Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 Á myndinni eru talið frá vinstri: Björgúlfur Andrésson forstöðumað- ur Hjálpartækjabankans, Trausti Sigurlaugsson formaður Sjálfs- bjargar í Reykjavík, Sigurður Björnsson, Vikar Davíðsson og Lýður Hjálmarsson hjá Sjálfsbjörgu og Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Fremst á myndinni eru talið frá vinstri: Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Haukur Björnsson viðskiptafræðingur, Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Öryrkjabandalags íslands, Arinbjörn Kolbeinsson læknir, Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar, Geir Hallgrimsson Seðlabankastjóri og Guðjón Magnússon aðstoðar- Iandlæknir og formaður Rauða kross Islands. Hjálpartækjabankinn flytur í nýtt húsnæði NÝTT húsnæði Hjálpartækjabankans að Hátúni 12 var vígt við hátíð- lega athöfii á laugardag. Húsið er byggt af Rauðakrossinum og Sjálfs- björg og fær bankinn fyrstu hæð og hálfan kjallara hússins en Sjálfs- björg efri hæð, hálfan kjallara og tengihús að sjálfú Sjálfsbjargar- húsinu. Með þessu nýja húsnæði er Hjálpartækjabankinn búinn að fa mjög góða aðstöðu en eldra húsnæði bankans á horni Nótaúns og Skipholts var bæði orðið allt of lítið og aðkoman að því erfið. Reglu- leg starfsemi Hjálpartækjabankans hófst árið 1976 en til hans leita að meðaltali 1000-1200 manns í hveijum mánuði og má reikna með að 10% landsmanna hafi einhvern tíma á ævinni þörf fyrir hjálpartæki. Hjálpartækjabanki Rauða kross göngustafir, hækjustafir, ýmiss kon- Islands og Sjálfsbjargar var stofnað- ur 30. desember 1975. Regluleg starfsemi hófst á miðju ári 1976 í þáverandi miðstöð Rauða krossins við Nóatún og Skiphoit í Reykjavík. Fyrsti starfsmaður Hjálpartækja- bankans, Björgúlfur Andrésson, hóf störf 1. mars 1976 og hefur verið forstöðumaður bankans allt til þessa dags. Starfssvið Hjálpartækjabankans er sala og leiga hinna ýmsu hjálpar- tækja fyrir fatlað fólk og aldrað en starfssvæðið er allt landið. Áður en Hjálpartækjabankinn hóf starfsemi sína var miklum erfiðleikum bundið að útvega ýmis hjálpartæki. Helstu tæki sem bankinn hefur á boðstólum eru hjólastólar, göngugrindur, ar tæki til að nota við bað og sal- emi, ýmis tæki til notkunar í eld- húsi, svo sem sérútbúin hnífapör, drykkjaráhöld, sjúkrarúm, lyftur og margs konar einnota hjálpartæki. Til Hjálpartækjabankans leita að meðaltali 1000-1200 manns í hveij- um mánuði og má reikna með að 10% landsmanna hafi einhvern tíma á ævinni þörf fyrir hjálpartæki. Mest af þeim tækjum sem í boði eru eru greidd af sjúkratrýggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins að fullu eða 70% fýrir einstaklinga, og þau yfirleitt skilaskyld. Hjálpartækjabankinn er eina stofnun sinnar tegundar í landinu. Hann er rekinn sem sjálfseignar- stofnun í eigu tveggja félaga eins Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: Læsingar hurða Alltaf er eitthvað um að brotist er inn í íbúðir fjölbýlishúsa. Venjulega er farið inn um útidymar, þrátt fyrir að þær hafi verið læstar. Eigendur og húsfélög fjölbýlishúsa ættu að gefa læsingarbúnaði híbýla sinna alveg sérstakan gaum. Venjulega er um tiltölulega einfaldan læsingarbúnað að ræða og í allmörg- um tilvikum alls ófullnægjandi ef fyllsta öryggis ætti að vera gætt. Nauðsynlegt er að læsingarbúnaðurinn sé þannig að ekki sé hægt að opna hann utanfrá nema með lykli. Til þess þarf vandaðar skrár, eins og þá sem sést á myndinni. Að ýmsu öðm þarf og að hyggja ef fólk vill vera nokkuð ömggt um híbýli sín; læsingar á svalahurðum, krækjur á gluggum o.fl. Þá er ekki óalgengt að brot- ist sé inn í