Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANl'JAR 1989 DÝR VIÐGERÐ CYUNDA GÆÐIN ERU AIJJAF ÞAU SOMU HVORTSEM VEUN ER FRAMHLAÐIN EÐA TOPPHLAÐIN NÚ ER LAG AÐ FÁ SÉR FYRSTA FLOKKS SÆNSKA ÞVOTTAVÉL Á LÆGRA VERÐI: VEGNA VÖRUGJALDS- LÆKKUNAR - OG ENN Á GAMLA GENGINU Seensku Cylinda þvottavélamar hafa fengið frábœra dóma í ney tendaprófum á kröfuhörðustu mörkuðum Evrópu. Þú getur valið um framhlaðnar eða topphlaðnar Cylinda vélar. Þœr topp- hlöðnu spara gólfpláss og ekki þarf að bogra við þvottin. Cylinda nafnið ertryggingfyrir fyrstaflokks vöru og sannkallaðri maraþonendingu. Kæri Velvakandi. Ég á um 8 ára gamla myndavél af Olympus-gerð, mjög einfalda. Þar sem ljósmælirinn hætti að virka ákvað ég að láta líta á vélina þrátt fyrir að enn væri unnt að taka ágætar myndir á hana. Ég fór með vélina í ljósmyndavöru- verslunina Týli í Austurstræti. Þegar vélin var tilbúin tveimur vikum síðar er mér afhentur reikn- ingur sem hljóðaði upp á 4.779 kr. Mér brá að vonum þar sem hér var um gamla vél að ræða sem var vel nothæf fyrir viðgerð. Hægt er að fá nýjar sambærilegar vélar fyrir svipaða fjárhæð og glænýja vél af sömu tegund fyrir rúmlega 10 þúsund krónur en slík vél er mun fullkomnari, sjálfvirkari og einfaldari. Mér þótti afar súrt í brotið að verslunin skyldi ekki gera mér grein fyrir því að við- gerðin yrði svo dýr. Hefðu það ekki verið eðlilegir viðskiptahættir í slíkum tilfellum að haft hefði verið samband við viðskiptavininn og hann spurður hvort hann vildi leggja út í svo dýra viðgerð? Ég var ekkert spurð og-átti bara að borga eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Afgreiðslumaðurinn í Týli sagði að myndavélaviðgerðir væru yfirleitt dýrar og ég hefði ekki sett fram neinn fyrirvara um viðgerðina ef verðið færi upp fyrir ákveðið hámark. Afgreiðslumað- urinn bauð mér tvo kosti; að taka vélina í umboðssölu og selja fyrir kostnaði; að gefa mér 10% af- slátt. Þetta þótti mér hinir mestu afarkostir en tók þó síðari kostinn af tveimur slæmum. Ég sendi þetta tilskrif til þín, kæri Velvakandi, í von um að þetta verði öðrum til viðvörunar og þeim Þessir hringdu .. Slæm nýbreytni hjá LR Hjördís hringdi: „ Þar sem ég er vetraráskrif- andi hjá Leikfélagi Reykjavíkur þá finnst mér það spor afttirábak að farið er að flytja sýningar á skemmtistaði eins og gert hefur verið með sýninguna Maraþon- dans. Margir sem kaupa áskriftar- kort eru fullorðið fólk, þetta eru einu sýningarnar sem það fer á og það er vant að hafa ákveðna bekki. Okkur voru sendir miðar á þessa sýningu og sagt að setjast við borð og var það komið undir heppni hvort maður lenti þar sem maður heyri til leikenda. Ég vil þakka Leikfélagi Reykjavíkur fyr- ir liðin ár og margar góðar sýning- ar. En aðeins ætti að sýna í húsum með númeruðum bekkjum og vona ég að þama verði breyting á.“ Símahappdrætti K.G. hringdi: „ Mig langar til að mótmæla því sem kallað er símahapp- drætti. Aðeins eitt félag hefur tök á hálfgerðri þvíngun um kaup á miðum með þessum hætti. Vin- kona mín var veik desembermán- uð og daginn fyrir Þorláksmessu bað hún frænku sína að borga miða sína. Sú gleymdi því. Nú mega þær heyra símanúmerið sitt í útvarpi og lesa það í blöðum. Mér finnst lágmark að birta ekki þessi númer sem ekki seljast, fólk getur fengið áfall við svona tíðindi. Hefur maður ekki rétt á því að númerið manns sé dregið til baka og ekki haft með í þessu símahappdrætti?“ Sleði Stiga stýrirsleði merktur „Heiðar“ er í óskilum hjá Heilsu- gæslustöðinni að Asparfelli 12 og getur eigandi getur vitjað hans þar. Gullúr Gullúr með gullkeðju tapaðist á gamlárskvöld, sennilega við Reykjahlíð 8. Skilvís finnandi vin- samlegast hringi í síma 37129. Fundarlaun. sem fást við ljósmyndavélavið- gerðir til áminningar um betri við- skiptahætti. Kristín þegar aðeins þad besta er nógu gott /FOniX HATÚNI 6A SÍMI (91)24420 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.