Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.1989, Blaðsíða 39
. 11 u r i v t í \ t (r 1 r -1; c' rif' \ mr): jí« )\ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 Minning: Albertína Jóhann esdóttir í Botni I dag fer fram frá Suðureyrar- kirkju útför ömmu minnar, Al- bertínu Jóhannesdóttur, sem andað- ist þann 2. janúar sl. Hún fæddist að Kvíanesi við Súgandafjörð 19. september 1893 og giftist afa mínum, Guðna Þor- leifssyni frá Norðureyri, árið 1914. Þau voru fyrstu árin í húsmennsku á Norðureyri og Suðureyrarmölum en hófu síðar búskap að Kvíanesi uns þau fluttu að Efri-Bæ í Botni í Súgandafirði og bjuggu þar ti! ársins 1945, en það ár fluttu þau út á Suðureyri þótt þau 'flyttu sig jafnan á sumrum inn í Botn og nytjuðu þar jörðina. Albertína og Guðni eignuðust 11 böm og eru 9 þeirra á lífi. Þau eru: Guðrún, sem búsett er á Flateyri og gift var Kjartani Sigurðssyni s'em látinn er fyrir allmörgum ámm. Þau eignuð- ust 6 böm. Þorleifur, búsettur á Suðureyri, áður bóndi að Norður- eyri við Súgandafjörð. Sambýlis- kona hans er Marianne Jensen, frá Suðurey í Færeyjum. Sveinn, bú- settur í Reykjvík, kvæntur Sigríði Finnbogadóttur frá Bolungarvík. Þau eiga eina dóttur. Jóhannes, búsettur í Reykjavík, kvæntur Aldísi Jónu Ásmundsdóttur frá Reykjavík. Þau eiga 5 böm. Guð- mundur Amaldur, sem er ókvæntur og hélt hús með forldrum sínum á Suðureyri. Einar, búsettur á Suður- eyri, kvæntur Guðnýju Guðnadóttur og eiga þau 6 böm. Guðni Albert, búsettur á Flateyri, kvæntur Stellu Jónsdóttur. Þau eiga 3 böm. Gróa, búsett í Reykjavík. Gift Páli Guð- mundssyni frá Gmnnavík. Þau eiga 2 böm. María, búsett í Reykjavík, gift Leifí Sigurðssyni frá Akranesi. Þau eiga 2 böm. Þau tvö, sem lát- in em, em: Sigurður, sem fórst með togaranum Júlí, en hann var kvænt- ur Sveinbjörgu Eyvindardóttur og bjuggu þau á Akranesi, og Sólveig Dalrós, sem lést aðeins 5 áragömul. Þegar ég nú ætla að minnast Albertínu, ömmu minnar, með fáum orðum er mér vandi á höndum, því minningamar þyrpast fram. Al- bertína var viðkvæm, skapstór og skarpgáfuð kona og ákaflega list- hneigð. Síðustu árin var hún blind en fram að níræðu vann hún að ýmiss konar hannyrðum og er sumt af því sern eftir hana liggur hrein listaverk. Ég varðveiti enn nokkur pör af vettlingum sem hún sendi bömum mínum þegar hún var hátt á níræðisaldri og eru þau einna líkust því að hafa verið pijónuð með títupijónum svo fínlega era þeir vettlingar unnir og fagurlega mynstraðir. Mér var alltaf mikið undranarefni hvemig hún, óskóla- gengin manneskjan, gat tekið flóknar uppskriftir af heklumynstr- um upp úr erlendum tímaritum og oft var til hennar leitað um hjálp ef vandasamt handverk þurfti að vinna með heklunál. Það má nærri Blómastofa Fridjinns Suðurlandsbraut 10 1C» Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,-eínnig um helgar. Skreytingar við Öll tllefni. Gjafavörur. geta að ekki hefur gefist mikill tími til þess konar dútls meðan hún var að ala upp sinn stóra barnahóp en mörg bama hennar hafa vakið á sér athygli fyrir listfengi og vandað handverk. Samheldni þeirra systkina er ein- stök og kemur m.a. fram í því að þau hafa leitast við að láta ekkert sumar svo hjá líða að þau komi ekki við í Botni til að njóta sam- vista hvert við annað og þó fyrst og fremst að vera með ömmu. Það hefur því iðulega þröngt verið setinn bekkurinn og raunar furðulegt hvemig alltaf var hægt að bæta við gestum í þessu litla húsi. Ég veit að við eigum á kom- andi áram eftir að eiga þar góðar samverastundir og þá mun andi ömmu svífa þar yfir vötnum. Ég minnist einstakrar