geymslur fjölbýlishúsa. Þær em oft á tíðum auðveldar viðureignar fyrir þann eða þá sem hafa hug á að nálgast það, sem þar er innan dyra. Oft er ekki takmarkaður aðgangur fólks að geymsluhúsnæðinu eða búnaður þannig að hann er jafnvel verri en enginn, en verðmæti, sem þar em geymd, slík að eigandanum finnst tjónið tilfinnanlegt. Lögreglan vill benda eigendum íbúða eða húsfélögum fjölbýl- ishúsa á að kynna sér vel ástand þessara mála, ráðfæra sig við fagmenn verslana, sem selja viðurkenndan varning á þessu sviði og framkvæma síðan þær breytingar, sem telja má nauð- synlegar til uppfyllingar fyllsta öryggis. Slík fjárfesting getur borgað sig margfalt til varðveislu verðmæta og til að koma í veg fyrir þau óþægindi, sem af innbrotum leiða. og áður hefur komið fram. Að frá- dregnum upphaflegum framlögum eignaraðila er bankinn rekinn fyrir eigið fé, það er að segja hann nýtur engra beinna styrkja eða framlaga, að fráteknum vemlegum fjárstuðn- ingi frá eignaraðilum til nýbygging- ar bankans og fleira. Eins og áður sagði hóf bankinn starfsemi sína á miðju ári 1976 i húsakynnum á horni Nóatúns og Skipholts er Rauðikrossinn lagði til gegn hóflegri leigu. Aðkoma að hús- inu var jafnan erfið við miklar um- ferðargötur og rýmið varð fljótlega of þröngt. Nokkur bót varð þó á er bankinn fékk til umráða allan kjall- ara Skipholtseignar Rauðakrossins. Var húsnæðið þá orðið samtals 273 fermetrar. Eftir að Rauðikrossinn var búinn að selja eignimar við Nóatún og Skipholt og hann fluttur í húseign sína við Rauðarárstíg var orðið ljóst að nauðsynlegt var að koma upp framtíðarhúsnæði fyrir bankann. Gömul hugmynd um að staðsetja hann við hús Sjálfsbjargar við Hátún var þá endurvakin og gerðu aðilar með sér samning um húsbyggingu fyrir Sjálfsbjörg og Hjálpartækja- bankann 22. júlí 1987 þar sem bank- inn fengi fyrstu hæð og hálfan kjall- ara en Sjálfsbjörg efri hæð, hálfan kjallara og tengihús að sjálfu Sjálfs- bjargarhúsinu. Er önnur hæð húss- ins ráðgerð fyrir samkomusal og með rými fyrir skrifstofur. Eignarhluti bankans í nýbygging- uni er samtals 682 fermetrar með helming kjallara og telst 40,62% af nýbyggingunni allri. Hlutdeild í lóða- réttindum bankans að Hátúni 12 er 904 fermetrar með 6,49% eignarað- ild að heildarlóð Sjálfsbjargar. Á bankinn nú þinglesna eignaraðild að sínum hluta en í samningi aðila var gert ráð fyrir, að bankinn kosti fram- kvæmdimar að því marki sem stjóm hans telur fært en að eignaraðilar leggðu til fé sem þá vantaði. Byrjunarframlög eigenda voru lóðaréttindin frá Sjálfsbjörg, metin á rúmar 2,4 m.kr. og á móti sama fjárhæð í reiðufé frá Rauðakrossin- um, sem byggt var á í byrjun fram- kvæmda. Þá hefur Landsbankinn veitt lán, sem riðið hefur baggamun um framkvæmdina, en eignaraðilar hafa séð um afganginn, þannig að dæmið er að ganga upp. í samantekt á kostnaði og gerðri áætlun er gert ráð fyrir að bygging- arkostnaður í heild verði 53 m.kr. og skiptist þannig að 40,62% eða um 21,5 m.kr. greiðast af bankanum og 59,38% eða um 31,5 m.kr. greið- ast af Sjálfsbjörg. Er hér átt við húsnæðið tilbúið undir tréverk og málningu en sameign fullfrágeng- inni að því frátöldu að búið er að fresta lyftukaupum í austurenda byggingarinnar og frágangi á lóð og hlaði, þ.m.t. bílastæðum. tólf árum hefur verið rekstraraf- gangur eða að jafnaði 3,8% af veltu. Hefur það samt engan vegin dugað til að fjármagna uppbyggingu bank- ans og hafa því eignaraðilar, Rauði- krossinn og Sjálfsbjörg, oftar en einu sinni hlaupið undir bagga með óaft- urkræf framlög sem nú nema sam- tals 21. m.kr., þar með taldri sann- gjamri húsaleigu. Hefur þetta skipt