Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989
Ham og Wapp
íDuus
Öndvegisrokksveitin Ham
heldur tónleika í Duus annað
kvöld og hefur til upphitunar
hljómsveitina Wapp.
Ham er um þessar mundir að
vinna að upptökum á lögum sem
fara eiga á tólftommu sem One
Little Indian gefur út í Bretlandi í
febrúar/mars og mun kynna þau á
tónleikunum og leika að auki eldri
lög. Með hljómsveitinni kemur
fram í fyrsta sinn hér á landi nýr
gítarleikari, en hann hefur áður
leikið með hljómsveitinni á tónleik-
um í Þýskalandi.
Wapp er nýleg hljómsveit, sem
hefur vakið nokkra athygli, þó ekki
hafi hún haldið marga tónleika.
Eins og áður sagði verða tón-
leikarnir í Duus annað kvöld, mið-
vikudagskvöld, og opnar húsið kl.
22.00.
Ljósmynd/BS
Bless Ljósmynd/BS
Ævintýri
Fimmtudaginn 15. desem-
ber 1988 héldu Daisy Hill
Puppy Farm og Bless (sem er
framhald af S/H Draumi) tón-
leika í Tunglinu og tókst mjög
vel upp. Raunar má telja þetta
til bestu tónleika ársins.
Áður en tónflutningur hófst
las Jóhamar kafla úr nýútko-
minni skáldsögu sinni, Bygging-
unni. „í tvo daga barðist 4. ind-
verska herdeildin við að brjóta
sér leið niður Laugaveginn."
Daisy Hill Puppy Farm er að
vinna það afrek um þessar
mundir að breytast ekki en
halda samt áfram að þroskast
og þróast. Nýju lögin þeirra eru
mörg svipuð þeim gömlu, bara
betur útsett og flutt - verulega
safaríkt gítarrokk. Því miður bil-
aði gítarmagnarinn hjá þeim í
miðju kafi, svo að við fengum
ekki að heyra alla dagskrána.
En fyrir þann tíma var unun á
að hlýða.
Hversu góðir sem drengirnir
í Daisy Hili Puppy Farm annars
eru, stóð Bless sig mörgum
sinnum betur en þeir. Bless
flutti nokkur gamalkunn lög eftir
S/H Draum, og baetti við þau
ótrúlega þykkum og góðum
bunka af nýjum lögum. Ein-
hverntíma hef ég sagt að S/H
Draumur hafi verið besta
íslenska tónleikasveitin. Bless
er betri. Báðar sveitirnar hafa
svipaðan pönkstíl, taktfestu.
kraft og góð lög. En undir lokin
var Draumurinn orðinn af vana-
fastur, of viss í sinni sök. Það
er Bless ekki, heldur hefur um-
fram Drauminn einhvern heill-
andi ferskleika og tilraunablae.
Þeir eru rafmagnað líf eða lif-
andi rafmagn. Þeir hafa endur-
uppgötvað Ævintýrið í tónlist-
inni.
Baldur A. Kristinsson
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar |
Austur-Skaftfellingar
Árshátið Sjálfstæöisfélags Austur-Skaft-
fellinga verður í Sjálfstæðishúsinu laugar-
daginn 14. janúar. Gestur hátíðarinnar
verður Halldór Blöndal, alþingismaður.
Miöapantanir þurfa aö hafa borist fyrir
fimmtudagskvöldiö 12. janúar til eftirtaldra:
Sigþórs Hermannssonar s. 81744, Magn-
úsar Jónassonar, s. 81686, Valgeröar Egils-
dóttur, s. 81779, Alberts Eymundssonar,
s. 81148 og í Sjálfstæöishúsið, 81512.
Ath. nánari uppl. í auglýsingu á morgun.
Stjórnin.
Borgarmálaráðstefna:
Starfshópurinn um skipulags-
og umhverfismál
heldur opinn fund í dag, þriðjudaginn 10.
janúar kl. 17.30, í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólkl.
Starf hópsins er liður í undirbúningi fyrir
borgarmálaráðstefnu og kynningu sem
haldin verður 28. janúar nk.
Hópstjóri er Þórhallur Jósepsson.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfólaganna i Reykjavík.
Borgarmálaráðstefna:
Starfshópurinn um íþrótta-,
æskulýðs- og tómstundamál
heldur opinn fund í dag, miðvikudaginn 10.
janúar 17.30, í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki.
Starf hópsins er liður í undirbúningi fyrir
borgarmálaráðstefnu og kynningu, sem
haldinn verður 28. janúar nk.
Hópstjóri er Katrfn Gunnarsdóttlr.
Fulltrúaróð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik.
smáauglýsirigar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Lærið vélritun
Ný námskeiö eru að hefjast.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
Hilmar Foss
lögg. skjalaþ. og dómt.
Hafnarstræti 11,
simar 14824 og 621464.
I.O.O.F. R.b.1 = 1371108 -
□ HAMAR 59891107 - Frl.
□ FJÖLNIR 59891107 = 1
O EDDA 59891017 - 1 Atkv.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Bænavika.
Almenn bænasamkoma i kvöld
kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
AD-KFUK
Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstig 2b. Ábyrgð þess,
sem sendir. Ræðumaður: Séra
Sigurður Pálsson. Kaffi eftir
fund. Allar konur velkomnar.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðafélag íslands
- myndakvöld
Næsta myndakvöld F.í. verður
miðvikudaginn 11. jan. í Sóknar-
salnum, Skipholti 50a og hefst
kl. 20.30.
Á dagskrá veröur fjölbreytt
myndefni: 1) Sagt verður frá
gönguferð frá Sveinstindi í
Fljótshverfi í máli og myndum.
Þessi ferð var farin 29. júlí - 4.
ágúst sl. sumar. 2) Myndir frá
byggingu göngubrúar yfir
Fremri-Emstruá sl. haust, en
brúarstæðið er vafalaust eitt hið
sérstæöasta á landinu. 3) Bragi
Hannibalsson sýnir myndir úr
vélsleðaferðum m.a. á Langjökli
og Kili.
Veitingar i hlói. Allir velkomnir
félagar og aörir. Aðgangur kr.
150.
Feröafélag Islands.
Fimir fætur
Dansæfing verður í Hreyfilshús-
inu sunnudaginn 15. janúar
kl. 21.00. Mætið tímanlega. Nýir
félagar ávallt velkomnir.
Upplýsingar i síma 54366.
T-Jöfðar til
XI fólks í öllum
starfsgreinum!