aðhald innanfrá, úr röðum stuðningsmanna. Stjómar- andstaðan er því að vissu leyti óvirkari en áður var. Sterkustu menn stjórnarinnar verða enn um sinn flokksformennirnir þrír, Þor- steinn Pálsson, Steingrímur Her- mannsson og Jón Baldvin Hannib- alsson. Ég sé einnig fyrir mér aukna til- trú fólks á Þorsteini Pálssyni og mun það verða staðfest í skoðana- könnun er líður nær vordögum. Ráðherrar hans, þeir Birgir ísl. og Friðrik Sophusson, sem munu verða farsælir í störfum eiga ekki sízt þátt í því að styrkja stöðu forsætis- ráðherra og flokks hans í heild. Birgir ísl. Gunnarsson mun vekja athygli fyrir snjalla og skjóta lausn í viðkvæmu máli, sem upp kemur á árinu í sambandi við framkvæmd grunnskólalaganna. Iðnaðar- og orkumál verða mjög í sviðsljósinu, er líður fram á sumar og mun iðnað- arráðherra senda hóp sérfræðinga til tveggja heimsálfa með sérstakt kynningarprógram er varðar upp- byggingu á eftirsóttri aðstöðu hér á landi og lýtur að velferð einstakl- inga. Gæti verið í sambandi við heilsuhæli eða annað, sem þeim tengist, því þetta sé ég svo óljóst, vegna hitauppstreymis í sýninni." (!!) XXX Og enn heldur völva Vikunnar áfram að lýsa stjómmálaþróun ársins 1988:“Hjá Framsóknar- flokknum eru talsverð umskipti framundan. En þar nýtur formaður- inn, Steingrímur, einnig traustra vinnubragða ráðherranna, Halldórs Asgrímssonar og Guðmundar Bjarnasonar. Ég sé hins vegar breytingar í þingliði þessa flokks á árinu vegna uppstokkunar í emb- ættum þeim, er Framsóknarmenn ráða yfir. Valdsvið utanríkisráð- herra mun aukast verulega með nýbreytni í ráðuneyti hans og nýjum verkefnum, sem varða kynningu á íslenzkum útflutningsvörum og eft- irlit með þeim. Sendiráð okkar er- lendis munu verða betur nýtt en áður á þessu sviði. Ráðherrar Alþýðuflokksins munu áfram verða mikið í sviðsljósinu, embætta sinna vegna og ná nokk- urri og varanlegri fótfestu, hver fyrir sig, í viðamiklum málaflokk- um. Ég get nefnt ykkur sem dæmi að dómsmálaráðherra mun standa að og koma í framkvæmd mikil- vægri breytingu á umferðarlögum, sem aímenningur mun fagna mjög. Jóhanna Sigurðardóttir mun einnig auka vinsældir sínar verulega á árinu, þegar hún tekur af skarið og breytir umdeildum ákvæðum í húsnæðislögunum. Þetta gerir hún milli þinga í sumar og leggur breyt- ingu þessa fyrir Alþingi næsta haust. Formaður Alþýðuflokksins mun heimsækja erlenda stofnun tengda stjómun peningamála og koma það- an með mikilvægar fréttir, sem leiða til uppstokkunar á gjaldmiðli okkar. Gæti verið um að ræða enn eina gjaldmiðilsbreytingu t.d. eins og gerð var hér síðast með því að taka núll aftan af krónunni eða eitt- hvað enn áhrifaríkara." Það er hægt að halda áfram að vitna í völvu Vikunnar til þess að upplýsa fólk um hvað ekki gerðist í stjómmálum á árinu 1988 en Víkveiji lætur þetta nægjal.Snýr sér heldur í lokin að “vísindum" og völvunni. XXX Um þau málefni sagði völva Vikunnar m.a. fyrir ári: „Við munum verða blessunarlega laus að miklu leyti við inflúenzur og umgangspestar á komandi ári.“ Raunvemleikinn var sá, að vorið 1988 heijuðu hvorki meira né minna en þtjár inflúenzutegundir á þjóðina, sem er mjög sjaldgæft! Þá sagði völvan: „Eitthvert gos sé ég fyrir á Suðurlandi, þó verða ekki af því mannskaðar, en Al- mannavamir koma þar við sögu.“ Hvaða gos var það?! Hvað segja menn að lokum um þennan spádóm?!: „Baktería, sem er náskyld þeirri er veldur sýfilis (ekki eyðni) herjar í auknum mæli á dýr og menn, bæði austan hafs og vestan, þó meira í Ameríku. - Smitberinn er örlítið skordýr, sem finnur sér bólfestu í húðinni. Helzta vöm manna verður sú, að vera ekki fáklæddir, þar sem þetta skordýr er útbreiddast. - Gætið því vel að og veljið hreina sólbaðsstaði í sum- ar og alls ekki í námunda við tijá- gróður eða mýrlendi." (!!) ScliðÉi •IíMíÍÍUM'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.