sköpum fyrir uppbyggingu bankans og þá þjónustu sem hann hefur get- að veitt. Má segja að þetta frum- kvæði Rauða krossins og Sjálfs- bjargar við að koma þessu þjónustu- fyrirtæki á iaggimar hafi sparað ríkisvaldinu stórar fjárhæðir og auk- ið þjónustu á þessu sviði. Bjöm Tryggvason, formaður stjómar Hjálpartækjabankans, sagðist við opnunina hafa áhyggjur af því að Tryggingastofnun væri að hugleiða byggingu stórrar miðstöðv- ar og innflutning á hjálpartækjum. Þar með væri hún komin í beina samkeppni við Hjálpartækjaban- kann og teldi a.m.k. Rauðikrossinn að þá væri grundvellinum kippt und- an stofnuninni og jafnvel eins gott að ríkið tæki reksturinn yfir. Guðmundur Bjarnason, heilbrigð- is- og tryggingarmálaráðherra, opn- aði síðan húsið formlega. Sagði hann þetta vera mikla hátíðarstund og mætti þarna með sanni sjá hve dygg- an stuðning ríkið fengi í þessum málum frá einstaklingum. Þakkaði hann öllum þeim aðilum og einstakl- ingum sem leggðu sitt af mörkum varðandi málefni fatlaðra. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 9. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hassta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 57,00 40,00 55,46 9,492 526.413 Þorskur(ósl.) 51,00 48,00 58,82 14,361 729.756 Ýsa 120,00 90,00 105,00 2,853 299.612 Ýsa(ósl.) 110,00 110,00 110,00 0,177 19.470 Undirmálsýsa 28,00 28,00 28,00 0,450 12.740 Karfi 36,00 36,00 36,00 0,014 522 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,063 3.150 Hlýri 50,00 50,00 50,00 0,035 1.775 Lúða 200,00 185,00 194,08 0,073 14.265 Langa 15,00 15,00 15,00 0,103 1.545 Rauömagi 30,00 30,00 30,00 0,015 465 Hrogn 63,00 63,00 63,00 0,013 806 Tindaskata 10,00 10,00 10,00 0,201 2.010 Samtals 57,88 27,827 1.612.529 Selt var aðallega úr Stakkavík ÁR, Mumma KÓ, Gullfara HF og frá Tanga hf. f dag veröur selt óákveðið magn úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 56,00 38,00 48,33 29,504 1.425.818 Ýsa 125,00 30,00 93,28 0,915 85.352 Lúða(smá) 110,00 110,00 110,00 0,003 330 Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,055 1.100 Samtals 49,63 30,477 1.512.600 Selt var úr netabátum. í dag verður selt úr netabátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík 7. janúar. Þorskur 48,00 38,00 47,28 7,368 348.334 Ýsa 120,00 100,00 119,32 1,501 179.093 Steinbítur 42,00 29,00 30,32 0,236 7.156 Lúöa 405,00 290,00 380,18 109,00 41.440 Keila(ósL) 12,00 12,00 12,00 0,160 1.920 Samtals . 61,65 9,374 577.943 Selt var úr netabátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 53,00 52,50 52,98 17,850 945.750 Ýsa 100,50 41,50 90,53 0,866 78.398 Ufsi .23,50 20,50 23,13 8,727 201.870 Karfi 43,00 43,00 43,00 0,040 1.720 Steinbítur 23,00 15,00 16,71 0,318 5.314 Lúöa 200,00 200,00 200,00 0,010 2.000 Hrogn 156,00 156,00 156,00 0,128 19.965 Samtals 44,92 27,951 1.255.557 Selt var aðallega úr Baldri KE, Hvalsnesi GK og Þorbirni hf. [ dag verða meöal annars seld 30 tonn, aöallega af þorski, úr Skarfi GK, 2 tonn af ýsu og 6 tonn af þorski úr Eldeyjar-Boða GK. Morgunblaðið/RAX Björn Tryggvason stjórnarfor- maður Hjálpartækjabankans. Með hinni nýju byggingu er bank- inn búinn að fá eins góða aðstöðu og hægt er að ætlast til, á ákjósan- legum stað miðsvæðis við hlið höfuð- stöðva Sjálfsbjargar og Öryrkja- bandalagsins. Starfsmenn bankans eru ánægðir með aðstöðuna og allan frágang. Frá því Hjálpartækjabankinn tók til starfa og til ársloka 1987 hefur velta hans 15 faldast að raunvirði. Var hún 45 m.kr. króna á árinu 1987 en endanlegar tölur liggja ekki fyrir um árið 1988. Níu af þessum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.