Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 33 Sigurdís Bóel Sveins- dóttir - Minning Fædd 8. júlí 1935 Dáih 31. desember 1988 Á gamlársdag, þegar árið 1988 var að renna út, lést í sjúkrahúsi í Reykjavík mágkona mín, Sigurdís B. ■ Sveinsdóttir, eftir langvarandi og þungbær veikindi. Hún var fædd 8. júlí 1935 og ólst upp á heimili ástríkra foreldra sinna í Reykjavík, ásamt systkinum sínum. Hún giftist bróður mínum, Atla Ársæli Atla- syni, 1956 og varð þeim þriggja bama auðið, en þau em Katrín, Atli og Ómar. Við vomm ungar að ámm er við kynntumst þegar leiðir hennar og bróður míns lágu saman, og um tíma bjuggum við í sama húsi. Þar urðu kynni okkar náin eins og oft er um ungar. konur. Hún var ein- hver myndarlegasta húsmóðir sem ég hef kynnst, og lagði alla sína starfskrafta fram fyrir börn og heimili. Hún varð fyrir þeirri erfiðu raun að missa mann sinn, Atla, bróður minn, ungan að ámm og standa eftir það ein að uppeldi barna sinna. í því verki tókst henni mjög vel, sem og í öllu er henni var falið. Eg vil flytja henni sérstakar þakkir fyrir ást og umhyggju henn- ar við foreldra mína, en þau létust stuttu á eftir Atla bróður mínum. Siddý varð rík af því að eignast ekki bara böm heldur einnig barna- börn, sem urðu augasteinar hennar ásamt tengdadótturinni, Kolbrúnu, sem reyndist henni einstaklega vel í veikindum hennar. Mikill harmur er kveðinn að þeim og öldmðum föður hennar, sem nú, stuttu eftir lát konu sinnar, sér á eftir elsta barni sínu. Úr fjarlægð vil ég minnast minnar ágætu mág- konu með þessum orðum: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Didda og ljölskylda I dag verður til moldar borin, Sigurdís Bóel Sveinsdóttir, Hjálm- holti 10 í Reykjavík, eða amma Siddý einsog við heyrðum hana oft- ast nefnda. Húa missti mann sinn, Atla Ár- sæl Atlason, 31. maí 1973. Eftir það bjó hún með bömum sínum þremur, Katrínu, Atla Elfari og Ómari. Katrín og Ómar búa enn í Hjálmholti. Kynni okkar hófust árið 1979 þegar dóttir og systir okkar, Kolbrún, og Atli Elfar stofnuðu heimili. Þegar fyrsti ömmudrengur- inn, Atli Arsæil sem nú er 9 ára, fæddist, umvafði hún hann með ástúð og hlýju eins og henni var svo eðlilegt. Var hún boðin og búin til að veita ungu foreldmnum alla þá hjálp og aðstoð sem í hennar valdi stóð í veikindum þeim sem hijáðu barnið í fyrstu. Sennilega var það upphafið að þeim sterku vináttu- og kærleiksböndum milli tengdmóður og tengdadóttur sem aldrei bmstu. Nú em drengimir orðnir þrír. Hinir tveir em Oskar Sindri, 7 ára, og Láms Baldur, 4 ára. Hún sýndi þeim öllum sama kærleikann. Síðustu vikurnar dvaldi hún á heimili Kolbrúnar og Atla. Óskar Sindri lánaði henni herbergið sitt og sagði: „Hún amma mín er svo góð, hún má fá allt sem ég á.“ Má segja að þar hafi hann talað fyrir munn þeirra allra. Siddý var gædd óvenjulegri þrautseigju. Hún var ákveðin í að halda ánægjuleg jól með sínum nánustu, sem hún og gerði. Hún nýtti svo sannarlega allan þann tíma sem hún hafði út í ystu æsar. Tveimur dögum fyrir jól bað hún mágkonu sína um að koma með sér í Kringluna til að kaupa jólagjöf sem hún ætlaði að velja sjálf. Og gerðu þær það og fengu sér kaffi- sopa í leiðinni. Jóladagurinn var eins og venjulega, með börnum, tengdadóttur og ömmudrengjum í Hjálmholti. Öðrum jóladegi eyddi hún með fjölskyldu Kolbrúnar á heimili foreldra hennar. Síðustu sólarhringana sem hún lifði voru Ómar og Katrín líka á heimili Kolbrúnar og Atla. Á sjúkrahúsi var hún aðeins rúman sólarhring og voru böm hennar og tengdadótt- ir hjá henni þar til yfir lauk. Föður hennar, Sveini, vottum við dýpstu samúð, svo og börnum og öðrum ættingjum. Um hana segjum við að lokum það besta sem hægt er að segja um nokkra manneskju, hún var óvenjulega góð kona. Við kveðj- um hana með virðingu og söknuði. Minningarnar um hana munu ætíð vekja með okkur hlýjar tilfinningar. Lísa og Sigga Svo gengur allt að guðs vors ráði gleðin og sorgin skiftast á. Þótt vinur hnigi lík að láði og logi tár á hrelldri brá, þá huggar eitt sem aldrei brást: Vér aftur síðar munum sjást." (K.J.) Er kirkjuklukkumar hljómuðu og hátíð gekk í garð hinn 31. desem- ber síðastliðinn, kvaddi Sigurdís B. Sveinsdóttir þennan heim. Það var undarlega táknrænt fyrir persónu- leika hennar að kveðja með gamla árinu — hverfa með því í aldanna skaut og innan stundar gengi nýtt ár í garð — ár nýrra vona og vænt- inga — ár