frásagnargáfu hennar sem krydduð var sterku vestfirsku orðfæri og þeim fram- burði sem sjaldheyrður er orðinn. Ég minnist þeirra búskaparhátta liðinna alda sem varðveittir vora í Botni allt fram yfír miðja öldina. Þar var slegið með orfi á engjum, heyið flutt heim á klakk og ær vora þar í kvíum fram á 5. áratuginn. Ég minnist þess líka að þessum fomu vinnubrögðum fylgdi líka sú hljóðláta samsömun við náttúra landsins sem nú hefur flestum glat- ast. Þar kippti hann afi minn silung- um upp úr lækjum með beram höndum, þar tók hún amma kollinn sinn og mjaltafötuna og settist und- ir kýmar eftir að hafa klórað þeim bak við eyran og ávarpað þær með nafni. Ég minnist þeirrar nýtni og sparsemi sem allt gerði úr engu. Þeirrar reglufestu og snyrti- mennsku sem hafði hvern hlut ævinlega á sínum stað og stað fyr- ir hvem hlut. Þó skyldi enginn skilja þessi orð þannig að hér hafi lífið allt liðið fram í einhverskonar áreynslulausri ijómalygnu. Því fór fjarri. Hér vora unnin afreksverk. I þessum örlitla bæ var stóram bamahópi komið til manns við sár- ari örbirgð og miskunnarlausara strit en við sem lifum í dag getum látið okkur til hugar koma. Tvo syni sína urðu þau að láta frá sér í fóstur, því þrátt fyrir þrotlaust erfiði, spamað og útsjónarsemi varð að létta á ómegðinni. Slík reynsla skilur eftir sig sár sem jafnvel tíminn getur ekki læknað þótt ævin verði löng. í þessum þrengslum varð það henni styrkur að hún varð- veitti alla ævi bamatrú sína, svo heila, heiða og efalausa trú um persónulega nálægð guðdómsins að ég hef ekki annars staðar kynnst slíkri. Þær blessunaróskir og fyrir- bænir sem fygldu mér og mínum af hennar fundi alla tíð era sannar- lega ígildi margra altarisgangna. Verði henni að trú sinni á hún vissulega góða heimvon í dag. Sigríður Jóhannesdóttir í dag verður amma mín, Al- bertína Jóhannesdóttir, til grafar borin. Hún lést í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar þann 2. janúar 1989, 95 ára að aldri. Hún fæddist 19. september 1893 að Hvíanesi við Súgandafjörð. Mest af sínum búskap bjó hún ásamt afa, Guðna J. Þorleifssyni sem lést 1. apríl 1970, að Botni í Súganda- fírði, og varð þeim 11 barna auðið og era 9 þeirra enn á lífi. Þegar ég minnist ömmu þá er svo margt sem þýtur í gegnum hugann. Öll sumrin fyrir vestan, fyrst í Botni og síðan á Suðureyri. Ámma var með afbrigðum handlag- in, það var sama hvort hún var að pijóna úr eingirni, fallegu vettling- ana og hosumar, hekla dúka eða smíða úr íspinnatré, eldspýtum eða eldspýtnastokkum. Eða þegar hún gerði líkan af bænum sem hún ólst upp í. Þá var nú ekki síður fallegt það sem hún gerði úr skeljum. Amma var sú fallegasta amma og ömmu- legasta sem til var í mínum augum. Með silfurhvítt og liðað hár með þykkar fléttur sem hún vafði um höfuðið eins og geislabaug. Og þeg- ar hún hló þá dillaði hún öll. Eða þegar hún tók mann afsíðis til að segja manni sögur eða sýna okkur krökkunum eitthvað frá því í gamla daga. Mér er minnisstæðust stundin þegar mér hlotnaðist sá heiður að klippa silfurgráu flétturnar af henni, ég veit ekki hvor okkar var taugaóstyrkari, ég eða hún. En ekki varð hárið síður fallegt þegar það lokkaðist allt upp í hnakkann. Ég veit að þar sem amma er nú þá líður henni vel, því amma var mjög trúuð. Ég þakka henni allar samvera- stundirnar gegnum öll árin, og mig langar að kveðja hana með sálmi sem hún var vön að láta okkur fara með áður en við fóram að sofa. