Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 37
>*..»■: .ivri.M i. 5 ■)./11.icií» (ioajfiíjíh MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 37 Það er skrýtið að setjast niður og skrifa hinstu kveðju til góðs vin- ar og félaga. Félaga sem er hrifinn á burt í blóma lífsins. Anna sýndi alltaf mikinn kjark og dugnað og minnumst við hennar ætíð sem góðrar manneskju. Hafsteini, ætt- ingjum og vinum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Með kærri kveðju. Bekkjarsystkini í Fóstur- skóla íslands. Yndislegur samstarfsmaður og kær vinkona, Anna Jóhannesdóttir, fóstra, er látin. Allar kvöddum við hana glaða og hressa þann 30. desember sl., með bestu óskum um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir árið sem var að kveðja. Hún kom ekki aftur. Þann 3. janúar á nýja árinu var hún dáin, aðeins 25 ára gömul. Það er erilsamt starf að vera fóstra, en Onnu fórst það einstak- lega vel úr hendi. Hún var frekar veikbyggð að sjá og hæglát í um- gengni, en samt hafði hún ótrúlega gott lag á börnunum. Hún var svo lagin við að ná þeim saman, föndra með þeim, syngja o.s.frv. Enda voru þau öll mjög hænd að Önnu og þótti örugglega mjög vænt um hana. Hún var góður skipuleggjandi og var óþreytandi í því að finna nýjar leiðir til að gera starfið sem mest skapandi og lifandi. Síðasta ferðin sem hún fór érlendis í heimsókn til vinkonu sinnar var einnig notuð til kaupa á fagbókum. Þannig var hún Anna síhugsandi um starfíð. Við vissum allar að með henni leyndist sá sjúkdómur er að lokum leiddi hana til dauða á svo skjótan hátt. Samt var hún alltaf glöð og kát og hlífði sér aldrei, var alltaf að. Að lokum viljum við samstarfs- konur Önnu þakka henni hjartan- lega fyrir þann tíma sem við feng- um að vera henni samferða. Við munum allar sakna hennar, og fínnst okkur ótrúlegt að við skulum ekki eiga eftir að sjá hana aftur. Unnusta Önnu, Hafsteini, ömmu hennar, föður og bróður sendum við innilegar samúðarkveðjur. Lovísa, Sólveig, Beta, Svanbjörg og Eybjörg. Dáinn, horfinn - harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfír. en ég veit að látinn lifir. það er huggun harmi gep. (J.H.) Dáin. Það er ólýsanlegur sárs- auki sem fylgir þessari hugsun, þessum orðum. Við elskuðum hana öll, ekki síst bömin, og söknuðurinn verður mikill. Það var líka svo auð- velt að elska hana, því hún var bæði góð og yndisleg. Við kynnt- umst henni þegar hún og Hafsteinn hófu sitt samband fyrir 7 árum. Þetta voru góð og gefandi ár, því þótt Anna fengi heilablæðingu fyrir tæpum 5 árum, náði hún sér aftur með miklum dugnaði og kjarki, og naut þá umhyggju og hjálpar Haf- steins, eins og alltaf. Og þrátt fyrir þessi veikindi og erfiðleika hóf hún nám við Fósturskóla íslands og lauk því með miklum sóma. Eftir það vann hún á bamaheimili, sem var henni mikils virði og veitti henni mikla lífsfyllingu, því böm áttu hug hennar og hjarta. Hún og Hafsteinn vom einnig meðal stofnenda Heila- verndar, og fylgdust vel með málum þess félags. En svo, þegar lífíð virt- ist brosa við þeim, á góðri stund meðal ástvina, og þau óskuðu hvort öðm gleðilegs árs, árs sem meðal annars átti að bera með sér eigið húsnæði og fyrirhugaða giftingu, kom áfallið. Við skiljum þetta ekki enn, við emm dofin. En við trúum því að Anna sé með Guði og hafí þar sæluvist með móður sinni, sem hún missti svo ung. Við þökkum henni samveruna og kveðjum hana með trega. Fjölskyldu hennar send- um við innilegar samúðarkveðjur og þá sérstaklega ömmu hennar, en milli þeirra vom sérstök tengsl. Elsku Hafsteinn, megi guð gefa þér styrk til að standast þessa raun. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur, min veri vðm í nótt. Æ virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Pabbi, systkinin og fjölskyldur þeirra. Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinkonu okkar, Önnu, sem kvaddi þennan heim þriðjudag- inn 3. janúar sl. þegar þessi hræði-. legi sjúkdómur sem læknavísindin ráða ekki enn við bankaði á dyr. Þessi vinahópur sem hér um ræðir kemur til af strákunum sem em búnir að vera vinir frá æsku, en við stelpurnar kynntumst í gegn- um þá árið 1983. Og emm við öll búin að vera miklir vinir síðan. Það verður erfitt að venjast því þegar svona stórt skað hefur verið höggv- ið í hópinn okkar. Alltaf var gott að koma til Haffa og Önnu á Öldugötuna og hlýlegra heimilislíf var ekki hægt að hugsa sér. Hún Anna var mikið fyrir böm, enda var það það sem hún valdi sem ævistarf. Það er erfitt að kveðja svona góðan vin en við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast svona góðri stelpu og það var ekki hægt að hugsa sér betri vin. Elsku Haffi okkar. Við sendum þér og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Ef gengur ein með grátna brá um grýttan lífsins veg, þú ástvin átt. Hann er þér hjá með orð svo guðdómleg. Minn frið þér gef og gleði í sál gef ei sem heimurinn ef heyra vilt mitt heilagt mál mér helga vilja þinn. Kom sorgarbam, í bæn og trú að bijósti frelsarans, hann fyrirgefur, frelsar nú ó flýr að krossi hans. (G.S.Þ.) yinahópurinn, Óla, Stjáni, - Asdís, Boggi og Jón Ari. Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að við- bættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173 1/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Hluti starfsmanna: 1,0% 2,0% 3,0% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. 1987 1988 1989 Hluti atvinnurekenda: 1,5% 3,0% 4,5% SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. byggingamanna • Lsj. Lsj. bygg.iðnaöarmanna í Hafnarf. • Lsj. Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj, Lsj. framreiðslumanna • Lsj Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj Lsj. matreiðslumanna • Lsj Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj Lsj. Sóknar • Lsj verksmiðjufólks • Lsj Vesturlands • Lsj Bolungarvíkur • Lsj Vestfirðinga • Lsj verkamanna, Hvammstanga* Lsj stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj Iðju á Akureyri • Lsj Sameining, Akureyri • Lsj trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.