afkomenda hennar, þeirra er hún hafði helgað líf sitt. Sigurdís Bóel, eða Siddý eins og hún var jafnan kölluð, fæddist í Reykjavík þann 8. júlí 1935 og var því aðeins 53ja ára gömul þegar hún lést. Hún var elst þriggja bama þeirra hjóna Sveins Sigurðssonar, er lifir dóttur sína, og Katrína Berg- rósar Sigurgeirsdóttur er lést fyrir fjórum ámm. Næstur í systkinaröð- inni er Sigurður Ingi og Sigrún yngst. Er Siddy var um tvítugt giftist hún æskuvini sínum, Atla Ársæli Atlasyni, og eignuðust þau þijú börn; Katrínu, Atla Elfar sem er kvæntur Kolbrúnu Hafþórsdóttur og Ómar. Alti (Daddi) eiginmaður hennar lést langt fyrir aldur fram aðeins 37 ára að aldri og bjó Siddý eftir það með börnum sínum og nú síðast með þeim Katrínu og Ómari að Hjálmholti 10 hér í Reykjavík. í sambýli við Siddý og börn hennar í Hjálmholtinu hef ég nú búið í rúm 11 ár og er það eitt af skæmstu ljósum minninganna að aldrei bar þar skugga á — aldrei eitt orð sem eftirsjá var að — tillitssemi hennar og hógværð var slík, að fáir munu hafa til að bera. Eftir andlát Dadda helgði hún líf sitt börnum sínum jafnframt því að hún hóf störf hjá Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur, þar sem hún undi hag sínum vel innan um gott sam- starfsfólk. Þegar Siddý varð amma var sem nýr kafli hæfist í lífi hennar, svo innilega dáði hún litlu ömmudreng- ina sína þijá — Atla Ársæl, Óskar Sindra og Láms Baldur — og af miklum áhuga tók hún þátt í upp- eldi þeirra og ferðaðist með þeim jafnt innanlands sem utan. Sam- vemstundirnar með Atla, Kolbrúnu og drengjunum vom henni dýrmæt- ar, þar vildi hún eyða sínum síðustu dögum, þrotin að kröftum eftir langvarandi baráttu við veikindi sín. Við Eggert þökkum af alhug þau ár er við áttum saman og biðjum guð að styrkja ástvini hennar á þessari sorgarstundu. Þú leitaðir hvorki fjár né frægðar, ^ en fannst, að betri var athöfn þörf. Þú barðist sem hetja, baðst ei vægðar, brosandi, hógvær, en stillt og djörf. Lof eða hrós var ei þér til þægðar, en þolgóð vitund um háleit störf. Guð blessi minningu hennar. Sigrún E. Amadóttir Sigurdís Sveinsdóttir hóf störf við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur árið 1973 og vann hér óslitið þar til í september sl. þegar hún varð að hætta af heilsufarsástæðum. Við samstarfsfólk hennar sjáum nú á bak góðum starfsmanni og félaga. Þegar Sigurdís réðst áo heilsuvemdarstöðinni hafði hún nýlega misst mann sinn, á besta aldri, úr krabbameini, sama sjúk- dómi og nú hefur lagt hana að velli. Hún kom þá út á vinnumark- aðinn úr húsmóðurstarfinu. Þessi tímamót vom henni erfíð en slíkt bar hún ekki á torg og var fljót að tileinka sér ný verkefni. Henni vora falin ýmis störf hér á stöðinni. Fyrst vann hún á tannlæknadeild sem aðstoðarstúlka, síðan á lungna- og berklavarnadeild við röntgeiP myndatökur og nú síðast sem ritari á skrifstofunni. Öll þessi störf leysti hún framúrskarandi vel af hendi og var sérstaklega vel látin af sam- starfsfólki. Sigurdís var sú mann- gerð sem fór hljótt en stóð ævinlega fyrir sínu. Síðastliðið ár fylgdumst við með harðri baráttu hennar við illvígan sjúkdóm og undraðumst oft kjark hennar og æðraleysi. Hún var hetja til hinstu stundar. Ökkur setur ávallt hljóð þegar ótímabæran dauða ber að höndum. Minning um góðan félaga og hug- rakka konu lifir. Við sendum að- standendum hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Samstarfsfólk Heilsuverndar^^ stöð Reykjavíkur. t Þökkum innilega alla samúð og vinsemd sem okkur var sýnd við andlát og jarðarför, ANTONS SIGURÐSSONAR. Pálfna Guðmundsdóttir og börn. Anna Eygló Antonsdóttir, Hallsteinn Sverrisson, Erna Björk Antonsdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Oddeyrargötu 14, Akureyri. Sérstakar þakkir fasrum við starfsfólki á deild 11 E Landspítalanum fyrir góða umönnun. Jóhann Frfmannsson, Stella Jóhannsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Matthildur Jóhannsdóttir, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Herdfs Jóhannsdóttir, Elínborg Jóhannsdóttir, Frfmann Jóhannsson, Sofffa Jóhannsdóttir, Magnþór Jóhannsson, Halldór Jóhannsson, Óttar Jóhannsson, Bergfríður Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kristján Ragnarsson, Jón Matthfasson, Vilhelm Sverrisson, Guðrún Valgarðsdóttir, Hannes Hafsteinsson, Friðrikka Valgarðsdóttir, Hulda Einarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.