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. (Höf. ókunnugur) Sólveig Leifsdóttir t Eiginmaður minn, GUNNARHANSSON, er látinn. Hulda Valtýsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, ÁlfaskelAI 39, HafnafirAI, lést í Sólvangi sunnudaginn 8. janúar. Anna Pálsdóttir, GuArún Pálsdóttlr, Rúnar Pálsson, Reynir Pálsson, Elín Pálsdóttir, AAalstelnn ísaksson, barnabörn og barnabarnabörn. Sigursteinn Hubertsson, Sigurgeir Jónasson, Sif EiAsdóttir, Minning: Finnur V. Indriða- son frá Skriðuseli Fæddur 10. janúar 1889 Dáinn 30. júní 1979 Okkur langar að minnast afa okk- ar sem hefði orðið 100 ára í dag, en hann lést í Landspítalanum fyrir 10 árum. Afi fæddist að Hömrum í Reykjadal, en tveggja ára fluttist hann með foreldram sínum að Skrið- useli í Aðaldal. Foreldrar afa vora Indriði Kristjánsson og Dýrleif Guð- mundsdóttir. Systkini afa vora Sigr- ún er bjó í Grímsey, Anna er bjó í Reykholti, Eiður er bjó í Hrísey, Elín er bjó á Húsavík, Ingólfur er bjó á Húsabakka og Laufey er dvaldi hin síðari ár að Skjaldarvík, en þau era öll látin. 14. júlí 1914 gekk afi að eiga hana ömmu, Hallfríði Sigur- bjömsdóttur frá Helgastöðum í Reykjadal og eignuðust þau níu böm er öll komust vel á legg. En þau eru: Baldur, Indriði (lést 1968), Sigr- ún, Dýrleif, Gestur, Éiður (lést 1986), Anna Sigríður, Unnur og Haukur (lést 1975). Afi tók við búi af foreldr- um sínum og bjó öll sín búskaparár að Skriðuseli. Afa var margt til lista lagt og hafði hann hendur þúsundþjalasmiðs. Hvort sem það var að gera við klukk- ur, smíða skeifur eða hús og allt þar á milli. Afi tók alla vinnu sem gafst með búskapnum enda var hann sér- lega greiðvikinn við sveitunga sína. Þau eru ekki fá íbúðar- og útihúsin í dalnum sem afi hefir lagt hönd á. Afi var mjög trúaður og lagði hann mikla rækt við trúna sem sést best á því að hann var meðhjálpari í Nes- kirkju í Aðaldal í 25 ár og þótti hon- um afar vænt um kirkjuna sína og hugsaði hann vel um kirkjuna með sinni smiðslagni. Afi missti ömmu 1943 og var þá yngsta bamið 10 ára. Öll böm afa fluttust suður með áranum nema Indriði en þeir feðgar héldu búi áfram allt þar til Indriði lést 1968. Suttu eftir lát Indriða brá afi búi og hélt til á sumrin fyrir norð- an en hér fyrir sunnan á vetuma hjá bömum sínum. Við hlökkuðum mikil ósköp til að fá afa í heimsókn, svo blíður og góður var hann ætíð við okkur. Það geislaði mikil og ógley- manleg hlýja frá honum. Afkomend- ur afa eru 106. Blessuð sé minning okkar elsku- lega afa. Jens Elíasson, Sigurveig Gestsdóttir. Þeir sem hefðu hug á að vera með í byijun sumars að koma saman til minningar um afa okkar era beðnir að hafa samband við undirrituð. t Útför HANNESAR JÓNS MARINÓS HANNESSONAR, sem andaðist á vistheimlli Blóa bandsins, Viðinesi hinn 31. des- ember sl. verður gerð frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 1 2. jan- úar kl. 10.30. Vinir hins lótna. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKÚLI ODDLEIFSSON, Vallargötu 19, Keflavfk, verður jarðsunginn fró Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 11. janúar kl. 14.00. RagnhelAur Skúladóttir, MóeiAur Skúladóttir, Kristrún Skúladóttlr, Helgl Skúlason, Ólafur Skúlason, SaavarHelgason, Björn Björnsson, Þórlr Gelrmundsson, Helga Bachmann, Ebba SigurAardóttir, barnabörn og langafabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, GUDJÓNU JAKOBSDÓTTUR, Meðalholti 7. Fyrir hönd aðstandenda, Jakob S. Þórarinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BRYNJARS SÖRENSEN, Kringlumýri 9, Akureyri. Ruth Sörensen, Dan Brynjarsson, Björk Guðmundsdóttir, Elva B. Brynjarsdóttir, HörAur Lilliendahl, Brynjar B. Brynjarsson, Ágúst Freyr Dansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.